Morgunblaðið - 16.04.1993, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
46
KORFUKNATTLEIKUR
JónKr. ogBow
áfram með Keflavík
Jón Kr. Gíslason.
Jón Kr. Gíslason hefur verið
endurráðinn þjálfari íslands-
og bikarmeistara Keflavikur í
körfuknattleik. Þá hefur verið
gengið frá því að Bandaríkjamað-
urinn Jonathan Bow verður áfram
í herbúðum Keflvíkinga.
„Við gerum ráð fyrir að við
höldum flestum þeim leikmönnum
sem léku með okkur síðastliðið
keppnistímabil. Það er hugur í
mönnum og spennandi verkefni
framundan," sagði Hannes Ragn-
arsson, formaður Körfuknatt-
leiksráðs ÍBK, í samtali við Morg-
unblaðið. Keflavíkurliðið mun
taka þátt í Evrópukeppni meist-
araliða og einnig í Austur-Evrópu-
keppni um næstu áramót.
Hannes sagði búið væri að end-
urráða Sigurð Ingimundarson sem
þjálfara kvennaliðs ÍBK, sem varð
einnig íslands- og bikarmeistari.
Jordan og
félagar gefa
ekkert eftir
Chicago Bulls vann sinn fjórða leik í röð
MICHAEL Jordan og félagar hans í Chicago Bulls eru í miklu
stuði þessa dagana. í fyrrinótt unnu þeir Miami Heat 119:92 og
var það fjórði sigurleikur liðsins í röð og tólfti sigurinn i síðustu
14 leikjum. Jordan gerði 34 stig í leiknum.
New York Knicks gerði góða
ferð til Charlotte og vann
107:111. Patrick Ewing gerði 39
stig og þar af 17 stig í fjórða leik-
hluta. Knicks hefur nú unnið 10
leiki af síðustu 11 og hefur besta
vinningshlutfallið í Austurdeildinni,
unnið 55 og tapað 21 sem er besti
árangur liðsins síðan 1972 en þá
vann liðið 57 leiki.
Lakers sigraði Dallas Mavericks
í Dallas, 99:112, þar sem Anthony
Peeler gerði 11 stig í fjórða leik-
hluta fyrir Lakers. Þetta var fjórða
tap Mavericks í röð. Sadale Threatt
var stigahæstur í liði Lakers með
22 stig, Vlade Divac kom næstur
með 21 og James Worthy 20. Randy
White og Jimmy Jackson voru með
20 stig hvor fyrir Mavericks.
Vernon Maxwell gerði 30 stig
og Hakeem Olajuwon 29 fyrir Ho-
uston sem vann sjöunda leikinn í
röð, gegn Denver Nuggets 96:107
- ví Denver. Chris Jackson var stiga-
hæstur heimamanna með 24 stig,
Dikembe Mutombo gerði 17 og tók
jafnmörg fráköst.
Reggie Miller gerði 16 af 20 stig-
um sínum í fyrri hálfleik og hjálp-
aði það Indiana Pacers til að ná
20 stiga forskoti á New Jersey
Nets í leikhlé, 60:40 og vinna síðan
109:90. Þetta var sjötta tap Nets í
röð, en Indinan hefur verið á mik-
illi siglingu og vann í 12. sinn í síð-
ustu 14 heimaleikjum sínum.
Phoenix Suns vann 13. leik sinn
af síðustu 14, gegn Minnesota
98:84 þar sem Dan Majerle gerði
12 af 25 stigum sínum í fjórða leik-
hluta og Cedric Ceballos gerði 23
og tók 13 fráköst fyrir Suns. Doug
West var stighæstur í liði „Úlfanna"
með 27 stig en Christian Laettner
kom næstur með 20.
San Antonio Spurs vann góðan
útisigur á Golden State Warriors,
93:96. David Robinson fór á kostum
og gerði 33 stig og tók 17 fráköst
fyrir Spurs. Latrell Sprewell gerði
20 stig fyrir heimaliðið.
Reuter
Johnny Newman (nr. 22) í liði Charlotte Hornets hefur hér betur — tekur
frákast gegn New York Knicks áður en Anthony Mason nær til knattarins.
New York vann leikinn 111:107.
, Morgunblaðið/Júltus
Islandsmeistarar Víkings
Víkingur varð á mánudaginn íslandsmeistari kvenna í handknattleik 1993. Aftari röð frá vinstri: Hróbjartur Jónatansson, formaður handknattleiksdeildar, Oddný
Guðmundsdóttir, Halla María Helgadóttir, Svava Sigurðardóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Matthildur Hannesdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Sigurbjörg Hannesdótt-
ir, Harpa Amardóttir, Theodór Guðfinnsson, þjálfari og Svava Yr Baldvinsdóttir, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Hanna Margrét Einarsdóttir, Iris Sæmunds-
_ dóttir, Maija Samandizja, Inga Lára Þórisdóttir, Helga Torfadóttir, Valdís Birgisdóttir, Helga Jónsdóttir og Helga Brynjólfsdóttir.
