Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Hver er tilgangur lífsins? Frá Bronko Bj. Haraldssyni: Hver er tilgangur lífsins? er stundum spurning dagsins hjá DV. Og svarið er: Við erum hér á þess- ari jörð (plánetu) til þess að læra alit um Guð, skapara okkar og okk- ur sjálf, til að þroskast andlega og breyta rétt; að elska náungann eins og sjálfan sig og hjálpa bágstöddum nær og fjær. Þá Hfir maður lífinu lifandi. „Þannig lýsi ljós yðar mönn- unum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami Föður yðar á himn- um,“ Matteus 5,16. Og markmið lífsins á jörðinni er að frelsast frá eilífum endurfæðing- um og komast áfram á braut — á braut út í geimnum í samfélag við háþróaðar verur. Til er bók sem heitir „Ami — Child of the Stars“ eftir Enrique Barrios, sem kom út 1989 í S-Ameríku sem útskýrir allt þetta á einfaldan hátt. Jafnvel barn getur skilið þetta. Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og bömin, sem trúa á það ómögulega og undursamlega, komist þér alls ekki inn í himna- ríki. Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum við að borða? eða: Hvað eigum við að drekka? eða: Hverju eigum við að klæðast? Því að eftir þessu sækjast heiðingjar og guðleysingjar. Yðar himneski Faðir veit, að þér þarfnast alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki. Gef oss í dag vort daglegt brauð — orð þitt! Matt- eus 18,3 og 6,25-34, Galatabréfið 5,13-26. Táningar í dag vita því miður ekkert um þennan boðskap. Það ríkir algjört guðleysi víðar en hérna. Þess vegna hafa börnin ekkert hald í lifinu, þau grípa í tómt og gefast upp. Sjálfsvíg og eiturlyf á meðal þeirra hefur aukist til muna. Börnin læra snemma að fýrirlíta fullorðna fólkið fyrir hræsni og efnishyggju, sérstaklega hjá prestunum og öðr- um embættismönnum og uppalend- um, Eskíel 34,1-16. Það er ekki einu sinni farið með bænir í skólan- um. Þau fá ekkert vegarnesti út í lífið — sannleikurinn um Drottinn Guð, Jesús Krist og endurfæðing; Jóhannes 3:3,7,13; Markús 10,29-30; Jóh. 8,58. Þeir byggja vandræði sem eru í vandræðum var mér sagt einu sinni fyrir löngu. Lögmál karma er að hver maður mætir því, sem hann á skilið vegna breytni sinnar í fyrra lífi. Eins og þú sáir munt þú og uppskera! Og hver sem uppsker, fær laun og safn- ar ávexti til eilífs lífs, til þess að bæði sá sem sáir og sá sem upp- sker geti glaðst sameiginlega. Og sérhver mun 'fá sín eigin laun eftir sínu eigin erfiði. Því að þetta er sannleikurinn: Sá sem sáir er hinn sami og sá sem uppsker — í endur- fæðingu! Já, sá sem gróðursetur og sá sem vökvar eru eitt, Jóh. 4,36-37 og I. Kor. 3,8. BRONKO BJ. HARALDSSON, Hverfisgötu 28, Reykjavík. Trékyllingi svarað P Frá Árna ísakssyni: í Morgunblaðinu 22. júní síðast- liðinn var fyrirspurn til veiðimála- stjóra frá Trékyllingi varðandi veiðieftirlit í sjó. Þar er bent á, að veiðieftirlitsmaður frá hágsmuna- aðilum hafi fylgst með sjávarlögn- um í sjó við Hrútafjörð og spurt um réttmæti þess. Eftirlit með veiðum á laxi og sil- ungi hér á landi er breytilegt, sem að hluta byggist á því, að hið opin- bera hefur ekki talið réttmætt að kosta slíkt eftirlit að fullu og talið eðlilegt að hluti kostnaðar væri greiddur af hagsmunaaðilum. í aðalatriðum er um þrenns kon- ar eftirlitsmenn að ræða: 1. Eftirlitsmenn með ám og ósa- • svæðum, sem eingöngu eru launað- ir af veiðiréttareigendum. Þessir aðilar eru óhjákvæmilega oft tengd- A ir hagsmunaaðilum. 2. Veiðieftirlitsmenn með sjávar- veiði, sem að hluta eru launaðir af hagsmunaaðilum og að hluta af hinu opinbera. Lögð er áhersla á, að þessir eftirlitsmenn séu óháðir hagsmunaaðilum. 