Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C |llff@titiMW»it» 141.tbl.81.árg. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Múslimar andvígir þrískiptrí Bosiiíu Hryðjuverkum spáð í Evrópu Sarajevo. Reuter. EJUP Ganic, varaforseti Bosníu, varaði við því í gær að bosnísk- ir múslimar í Evrópu kynnu að hefja öidu hryðjuverka í álf- unni ef Evrópubandalagið féllist á skiptingu landsins í þrjú smáríki. Bandaríkjaþing AlGore bjargar Clinton Clinton Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti fagnaði því í gær að öld- ungadeild þingsins hefði samþykkt fjár- lagafrumvarp hans að lokinni átján klukku- stunda sleitu- lausri umræðu. Mjög mjótt var á munum og réð atkvæði Als Gore varaforseta úrslitum. Clinton sagði úrslitin gera það að verkum að Bandaríkjamenn mættu sterkari til leiks á fund sjö helstu iðnríkja heims í Tókýó dag- ana 7.-9. júlí. Hann sagði einnig að með þessu hefði verið tekin ákvörðun um að draga úr ríkisút- gjöldum um 500 milljarða dollara á næstu fimm árum og myndi það stuðla að því að halda vöxtum í landinu lágum. Áður hafði fulltrúadeild þingsins samþykkt fjárlagafrumvarpið en öldungadeildin gerði á því umtals- verðar breytingar. Verður því að- efna til funda milli fulltrúadeildar og öldungadeildar og ná málamiðl- un um frumvarpið. Ganic sagði að hvorki hann né Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, myndu taka þátt í viðræðum um skiptingu landsins. Hann sagði að með því að fallast á hana væri Evrópubandalagið að leggja blessun sína yfir þjóðarmorð og þjóðernis- hreinsanir. Reiðubúnir að berjast Varaforsetinn sagði að milljón bosnískra múslima byggi nú í Vest- ur-Evrópu. „Ef Evrópubandalagið er að reyna að svíkja Bosníu á þetta fólk eftir að hegða sér eins og vél- menni og það mun hafa hörmulegar afleiðingar," sagði Ganic. Hann bætti við að múslimar myndu berj- ast áfram gegn Króötum og Serbum fremur en að fallast á tillögu þeirra. Þing Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, kaus í gær nýjan forseta ríkisins, Zoran Lilic, bandamann Slobodans Milo- sevics Serbíuforseta. Forveri hans í embættinu, Dobrica Cosic, varð að segja af sér 1. júní eftir að þing- ið hafði samþykkt vantraust á hann. Reuter Samningamcim í gíslingu ÞESSARI bifreið var í gær ekið inn í byggingu í Jóhannesarborg þar sem fram fóru viðræður 26 flokka um nýja srjórnarskrá. Hundr- uð hægriöfgamanna réðust síðan inn í bygginguna og héldu samn- ingamönnunum í gislingu í þrjár klukkustundir. Prentsmiðja Morgunblaðsins Eistland í vanda Rússar loka fyr- ir gasið Moskvu. Reuter. RÚSSAR lokuðu í gær fyrir gas- leiðslur til Eistlands og talið er að þetta sé fyrsta refsiaðgerð þeirra vegna nýrra laga um dval- ar- og ríkisborgararétt sem sett voru í landinu fyrr í vikunni. Embættismaður rússneska gas- fyrirtækisins Gazprom sagði að lok- að hefði verið fyrir leiðslurnar vegna þess að Eistar hefðu ekki staðið í skilum vegna gasviðskipt- anna í tæpa þrjá mánuði. Akvörðun- in er þó talin tengjast deilu eist- neskra og rússneskra stjórnvalda um réttindi rússneska minnihlutans í Eistlandi. Borís Jeltsín hafði dag- inn áður hótað refsiaðgerðum og sakað Eista um aðskilnaðarstefnu gagnvart Rússum. Rekstur fyrirtækja