Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 44
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
Slm 091100, SÍMBRÉF 0911S1, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Mikil sala hjá Coldwater fyrri hluta árs
840 milljóna
söluaukmng
MIKIL söluaukning hefur orðið hjá Coldwater í Bandaríkjunum
á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra.
Söluaukningin nemur tæplega 12 milljónum dollara eða 840 millj-
ónum króna á núverandi gengi. Magnús Gústafsson, forsljóri
Coldwater, segir að salan hafi
að verðmæti um 14%.
Af einstökum afurðaflokkum
Coldwater varð söluaukningin mest
í unninni vöru eða 39% en salan á
flökunum jókst um 13%. Gott verð
hefur verið á þorskflökum sem
Coldwater selur þrátt fyrir harða
'■'tPltmkeppni eða upp undir þrír doll-
arar fyrir pundið sem er með því
hæsta sem fengist hefur.
Geysihörð samkeppni
„Samkeppnin er geysihörð á
markaðinum hér enda mikið fram-
boð af fiski,“ segir Magnús. „Við
höfum orðið varir við mikið af und-
irboðum, ekki síst frá einstakling-
um á íslandi sem boðið hafa flök
á niður undir tvo dollara fyrir pund-
ið á meðan við höfum fengið tæp-
^jjpga þrjá dollara. Hér er örugglega
■ um svokallaðan Rússafisk að ræða
en þess er ekki getið í tilboðunum.
Viðskiptavinir okkar hafa getað
treyst því um árabil að fá gæða-
vöru frá íslandi og sá góði árangur
sem við höfum náð á markaðinum
er ekki hvað síst því að þakka. Ef
undirboðin halda áfram þar sem
verið er að selja annað hráefni
aukist að magni til um 31% og
undir því yfirskini að um gæðafísk
frá Islandi sé að ræða mun það
skaða okkur verulega."
Birgðir nægar
í máli Magnúsar Gústafssonar
kemur fram að birgðir af þorskflök-
um séu nú nægar á Bandaríkja-
markaði en stór hluti þeirra birgða
sé fiskur sem Kanadamenn hafi
framleitt úr Rússaþorski og illa
hafi gengið að selja. Hann sé því
boðinn á mjög lágu verði.
Magnús segir að þrátt fyrir þessa
samkeppni séu vonir bundnar við
að verð haldist þokkalegt á
markaðinum. „Þær vonir geta þó
brugðist ef samkeppnin harðnar
enn með óvægum undirboðum. Nú
þegar við horfumst í augu við
minnsta þorskkvóta um árabil er
mikilvægara en fyrr að ná há-
marksafrakstri af því sem upp úr
sjónum kemur með áreiðanleika og
gæðaframleiðslu, en það mun ekki
takast ef íslendingar bjóða niður
fiskinn hver fyrir öðrum eða jafn-
vel lélega vöru frá íslandi," segir
Magnús.
Morgunblaðið/Kriatinn
Gert við net á Raufarhöfn
Á RAUFARHÖFN snýst allt um sjávarútveg. Nú er bíða ennfremur eftir nýju skipi sem gæti hleypt enn
loðnan komin til bæjarins, vinnsla er hafín í Síldarverk- meira lífí í byggðarlagið.
smiðjunum og brúnir fólks lyftast. íbúar Raufarhafnar Sjá miðopnu: „Loðnan vitamínssprauta ...“
Gæludýra-
grafreitur
í bígerð
FIMM skipulagsnefndum á
höfuðborgarsvæðinu hefur
borist bréf þar sem kannaðar
eru undirtektir við stofnun
gæludýragrafreits í borginni
eða nágrenni hennar. Tómas
Sigurðsson, sem skrifaði
bréfið, segir að hugmynd
hans sé að borgaryfirvöld
útvegi landsvæði, til leigu
eða kaupleigu, en hann sjái
sjálfur um reksturinn. Hann
segir að í garðinum verði
pláss fyrir dýr af öllum
stærðum og gerðum.