3. Veiðieftirlitsmenn með sjávar- veiði, sem alfarið eru launaðir af hinu opinbera og óháðir hagsmuna- aðilum. Skörun og samvinna getur verið á milli þessara eftirlitsmanna og má benda á að þrír aðilar hafa rétt til eftirlits í Hrútafirði og næsta nágrenni á þessu sumri. Þannig hefur eftirlitsmaður við Hrútafjarð- ará fulla heimild til eftirlits með sjávarlögnum í Hrútafirði, enda vinnur hann í náinni samvinnu við aðra eftirlitsmenn, lögreglu og sýslumenn Strandasýslu og Húna- vatnssýslu. Varðandi ráðningu eftirlits- VELVAKANDI AÐALSTÖÐIN HEYR! • ) + ÞATTUR Katrínar Snæhólm Baldursdóttur, „Maddama, kerl- ing, frönken, frú,“ sem er á dag- skrá Aðalstöðvarinnar frá kl. 7 til 9 á morgnana er alveg frá- bær, jákvæður og virkilega gef- andi. Katrín hefur svo aðlaðandi og róandi rödd sem gott er að hlusta á svona í morgunsárið. í þættinum fjallar Katrín á mjög jákvæðan hátt um lífið og tilveruna almennt og er henni í því efni ekkert óviðkomandi. Ég hrífst þó fyrst og fremst af um- fjöllun hennar um andleg mál- efni, sem ég og fleiri fáum aldrei nóg af. Hvet ég fjölmiðla til þess að sinna þeim málefnum í ríkara mæli en hingað til. Tónlistarval Katrínar ér afar smekklegt og hentar útsending- artíma þáttarins mjög vel. Hef ég lengi verið að leita að slíkri tónlist á öllum tímum dags í stað þess síbyljuflóðs sem hlustendum flestra útvararpsstöðvanna er boðið uppá allan sólarhringinn. Væri vel til fundið af stjórn- endum Aðalstöðvarinar að finna fleiri stjórnendur á borð við Katr- ínu til þess að geta lengt útsend- ingartíma stöðvarinnar á já- kvæðu og uppbyggjandi efni. Aðrir íjölmiðlar mættu eins og áður segir taka sér Aðalstöðina til fyrirmyndar og hafa meira af jákvæðu efni sem hægt er að hlusta á, í stað allra hörmung- anna sem fjölmiðlar keppast við að uppfræða hlustendur sína um. Áfram Katrín, haltu áfram að vekja fólk til jákvæðrar hugsun- ar! Ánægður hlustandi. TAPAÐ/FUNDIÐ Peysur í Þjórsárdal TVÆR peysur, hvít, írsk ullar- peysa, merkt íris Dungal, hin grá norsk ullarpeysa með rauðu og hvítu munstri, merkt Níels D. Guðmundsson, töpuðust í Þjórs- árdal sl. helgi. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 53388 eða 42288. Fundarlaun. Týnt hjól FJÓLUBLÁTT fjallahjól af gerð- inni Peugoet, Blue Lagoon, hvarf úr miðbæ Reykjavíkur fyrir stuttu. Á hjólið er ritað á áber- andi hátt „Made in France". Hafí einhver orðið hjólsins var er hann beðinn að hringja í síma 26269. Fundarlaun GÆLUDÝR Hvolpur LÍTILL, sætur, fimm vikna hvolpur (hundur) fæst gefins á gott heimili. Foreldrar eru sér- staklega hlýðnir, greindir og skapgóðir, faðir af Golden Retriever-kyni en móðir af ís- lensku kyni. Upplýsingar í síma 96-26228. manna er því til að svara, að land- búnaðarráðherra skipar eftirlits- menn, oft eftir beiðni hagsmuna- aðila og samkvæmt meðmælum veiðimálastjóra. ÁRNI ÍSAKSSON veiðimálastjóri. Pennavinir Frá ísrael skrifar frímerkjasafn- ari sem vill komast í samband við íslenska safnara með skipti fyrir augum: Mordechai Ya’ary, P.O. Box 65236, 61651 Tel Aviv, Israel. Nítján ára Ghanastúlka með áhuga á sundi, bréfaskriftum og póstkortum: Erica Donkor, c/o Eric Siripi, Box 328 Agoua-Swedru, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tónlist: Kyoko Tokunaga, 1218-47 Ofunakoshi-cho, Isahaya-shi, Nagasaki-ken, 854 Japan. Franskur 23 ára piltur með áhuga á tungumálum, safnar frí- merkjum og myndböndum: Patrick Pastor, 9 Place du Guery, 63800 Cournon, France. Sænskur heimspekinemi með áhuga á tónlist og ferðalögum í óbyggðum, skrifar bréf sitt á bjag- aðri en auðskiljanlegri íslensku vill eignast pennavini og óskar eftir því að þeir skrifi honum á íslensku: Thomas Fahrenholz, Dalabergsvagen 5, 30241 Halmstad, Sweden. FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJARNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG A RÁÐHÚSTORGI 41. Nuer tvöfaldur l.vinninour! Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFÍSK HÖNNON: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.