Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
31
Júdit Polgar tefl-
ir í Sjónvarpinu
Skák
Margeir Pétursson
EIN SKÆRASTA stjarnan í
hinum alþjóðlega skákheimi,
ungverska stúlkan Júdit Polg-
ar kemur til Islands um helg-
ina og teflir á sjónvarpsmóti
með þremur íslenskum stór-
meisturum. Hún er aðeins
sextán ára gðmul en að undan-
förnu hefur hún samt sigrað
hvert karlavígið á fætur öðru.
Fyrir nokkrum dögum lagði
hún bæði Nigel Short og Ana-
tólí Karpov 2-0 á atskákmóti
í Mónakó. Það er Mjólkursam-
salan sem kostar skákmótið
sem fram fer í beinni útsend-
ingu í Ríkissjónvarpinu, hefst
sunnudaginn 18. april kl. 12.45
og stendur til kl. 16.
Það er sérstaklega í hinum
svonefndu atskákum, með hálf-
tíma umhugsunartíma, sem Júdit
hefur blómstrað að undanfömu.
Sjónvarpsmótið verður einmitt
með því sniði. Auk Júditar verða
þeir Helgi Ólafsson, Jóhann
Hjartarson og Margeir Pétursson
á meðal keppenda. Hermann
Gunnarsson verður kynnir og Jón
L. Amason verður honum til
halds og trausts í skákskýring-
um.
Áður en Júdit Polgar fór á
atskákmótið í Mónakó varð hún
fyrsta konan til að tryggja sér
þátttökurétt á millisvæðamóti. Á
svæðamóti í Búdapest í mars
varð hún í öðm til fimmta sæti
og þurfti að heyja aukakeppni til
að skera úr um það hveijir tveir
skákmenn kæmust áfram. Júdit
sigraði örugglega í aukakeppn-
inni, hlaut fjóra vinninga af sex
mögulegum, stórmeistararnir
Ftacnik, Slóvakíu, og Wojtki-
ewicz, Póllandi, komu næstir með
þijá vinninga og pólski alþjóða-
meistarinn Gdanski rak lestina
með tvo vinninga.
Við skulum líta á bráð-
skemmtilega skák Júditar úr
aukakeppninni. Svartur reyndi
að stilla upp varnarvígi á kóngs-
væng, en hefur líklega yfirsést
leið þar sem Júdit undirbjó tvö-
falda drottningarfórn, sjá skýr-
ingamar við 20. leik svarts. Fyrst
ætlaði hún að fórna drottning-
unni, síðan vekja upp nýja og
fóma henni líka og máta síðan
með samspili hróks, riddara og
biskups. Sannarlega glæsilegt og
óvenjulegt stef sem Pólveijinn
sneiddi hjá á síðustu stundu, en
staða hans var samt sem áður
óveijandi.
Hvítt: Júdit Polgar
Svart: Jacek Gdanski
Frönsk vöm
I. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3
- Bb4 4. e5 - Re7 5. a3 -
Bxc3+ 6. bxc3 — c5 7. Dg4 —
Dc7 8. Bd3
Júdit hefur mikið dálæti á
þessum leik. Hér er mun algeng-
ara að leika 8. Dxg7 — Hg8 9.
Dxh7 sem er afar tvísýnt af-
brigði og vinsælt á undanfömum
árum.
8. - c4!?
Svarta staðan verður fremur
óvirk eftir þetta. Hér er næstum
alltaf leikið 8. — cxd4 9. Re2 —
dxc3 10. Dxg7, en í sjónvarps-
skák í Köln 1990 reyndi þýski
stórmeistarinn Knaak 9. — Dxe5
gegn Júdit, en fékk erfiða stöðu
eftir 10. Bf4 - Df6 11. Bg5 -
De5 12. cxd4. Á Immopar at-
skákmótinu í París í haust vildi
Timman einnig beina skák þeirra
Júditar út á ótroðnar slóðir, en
fékk verra endatafl eftir 9. —
h5 10. Dxg7 - Hg8 11. Dh7 -
dxc3 12. J)xh5 - Rbc6 13. 0-0
— Dxe5.
9. Be2 - 0-0
Anand lék 9. — Rf5 gegn Júd-
it á atskákmóti í Roquebrane í
Frakklandi í fyrra og vann eftir
þunga stöðubaráttu.
10. Rf3 - Rbc6 11. Bg5!
Undirbýr að láta kónginn
valda akkillesarhæl hvítu stöð-
unnar, peðið á c3.
II. - Da5 12. Kd2 - f5 13. Dh3
Svartur nær stórhættuleg
mótspili eftir 13. exf6? (fram-
hjáhlaup) — e5! eða 13. Dg3 —
f4!