Tómas sagðist hafa fengið
hugmyndina fyrir mörgum árum
enda þekkti hann fjölmarga
gæludýraeigendur sem staðið
hefðu frammi fyrir vandamáli
við fráfall gæludýrsins. „Dýrin
hafa aðallega verið grafín í görð-
um. Sum hafa líka lent í rusla-
tunnum. Önnur hafa verið
brennd,“ sagði hann og benti á
að með tilkomu grafreits þyrftu
menn ekki að hafa áhyggjur af
því að skilja illa við dýrin og
gætu vitjað leiðanna að vild.
Vígsla
Tómas sagði að ekki væri sér-
stök fyrirmynd að grafreitnum
þó að hann hefði heyrt af graf-
reitum af þessu tagi víða erlend-
is. Hann sagðist hafa þá hug-
mynd að reiturinn yrði vígður
en sagðist ekki hafa kannað við-
brögð kirkjunnar við því.
Mecklenburger Hochseefischerei og SH ganga frá samningi um umboðssölu
Söhimiðstöðin selji allar
afurðir þýzku togaranna
Morgunblaðið/Þorkell
Upp til sólar
SÓLIN skein á höfuðborgarbúaí gær þótt enn væri nokkuð kalt. Sumir
brugðu undir sig betri fætinum og fóru í sund eins og þessir ungu Reykvík-
ingar en óhætt er að fullyrða að lund flestra hefur lést eftir fremur drunga-
lega daga að undanförnu. Ekki ættu Sunnlendingar heldur að þurfa að
kvarta undan veðrinu í dag ef marka má veðurspá því spáð er að hiti kom-
ist þar upp í 15 stig um hádaginn. Norðanlands verður enn kalt, 5 stig
við norðurströndina. Dagana á eftir helst 10-14 stiga hiti um hádaginn
sunnanlands en kaldara verður áfram fyrir norðan.
SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihúsanna og þýzka útgerðarfélagið
Mecklenburger Hochseefischerei hafa gengið frá samningi um
að SH taki allar afurðir hinna átta verksmiðjutogara fyrirtækis-
ins í umboðssölu. Þar er einkum um flakaðan og heilfrystan karfa
að ræða. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki
stjórna fyrirtækjanna. Verði hann staðfestur, felur hann meðal
annars í sér að hið þýzka fyrirtæki mun selja karfa á Þýzkalands-
markað í gegnum íslenzkt sölukerfi. Mecklenburger Hochseefisc-
herei er að 60% í eigu Útgerðarfélags Akureyringa.
Samkvæmt heimildum MorgUn-
blaðsins var gengið frá samningi
fyrirtækjanna í vikunni. Kvóti MHF
er á þriðja tugþúsund tonna, eink-
um karfi en einnig síld og makríll.
Tveir af átta togurum MHF hafa
verið við karfaveiðar suður af land-
inu og hafa lagt afurðir sínar upp
hér á landi, en þær hafa síðan ver-
ið fluttar með flutningaskipum til
meginlands Evrópu. Gert er ráð
fyrir að áfram verði eitthvað af
aflanum lagt upp hér, en eins muni
togararnir sigla með afurðir sínar
til Þýzkalands.
Stefnt að sölu undir merki SH
Verksmiðjutogarar MHF hafa
búnað til að flaka fisk eða heil-
frysta. Ætlunin er að SH aðstoði
fyrirtækið við gæðaátak, þannig að
afli þess standist allar íslenzkar
gæðakröfur og verði seldur í gegn-
um sölukerfí SH undir vörumerkinu
Icelandic. Eitt og eitt skip í einu
verður tekið fyrir, en þar til aflinn
uppfyllir gæðakröfur verður aflinn
seldur undir eigin merki MHF.
Meiri markaðsþekking
Islendinga
Með samningi við Sölumiðstöðina
hefur Mecklenburger Hocheeisherei
möguleika á að koma afurðum sín-
um á markað víðajim heim í gegn-
um markaðsskrifstofur SH, til
dæmis í Frakklandi og Japan, en
einnig á Þýzkalandsmarkað.
Ástæða þess að þýzka fyrirtækið
velur íslenzkan millilið til að selja
á heimamarkað, er sú að þetta
gamla austur-þýzka útgerðarfélag
hefur takmarkaða markaðsþekk-
ingu í vesturhluta landsins. Þekking
Islendinga á fiskmarkaðnum í Vest-
ur-Þýzkalandi er mun meiri og betri
möguleikar á að fá bezta verð fyrir
fiskinn.