Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 i tíeenAnn lofsi ©1967 Unlver—I Prn>» Syndicale ,, Zvona, hreyféu t>ig.ég ætta éktc ao ey&CLpeningami artnan st/i-fcffst-" ti> Með morgunkaffinu Áster. 5-26 að hughreysta TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ° 1993 Los Angeles Ttmes Syndicate Æ, æ. Þú hefur sest á tyggjó- ið hans Lilla. Jæja, svo frúin hefur náð ökuprófinu! BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ungnm mönnum þökkuð hjálp Frá Hersteini Páissyni: Það er svo oft hnýtt í unga fólk- ið fyrir tillitsleysi og frekju í garð hinna eldri, að ég verð að segja hér stutta sögu um hið gagnstæða. Síðastliðinn laugardag — 3« þ.m. — fór ég ásamt konu minni og mágkonu austur í Hveragerði til að fá okkur hressingu í Eden, sem ekki er í frásögur færandi. Þegar heim skyldi haldið, ákváðum við að leggja lykkju á leið okkar og fara um Þingvöll. Þótt vegurinn væri lengstum afleitur — vegna undirbúnings á lagningu varanlegs slitlags, að ég held — komumst við klakklaust til Valhallar, þar 'sem við höfðum stuttan stans. Þegar ég var svo að aka af stað aftur, kom til mín elskulegur, ung- ur maður og sagði mér að það væri sprungið hjá mér á hægra afturhjóli. Eg sté úr bílnum, sá að ekki var um neitt að villast en þá Frá Þórhildi Tómasdóttur: Ég var svo lánsöm að taka ekki mark á Súsönnu Svavarsdóttur á „Streymi ’93“, því annars hefði ég farið á mis við eina stórkostlegustu leiklistarupplifun ævi minnar. En það er illt til þess að vita að hugsanlega hefur óskiljanleg um- sögn í útbreiddasta dagblaði lands- ins fælt hrekklausa lesendur frá því að sjá þessa yndislegu sýningu. Um var að ræða spunaverk sem Ara leikhúsið sýndi á listahátíð Hafnarfjarðar. Sýningin var fyrir mér algjört algleymi frá upphafi til enda. Þetta var yndislegt sam- spil á draumi og veruleika og það verð ég líka að játa, að ég hafði ekki orðið neins var á leiðinni sem benti til að loft væri á förum eða búið að kveðja hjólbarðann. En hvað um það — nú virtust góð ráð dýr. Ég bakkaði bflnum á stæði svo að hann yrði ekki fyrir öðrum og lét mér detta í hug að ég gæti kannski fengið hjálp í Valhöll. En þess gerðist ekki þörf að ég leitaði þangað, því að ungi maðurinn, sem hafði bent mér á hvernig komið væri, kom ásamt vini sínum og bauðst til að hjálpa við að skipta um hjól. Þessir rösku ungu menn höfðu lokið viðgerðinni á fáeinum mínútum þótt erfið væri. Að vísu þakkaði ég þeim nokkr- um orðum ómetanlega hjálp en mér finnst að hjálpsemi þeirra eigi ekki að liggja í láginni og þess vegna bið ég Mbl. fyrir þessar lín- ur til þessara ungu manna, sem ég veit því miður engin deili á. En úr því að ég er byijaður vel samið að mér tókst ekki að láta mér leiðast eina einustu mín- útu. Eitt augnablik var ég stödd í ævintýralandi og þá næstu var mér kippt inn í blákaldan veruleika. Uppfærslan var í alla staði fram- úrskarandi, frumleg og skemmti- leg, og leikurinn stórkostlegur. Árni Pétur Guðjónsson fór á kost- um og sama má segja um aðra aðalleikara hópsins. Vera má að ég hafí ekki þá fræðilegu þekkingu sem Súsanna Svavarsdóttir hefur yfir að ráða, en ég tel mig hafa heilbrigða dómgreind og sæmilega kímnigáfu. Og hvaða æðri tilgang hefur leikhús en þann, að fá meðal- verð ég að láta fýlgja fáein þakkar- orð til annarra ungra manna, sem hjálpuðu mér í vetur þegar bíll minn rann út í snjóruðning efst á Höfðabakka, en þar er mjög var- hugaverð beygja á öllum árstím- um, og komst hvorki aftur á bak né áfram. Birtust þá allt í einu ungir menn úr tveim bílum sem komu hvor úr sinni áttinni og reyndu að ýta en fengu ekkert að gert. Þá bar að þriðja manninn á traustum fjallabíl með dráttartaug og færðist þá allt í lag. Þeim ungu mönnum fékk ég ekki heldur þakkað á þeirri stundu en geri það hér með, þótt