13. - Bd7 14. a4 - Rc8?
Upphafið á rangri áætlun.
Þessa riddara er brýn þörf í vöm-
inni, eins og framhaldið leiðir í
ljós.
15. Dg3 - Kh8 16. h4 - Rb6
17. h5 - Rxa4
Svartur getur ekki stöðvað
framrás h peðsins. Eftir 17. —
h6 18. Bxh6! - gxh6 19. Dg6
hefur hvítur óstöðvandi sókn.
18. Hxa4! — Dxa4 19. h6 — g6
20. Bf6+ - Hxf6
Svartur er óveijandi mát með
tvöfaldri drottningarfórn eftir 20.
- Kg8 21. Dxg6+ - hxg6 22.
h7+ - Kf7 23. h8=D!, því 23. -
Hxh8 er auðvitað svarað með 24.
Rg5+ og næst 25. Hxh8 mát.
21. exf6 - Kg8
Svarta staðan er töpuð, en 21.
— Rd8 eða 21. — Da5 hefðu
veitt neira viðnám.
22. Dc7 - Rb4 23. cxb4 -
Dxb4+ 24. Ke3 — g5 25. Rxg5
og svartur gafst upp.
Skákkeppni framhaldsskóla
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
sigraði mjög örugglega í skák-
keppni framhaldsskólanna 1993.
Úrslit urðu þessi:
1. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
A sveit 26 v. af 28 mögulegum
2. Menntaskólinn við Hamrahlíð
21'/2 v.
3. Menntaskólinn í Reykjavík 19
v.
4. Flensborgarskólinn lö'/z v.
5. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
B sveit 10 v.
6. Fjölbrautaskóli Vesturlands 8'/2
v.
7. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
C sveit 6 'h v.
8. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 5
v. _
í sigursveit Fjölbrautaskólans
í Breiðholti voru þeir Ólafur B.
Þórsson, Magnús Örn Úlfarsson,
Kristján Eðvarðsson og Ragnar
Fjalar Sævarsson.
Júdit Polgar
Skákkeppni grunnskóla í
Reykjavík
Æfingaskóli Kennaraháskóla
íslands sigraði með miklum yfir-
burðum í skákkeppni grunnskól-
anna í Reykjavík. Sveit Æfinga-
skólans vann sjö af níu viðureign-
um sínum 4—0. Úrslit urðu þessi:
1. Æfingaskóli Kennarahá-
skóla Islands, A sveit 34'/2 '/2
v.
2. Breiðholtsskóli, A sveit 23 v.
3. Hlíðaskóli 22'/2 v.
4. Hólabrekkuskóli, A sveit 22
v.
5. Æfíngaskóli KHÍ, B sveit
21 'h v.
6. Melaskóli, A sveit 20 v.
7. Seljaskóli 19'/2 v.
8. Ártúnsskóli, A sveit 19'/2 v.
9. Hólabrekkuskóli, B sveit 19
v.
10. Selásskóli, A sveit 19 v.
11. Breiðholtsskóli, B sveit 19 v.
12. Melaskóli, B sveit 18'/2 v.
13. Grandaskóli 18 v.
14. Álftamýrarskóli, A sveit 18
v.
15. Hamraskóli, A sveit 18 v.
16. Hamraskóli, B sveit 18 v.
17. Breiðagerðisskóli 17'/2 v.
18. Ölduselsskóli 17'/2 v.
19. Ártúnsskóli, B sveit 16‘/2 v.
20. Fossvogsskóli, A sveit 15 '/2
v.
21. Selásskóli, B sveit 15'/2 v.
22. Hagaskóli IOV2 v.
23. Fossvogsskóli, B sveit IV2 v.
24. Álftamýrarskóli, B sveit 2 v.
í sigursveit Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands voru
þeir Bragi Þorfinnsson, Arnar
Gunnarsson, Björn Þorfinnsson,
Davíð Ó. Ingimarsson og Oddur
Ingimarsson.
