Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 33 Jón Trausti Uran- usson — Minning Fæddur 19. júní 1952 Dáinn 28. júní 1993 í dag fer fram frá Landakirkju útför Jóns Trausta Úranussonar sem Iést af slysförum við upp- græðslustörf í Eldfelli er moksturs- tæki valt og lést hann samstundis. Því verður ekki lýst með orðum hvílíkt reiðarslag það er fyrir stjóm- endur bæjarfélagsins, þegar starfs- maður bíður bana við vinnu sína. Jón Trausti Úranusson var fædd- ur 19. júní 1952 í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Jórunnar Lilju Magnúsdóttur og Úrunusar Guð- mundssonar, en hann lést 17. júní 1968. Þeim varð alls sex bama auðið. Jón Trausti hafði starfað hjá Vestmannaeyjabæ í tæp 20 ár 'sem tækjamaður og var sérlega vand- virkur og útsjónarsamur við störf sín. Með Jóni Trausta er kvaddur góður drengur Eyjanna sem af lífi og sál tók þátt því uppbyggingar- starfi sem átt hefur sér stað eftir að jarðeldar brutust út á Heimaey árið 1973. Bæjarstjóm Vestamannaeyja þakkar góðum dreng fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og send- ir móður hans og systkinum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. Allt okkar líf er samofið sökn- uði, gleðinni, voninni. Öll vonumst við til að geta glaðst að kveldi yfir vel unnu verki, séð það takmark rætast sem við settum okkur að morgni og með viljann í verki eru margir vegir færir. Svo bresta von- imar fyrirvaralaust og söknuður hreiðrar um sig og þjakar hugann. Á einu andartaki er öllu lokið. Lífið er hverfult og sú sól sem reis að morgni úr glitum haffletinum, kemst aldrei í hádegisstað, það er sólarlag á miðjum degi og myrkrið hvelfist yfir, leiðarlok. Eftir bíður ófullgerð mynd, sem ef til vill verð- ur ekki eins þó að unnið verið áfram að henni, mynd um viðleitni manns- andans að fegra þau djúpu sár sem náttúruhamfarir ollu fyrir tuttugu árum síðan. Og vorið er vettvangur athafna. Rækta og undirbúa sumar- ið fyrir græna og blómstrandi jörð áður en halla fer að hausti, því að lífsmagn jarðar laufgar allt sem lif- ir, sjá árangur og uppskera gæfu heimsins. Þegar ég lít yfir farinn veg og reyni að rifja upp minningar um starfsfélaga verða hugsanir slitrótt- ar því að eitthvað er öðruvísi en ætti að vera. Jón Trausti Úranusson fæddist hér á Heimaey og ólst upp í lífsglöðum systkinahópi. Föður sinn missti Jón fyrir mörgum árum og varð það styrkasta stoð móður sinnar og heimilisins. Snemma fékk hann áhuga á vélknúnum farar- tækjum og kunni ýmislegt í þeiifi fræðum. Jón hóf störf hjá Viðlagasjóði vorið 1973 þegar byijað var að hreinsa kirkjugarðinn í goslok. Síð- an gerðist hann starfsmaður Áhaldahúss Vestmannaeyja og vann þar upp frá því. Vissulega var Jón að ljá liðveislu sína, leggja sín mörk með leikni sinni á grænkandi feld gróðursins þegar ótímabært andlát bar að. Hann var tækjamað- ur góður og hafði allt það til að bera sem prýðir hvem verkamann, ijöihæfur, útsjónasamur og vand- virkur. Sannur félagi var hann og vinsæll sem smitaði umhverfið með góðlátlegu gríni. Glaður var hann á góðri stund og lét mörg gaman- yrðin fjúka til samstarfsfélaga sinna, hnyttin tilsvör hans ómuðu ósjaldan í talstöðinni. Hann gat einnig verið alvörugefinn, þá var hugur hans í lokuðum heimi. Eftir mannvirðingum sóttist hann ekki og var sáttur við sitt. Suður við Helgafell mátti oft hitta Jón við störf. Þar naut hann útsýnisins yfir heimabyggð sína og yfír hafið. Hér á Heimaey var hugur hans bundinn óijúfanlegum böndum. Hann átti sínar óuppfylltu óskir, sem ég trúi að veitist honum á nýrri vonarbraut því að lífsgangan er áfangi að æðra lífi og einhvers staðar úti í óravídd- um alheimsins, á lendum þar sem Glóey gyllir í dásemd sinni um heimkynni sálarinnar yfír hásæti almættisins, þar sem öll heimsins dýrð blasir við velkomnum gesti, munu leiðir liggja saman að nýju. En nú talar minningin máli hins liðna. Góður vinnufélagi er kvadd- ur. Hversu oft sem við spyijum: „Af hverju?" er enginn til svars. Jón hefði kannski sagt eins og speking- urinn forðum: „Verið óhræddir, ég hef notið lífsins og framkvæmt flest mín fyrirheit.