Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Þingmeiri- hluti með Gonzalez RÚMUR meirihluti spænskra þingmanna lýsti yfir trausti á Felipe Gonzalez, leiðtoga Sósíal- istaflokksins á Spáni, í at- kvæðagreiðslu á þingi í gær og hann verður því forsætisráð- herra landsins fjórða kjörtíma- bilið í röð. Auk þingmanna Sós- íalistaflokksins greiddu helstu þingmenn flokka Baska og Ka- talóna atkvæði með Gonzalez. 181 þingmaður studdi Gonzalez, 165 þingmenn voru á móti og einn sat hjá. Gonzalez sagði á þinginu að forgangsverkefni sitt yrði að ná víðtækri samstöðu um aðgerðir til að skapa fleiri atvinnutækifæri og binda enda á efnahagssamdráttinn. Deilur um Hong Kong enn óleystar DOUGLAS Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, hélt frá Kína í gær án þess að ná samkomu- lagi við þarlend stjórnvöld um lýðræðislegar umbætur í Hong Kong, og sagði hann að samn- ingaviðræðumar myndu halda áfram fram í september. Deil- umar spruttu upp í október þeg- ar Chris Patten, landsstjóri Hong Kong, lagði fram tillögur um að íbúar nýlendunnar fengju að kjósa meirihluta þingmanna árið 1995. Stjómvöld í Kína sögðu að þetta bryti í bága við fyrri samninga landanna um afhendingu Hong Kong til Kín- veija árið 1997. 10 svertingjar drepnir í Suð- ur-Afríku MENN vopnaðir byssum drápu í gær 10 svertingja í Natal-hér- aði í Suður-Afríku, daginn eftir að Afríska þjóðarráðið og helsti keppinautur þess, Inkata-flokk- urinn samþykktu að reyna að stöðva ofbeldið sem geisað hefur undanfarið í landinu. Talsmaður Afríska þjóðarráðsins sagði að mennimir hefðu skotið á fólk sem var að bíða eftir strætis- vagni á leið til vinnu. Tveir mannanna hafa þegar verið handteknir. Nú hafa að minnsta kosti 150 fallið í óeirðum í Suð- ur-Afríku síðan 2. júlí, en þá var ákveðin dagsetning fyrir fyrstu kosningamar opnar öll- um kynþáttum. Yfirmenn ganga í störf undirmanna YFIRMAÐUR kjamorkuherafla fyrrum Sovétríkjanna sagði í gær að herdeildin væri orðinn það fáliðuð að hann þyrfti að gegna störfum undirmanna sinna. Igor Sergeyev, herforingi, sagði í viðtali við dagblað hersins að aðeins tækist að manna um 50-60% af stöðum. Einnig sagði hann að flestar eldflaugamar væra orðnar úreltar. Bráðabirgða- stjóm I Nígeríu Herstjórnin í Nígeríu hóf í gær viðræður til að koma á laggirn- ar bráðabirgðastjóm til þess að binda endi á þriggja vikna stjórnarkreppu sem ríkt hefur í landinu. Kreppan skall á í kjöl- far þess að úrslit í forsetakosn- ingum sem haldnar voru í síð- asta mánuði voru gerð ógild. Ibrahim Babangida, forseti landsins, ógilti úrslitin á þeim forsendum að um kosningas- vindl hefði verið að ræða. MARGRA daga úrhellisrigning í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna hefur valdið miklum flóðum á svæðinu þar sem Mississippi-fljótið hefur flætt yfír bakka sína. Fylkin Missouri, Iowa og Illinois hafa farið verst í flóðun- um og hafa flóðvamargarðar víða gefíð sig. Hafa sjálfboðaliðar, þjóðvarðl- iðið og jafnvel fangar barist gegn flóðunum á þeirri tæplega 500 km leið fljótsins í gegnum svæðið. Eru þetta mestu vatnavextir í Mississippi-fljót- inu síðan árið 1965 og nemur tjón milljörðum króna. Á myndinni sést þar sem vatnið flæðir yfir aðalgötuna í Crafton, Missouri. Lokayfirlýsing fundar leiðtoga sjöveldanna í Tókýó Heita að efla hagvöxt Tókýó. Reuter. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims, G-7, hétu þvi í lokayfírlýs- ingu fundar síns í Japan, er lauk aðfaranótt föstudags, að beita sér fyrir auknum hagvexti og beijast gegn atvinnuleysi. Samþykkt var hugmynd BiIIs Glintons Bandaríkjaforseta um að haldinn verði sérstakur leiðtogafundur síðar á árinu um atvinnuleysi í heiminum. Evrópuríkin lofa að stuðla að vaxtalækkun, Bandarikin að draga úr fjárlagahalla og Japanar að efla neyslu og hagvöxt innanlands. Öll ríkin hvetja til þess að lokið 'verði við Uruguay-lotu GATT-samn- ingsins um aukið frelsi í heimsvið- skiptum á árinu. Samþykkt var að auka aðstoð við þriðjaheimsríki en ekki ríkti ein- drægni um leiðir. Japanar og Frakk- ar hyggjast í sameiningu láta kanna hvernig hægt sé að vernda fátækar þjóðir, er aðallega flytja út hráefni, fyrir kollsteypum verðlags á alþjóða- mörkuðum. Bretar og Frakkar vilja að iðnríkin felli niður að verulegu leyti skuldir fátækra þriðjaheims- ríkja en aðrar G 7-þjóðir taka ekki undir það sjónarmið. Frakkar hafa verið stórtækastir í efnahagsaðstoð við fátækar þjóðir. Gagnrýnendur þeirra hafa þó bent á að mestur hluti aðstoðarinnar komi aftur til föðurhúsanna þar sem féð sé einkum notað til að kaupa fransk- ar iðnaðarvörur. Deilt um leiðir Reuter Við fótskör Búdda HILLARY Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, sést hér á tali við búddamunk í Japan. Hún hefur verið sökuð um það á heimaslóðum að vilja breyta ímynd bandarískra forsetafrúa með mikilli þátttöku sinni í stefnumörkun og störfum forsetans en vísar slíkum ásökunum á bug. Samkvæmt skoðanakönnunum í Japan nýtur Hillary Clinton þar aðdáunar jafnt kvenna sem karla og meirihluti fólks er á því að karlremba sé ríkjandi i stjórnmálaheimi Iandsins. Francois Mitterrand Frakklands- forseti var ómyrkur í máli um starfs- bræður sína í gær. „Sumar þjóðir eru ekki reiðubúnar að hvika í neinu frá öfgafullum markaðs-trúarbrögð- um sínum,“ sagði forsetinn. Sér- fræðingar í málefnum þróunarríkja og nýfrjálsra þjóða austurhluta Evr- ópu eru almennt á einu máli um að áhrifaríkasta hjálpin sem iðnríkin gætu veitt fátæku þjóðunum væri að opna markaði sína fyrir fram- leiðslu þeirra, ekki síst landbúnaðar- vörum. Frakkar eru í fararbroddi þeirra sem vilja takmarka slíkan aðgang að mörkuðum Evrópubanda- lagsins og krefjast þess að fá áfram að vernda franskan landbúnað fyrir samkeppni. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem ræddi við leiðtogana að loknum G 7-fundinum, lýsti ánægju með að Rússar fengju 200 milljarða króna aðstoð til að hraða einkavæðingu. Á hinn sagði hann það mikil vonbrigði að tilmæli Rússa um betri aðgang að mörkuðum ríkra þjóða hefðu ekki náð fram að ganga. Stuðlaö verður að auknum hagvexti í heiminum og dregið úr atvinnuleysi AÐGERÐIR Japanar reyna að auka innanlands- neyslu og minnka gífurlegan hagnað af utanrikisviðskiptum Evrópumenn lækka vexti Bandaríkjamenn halda áfram að lækka fjárlagahailann Samið um gagnkvæmar tollalækkanir Mikilvægar aðgerðir í mm umhverfismálum munu hafa forgang Rússland fær rúmlega 200 milljarða kr. aðstoð Starf SÞ verði eflt REUTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.