Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
23
Jpgirjgptjl>Míi§»
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Leitað eftir svörum
A
Iopnu bréfí sem birtist í Morg-
unblaðinu fyrir réttri viku frá
ónafngreindri móður er frá því
skýrt, að fyrir ári hafí uppgötv-
ast að dóttir hennar, þá ú'ögurra
ára, hafi verið misnotuð kynferð-
islega. Móðirin segir í bréfinu,
að dóttirin ásamt öðrum börnum
hafi um nokkurt skeið verið mis-
notuð af manni sem bjó í sama
húsi og börnin.
Málið var kært til Rannsókn-
arlögreglu ríkisins og við yfír-
heyrslur segir móðirin að maður-
inn hafí játað afbrot sitt gagn-
vart dóttur hennar. Eftir rann-
sókn RLR var málið sent til ríkis-
saksóknara í fyrrasumar. Um
miðjan maímánuð sl. fékk móðir-
in þær upplýsingar hjá ríkissak-
sóknaraembættinu að maðurinn
hefði ekki verið dæmdur þrátt
fýrir játningu, heldur hefði mál-
inu verið frestað í þrjú ár.
í bréfínu spyr móðirin, hvort
þessi ákvörðun ríkissaksóknara-
embættisins endurspegli mat
samfélagsins á alvarleika þessa
brots. Hún spyr jafnframt, hvort
fordæmi séu fyrir því, að kyn-
ferðisafbrotamaður sem játað
hafi á sig kynmök við fjögurra
ára barn hljóti ekki dóm. Orð-
rétt spyr móðirin: „Hefur ríkis-
saksóknaraembættið frjálst mat
á því hvenær það frestar ákæru
og hvenær það fer með mál fyr-
ir dómstóla, eða eru einhveijar
leiðbeiningarreglur í lögunum
um hvenær það er hægt? T.d.
vegna alvarleika brota eða ald-
urs geranda?“
Til þessa hafa engin svör bor-
izt frá embætti ríkissaksóknara
vegna þessa bréfs. Nú kann að
vera að embætti ríkissaksóknara
setji fyrir sig, að um nafnleynd
var að ræða í hinu opna bréfi.
Ástæðan fyrir því, að Morgun-
blaðið tók ákvörðun um að birta
bréf móðurinnar, þrátt fyrir
nafnleynd, var sú, að fallast
verður á það sjónarmið móður-
innar að nafnbirting kynni að
verða dóttur hennar skaðleg síð-
ar á lífsleiðinni. Bréfið var af
þeim sökum birt í dálki Velvak-
anda, þar sem bréf hafa verið
birt áratugum saman undir dul-
nefni og er það eini þáttur blaðs-
ins, þar sem slíkt tíðkast. Ef
nafnleyndin er ástæðan fyrir
því, að embætti ríkissaksóknara
hefur ekki svarað spumingum
þeim, sem til þess var beint í
bréfínu, ætti embættið að geta
fallist á ofangreind sjónarmið
varðandi hana.
Hér verður enginn dómur
lagður á það, hvort afgreiðsla
saksóknaraembættisins er eðli-
leg eða ekki. Hins vegar er það
réttmæt krafa móður fórnar-
lambs í þessu tilviki að grein sé
gerð fyrir þeim rökum, sem
liggja til grundvallar afgreiðslu
málsins. Embætti ríkissaksókn-
ara þarf að skýra frá því hvaða
rök voru fyrir því að fresta
ákæm í þijú ár. Jafnframt þarf
embættið að gera grein fyrir því
hvað felst í skilyrtri frestun
ákæra.
Stígamót, samtök kvenna
gegn kynferðislegu ofbeldi, hafa
unnið mikið og þarft verk á
þessu sviði. Sömuleiðis hafa
grannskólar landsins stóraukið
fræðslu sína og forvarnarstarf
að því er varðar kynferðisafbrot.
Móðirin segir í bréfí sínu, að
það sé skrifað til þess að dómar
í sambærilegum málum verði í
samræmi við alvarléika brotsins
og hafi þau fyrirbyggjandi áhrif
sem refsingu sé m.a. ætlað að
hafa. Þess verður að vænta, að
saksóknaraembættið veiti svör
við þeim spurningum, sem born-
ar hafa verið fram um þetta
mál. Það skiptir miklu máli fyrir
'alla þá, sem starfa að því að
framfylgja lögum og reglum í
landinu, að þeir njóti trausts al-
mennings.