“ Að lokum þetta: Vonandi sefa Minning Uimur Guðmundsdótt- ir frá Súgandafirði Fædd 27. júU 1910 Dáin 2. júlí 1993 Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Olína Andrésd.) Látin er á Hrafnistu i Reykjavík Unnur frænka mín. Síðustu árin átti hún í miklum veikindum og var það mikil raun börnum hennar að geta ekkert gert til að létta henni þetta erfíða sjúkdómsstríð. Unnur var uppáhalds frænka móður minnar og vil ég þakka Unni alla þá góðvild og hlýhug sem hún sýndi móður minni alla tíð. Unnur var fædd á Bakka í Tálknafirði, en fluttist ung með foreldrum sínum til Súgandafjarð- ar, þeim Guðrúnu Oddsdóttur frá Gufudal, A-Barðastrandarsýslu og Guðmundi Sturlusyni frá Áuðkúlu í Arnarfírði. Unnur giftist Magnúsi Vilhjálmi Magnússyni formanni frá Súgandafirði. Hann lést 1977. Þau eignuðust þijú myndar börn, þau eru: Sigrún Guðmunda í Garði, hennar maki, Knútur Guðmundsson frá Garðhúsum, Garði; Brynja Unn- ur, Kópavogi, hennar maki, Erling Steinar Auðunsson frá Súðavík; og Árni Magnús viðskiptafræðingur, Akureyri, hans maki Lovísa Er- lendsdóttir frá Akureyri. Unnur átti miklu barnaláni að fagna. Börn hennar hafa öll verið mikið fyrirmyndarfólk, sem alls- staðar hefur komið sér vel. Móðir hennar var lengi til heimilis hjá henni og sýndi hún henni mikla ræktarsemi. Eg kom oft til Unnu frænku í litla húsið hennar á Suðureyri. Þar var alltaf hver hlutur á sínum stað og snyrtimennskan var þar í fyrir- rúmi. Þar var alltaf allt skínandi hreint. Nú hefur frænka mín fengið hvíld og vil ég ljúka þessum orðum mín- um með litlu ljóði eftir Davíð Stef- ánsson: góðar minningar sorgina hjá ástvin- um Jóns. Við félagar hans þökkum honum áratuga samfylgd. Andlát hans verður okkur viðvörun um hversu viðkvæmt lífið er. F.h. starfsfélaga í Áhaldahúsi Vestmannaeyja. Kristinn Viðar Pálsson. Það er sárt og erfitt að sætta sig við, þegar fólk í blóma lífsins er skyndilega á bak og burt. Mig langar með örfáum orðum að minnast Jóns eða Nonna eins og hann var kallaður af fjölskyldu sinni. Efst er í huga mínum þakklæti fyrir þá miklu hjálp og velvild sem hann sýndi systur minni, en þau þekktust vel og voru miklir vinir. Eins var hann börnum hennar góð- ur og er söknuður og eftirsjá þeirra mikil. Okkar kynni hafa ekki verið löng, því miður, en þau kynni sem ég hafði af Jóni voru einstök. Hann var hjálpfús og greiðvikinn með eindæmum. Öll eigum við óskir, ekki er víst að allar hans óskir hafi ræst, en eitt er víst að allt sem hann vann og lagði til í þessu lífi verður honum til framdráttar í því næsta. Með gleði vann hann allt og taldi aldrei eftir sér að hjálpa þeim sem minna mega sín, prúður og hæglátur í fasi. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. • (V. Briem) Svanhildur Gísladóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanijóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögpljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Ég sendi börnum Unnar, tengda- börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi þig, elsku frænka. Sigrún Stududóttir. t PÁLL SIGBJÖRNSSON búnaðarráðunautur, Útgarði 7, Egilsstöðum, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, laugardaginn 10. júlí, kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Ingunn Gunnarsdóttir. t Elskulegur faðir okkar og afi, JÓN K. SÆMUNDSSON Ijósmyndari, Tjarnargötu 10b, lést á elliheimilinu Kumbaravogi 30. júní sl. Útförin ferfram mánudaginn 12. júlífrá Fossvogskirkju kl. 14.30. Börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, GEIR BJÖRNSSON, Fannborg 8, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 30. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra, er hjúkruðu honum og léttu honum lífið í veikindum hans. Kristín Pálsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður, GUÐJÓNS RÚNARSSONAR, Súlukletti 6, Borgarnesi. Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Björg Jónína Rúnarsdóttir, Róbert Rúnarsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU SIGFÚSDÓTTUR BERGMANN. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar fyrir góða umönnun. Hrefna B. Einarsdóttir, Magnús Ásmundsson, Sigfús B. Einarsson, Inger Krook Einarsson, Auður Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Rúnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting íifmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.