Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993 15 Skipulagsmál á Seltjamarnesi eftir Petreu Jónsdóttur í tilefni af umræðum í fjölmiðlum að undanfömu um skipulagsmál á Seltjarnarnesi verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkurn mis- skilning sem þar hefur gætt. Það er stefna meirihluta bæjarstjórnar að standa að skynsamlegri nýtingu landsvæða þannig að íbúar bæjarfé- lagsins hafi rúmt og gott svæði til útivistar. Aðalskipulag Seltjarnarness var síðast endurskoðað og samþykkt af bæjarstjóm 6. mars 1981 og staðfest af ráðherra 5. nóvember sama ár. Af þeim fulltrúum sem þá sátu í bæjarstjórn eru tveir í núverandi bæjarstjóm. Samkvæmt skipulagslögum skal aðalskipulag endurskoðað á fimm ára fresti og lá því fyrir nýrri bæjar- stjórn á Seltjarnarnesi eftir sveitar- stjórnakosningarnar 1990 að end- urskoða aðalskipulagið á kjörtíma- bilinu. Aðalskipulag er mikið vandaverk og þá sérstaklega þegar viðkvæm svæði eiga í hlut. Af þeim 7 bæjar- fulltrúum sem eru í bæjarstjórn í dag komu fjórir inn í hana eftir síðustu kosningar og var talið eðli- legt að menn tækju sér góðan tíma að skoða núverandi aðalskipulag og koma síðan með nýjar hugmynd- ir að væntanlegu skipulagi, því vel skal til vanda sem lengi á að standa. Meintar skipulagshugmyndir Svo var það á vordögum 1992 að umræða fór af stað um skipu- lagsmál og meintar skipulagshug- myndir bæjarfulltrúa meirihlutans. Þar sem ekki hafði verið fjallað um þessi mál opinberlega og viðkom- andi bæjarfulltrúar ekki tjáð sig var erfitt að skilja allt þetta fjaðrafok. Af umræðunni mátti skilja að meiri- hluti bæjarstjórnar Seltjarnamess ætlaði að skipuleggja íbúðabyggð allt í kringum Nesstofu og Bakka- tjörn með tilheyrandi akbrautum og göngustígum. A gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessum við- kvæmu svæðum og hringvegi um Seltjarnarnes vestanvert. Fullyrða má að í dag dytti engum lifandi manni í hug að fara eftir þessu skipulagi. En, þetta erþó það skipu- lag sem staðfest hefur verið af fyrr- verandi bæjarstjórnum og félags- málaráðherra. Það er því nauðsyn- legt að breyta því ef fyrirhugað er að nýta svæðið fyrir annað en íbúðabyggð. Við gerð aðalskipulags _er ákveðið hver landnotkunin skuli vera, hvað fer undir íbúðabyggð, útivistarsvæði og göngustíga og svo hvaða svæði á að vernda og friða. Skipulagsnefnd Seltjarnarness fékk arkitekt til að hanna og koma með tillögur að ýmsum útfærslum á nýtingu svæðisins. Að fengnum þessum tillögum var það svo verk skipulagsnefndar og bæjarstjórnar að vinna úr þeim og koma með þá tillögu er talin var best. Bakkatjörn - Nesstofa - friðun Sá misskilningur virðist ríkja meðal fólks að skipuleggja eigi íbúðabyggð í kringum Bakkatjörn og Nesstofu. Ibúðabyggingar við Nesstofu og Bakkatjörn eru ekki inn í myndinni í nýju skipulagi. (í gildandi aðalskipulagi er þar gert ráð fyrir íbúðabyggð og ruglar það e.t.v. fólk eitthvað í ríminu.) Það svæði sem væntanlega verð- ur skipulagt með einhverri íbúða- byggð er að norðanverðu í Norður- túni þar sem ytri mörk yrðu frá iðnaðarsvæði við Bygggranda í vestri í boga að væntanlegu bíla- stæði norðan við lyfjasafnið. Þessi byggð myndi ekki skyggja á Nes- stofu og ekki skerða sjónlínu frá henni í suður, vestur og norður. Ekki er hægt að segja nákvæm- lega til um fjölda húsa á þessu svæði þar sem í aðalskipulagi er aðeins kveðið á um landnotkun og deili- skipulag er gert á eftir samþykkt aðalskipulagsins og er þá jafnvel farið út í samkeppni. Á fundi skipulagsnefndar Sel- tjarnarness 22. júní sl. var sam- þykkt að efna til samkeppni um deiliskipulag útvistar- og friðunar- svæðanna vestan Nesstofu. Enn- fremur var samþykkt að láta kanna hringamyndanir í Nestúni, t.t.v. eru þar minjar í jörðu sem rannsaka þarf en þessir hringir eru allir utan hugsanlegra byggingarsvæða. Seltjarnarnes er u.þ.b. 160 hekt- Petrea Jónsdóttir „Það er stefna meiri- hluta bæjarstjórnar að standa að skynsamlegri nýtingu landsvæða þannig að íbúar bæjar- félagsins hafi rúmt og gott svæði til útivistar.