Yaxtar-
broddar í
sjávarút-
vegi
ótt staða sjávarútvegs sé
erfíð og ástand helztu físk-
stofna ískyggilegt era engu að
síður að skjóta upp kollinum hér
og þar vaxtarbroddar í undir-
stöðuatvinnugrein okkar, sem
vert er að gefa gaum. Áður hef-
ur verið fjallað um kaup Útgerð-
arfélags Akureyringa hf. á hlut
í þýzku útgerðarfyrirtæki og
þátttöku Granda hf. í sjávarút-
vegi í Chile. Að undanförnu hef-
ur athyglin beinzt að úthafs-
karfaveiðum mörg hundrað
sjómílur frá landi og rækjuveið-
um við Nýfundnaland, sem ís-
lenzk rækjuskip stunda.
Sl. miðvikudag skýrði Morg-
unblaðið frá stofnun íslenzks
hlutafélags um veiðar í Barents-
hafí, sem stefnir að samvinnu
við Rússa um fiskveiðar á þeim
slóðum. Allt eru þetta vísbend-
ingar um, að þeir sem starfa í
sjávarútvegi leita nú nýrra leiða
bæði til þess að nýta hinn mikla
fiskiskipaflota okkar á öðrum
miðum en hefðbundnum físki-
miðum okkar og eins til þess að
nýta þá miklu þekkingu og
reynslu, sem við búum yfír á
sviði sjávarútvegsmála. í þessum
efnum eram við tvímælalaust á
réttri leið.
Loðnan vítamínssprauta
fyrir lífið á Raufarhöfn
SVEIFLUR í afla hafa mikil áhrif á lífið á Raufarhöfn og börnin segjast
sjá það á foreldrum sínum þegar iítið er að hafa úr sjónum. En börnin
geta glaðst um stundarsakir því loðnuvertíðin er hafin og von er á nýju
skipi í plássið. Loðnan boðar alltaf gott á sumrin og í ár kemur hún
óvei\ju snemma. Vinnslusljórinn er ánægður og vonar að vertíðin verði
bæði gjöful og góð. Sveitarstjórinn gerir sér grein fyrir því að fjárhagur
sveitarfélagsins á allt undir sjávarútveg. Sljórnarformaður Fiskiðjunnar
bíður eftir nýjum togara en sá gamli hefur í gegnum tíðina fært bæjarbú-
um von og vinnu. Raufarhöfn á allt undir sjávarútvegi.
Síldarævintýri hófst á Raufarhöfn
með komu Norðmanna á staðinn.
Margir Raufarhafnarbúar muna þá tíð
en þeir muna jafn vel að síldin er löngu
farin. Það eru þessar sveiflur sem íbú-
ar sjávarþorpa og bæja þurfa að sætta
sig við. Síldarverksmiðjur ríkisins,
sem settar voru upp á Raufarhöfn
árið 1940, hafa í fyllingu tímans feng-
ið nýtt hlutverk. Loðna hefur komið
í stað síldar en hún er soðin, þurrkuð
og fullunnin sem mjöl sem síðan er
selt til útflutnings.
Loðnan kemur snemma
„Við höfum nú þegar landað yfir
fimm þúsund tonnum af loðnu það sem
af er vertíðinni," segir Hafþór Sig-
urðsson, vinnslustjóri Síldarverksmiðj-
anna á Raufarhöfn. „Það einkennir
vertíðina að hún hefst að þessu sinni
mjög snemma og því fylgja bæði kost-
ir og gallar. Okkar starfsmenn eru
margir hveijir sjómenn samhliða verk-
smiðjustörfum og gera út á grá-
sleppu. Kosturinn er augljós því að
loðna skapar örugga atvinnu en
hængurinn er sá að þeir hafa ekki
allir getað fullnýtt kvóta sinn á grá-
sleppunni.
Það er þó ekki hægt að segja ann-
að en að bjart sé framundan og allt
bendir til þess að komandi vertíð verði
góð.“ bætir Hafþór við. „Við á Raufar-
höfn höfum fengið hátt í helming alls
loðnuafla á landinu til þessa og mun-
um hafa næg verkefni ef fram heldur
sem horfir.“ Hann segir að í verk-
smiðjunni vinni 25 manns á vöktum
í vinnslunni og aðrir 25 vinna að öðr-
um störfum tengdum henni.