langt sé um liðið, og mótmæli því um leið harðlega, að ungt fólk á ís- landi sé ekki reiðubúið til að hjálpa náunga sínum í vanda. HERSTEINN PÁLSSON, Vallarbraut 13, Seltjamamesi. jónur eins og mig til að upplifa tilfinningaskalann eins og hann leggur sig, í algjöru algleymi sem situr lengi eftir með örlitlu ívafi af spumingum um' manneskjuna og samspilið okkar á milli? Ég vil nota tækifærið og þakka Leiksmiðjunni LAB, þeim Rúnari Guðbrandssyni, Árna Pétri Guð- jónssyni, Steinunni Ólafsdóttur, Bimi Inga Hilmarssyni, Hörpu Amardóttur og Önnu Borg að ógleymdri Leiksmiðju Reykjavíkur fyrir stórkostlega sýningu sem var allt í senn, fyndin, falleg og áhrifa- mikil. í leiðinni hvet ég Morgunblaðið að fá sér annan leikhúsgagnrýn- anda sem hefur hæfni til að skoða leikhúsverk óháð eigin líðan. ÞÓRHILDUR TÓMASDÓTTIR Stigahlíð 22, Reykjavík Er eitthvað að heima hjá þér, Súsanna? Yíkveiji skrifar Fyrir nokkru hringdi kona á rit- stjórn Morgunblaðsins og kvartaði undan því hvernig Vatns- veita Reykjavíkur kæmi fram við borgarana. Aldraðir ættingjar hennar bjuggu við Nökkvavog og lokuðust þeir inni í húsum sínum og komust ekki yfir skurði, sem grafnir höfðu verið um alla göt- una. Sjálf varð konan að fara inn í garða nágrannanna og troðast í gegnum rifsbeijamnna unz henni tókst að komast að húsi ættingj- anna, sem sökum aldurs komust ekki út úr húsi og voru nánast sem fangar á eigin heimili. Konan sagðist hafa hringt í Vatnsveituna og kvartað og fengið lítil sem engin svör, ekki hefðu verið fyrir hendi brýr til þess að brúa skurðina. Þó kvaðst hún muna að nýlega hafi Hitaveitan þurft að grafa götuna upp og þá hafi ekki staðið á að skurðimir væm brúaðir. Raunar frétti Morg- unblaðið að morguninn eftir hafi verið búið að brúa skurðina, en þess ber að gæta, að öryggisleysi kemur upp hjá öldruðu fólki, þegar það sér að það kemst ekki leiðar sinnar og ef eitthvað yrði að, kæm- ist sjúkrabíll heldur ekki á staðinn. Því ber að forðast að loka fólk inni með þessum hætti. XXX Nýlega hrósaði Víkveiji Mjólk- urbúi Flóamanna fyrir nýja ostategund, sem þeir settu nýlega á markað og er mjög lík ijóma- osti, sem danskir ostagerðarmenn framleiða og selja undir vömmerk- inu „Pikant“. Nú hefur Víkveiji rekist á enn nýja ijómaosttegund, sem komin er á markað frá mjólk- urbúinu og er hún með reyktum laxi. Þeir ostagerðarmenn mjólkur- búsins eiga rós skilið 'í hnappa- gatið fyrir hana líka. xxx Eina nóttina í vikunni fór raf- magnið af heima hjá Vík- veija dagsins. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi, en samt getur þetta verið afskaplega óþægilegt í nútíma þjóðfélagi. Samkvæmt rafmagnsklukkum á heimili Víkveija gat hann fundið það út að rafmagnsleysið hafi var- að í um það bil 35 mínútur og að þetta gerðist á sjötta tímanum um morguninn. En þetta olli því að Víkverji vaknaði þennan morgun klukkustund of seint, því að vekja- rastillingin á útvarpsklukkunni á náttborðinu datt út og klukkan gekk öll úr lagi og þurfti að stilla hana upp á nýtt. Það var svo sem enginn skaði skeður, heldur leitt samt að koma of seint í vinnuna, en hvað um þá, sem vinna hjá þeim aðilum, sem harðastir eru sem atvinnurekend- ur. Það er alls ekki víst að menn trúi viðkomandi og telji það ódýrar viðbárur, að kenna um rafmagns- leysi í byijun júlí, þegar ekkert er að veðri sem réttlæt getur slíkar rafmagnsbilanir. xxx Annars verður Víkveri að hrósa útvarpsmanninum á Rás 2, sem var orðinn leiður á sumarkuld- unum og votviðrinu, þegar hann hafði lesið veðurspána frá Veður- stofunni og sá enga glætu fram- undan. Hann Iagði til að Veðurstof- an yrði einkavædd og hafði þau orð um þá tillögu sína, að hann væri þess fullviss að veðrið myndi a.m.k. ekki versna við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.