■ RON Atkinson, framkvæmda-
stjóri Aston Villa, náði aldrei að
vinna meistaratitilinn á sex ára þjálf-
araferli með Manchester United og
var það m.a. til þess að hann var
látinn víkja. Hann er nú í þreirri
stöðu að geta tekið titilinn af United.
■ FRANK Stapleton, fyrrum leik-
maður Manchester United, segir
að Atkinson hafi öðlast mikla
reynslu er hann var hjá United og
gæti hún reynst dýrmæt í lokabarátt-
unni. „Stóri Ron virðist rrijög yfir-
vegaður o'g rólegur um þessar mund-
ir og hann þekkir þá miklu pressu
sem var á honum hjá United,“ sagði
Stapleton.
■ STAPLETON segir að Alex
Ferguson hafi fengið fremur
óskemmtilega reynslu er hann rétt
missti af enska meistaratitlinum í
fyrra og spumig hvort hann þoli
þann þrýsting sem er nú. „En Un-
ited hefur svo marga góða leikmenn
núna og það gæti dugð alla leið,“
sagði Stapleton.
■ TEDDY Sheringham, framheiji
Tottenham, var í gær valinn í enska
landsliðshópinn í fyrsta sinn. Sher-
ingham, sem hefur skorað 25 mörk
í 41 leik fyrir Tottenham á þessu
keppnistímabili, gæti fengið fyrsta
landsleik sinn skráðan gegn Hol-
lendingum í undankeppni HM á
Wembley 28. apríl. „Teddy á það
skilið að vera í hópnum eftir góða
frammistöðu í vetur,“ sagði Taylor,
landsliðsþjálfari Englands.
■ ENSKI landsliðshópurinn er
skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Chris Woods, David Seaman; Lee
Dixon, David Bardsley, Nigel
Winterburn, Earl Barrett, Des
Walker, Tony Adams, Gary Pal-
lister; David Platt, Trevor Steven,
Carlton Palmer, Paul Ince, Paul
Gascoigne, John Barnes, Andy
Sinton, Lee Sharpe, Paul Merson;
Nigel Clough, Ian Wright, Les
Ferdinand og Teddy Sheringham.
■ BRUCE Grobbelaar, markvörð-
ur Liverpool, átti mjög góðan leik
í marki Zimbawe sem gerði marka-
laust jafntefli við Egyptaland í und-
ankeppni HM (C riðli Asíu). Zimbawe
tryggði sér þar með sæti í sérstakri
úrslitakeppni Asíuþjóða ásamt Ka-
merún og Nýju Gineu, en Egyptar
eru úr leik. Leikurinn fór fram á
hlutlausum velli, í Lyon í Frakk-
landi.
■ STÓRLEIKUR ítölsku knatt-
spyrnunnar um helgina verður við-
ureign AC Milan og Juventus á
laugardag. ítalska sjónvarpsstöðin,
RAI, hefur greitt 1,1 milljón dollara
eða um 70 milljónir íslenskar krónur
fyrir einkaréttinn á beinni útsend-
ingu frá leiknum. En honum var flýtt
vegna þátttöku liðanna í Evrópu-
keppninni í næstu viku.
■ JEAN-Pierre Papin og Stefano
Eranio, leikmenn AC Milan, verða
báðir í leikbanni og eins verður
Mauro Tassotti ekki með á morgun
vegna meiðsla. Hollendingarnir
Frank Rijkaard og Ruud Gullit og
Króatinn Zvonimir Boban fylla
útlendinga kvótann í liðinu gegn
Juventus.
I JUVENTUS mun líklega hvíla
Þjóðverjann Jiirgen Kohler fyrir
Evrópuleikinn og nota Massimo
Carrera í hans stað. Englending-
urinn David Platt og Þjóðveijinn
Andreas Möller verða hins vegar
báðir með. Fabrizio Ravanelli verð-
ur í leikbanni og verða Pier Luigi
Casiraghi og Gianluca Vialli í
framlínunni ásamt Roberto Baggio,
sem gerði gullfallegt mark fyrir Ital-
íu gegn Eistlandi í undankeppni HM
í fyrrakvöld.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Miðvikudagur.
Charlotte — New York...........107:111
Detroit — Atlanta..............87: 84
Chicago — Miami Heat...........119: 92
Dallas — L.A. Lakers...........99:112
Indiana —NewJersey.............109: 90
Denver — Houston...............96:107
Golden State — San Antonio.....93: 96
Phoenix — Minnesota............98: 84