En hver eru verkefni verksmiðjanna
þegar loðnuvertfð er lokið?
„Þeir starfsmenn okkar sem ekki
fara á sjóinn vinna við viðhald og við-
gerðir frá marsmánuði fram á sumar
þegar loðnan birtist. Við fullvinnum
jafnframt fiskúrgang frá frystihúsinu
og framleiðum beinamjöl."
Aðspurður um þróun og nýjungar
í vinnslunni segir Hafþór: „Við höfum
reynt að fylgja þróuninni í þessum
iðnaði. Nýting hefur verið aukin með
uppsetningu nýrra soðningartækja en
þau spara mikla orku.“
Úr Breiðholtinu á Raufarhöfn
Guðmundur Guðmundsson flutti úr
Breiðholtinu fyrir um tveimur árum
til að gerast sveitarstjóri í Raufar-
hafnarhreppi. Hann er staðfastur í
þeirri trú að hreppurinn geti dafnað
vel sem einangrað sjávarþorp. „Óvíða
má finna sveitarfélög sem byggja jafn
mikið á sjávarútvegi eins og hér á
Raufarhöfn. Hreppurinn er til að
mynda ekki þjónustusvæði fyrir land-
Vinnslusljórinn
HAFÞÓR Sigurðsson segir að
margt bendi til þess að komandi
vertíð verði gjöful.
Stjórnarformaðurinn
SIGURBJÖRG Jónsdóttir segir
komu nýs togara í byggðarlagið
blása auknu lífi í sveitarfélagið.
búnað eins og raunin er annars staðar
á landinu.
Sjávarútvegur hefur augljós
áhrif á sveitarfélagið
Áhrif sjávarútvegs á afkomu
hreppsins og íbúa þess eru því augljós
að mati Guðmundar. „Eftir að síldin
hvarf var gengið í það að byggja upp
fiskvinnslufyrirtæki en þau urðu tvö,
Fiskiðja Raufarhafnar og Jökull hf.
Hreppurinn á mikinn meirihluta í báð-
um fyrirtækjunum og þau eru kjölfest-
an í þessum sjávarútvegi hérna ásamt
loðnuvinnslu SR og þó nokkurri smá-
bátaútgerð. Sveitarfélagið hefur tekj-
ur af hafnargjöldum og þegar vel
gengur þá léttir verulega á fjárhag
Sveitarstjórinn
GUÐMUNDUR Guðmundsson segir
bæinn geta dafnað vel sem fyrr.
sveitarfélagsins.“
Hvaða áhrif hafa miklar aflaskerð-
ingar á reksturinn og sveitarfélagið?
„Við stöndum mjög vel með kvóta.
Hreppurinn hefur ekki tekið út arð
sinn sem stærsti hluthafi í fiskvinnslu-
fyrirtækjunum tveimur heldur nýtt
hann til að styrkja kvótastöðu fyrir-
tækisins. Satt best að segja held ég
að Jökull og Fiskiðjan séu vel rekin
fyrirtæki en þau hafa nær undantekn-
ingarlaust skilað hagnaði síðustu ár.“
Atvinnuástand ágætt
Hér á Raufarhöfn er atvinnuástand
ágætt en það er jafnframt mjög við-
kvæmt. Hér fá allir unglingar vinnu
og miklu fyrr en aðrir á landinu. Guð-
mundur telur brýnt að bæta samgöng-
ur á Melrakkasléttunni milli bæja á
borð við Kópasker, Raufarhöfn og
Þórshöfn. „Bættar samgöngur þýddu
að samfelldara og breiðara atvinnu-
svæði myndaðist. Atvinnumynstur
þessara þriggja sveitarfélaga er til-
tölulega ólíkt og því yrði samgöngu-
bót mikil upplyfting fyrir atvinnulíf á
þessu svæði," segir Guðmundur.
En getur sveitarfélagið aukið um-
svif sín?
„Eins og stendur er athyglinni beint
að eflingu ferðamannaiðnaðar í
hreppnum og á öllu norðaustur horn-
inu. Hreppurinn á núna Hótel Norður-
ljós sem leigt er út ungum hjónum.