stöðvast Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands, sagði í sjónvarpsávarpi að ákvörðun Rússa myndi hafa al- varlegar afleiðingar, mörg fyrirtæki yrðu að hætta starfsemi og atvinnu- leysið myndi aukast. Lokun gas- leiðslanna kæmi verst niður á svæð- um rússneska minnihlutans. Sjá „Hörð viðbrögð Rússa..." á bls. 20. Hægriöfgamenn í Suður-Afríku krefjast heimalands fyrir hvíta Vopnaðir nýnasistar ráð- ast inn á stjórnlagafund Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph. SUÐUR-AFRÍKUMENN fengu í gær smjörþefinn af hættunni sem þeim gæti stafað af hægriöfgamönnum þegar hundruð nýnasta réðust inn á fund um sljórnlagabreytingar og lýð- ræðisumbætur í landinu til að ítreka kröfur sínar um sér- stakt land fyrir hvita minnihlutann. F.W. de Klerk, forseti landsins, fordæmdi atburðinn og krafðist þess að árásarmenn- irnir yrðu handteknir. Fulltrúar á fundinum ræddu fyr- irhugaðar breytingar á stjórnkerfi landsins þegar nýnasistarnir óku brynvörðum bíl gegnum glerhurðir fundarstaðarins; vopnaðir byssum og með nasistafána á lofti. Þar voru á ferð félagar í Andspyrnuhreyfingu Búa. Samningamennirnir á fundinum Attali lætur af störfum Lundúnum. Reuter. JACQUES Attali, bankastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD), tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum. Attali hefur að undanförnu verið gagnrýnd- ur harðlega fyrir bruðl við stjórnun bankans. í bréfi sem hann ritaði Ann Wibble, fjármálaráðherra Svíþjóð- ar og formanni stjórnar bankans, segir Attali að bankinn hafi á síð- ustu mánuðum sætt hörðum árás- um fjölmiðla og hafí það verið farið að hafa áhrif á starf hans og starfsfólk. Með hagsmuni bankans í huga hafi hann því ákveðið að segja starfi sínu lausu. „Engilsaxnesk valdakiíka" Roland Dumas, utanríkisráðherra fyrrverandi Frakklands, sagðist harma að Attali hefði tek- ið þessa ákvörðun. Sagði Dumas að Attali væri fórnarlamb „engil- saxneskrar valdaklíku" sem aldrei hefði sýnt bankanum áhuga. Búist er við að reynt verði að taka ákvörðun um arftaka Attalis eins skjótt og unnt er til að eyða óvissu um framtíð bankans. Má gera ráð fyrir að málið verði rætt á fundi sjö helstu iðnríkja heíms í Tókýó 7. júlí. Reuter Attali, fyrrverandi bankastjóri. voru gftlar nýnasistanna í þrjár klukkustundir og margir þeirra urðu fyrir barsmíðum. Öryggisverðirnir í byggingunni höfðust ekkert að og nokkrir þeirra göntuðust við árásar- mennina. Heimalandi hafnað Nýnasistamir fóru á brott eftir að hafa Iagt fram kröfur sínar. Á fimmtudag höfðu flestir samninga- mannanna í viðræðunum um framtfð landsins hafnað tilmælum íhalds- flokksins, sem er fylgjandi aðskilnað- arstefnu, um sérstakt land fyrir hvíta áður en blökkumenn fengju að mynda ríkisstjórn. Var beiðnin sögð óraunsæ og bera vott um kynþátta- hatur. I tilmælunum sagði að de Klerk væri óhæfur fulltrúi Búa, af- komenda hollenskra og franskra inn- flytjenda. De Klerk fordæmdi aðgerðir And- spyrnuhreyfingarinnar og sagði í sjónvarpsviðtali að lögreglan myndi bregðast við af sömu hörku og sýnd var blökkumönnum sem efndu til óeirða í kjölfar morðsins á blökku- mannaleiðtoganum Chris Hani í apríl síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.