Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 47

Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÓSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 47 HANDKNATTLEIKUR Sigmar Þröst- ur verður aðveraí banastuði - til að stöðva Valsmenn," segirAlfreð Gísla-. son, sem spáir í spilin varðandi úrslitakeppnina Hvað segja þjálfararnir? ■Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja meist- aratitilinn. Leikirnir gegn Víkingum verða miklir baráttuleikir," sagði Kristján Arason, þjálfari Islands- meistara FH. „Víkingar eru með stemmningslið og það styrkir þá mikið að Birgir Sigurðsson er byrjað- ur að leika aftur og þá er Bjarki Sigurðsson búinn að ná sér fullkom- lega.“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, sagði að það væri ánægu- legt að allir leikmenn sínir væru klár- ir í slaginn þegar úrslitakeppnin væri að hefjast. „Við gerum okkur grein fyrir að það er á brattann að sækja gegn FH, en það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við viljum vera lengur með í baráttunni en fram í næstu viku og því /verður ekkert gefið eftir gegn FH.“ „Núna eða aldrei, er það sem við hugsum um,“ sagði Þorbjöm Jens- son, þjálfari Valsmanna, sem taka á móti Eyjamönnum. „Þeir hafa allt- af verið okkur erfiðir og það hljómar ótrúlega - okkur hefur gengið betur gegn þeim út í Eyjum. Það verður ekkert gefið eftir,“ sagði Þorbjörn. Sigurður Gunnarsson, þjálfari Eyjamanna, sagðist reikna með hörkuleik. „Okkur hefur gengið vel að undanfömu og tapað aðeins ein- um af átta síðustu leikjum okkar. Það er mitt hlutverk að fá mína leik- menn til að trúa því að þeir geti lagt Valsmenn að velli. Við þurfum að vinna á h-unum þremur hjá Vals- mönnum. Valsliðið er sterkt, eins og það hefur sýnt - er bæði deild- ar- og bikarmeistari.“ „Við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur það að leika á heima- velli. Mínir menn koma tvíefldir til leiks eftir skellinn gegn Valsmönn- um,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, sem leikur gegn ÍR. „Það er slæmt að leika án Patreks Jóhannessonar og þá hefur Magnús Sigurðsson verið meiddur, en er allur að koma til.“ Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR, sagði að um líf og dauða væri að tefla í baráttunni gegn Stjömunni. „Það verður ekkert auðveldara fyrir okkur að leika gegn Stjörnunni án Patreks, því það kemur maður í manns stað. Stjörnumenn hafa hvílt Magnús Sigurðsson fyrir leikinn gegn okkur. Við mætum grimmir til leiks - ætlum okkur áfram.“ Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Hauka, sagði að leikurinn gegn Selfyssingum yrði harður línudans. „Við mætum spútnikliði síðustu ára - liði sem lék til úrslita um íslands- meistaratitlinn í fyrra og bikar- úrslitaleik í ár. Ég tel að möguleik- arnir séu jafnir. Þó svo að bæði liðin séu sóknarlið, leika þau ólíkan hand- knattleik. Þetta verður leikur hinna sterku sókna, en úrslitin ráðast á því hvort liðið leikur betri varnarleik - og hvaða markverðir séu betur upplagðir." Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, sagði að leikurinn gegn Haukum yrði mjög erfiður. „Við eig- um á brattann að sækja og við verð- um að sjá hvað við getum gert. Haukar eru mjög erfiðir mótherjar." LOKABARÁTTAN um íslands- meistaratitilinn í 1. deild karla hefst í kvöld á fjórum vígstöð- um - að Hlíðarenda, í Garðabæ og á tveimur stöðum í Hafnar- firði, í Kaplakrika og við Strand- götu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að það verður hart barist í öllum leikj- unum. Eyjamenn sækja Vals- menn heim, Stjarnan fær ÍR í heimsókn, FH-ingar taka á móti Víkingum og Haukarfá Selfyssinga íheimsókn. Morgunblaðið fékk Alfreð Gíslason, þjálfara og leik- mann KA, til að spá í spilin og velta möguleikum liðanna fyrir sér. Valsmenn öruggir „Valsmenn eru með mjög öflugt lið og eiga að klára dæmið gegn Eyja- mönnum nokkuð örugglega. Það eina sem getur stöðvað Valsmenn er að þeir skjóti Sigmar Þröst Ósk- arsson í banastuð, en það þarf markvörslu í heimsgæðaflokki til að stöðva Valsmenn." Jafnræði „Viðureign FH-inga og Víkinga verður jafnari. FH-ingar eru sterk- ari, en Víkingar þurfa að rífa sig upp til að veita þeim keppni." ÍR kemur á óvart „Það er slæmt fyrir Stjörnumenn að Patrekur Jóhannesson er í leik- banni og Magnús Sigurðsson á við meiðsli að stríða. ÍR-ingar hafa allt að vinna og eru með mikið baráttul- ið. Ég spái að ÍR-ingar komi á óvart og brjóti Stjörnumenn á bak aftur. Ég er ekki að segja að Stjarnan sé m Birgir Sigurðsson er byijaður að leika með Víkingum og styrkir þá mikið, segir Alfreð Gíslason um þennan snjalla línumann. úr leik - en hún þarf þriðja leikinn til að komast í undanúrslit.“ Haukar betri „Haukar eru með betra lið en Selfyssingar. Konráð Olavson hefur styrkt Hauka mikið og þá eru þeir með starka menn í hverri stöðu og einnig mjög góða varamenn. Sel- fyssingar eru ekki eins góðir og þeir voru í fyrra. Ég tel að Haukar komist örugglega í undanúrslit. Valur og FH í úrslit Valsmenn og Haukar, sem eru að mínu mati með bestu liðin, mætast í undanúrslitum. Haukar eru þar óheppnir, því að þeir hefðu án efa leikið til úrslita um Islands- meistaratitilinn - ef þeir hefðu leik- ið gegn FH eða Stjörnunni. Ég spái því að Valur og FH leiki til úrslita og má segja að það sé draumaúr- slitaleikur," sagði Alfreð Gíslason. KORFUKNATTLEIKUR Valur þjálfar Njarðvík Valur Ingimundarson, landsliðsmaður í körfuknatt- leik, sem hefur þjálfað og leikið með Tindastól undanfarin ár, takur við þjálfun Njarðvíkurliðsins, sem hann lék áður með. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um að endurkoma Vals er geysilegur styrk- ur fyrir Njarðvíkinga. Njarðvíkingar fá tvo aðra sterka leikmenn til liðs við sig. Kristinn Einarsson, sem lék með Snæfelli, ætlar einnig að snúa heim og þá mun Hreiðar Hreið- areson, fyrrum fyrirliði Njarðvíkurliðsins, sem hefur verið til sjós, taka fram skóna. „Við getum ekki annað en horft björtum augum fram á veg, þar sem við verðum með geysilega sterk- an leikmannahóp," sagði Ólafur Eyjólfsson, formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN. Valur. Kristinn. Hreíðar. KNATTSPYRNA Svíar lögðu Ungverja Aaðeins fjögur þúsund áhorfendur voru saman komnir á NEP-þjóð- arleikvanginum í Búdapest í gær- kvöldf, til að sjá Ungveija taka á móti Svíum. Ungveijar, sem eiga langt í land að ná fyrri styrkleika, máttu þola tap 0:2. Markahrókurinn Johnny Ekström skoraði fyrra mark Svía á 66. mín. og Stefan Rehn bætti öðru marki við tveimur mín. fyrir leikslok. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Erfitt ferðalag íslenska liðið fer á leik Lakers og Houston í kvöld Islenska landsliðið í knattspyrnu kom til Los Angeles í gær eftir 17 klukkustunda ferðalag frá ís- landi. í dag verður æfing en síðan mun liðið mæta í Forum- höllina og sjá Los Angeles Lakers Skapti Hallgrímsson skrifar frá. Los Angeles leika gegn Houston Rockets í NBA- deildinni í kvöld. Landsleikurinn við Bandaríkin verður aðfaranótt sunnudags á há skólavelli í útjaðri Los Angeles og er búist við 5.000 þúsund áhorfend- um á leikinn. ÍÞRÚmR FOLK MAGNÚS Sigurðsson, sem hefur átt við meiðsli að stríða, mun leika með Stjörnunni gegn ÍR í kvöld. BRYNJAR Kvarnn, þjálfari IR, er fyrrum markvörður Stjörn- unnar. Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, þjálfaði ÍR áður en Brynjar tók við liðinu. Þeir félagar vita því ýmislegt um mótheija sína. GUÐMUNDUR Þórðarson, varnarmaðurinn sterki hjá IR, hefur einnig leikið með Stjörnunni. KONRÁÐ Olavson, hornamað- ur úr Haukum, hefur ekki getað æft tvo síðustu daga - hann mis- steig sig á æfingu. „Konráð verður klár í slaginn gegn Selfyssingum," sagði Jóhann Ingi, þjálfari Hauka. ALEXEJ Trúfan, leikmaður FH, mun leika gegn sínum fyrrum félögum hjá í Víkingi. BOGDAN Kowalczyk, þjálfari Pólveija, byijaði vel í Evrópu- keppni landsliða því Pólverjar unnu Sviss 24:22 í fyrri leik liðanna á heimavelli sínum um helgina. ■ ARNO Ehret stjórnaði sviss- neska landsliðinu í síðasta sinn gegn Pólveijum því nú tekur hann við þjálfun U-18 og U-21 árs liðum Þjóðverja. ■ GUNNAR Blomback, sem hef- ur þjálfað unglingalandslið Svía, tekur við svissneska landsliðinu af Ehret. ■ Ulf Schefvert, sem er Svíi og hefur þjálfað Drott frá Halmstad, hefur verið ráðinn þjálfari Dana og mun fá það verkefni að undirbúa og stjórna danska liðinu í HM á íslandi 1995. Hann tekur við af Keld Nielson. *>- ■ KARIN Thorin, 18 ára gömul sænsk skíðakona, lést á sjúkrahúsi í bænum Umeá í Svíþjóð í gær eftir að hún hafði slasast illa á höfði á æfingu í bruni á mánudag. Hún var að æfa sig fyrir sænska meistaramótið og datt í brunbraut- inni á 60 km hraða með fyrrgreind- um afleiðingum. Brunkeppnin átti að fara fram í gær en var aflýst vegna fráfalls hennar. ■ JÚGÓSLAVÍA fær ekki að senda lið á heimsmeistaramótið í borðtennis sem fram fer í Gauta- borg í Svíþjóð dagana 11. - 23. maí. Júgóslavar mega hins vegar keppa í einstaklings greinum - mótinu. 87 karlalið og 71 kvennalið þar á meðal lið frá Bosníu-Her- sigovínu, Króatíu og Slóveníu eru skráð til leiks. Suður-Afríka er nú með í fyrsta sinn á HM síðan 1957. ■ KÚBANSKI kringlukastarinn Hilda Elisa Ramos hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á anaboliskum sterum. Ramos, sem varð sjötta á Ólympíu- leikunum í sumar, er þriðji íþrótta- maðurinn frá Kúbu sem fær bann vegna lyfjanotkunar. ■ TYRKNESKI lyftingakappinn, Naim Suleymanoglu óttast um líf sitt fari hann á HM í Búlgaríu í næstu viku. Hann er fæddur í Búlg- aríu en flúði til Tyrklands árið ~ 1986 til að mótmæla illir meðferð á Tyrkjum þar í landi. Hann keppti á OL í Seoul 1988 enda greiddu Tyrkir Búlgörum eina milljón doll- ara til að fá það samþykkt. I dag Skíði Alþjóðlegt skfðamót í alpagreinum, „Icelandair Cup“ verður í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og á morgun. Keppt verður í stórsvigi kvenna og karla og hefst keppni kl. 10. Keppendur á mótinu er frá 15 þjóðum. Handknattleikur Úrslitakeppni karia kl. 20 Garðabær: Stjarnan - ÍR Kaplakriki: FH - Vikingur Valsheimili: Valur - ÍBV Strandgata: Haukar - Selfoss Golf Golfklúbbur Suðumesja verður með púttmót i Röstinni kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.