Þau reka þar hótel árið um kring.
Við teljum ferðamannaútgerð væn-
lega vegna þess hversu hún er vinnu-
aflsfrek," sagði Guðmundur að end-
ingu.
Sannur Raufarhafnarbúi
Stjómarformaðurinn í Fiskiðjunni
og fyrrverandi sveitarstjóri, Sigur-
björg Jónsdóttir, segir stöðu útvegs í
dag nokkuð erfiða en minnir jafn-
framt á ástandið hefi verið verra. „Ég
hef búið á Raufarhöfn alla mína ævi
og þekki hvernig það er að lifa í
kreppu. Það hefur mikið að segja að
vinna hefur haldist stöðug hér á
Raufarhöfn."
Nýr togari?
„Síðasti vetur var erfiður sökum
þess að vélin í togaranum okkar,
Rauðanúpi, bilaði. Vélin bilaði reyndar
daginn sem 20 ár voru liðin frá því
hann kom í byggðina. Við höfum því
ákveðið að fá hingað nýjan togara sem
kæmi í staðinn fyrir Rauðanúp og
verður líklega fenginn frá Spáni.“
Hún segir að nýr og stærri togari í
byggðina þýddi uppsveiflu fyrir sveit-
arfélagið. Með komu nýs skips fjölg-
aði skipverjum og þeim fylgdi skyldul-
ið. Einnig yrði hægt að nýta ýmsa
kvóta sem hingað til hafa farið í súg-
inn. Það má með sanni segja að Rauð-
inúpur hafi í gegnum tíðina verið
bæjarlífinu allt og það verður nýi tog-
arinn líka,“ segir Sigurbjörg en legg-
ur á það ríka áherslu að farið verði
varlega því enginn vilji kaffæra sveit-
arfélagið.
Að bíða eftir loðnunni
„Það getur verið erfitt að bíða eft-
ir loðnunni," segir Sigurbjörg. „Marg-
ar fjölskyldur byggja afkomu sína á
loðnuveiðum og því hefur biðin eftir
henni oft verið niðurdrepandi. Þegar
hún kemur virkar hún aftur á móti
sem vítamínssprauta fyrir bæjarlífið
og tekjurnar birtast strax,“ segir Sig-
urbjörg. „Það kemur okkur vel að
loðnan birtist snemma því að á þessum
árstíma er hún á miðum nálægt okk-
ar byggðarlagi."
Allir jafnir á Raufarhöfn
Það hefur ótvíræða kosti að búa á
Raufarhöfn segir sá innfæddi. „Ég
hef til að mynda alltaf vorkennt fólki
að ala upp börn sín í borgarumhvefi.
Hér finnst mér aðstæður hinar bestu
og umfram allt öruggar. Annar kostur
felst í því að að hér fá unglingar mun
fyrr að takast á við þroskandi störf.
Þegar unglingar í borgum og bæjum
eru í unglingavinnunni hefur unga
fólkið hér þegar starfað í henni og
er farið að takast við ábyrgðarmikil
störf í fiskvinnslu," sagði hún. „Eitt
enn tel ég vert að nefna en það er
hversu samfélagið hér er jafnt. Eng-
inn er hafinn yfir annan enda býr
fólk við svipuð kjör og starfar að lík-
um störfum. Ég hef því hlegið að
þeim sem ekki spyija hvort ég vilji
flytja héðan heldur hvenær ég muni
láta verða af þvfl“
Grein: Þórmundur Jónatansson
Myndir: Kristinn Ingvarsson og
Helgi Ólafsson.
Drekkhlaðin Gígja
SJÓN sem þessi er ekki óalgeng á höfninni á Raufarhöfn. Gígja VE siglir inn drekkhlaðin með 730 tonna fullfermi af loðnu.
Fjölbreytt mannlíf einkennir sjávarþorpið Raufarhöfn
Unga fólkið
SIGRÍÐUR Dögg, Margrét og Helga Sif eru allar á því að fiskurinn sé nauðsynlegur byggðarlaginu, að öðrum kosti færi allt í gjaldþrot.
Skipstjórinn
RAGNAR Tómasson hefur búið og unnið á Raufarhöfn í tuttugu ár
og kann mjög vel við sig.
