Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Aætlað að aðgerðir tengdar samningum kosti ríkissjóð um 5,5 milljarða Víðtæk samstaða er skil- yrði ríkisstj órnarinnar Mikil óánægja innan raða ASÍ með marga þætti í yfirlýsingunni ENDANLEG yfirlýsing ríkissljórnarinnar um aðgerðir hennar í tengslum við kjarasamninga var send aðilum vinnumarkaðarins í húsakynni sáttasemjara ríkisins í Borg- artúni í gærkveldi. í upphafi yfirlýsingarinnar segir: „Ríkis- stjórnin telur mikilvægt að eyða óvissu í kjaramálum og treysta þannig stöðugleika í efnahagsmálum með víðtækri samstöðu um kjarasamninga til loka næsta árs. Á þessum forsendum er rikissljórnin reiðubúin að ganga eins langt og nokkur kostur er í ljósi erfiðrar stöðu í ríkisbúskapnum í þá átt að greiða fyrir gerð kjarasamninga.“ Stóra samn- inganefnd ASÍ byrjaði fund um málið kl. 21.30 í gærkvöldi og teygðist úr fundinum, en klukkustundarhlé var gert á honum laust eftir klukkan 23 og hvert landssamband fund- aði í sinn hóp. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu langflestir sem til máls tóku að yfirlýsingin gæti ekki orð- ið grundvöllur samninga. Þá mun sú hugmynd hafa komið upp á fundi nefndarinnar að kanna hvort möguleiki væri á að gera samning til skamms tíma, sem tryggði láglauna- bætur og orlofsuppbót. > Morgunblaðið/Þorkell Astand og horfur JOHANNES Nordal seðlabankastjóri og Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar takast í hendur að viðstöddum Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara. Þeir komu i húsnæði sáttasemjara um klukkan 23 í gær til að fara yfir horfur í efnahagsmálum. Skiptum hjarta í Is- lendingi í Gautaborg VALUR Snorrason, Blöndu- ósingur á sextugsaldri, gekkst undir hjartaskipta- aðgerð á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt. Aðgerð- in tókst vel samkvæmt upp- lýsingum blaðsins, en ekki náðist í lækna á Sahl- grenska sjúkrahúsinu í gær- kvöldi. Jón Þór Sverrisson, hjarta- sérfræðingur á sjúkrahúsinu á Akureyri, sendi Val út fyrir nokkrum vikum. Hann sagði að aðgerðin í fyrrinótt hefði gengið vel og líðan sjúklings- ins væri eftir atvikum góð. Valur er í Gautaborg ásamt •eiginkonu sinni. Banaslys Jl Jökuldal RÚMLEGA fertugur maður lést þegar jeppi sem hann var far- þegi í valt ofan í gil í Þverá á Jökuldal í fyrrinótt. Ökumaður og annar farþegi sem var í jepp- anum slösuðust ekki hættulega og fengu þeir að fara heim að lokinni læknisrannsókn. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum var tilkynnt um slysið snemma í gærmorgun. Staðurinn þar sem jeppinn valt ofan í gilið er um 2-3 km utan vegar og þar er nú mikið harðfenni. Gilið er 40-50 metra djúpt á þessum slóð- __jm og kastaðist jeppinn alllangt ófan í það. Ríkisstjórnin áætlar kostnað boð- aðra aðgerða fyrir ríkissjóð nálægt 5,5 milljörðum króna, fyrir árið í ár og árið 1994. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins sundurliðast aukin útgjöld ríkissjóðs á þessu ári svo: 500 milljónir króna vegna orlofseingreiðslna 750 milljónir króna vegna afnáms tryggingagjalds til útflutningsgreina til ársloka; 500 milljónir króna vegna framkvæmda og viðhalds; 210 millj- ónir króna vegna aukinna niður- greiðslna á búvörum; 220 milljónir króna vegna úthlutunar aflaheimilda Hagræðingarsjóðs. Utgjöld ríkissjóðs á næsta ári vegna boðaðra aðgerða skiptast svo: Lækkun vsk. á matvöru frá 1. jan- úar nk. kostar brúttó 4 milljarða króna, en áætlaður kostnaður ríkis- sjóðs verður 2,3 milljarðar króna (þá hefur verið tekið tillit til tekna af áætluðum 10% nafnvaxtaskatti á sparifé og hækkunar vörugjalds á sælgæti og gosdrykki); verklegar framkvæmdir 900 milljónir króna. Samtals má því áætla að útlagður kostnaður ríkissjóðs vegna þessara kjarasamninga yrði um 5,5 milljarðar króna. Dagsbrún verður að vera með Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins felur orðalagið „víðtæk samstaða um kjarasamninga" það í sér að ríkisstjómin skilyrðir aðgerðir sínar á þann veg að BSRB geri samn- ing við ríkið á sömu nótum og ASÍ og VSI takist samningar á annað borð á milli þeirra. Sama máli mun gegna um Verkamannafélagið Dags- brún. Raunar er talið að ef Dagsbrún ákveður að skerast úr leik, þá muni hvorki Alþýðusambandið né Vinnu- veitendasambandið