__________Brids____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Úrslit í páskaspilamennsku í
Reykjavík
Mjög góð aðsókn var hjá Skagfirð-
ingum þriðjudaginn fyrir páska. Vel
yfir 30 pör. Úrslit urðu (efstu pör):
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 407
JakobKristinsson-ÓlafurLárusson .382
ÞórirLeifsson-ÓskarKarlsson 382
Gústaf A. Bjömsson - Jens Jensson 378
BjömÞorvaldsson-AlfreðAlfreðsson 362
Spilað er alla þriðjudaga í Stakka-
hlíð 17 og er boðið upp á eins kvölds
tvímenningskeppni. Spilamennska
hefst kl. 19.30. Allir velkomnir. Á
skírdag var spilað í húsi Bridssam-
bandsins. Yfir 40 pör mættu þá til
leiks. Úrslit urðu:
N/S:
ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 548
JóhannesÁgústsson-FriðrikFriðriksson 509
Jón Þór Daníelsson - Ásmundur Ömólfsson 509
Lucinda Grimsdóttir - Eiður Gunnarsson 498
A/V:
AronÞorfmnsson-Jónlngólfsson 511
Sturla Snæbjömss. - Rósmundur Guðmundss. 486
ÓmarOlgeirsson-KristinnÞórisson 483
Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 470
Á annan í páskum varð svo metþátt-
taka. 54 pör mættu til leiks. Úrslit
urðu:
N/S:
Ásmundur Ömólfsson - Jón Þór Daníelsson 553
Sveinn Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 540
ViðarJónsson-SiguijónHelgason 515
Bjöm Theodórsson - Gísli Hafliðason 509
A/V:
Kjartan Jóhannsson - Þórður Sigfússon 507
Jón Viðar Jónmundss. - Aðalbjöm Benediktss. 493
CecilHaraldsson-EggertBergsson 485
RagnheiðurNielsen-SigurðurÓlafsson 485
Vetrarmichell BSÍ
Föstudagskvöldið 9. apríl var spilað
í Vetrar-Mitchell Bridssambands ís-
lands.
44 pör mættu og spiluðu og urðu
úrslit þannig:
N-S riðill:
Maria Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson524
Rúnar Einarsson - Guðjón Siguijónsson489
SveinnÞorvaldsson-PállÞórBergsson 488
Anne Mette Kokholm - Friða Óskarsdóttir 479
A-V riðill:
Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 546
JensJensson-SævarJónsson 512
ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 493
SiguijónHelgason-ViðarJónsson 472
Vetrarmitchell Bridgesambands ís-
lands eru eins kvölds keppnir sem allt-
af eru spilaðar í Sigtúni 9 á föstudags-
kvöldum og hefjast kl. 19.00. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Þriðjudagskvöldið 13. apríl lauk
firmakeppni félagsins. Spilaður var
þriggja kvölda einmenningur og drógu
spilarar _ nýtt fyrirtæki fyrir hverí
kvöld. Úrslitin urðu þessi eftir röð
fyrirtækja:
Fróðamjöl, Patreksfirði 314
Þórsberg hf. 309
Landsbanki íslands 294
Veitingastofan Hópið 290
Tálknafjarðarhreppur 277
Röð spilara varð þessi:
Snæbjörn Geir Viggósson 301
Brynjar Olgeirsson 284
Símon Viggósson 278
Kristín Magnúsdóttir 277
RAÐAUGi YSINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Verslunarhúsnæði
Óskum eftir góðu verslunarhúsnæði til leigu
á Laugavegi.
Vinsamlega sendið tilboð til auglýsingadeild-
ar Mbl., merkt: „L - 505“, fyrir 22. apríl.
100-150 fm húsnæði
óskast
100-150 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði
óskast, helst á póstsvæði 101. Ýmsir aðrir
staðir koma til greina.
Upplýsingar í síma 621826.
LÖGMENN
ÁSGHIR ÞÓR ÁRNASON hdl.
OSKAR MAGNÚSSON hrl.
I.auj>avc(ri 154, 105 Rcykjavik
Sími 62 10 90, brcfsími 62 10 46
Verslunarhúsnæði óskast
Traustur aðili óskar eftir að taka á leigu eða
kaupa 600-1000 m2 verslunarhúsnæði við
Laugaveg.
Tilboðum skal skilað til undirritaðs sem jafn-
framt veitir nánari upplýsingar.
Ásgeir Þór Árnason hdl.,
sími 621090.
TundÍr - "mÁnnfÁgnÁðlÍr
Aðalfundur
Aðalfundur Þormóðs Ramma hf. fyrir árið
1992 verður haldinn þann 16. apríl nk.
kl. 17.00 í kaffistofu frystihúss félagsins á
Siglufirði.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um útgreiðslu arðs.
3. Önnur mál.
Reikningar félagsins ásamt ofangreindri til-
lögu munu liggja frammi á skrifstofu félags-
ins á Siglufirði frá 7. apríl nk., þar sem hlut-
hafar geta kynnt sér þessi gögn, en atkvæða-
seðlar og önnur fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Stjórnin.
Háskóli íslands -
læknadeild
Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimil-
islækningum, flytur erindið Nýjar áherslur
og ávinningur í heilsuvernd í Odda í stofu
101 sunnudaginn 18. apríl kl. 15.00.