Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 29 Blóðgjafar sem heiðraðir voru á aðalfundi BGFÍ 1993 ásamt fráfarandi og nýkjörnum formanni. Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands Tveimur veitt viðurkenn- ing fyrir 7 5 blóðgjafir TVEIR blóðgjafar, þeir Árni Ásmundsson og Hávarður Emilsson, voru heiðraðir fyrir að hafa gefið 75 sinnum á aðalfundi Blóðgjafafélags Islands sem haldinn var nýlega. Að auki fengu 23 viðurkenningu fyrir að hafa gefið blóð 50 sinnum. í fyrra náði fyrsti íslendingur- inn, Þórður Þórðarson, því marki að gefa blóð í hundraðasta sinn. Á fundinum var kjörinn nýr formað- ur, Anna María Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur Rauða kross íslands, sem tók við af Ólafí Jens- syni, yfirlækni, en hann hefur ver- ið formaður félagsins frá upphafi, eða í 12 ár. Félagar í Blóðgjafafélaginu eru allir sem gefa blóð á Islandi auk áhugasamra einstaklinga. Megint- ilgangur félagsins er að fræða blóð- gjafa, almenning og stjórnvöld um blóðsöfnun, blóðbankastarfsemi og mikilvægi blóðs í lækningum og læknavísindum. Félagið hefur einn- ig gefið tæki sem tengjast blóð- rannsóknum, það hefur styrkt rannsóknarverkefni og gert kleift að sækja námskeið sem tengjast starfseminni hér heima og í útlönd- um. Fornsagnaþing á Akureyri 1994 NÍUNDA alþjóðlega fornsagnaþingið verður haldið í Verk- menntaskólanum á Akureyri dagana 31. júlí til 6. ágúst 1994. Á ráðstefnunni verður fjallað um samtíðarsögur. (bisk- upasögur, veraldlegar samtíðarsögur og sögur um Sverri konung Sigurðarson og afkomendur hans) af sjónarhóli textafræði, málfræði, bókmenntafræði, helgisagnafræði, sagnfræði, mannfræði og skyldra fræðigreina. Undirbúningsnefnd fornsagna- þingsins á Akureyri skipa: Sverrir Tómasson, formaður, sem sæti á í Alþjóðlegu ráðgjafarnefndinni, Stofnun Árna Magnússonar; Ásdís Egilsdóttir, Rannsóknastofnun í bókmenntafræði, heimspekideild Háskóla íslands; Stefán Karlsson, Stofnun Árna Magnússonar; Har- aldur Bessason, Háskólanum á Akureyri; Tryggvi Gíslason, Menntaskólanum á Akureyri; og Ulfar Bragason, Stofnun Sigurðar Nordals. Hér innanlands hafa bréf um þingið verið send félagsmönnum í Félagi íslenskra fræða, en aðrir sem hefðu áhuga á að sækja það geta fengið nánari upplýsingar og þátttökueyðublöð með því að snúa sér til Stofnunar Árna Magnússon- ar, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Þátttöku þarf að til- kynna fyrir 25» apríl nk. Alþjóðlegt fornsagnaþing var fyrst haldið í Edinborg 1971 að frumkvæði Hermanns Pálssonar ogsannað þingið í Reykjavík 1973. Síðan hafa þessi þing verið haldin reglulega á þriggja ára fresti, í sínu landinu hvert skipti, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Dan- mörku, Ítalíu og Svíþjóð. Á þessum þingum hafa að jafn- aði verið um það bil 200 þátttak- endur auk maka, einkum háskóla- kennarar, og hafa þeir komið úr öllum heimsálfum, enda er lögð stund á íslenskar fornbókmenntir við fjölmarga háskóla um víða veröld, einkum þó í Evrópu og Norður-Ameríku. Hvert þing hefur staðið tæpa viku, og eitt megin- svið fornbókmennta okkar hefur verið aðalumfjöllunarefni hveiju sinni. Fjöldi fyrirlestra hefur verið fluttur, og þessi þing hafa tví- mælalaust átt mikinn þátt í aukn- um fræðilegum og persónulegum kynnum þess fólks sem vinnur að rannsóknum á íslenskum fornbók- menntum og orðið til þess að efla áhuga á þessu merka framlagi íslendinga til heimsbókmennt- anna. (Úr fréttatilkynningu) Bankar sem annast gjaldeyrisviðskipti Enginn skiptir erlendri mynt ERLENDRI mynt og óvenjulegum erlendum gjaldmiðlum er ekki skipt fyrir íslenskar krónur í bönkum hérlendis sem ann- ast gjaldeyrisviðskipti. Mjög hefur borið á því undanfarin ár að fólki sem vill fá slíkum gjaldmiðlum skipt sé bent á Seðla- banka íslands, en að sögn Skúla Sigurðssonar starfsmanns þar, fæst Seðlabankinn ekki við slíka hluti. leiðrétta þennan misskilning, en þetta komi þó upp aftur og aftur. Sá misskilningur hafi einhvern tím- ann komist á að Seðlabankinn taki við óvenjulegri mynt og seðlum. „Staðreyndin er sú að það kaupir enginn bankinn hérlendis erlenda slegna mynt og hefur ekki gert árum saman. Hún er mjög dýr í flutning- um,“ sagði Skúli. Verðlitlir seðlar Hann sagði að oft væri um verð- litla seðla að ræða, eins og t.a.m. frá Suður-Ameríkuríkjum, þótt háar upphæðir séu á seðlunum þá sé geng- ið afar lágt. „Það sem er kannski verst af öllu er hve erfitt það er fyr- ir útlendinga að skipta seðlum frá Ástralíu, Singapore, Japan og Hong Kong, þar sem gengi er almennt hátt. Bankarnir eru að senda okkur fólk með slíka seðla,“ sagði Skúli. Landsbankinn í Grindavík 30 ára Grindavík. LANDSBANKINN í Grindavík átti 30 ára afmæli nú nýverið. Haldið var upp á afmælið með pomp og pragt þar sem fjöldi bæjarbúa og annarra komu í heimsókn og nutu góðgerða. Landsbankinn hóf starfsemi sína Bankinn bauð í afmæliskaffi í í Grindavík á Víkurbraut 9 þar sem tilefni dagsins og skemmtiatriði. heitir Gimli. Þaðan flutti hann að Landsbankakórinn kom í heimsókn Víkurbraut 25 sem núna hýsir lög- og Trausti bankastjóri heilsaði upp regluna og í október 1987 flutti á yngstu gestina. Þá léku nemendur hann í núverandi húsnæði sem var Tónlistarskólans í Grindavík. sérstaklega byggt undir starfsemi hans og þykir mjög glæsilegt. FÓ Skúli skrifaði grein í SÍB tíðindi, sem Samband íslenskra bankamanna gefur út, þar sem hann skýrir frá því að það hafi viðgengist í áratugi að viðskiptavinum banka og spari- sjóða, sem vilja selja eða kaupa er- lenda seðla eða slegna mynt, sem ekki finnst á gengisskráningu Seðla- bankans, sé vísað á Seðlabankann og þeim sagt að hann sjái um að versla með óvenjulega seðla og mynt. „Seðlabankinn er, eins og allir bankastarfsmenn ættu að vita, banki ríkisins, banka og sparisjóða, og stundar ekki bankaviðskipti við al- menning nema við sölu nýrra ríkis- verðbréfa," segir í grein Skúla. Dýr í flutningi Skúli segir að Seðlabankinn hafi reynt að bregðast við þessu með því að hringja í viðkomandi banka og Félags íslens

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.