“ arar að stærð og áætlað er að græn svæði verði 65 til 70 hektarar eða um 40% landsvæðis. í ljósi þessa vil ég fullvissa Seltirninga og aðra áhugaaðila um að við aðalskipulag Seltjarnarness verður tekið fullt til- lit til umhverfismála og umhverfis- verndar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ákall frá Sarajevo Liðsbón til íslenskra listamanna Nú þegar atvinnufyrirtáeki og launafólk þurfa að taka á sig aukn- ar byrðar verður ríkisvaldið að sýna fordæmi og draga saman í fjár- útlátum til opinberrá stofnana og fyrirtækja. Það- er ótækt að safna skuldum og sóa opinberu fé í póli- tíska sjóði og fyrirgreiðslu. Sé um samdrátt að ræða hjá almenningi í landinu verður hið sama að eiga við um umsýslu stjórnmálamanna hjá ríki og sveitarfélögum. Aðeins þannig getur ríkt traust milli þjóð- arinnar og þeirra sem kosnir hafa verið til að stjórna landinu. Sá nið- urskurður verður að vera raunveru- legur en jafnframt varanlegur. Það má ekki gerast einu sinni enn þeg- ar ráðherrar setjast niður og semja sparnaðartillögur að þeirra eigin ímyndunarafl nái ekki inn fyrir ráðuneyti þeirra. Forsenda fyrir því að hægt sé að létta byrðum af al- menningi og fyrirtækjum er að ná niður fjárlagahallanum. Það er síð- an forsenda vaxtalækkunar. Við erum komin að hættumörkum í þenslu ríkisútgjalda. Því verður ekki slegið lengur á frest að taka á vandanum. Mér þykir lítil frétt að ríkis- stjórn, sem þarf að takast á við jafn erfitt efnahagsástand, afli sér ekki mikilla skammtírnavinsælda. En spyijum að leikslokum ef tekist er á við vandann af raunsæi og með ábyrgð að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. - hótelið þitt eftir Hrafn Jökulsson Á degi hveijum berast okkur frétt- ir af helför Sarajevo, höfuðborg lýð- veldisins Bosníu-Herzegóvinu. Fréttaþulir þylja nýjustu tölur um mannfall og sýna okkur myndir af deyjandi fólki. Og oftast hlustum við án þess að heyra og horfum án þess að sjá. Sarajevo hefur verið í herkví síðan 6. apríl 1992. Enginn kemst úr borg- inni án þess að fara um víglínu Serba: 380.000 íbúar eru í reynd í gíslingu glæpamanna sem láta rigna eldi og sprengjum. Þúsundum íbúa hefur verið slátrað á 15 mánuðum. Lystigörðum og íþróttavöllum hefur verið breytt í kirkjugarða. Fréttaskýrendur fjölyrða einatt um afreksverk varnarsveita Sarajevo, og víst er um að margur hernaðarsérfræðingurinn svokallað- ur kann engar skýringar á því af hverju borgin var ekki sigruð fyrir iöngu. En mestu hetjudáðir íbúa Sarajevo eru ekki unnar í fremstu víglínu. Þær eru unnar af fólki sem ekki hefur látið martröðina buga sig, en lifir í trássi við tryllinginn þó það eigi ekk- „Listamenn í Sarajevo hafa nú sent íslenskum kollegum sínum liðsbón. Þeir biðja um verk á sýn- ingu sem væntanlega verður opnuð í Sarajevo í ágúst. Einkunnarorð sýningarinnar eru latn- eski málshátturinn „Gens una sumus“: Við erum ein fjölskylda.“ ert eftir nema fjarstæðukennda og fráleita von um frið. Meðan vonin lifir mun fólkið í Sarajevo ekki gefast upp. Sprengj- urnar megna ekki að drepa vonina og hungurvofan getur ekki murkað úr henni líftóruna. Sinnuleysið, efinn og vanmáttur- inn eru grimmustu óvinir fólksins í Sarajevo. Spumingarnar sem engin svör fást við. Hvers vegna lætur Evrópa það viðgangast að siðmenn- ingunni sé haldið í herkví? Það er nefnilega evrópsk siðmenning sem er teymd inn í pyntingarklefana, evrópsk siðmenning sem verið er að sprengja í tætlur. Evrópskri sið- menningu er nauðgað og Evrópa gerir ekkert. Listamenn í Sarajevo hafa nú sent íslenskum kollegum sínum liðsbón. Þeir biðja um verk á sýningu sem væntanlega verður opnuð í Sarajevo í ágúst. Einkunnarorð sýningarinnar eru latneski málshátturinn „Gens una sumus“: Við erum ein fjölskylda. Um er að ræða það sem á ensku kallast „mail-art“, póstlist, og var talsvert vinsælt tjáningarform til skamms tíma. Vestur-evrópskir listamenn notuðu þannig póstlistina til þess að halda uppi samskiptum við listamenn í fyrrum einræðisríkj- um Austur-Evrópu. Stærð listaverka markast af þeim skilyrðum sem póstþjónustan setur en að öðru leyti hafa listamenn fijáls- ar hendur. Þeir geta sent teikningar, grafík, ljósmyndir, klippimyndir eða málverk. Öll listaverk sem berast verða notuð á sýningunni. Með þessu móti geta íslenskir listamenn sýnt samstöðu í verki með þeim listamönnum sem búa við Hrafii Jökulsson ömurlegri og hættulegri aðstæður en orð fá lýst. íslenskir listamenn geta lagt örlítil lóð á vogarskálar vonarinnar fyrir fólkið í Sarajevo. En tíminn er mjög naumur. Verk- in þurfa að berast til Þýskalands á næstu dögum, og þaðan er þeim komið áleiðis til Sarajevo. Höfundur er rithöfundur og . blaðamaður. Þeir listamenn sem vilja senda verk á sýninguna eru beðnir að hofa samband við greinarhöfund í símum 613215 eða 625566. Muniö að sumarið líður fliótt o sumar- afslætti ......... i ii imii iii ii iíhiiwiii yiiim wíimiriiíTn~nrTnMii—i imni Þessa helgi: SkriðmispiU og fiöldi kvista í pottum með i/Vmiiiiii hiích iiiLj iiini i—wiln—iiniiiBi iii'ii»iimiiiiiirnn Alla daga: Tré, runnar, verkfæri, kraftmold og kurl. VSKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVIKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn simi söludeildar 641777 srofTJAf 1»«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.