Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 V eitinga- húsum lokað VEITINGASTÖÐUNUM 1929 og Café ’29 við Ráðhústorg á Akur- eyri hefur verið lokað. Ekki er afráðið hvort eða með hverjum hætti haldið verði uppi veitinga- rekstri þar framvegis. Að sögn Odds Thorarensen, full- trúa eigenda þess húsnæðis þar sem veitingastaðirnir voru, var ekki grundvöllur fyrir því lengur að hlutafélag, sem stofnað hafði verið um rekstur veitingastaðanna, héldi starfínu áfram. Oddur sagði ekki ljóst með hveiju móti haldið yrði áfram veitinga- rekstri í þessu húsnæði, en þar var fyrr á árum kvikmyndahúsið Nýja bíó. Hann sagði að verið væri að kanna ýmsa möguleika og einhveij- ar fyrirspurnir hefðu borist um að taka húsnæðið á leigu. Það færi hins vegar eftir því hvort eigendur sæju sér hag í að leigja húsnæðið til veitingarekstrar hvort úr því yrði. LISTASUMAR Á AKUREYRI Laugardagur 10. ágúst: FENRIS, samporræni leik- hópurinn sýnir í Iþróttaskem- munni klukkan 17.00. Frum- sýning. Laufey Margrét Pálsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Café Karolínu í Grófargili. Sunnudagur 11. ágúst: Fenris leikhópurinn í íþróttaskemmunni klukkan 17.00, síðari sýning á Akureyri. Djasstónleikar á veitinga- húsinu Við Pollinn. Tómas R. Einarsson bassaleikari leik- ur ásamt Oskari Einarssyni píanóleikara og Árna Katli Friðrikssyni trommuleikara. Tónleikamir heljast klukkan 22.00. Mánudagur 12. ágúst: ' Tónleikar tenórsöngvarans Olafs Árna Bjarnasonar við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar í Safnaðarheimil- inu klukkan 20.30. Forsala á skrifstofu Listasumars. Fjarstýrð flutningaskip Morgunblaðið/Rúnar Þór AKUREYRINGAR eiga þess nú kost að gera út flutn- ingaskip í skamma stund í senn. Fjarskip, fjarstýrð leiguskip sem Róbert M. Ragnarsson hefur smíðað, eru til leigu á tjörninni við skautasvellið á Akureyri. Skipin eru gerð úr blikki og trefjaplasti og á góðum degi er hin álitlegasta stórskipaumferð þegar ungir og aldnir stýra þessum farkostum frá landi. Á mynd- inni er Róbert með eitt skipanna en ungu mennirnir tveir bera ábyrgð á siglingu þeirra skipa sem sjá má í fjarska. Endurvinnsla í áratug UM ÞESSAR mundir eru 10 ár liðin frá stofnun Gúmmívinnsl- unnar hf. á Akureyri. Fyrir- tækið var upphaflega stofnað til að endurvinna og endurnýta hjólbarða en með árunum hef- ur starfsemin aukist og fram- leiðslan orðið fjölbreyttari. Fyrirtækið hefur hlotið viður- kenningu fyrir brautryðjenda- starf að endurvinnslu og er meðal aðstandenda Urvinnsl- unnar hf., sem hefur starfsemi á næstunni. Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 8. júlí 1983 að undirlagi Þórarins Kristjánssonar, sem fékk til liðs við sig nokkur fyrirtæki og aðila til að koma af stað endurvinnslu á affallsgúmmíi og hjólbarðasólun. Fyrirtækið komst í samband við sænskt endurvinnslufyrirtæki, var fyrst smátt í sniðum en hefur vax- ið hægt og bítandi þannig að nú eru þar tólf manns í vinnu en voru fjórir í upphafi. hJÁSKÓLIIMM A AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Á rannsóknastofu Háskólans á Akureyri er laus staða til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með efnafræðistofu, efnalager og rannsóknatækjum. Væntanlegur starfsmaður mun einnig aðstoða við efnafræði- kennslu og við rannsóknavinnu. Meinatækni eða önnur sambærileg menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ráðið verður í stöðuna til eins árs. Upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu Háskólans á Akureyri í síma 96-11770. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akur- eyri fyrir 1. ágúst nk. Háskólinn á Akureyri. Þórarinn Kristjánsson Gúmmívinnslunni. Bobbingar, hellur og mottur Frá árinu 1985 hefur Gúmmí- vinnslan hf. framleitt millibobb- inga fyrir sjávarútveginn en síðan hafa bæst við fleiri framleiðslu- vörur úr affallsgúmmíi, meðal annars básamottur og gúmmíhell- ur, sem eru sérstaklega heppileg- ar á barnaleikvöllum og við sund- laugar. Síðastliðið ár hefur fyrir- tækið unnið með nemendum Tækniskóla íslands og Slysavam- arfélaginu við að framleiða sér- staklega þykkar og mjúkar Morgunblaðið/Golli Gúmmívinnslan tíu ára í áratugsgömlu endurvinnslufyrirtæki sínu, gúmmíhellur sem ætlaðar eru fyr- ir leikvelli. Auk þess að stunda nokkurn innflutning, meðal annars á hjól- börðum hefur Gúmmívinnslan haf- ið útflutning á bobbingum til Grænlands og nú er unnið að því að kanna markað fyrir fram- leiðsluvörur fyrirtækisins erlendis, meðal annars í Noregi og á Eng- landi. Gúmmívinnslan hf. hlaut viður- kenningu Norræns umhverfisárs 1990-1991 fyrir brautiyðjenda- starf í endurvinnslu á íslandi. Akureyri Sumarhús til leigu ó tveimur hæð- um. Hentugt fyrir 1-2 fjölskyldur. Æskileg vikuleiga. Veiði í sjó. Uppl.: Tjaldstæðið Húsabrekka, sími 96-24921, Haraldur. V^terkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Listasumar á Akureyri Olafur Ami syngur í Safnaðar- heimilinu TENÓRSÖNGVARINN Ólafur Árni Bjarnason heldur tónleika á Listasumri á Akureyri í Safnað- arheimilinu á mánudagskvöld klukkan hálfniu. Á efnisskrá hans eru íslensk og erlend söng- lög og aríur úr kunnum óperum og óperettum. Ólafur Árni Bjarnason hefur á undanförnum misserum hlotið geysigóða dóma fyrir söng sinn í óperuhúsum í Þýskalandi og þess er skemmst að minnast að tón- listargagnrýnandi Morgunblaðsins fór stórum orðum um söng hans á Listahátíð í Hafnarfirði á dögunum. Nú kemur Ólafur Árni til Akur- eyrar og syngur í Safnaðarheimil- inu á mánudagskvöld við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Sönglög og frægar aríur Efnisskrá Ólafs Árna er fjöl- breytt en þar er meðal annars að fínna sönglög eftir Sigvalda Kalda- lóns og Eyþór Stefánsson en auk þeirra aríur úr óperum á borð við Carmen, La Bohéme, Rigoletto og Tosca og óperettunum Sígaunabar- óninum og Brosandi landi. Tónleikar Ólafs Árna hefjast í Safnaðarheimilinu klukkan 20.30 á mánudagskvöld. ------♦ ♦ ♦ ■Tónleikar í röð Sumartónleika á Norðurlandi verða í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 11. júlí klukkan 17.00. Þar verður leikið á tvo trompetta_og orgel. Trompettleikar- arnir eru Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson en á orgel- ið leikur Antonia Hevesi. Á efnis- skránni eru verk meðal annars eftir Stravinski, Pezel, Scarlatti, Bach, Vivaldi og Hovhannes. Ókeypis að- gangur er að tónleikunum. ■Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson mun leika létt og gamal- gróin djasslög á tónleikum í veit- ingahúsinu Við Pollinn á sunnu- dagskvöld frá klukkan 22. Hann fær til liðs við sig^ kunna akur- eyrska djassleikara, Óskar Einars- son, sem leikur á píanó, og Árna Ketil Friðriksson, sem leikur á trommur. ■Pedromyndir hafa tekið í notk- un tölvubúnað sem gerir mögulegt að skanna og prenta myndir í fullum lit. Þá geta viðskiptavinir fengið prentaðar af tölvudiskum sínum ljósmyndir, teikningar, línurit og texta í stærðunum A3 og A4 á pappír, glærur, boli og raðspil. Einnig geta þeir fengið myndir skannaðar á tölvudiska. ■Á Jaðarsvelli á Akureyri gefst fólki kostur á að fylgjast um helg- ina með mörgum bestu golfleikur- um landsins í Mitsubishi Open golf- mótinu. Má búast við að spennandi verði að fylgjast með því hvort ein- hveijum tekst að hreppa splunku- nýjan Colt-bíl sem hanga mun í krana yfir 18. holu til eignar þeim sem fyrstur fer hana í einu höggi. ■Á Dalvík verður um helgina Héraðsmót UMSE í fijálsum íþróttum. Um 170 þátttakendur keppa á mótinu sem hófst síðla í gær en stendur í dag og á morgun og lýkur með 1.000 m boðhlaupi karla sem hefst klukkan 15.25. Ólafur Árni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.