undirrita kjara- samning. Á fundi sem þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra áttu síðdegis í gær með Magnúsi Gunn- arssyni, formanni VSÍ, og Benedikt Davíðssyni, forseta ASÍ, gerði for- seti ASI kröfu um að ríkisstjómin samþykkti að auka niðurgreiðslur búvara um 400 til 500 milljónir króna á þessu ári, en af ofangreindu má sjá að ríkisstjómin hefur ákveðið að verða ekki við þeirri kröfu. Við lok þess fundar tilkynntu ráðherrarnir að endanleg yfirlýsing ríkisstjórnar- innar um aðgerðir tengdar kjara- samningum yrði send þeim síðar um kvöldið. Eftir það væru kjarasamn- ingar í höndum og á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins Ekki nógu langt gengið Óánægju gætti innan raða Al- þýðusambandsins með marga liði i yfirlýsingu ríkisstjómarinnar, t.d. hvað varðar vaxtamál og heilbrigðis- og tryggingamál, og þótti ekki nógu langt gengið til móts við verkalýðs- hreyfinguna. Fram kom hjá fulltrú- um beggja samningsaðila í húsnæði ríkissáttasemjara í gærkvöldi að aðr- ir aðilar í þjóðfélaginu væru að frýja sig ábyrgð af erfiðum ákvörðunum í efnahagsmálum og aðilar vinnu- markaðarins væm látnir sitja uppi með ábyrgðina. Sjá yfirlýsingu ríkissljórn- arinnar í heild á miðopnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prins í spelkur ÐÝR GETA engu síður en menn lent í margs konar hremmingum og slasast eins og þessi 5 mánaða gamli Sankti Bernharðshundur sem varð fyrir því óhappi að fótbrotna á báðum framfótum fyrir stuttu. Þrautagöngu hvolpsins Prins var heldur ekki lokið þó brotin greru því sinarnar veiktust og til þess að styrkja þær og strekkja var brugðið á það ráð að smíða handa honum sérstakar gönguspelkur. Siíkar spelkur munu ekki áður hafa verið gerðar á hunda. Að ofan er verið að frum- móta spelkurnar (f.v.): Jan Kristensen, stoðtækjafræðingur hjá Össur hf og Þorvaldur Þórðarson, dýralæknir. Fjármagn í samræmi við árangur í sænskum háskólum Vilja íslendinga til að bæta árangurinn HÁSKÓLINN í Skövde í Suður-Svíþjóð hefur ákveðið að bjóða a.m.k. tíu íslendingum til náms í skólanum á næsta skólaári, gagngert til að bæta námsáraiigur í skólanum, að sögn Stig Emanuelsson, deildar- stjóra í kerfis- og tölvufræðideild Háskólans í Skövde. Ný lög hafa verið sett um menntakerfið í Svíþjóð og hafa háskólar þar fijálsari hendur um val á sínum nemenduin. Þá er í umræðunni að fjármagn til háskóla verði veitt í samræmi við námsárangur nemenda. Ingi Jónasson, 27 ára gamall nemi í kerfisfræði í Háskólanum í Skövde, er væntanlegur hingað til lands um næstu mánaðamót á veg- um skólans til að kynna hann ís- lenskum menntaskólanemum. Ingi segir að skólinn muni hafa hönd í bagga með útvegun húsnæðis og nemendur frá íslandi gangi inn í sænska styrkja- og velferðarkerfið. Góður árangur íslendinga „Ég spurði Inga hvort hann væri fáanlegur til að fara til ís- lands og athuga hvort áhugi væri meðal íslenskra nemenda á námi í tölvufræðum hér í Skövde. Við höfum haft námsmenn frá íslandi og þeir hafa náð mjög góðum árangri hér,“ sagði Stig Emanuels- son, deildarstjóri í kerfis- og tölvu- fræðideild Háskólans í Skövde. íslendingar betur undirbúnir Hann sagði að markmiðið með þessu væri að fá til skólans góða námsmenn, en með því yrði hann betri háskóli. „Ég er þeirrar skoð- unar að íslendingar séu betri náms- menn en Svíar. Mun meiri kröfur eru gerðar í menntaskólum á ís- landi en í Svíþjóð. Menntaskólar í Svíþjóð eru erfiðari ef menn ætla að ná hæstu einkunnum en allir ná ef þeim er sama um einkunnirn- ar. Islendingar eru betur undirbún- ir undir háskólanám en Svíar,“ sagði Emanuelsson. Verið að fjölga nemendum „Háskólinn okkar mun stækka mikið á næstu árum. Næsta ár verður unnt að fjölga nemendum um 600 og við þurfum því að leita að góðum námsmönnum. Verið er að breyta menntakerfínu í Svíþjóð og við getum í auknum mæli valið þá námsmenn sem við viljum sjálf- ir hafa, og í framtíðinni verða opin- ber fjárframlög til okkar reiknuð út eftir því hve marga námsmenn við höfum. Áður voru þau reiknuð út eftir því hve marga við gátum haft. Sömuleiðis er hugsanlegt að fjárframlög til okkar ráðist í fram- tíðinni af námsárangri, en það hef- ur ekki verið ákveðið enn,“ sagði Emanuelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.