Morgunblaðið/Kristinn
Smábátaeigandinn
ÞORBERGUR Guðmundsson segir tíðina erfiða og grásleppan brást
honum alveg.
Aliir tengjast sjávarútvegi
MANNLÍFIÐ á Raufarhöfn er fjölbreytt en
íbúarnir eiga það flestir sameiginlegt að
tengjast sjávarútvegi á einhvern hátt. Einn
er sjómaður, annar vinnur við vinnslu sjávar-
afurða og sá þriðji á bræður, systur eða for-
eldra sem starfa í sjómennsku. Rætt er um
afla í sjoppunni og á bryggjunni hjálpast
menn að við netaviðgerðir. Flestir eru ánægð-
ir á Raufarhöfn en það einkennir þó fólkið í
byggðarlaginu að annað hvort fer það hvergi
eða að það leitar allra leiða að losna þaðan.
Sé ekki eftir borgarlífinu
Ragnar Tómasson skipstjóri fylgdi Rauðanúp-
inum ÞH þegar skipið kom á Raufarhöfn fyrir
rúmum 20 árum. Hann er fæddur og uppalinn
Reykvíkingur en segist ekki sjá eftir borgarlífínu
á nokkum hátt. „Sjómennskan er mitt starf og
ég ákvað að setjast hér að. Það var sjálfsagt að
vera hér og mér líkar það vel.“
Ragnar var að koma úr túr með Öxarnúpi ÞH,
öðru tveggja skipa Jökuls hf., þegar talið barst
að aflabrögðum. „Við erum nú bara rétt að byija
og vorum að koma úr fyrsta róðrinum með tólf
hundruð kíló af kola.“ Hann segir áhöfn hafa
verið á rækjuveiðum í vetur en nokkuð óljóst sé
hvað taki við.
En hvíla aflaskerðingar ekki þungt á Raufar-
hafnarbúum? „Það er í sjálfu sér ferlegt að grípa
þurfi til þess að skera kvótann niður. Ég er nú
samt sem áður á þeirri skoðun að mark verði að
taka á fiskifræðingunum. Þeir hljóta að vita eitt-
hvað um þetta, mennirnir. Menn verða að sækja
á sjóinn af mikilli forsjá,“ sagði Ragnar að lokum.
Kann alls staðar vel við mig
Þorbergur Guðmundsson er smábátaeigandi á
Raufarhöfn. Hann gerir út 8 tonna bát, Rögn-
vald Jónsson, ásamt tveimur bræðrum sínum.
„Mér líkar ákaflega vel hér í minni heimabyggð
en það er í raun hvar sem ég er, mér líkar alls-
staðar jafn vel.“ Þorbergur er á því að menn
verði að sætta sig við skerðingar á afla. Tíðin
sé erfið en hafa verði það. „Ég hef verið á grá-
sleppuveiðum frá miðjum marsmánuði en hún
hefur brugðist allverulega. Það er sama sem eng-
an físk að fá,“ útskýrði Þorbergur með mæðu-
svip og hvarf með það sama er hann kvaddi blaða-
mann og ljósmyndara Morgunblaðsins.
Það var fiskur!
Börn og unglingar hitta oft naglann á höfuðið.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins mætti þremur
ungum stúlkum í hádegishléi í unglingavinnunni
bað hann þær að segja sér hvað einkenndi Raufar-
höfn að þeirra mati. Ekki stóð á svari: „Fiskur!“
Stúlkurnar þrjár, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
Margrét Sigríður Höskuldsdóttir og Helga Sif
Jónasdóttir, voru einnig fullvissar um það að ef
enginn afli bærist í land þá færi allt í gjaldþrot.
Sigríður Dögg, sem er aðflutt, sagðist kunná
vel við sig á Raufinni. „Krakkarnir eru skemmti-
legir, umhverfið er fallegt. Það er þó miklu meira
hægt að gera í Reykjavík,“ sagði Sigríður.
Margrét og Helga voru heldur óánægðar með
það hve lítið væri við að vera í bænum en töldu
það kost á móti að vinna er gulltryggð. Og áður
en þær hlupu í vinnuna læddu þær því að blaða-
manni að lífíð væri hér mjög fijálslegt og að hér
fengju þær að vera úti við leik óáreittar.