Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 14
1-
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
Aldarminning
Krislján Krisijánsson skipstjóri
Kristján Kristjánsson fæddist á
Ósi við Bolungarvík hinn 10. júlí
1893. Foreldrar hans voru þau
Kristján Jónsson útvegsbóndi og
síðar verkstjóri við verslun Péturs
Oddssonar í Bolungarvík og kona
hans Friðrikka Kristensa Lúðvíks-
dóttir skipstjóra frá ísafirði. For-
eldrar Kristjáns hófu búskap að
Miðdal við Bolungarvík. Eignuðust
þau sex börn. Þau voru auk Krist-
jáns, Lúðvík Emil, Nikolína María,
skipsþerna, Guðjón Alexíus, sjó-
maður, Kristján Jón, sjómaður og
Guðný.
Þegar Kristján var tæplega 9 ára
gamall andaðist móðir hans og
fluttist þá faðir hans til Bolungar-
víkur. Kristjáni og systkinum hans,
sem voru þá á aldrinum eins árs
til sjö ára, var komið í fóstur. Lúð-
vík Emil drukknaði 15 ára gamall,
er skektu hvolfdi úndan landi ná-
lægt Skarði og Guðný lést aðeins
9 ára gömul. Lenti Kristján í vist
víða og var jafnan hjá vandalausum.
Var hann sjaldan lengur en ár á
hverjum stað og fór því lítið fyrir
formlegri skólagöngu hins unga
drengs. Hann hóf ungur að stunda
sjóinn eða um fermingaraldur, en
það var þá ein mesta framavon
fyrir dugmikla unga menn. Byijaði
hann fyrst að róa á árabátum, en
síðan á mótorbátum og loks eina
vertíð á skútum. Var slíkt góður
sjómennskuskóli fyrir unga menn,
enda margir afburða sjómenn og
aflamenn þess tíma aldir upp í ver-
stöðvunum við ísafjarðardjúp. Sam-
ferðamenn hans lýstu honum sem
afburða verkmanni, þrekmenni að
burðum, háum og glæsilegum á
velli. Þótti hann kappsfullur og með
betri dráttarmönnum.
fyrr. Þegar verið var að fyrir Aust-
urlandi lagði skipið upp á Eskifirði,
þar sem Arnþór Jensen stjómaði
afgreiðslu skipsins af miklum dugn-
aði og útsjónarsemi. Þegar veiðar
voru stundaðar á Selvogsbanka eða
fyrir vestan þótti hins vegar of langt
að sigla með afiann austur um.
Reyndin varð því sú að oftast var
landað úr skipinu í Reykjavík. Þótt
togarinn væri gerður út frá Eski-
firði, var nær að segja að Grimsby
væri heimahöfn skipsins. Þangað
kom það miklu oftar, en þar var
aflanum landað meðan skipið
fiskaði í ís. Útgerð Andrafélagsins
varð því ekki til þeirrar atvinnu-
aukningar á Eskifírði, sem til stóð
í fyrstu.
Rekstur Andrafélagsins gekk
ágætlega árin 1929 og ’30, en árið
1931 tók verulega að halla undan
fæti hjá félaginu. Síhækkandi verk-
unarkostnaður og lækkandi fisk-
verð lenti illa á félaginu og taka
þurfti rekstrarlán, sem urðu félag-
inu þung. Þá voru sölur ytra mis-
jafnar. Ekki bætti úr skák kostnað-
arsöm mánaðarlöng viðgerð, er ket-
illinn sprakk um hávertíðina. Séra
Magnús taldi að árið 1932 yrði fé-
laginu ekki síður erfitt og lagði því
til að Andri yrði leigður eða seldur.
Þar kom að séra Magnús tilkynnti
skipstjóranum að útgerðarfélagið
treysti sér ekki til þess að gera
skipið út.
Haustið 1918 settist Kristján í
Stýrimannaskólann í Reykjavík, er
honum hafði tekist að safna fyrir
skólavist og uppihaldi. Að loknu
prófí 1920 var hann háseti og stýri-
maður á togurum, lengst af með
aflamanninum Gísla Oddssyni á b/v
Leifí heppna. Árið 1927 tók Krist-
ján við skipstjórn á b/v Gulltoppi,
sem gerður var út af togarafélaginu
Sleipni hf. Gulltoppur var byggður
í Lehe í Þýskalandi árið 1921 og
var 315 lestir að stærð. Til hans
réðist þá sern stýrimaður hinn
þjóðkunni afla- og athafnamaður
Vilhjálmur Ámason. Hélst með
þeim einlæg og trygg vinátta síðan.
Skipið lá í Reykjavíkurhöfn og í
fá hús að venda um skipsrúm.
Menn sáu fram á atvinnuleysi og
kreppu. Séra Magnús mun hafa átt
þá hugmynd að áhöfnin tæki Andra
á leigu. Hélt áhöfnin fund í Verka-
mannaskýlinu, þar sem samþykkt
var að stofna til útgerðarfélags
áhafnarinnar. Auk Kristjáns og
Þórðar Hjörleifssonar, 1. stýri-
manns, tóku yfir 20 menn þátt í
félagsstofnuninni. Þeirra á meðal
Sigurður Pálmason bátsmaður,
Hilmar Jónsson netamaður, Hafliði
Jónsson netamaður, Þorleifur Jóns-
son, Jörgen Jónsson, Jóhann Magn-
ússon ofl. Sveinn Sæmundsson, rit-
höfundur, rekur þennan athyglis-
verða þátt áhafnarinnar í rekstri
togarans Andra í bók sinni „Upp
með Símon kjaft“.
Um miðjan þriðja áratuginn
steðjuðu miklir erfiðleikar að versl-
unarfyrirtækjum, einkum þeim,
sem voru í blönduðum rekstri. Verð-
fall varð á íslenskum afurðum er-
lendis og samdráttur í afla. Versl-
un, útgerð og fískverkun barðist í
bökkum. Þróun þessi hafði komið
sérstaklega illa niður á eskfirskum
fyrirtækjum og flest þeirra liðið
undir lok. Forsvarsmenn byggða-
lagsins gripu til aðgerða og komu
á fót nýju fyrirtæki, sem skapa
átti íbúunum atvinnu að nýju. Páll
Magnússon lögmaður og oddviti
hafði forystu um málið, ásamt föður
sínum séra Magnúsi Blöndal Jóns-
syni. Saga þessi er rakin ítarlega í
Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar
1991 af Smára Geirssyni.
Séra Magnús hafði að loknum
prestskap snúið ser að viðskiptum
m.a. með eignaraðild og rekstri tog-
arafélagsins Sleipnis hf. stundum
nefnt Blöndalsútgerðin. Hafði séra
Magnús forgöngu um að hið nýja
fyrirtæki, Andrafélagið á Eskifirði,
keypti Gulltopp og hlaut það nafnið
Andri. Kristján var ráðinn skip-
stjóri á Andra, en hann tók jafn-
framt þátt í stofnun Andrafélagsins
með hiutafjárframlagi. Áhöfnin var
víðs vegar að af landinu og auk
Austfirðinga voru með Kristjáni
margir Bolvíkingar. Svo og togara-
menn úr Reykjavík. Þeir höfðu
flestir verið lengi -með honum og
fylgt honum árum saman. Má þar
nefna bræður hans tvo, Jón og
Guðjón, sem alltaf fylgdu honum
til sjós.
Sumarið 1939 stundar Kristján
síldveiðar, m.a. í félagi við Jóhann
Magnússon og fleiri, á Sæfara, litl-
um línubát. En um haustið kaupa
þeir b/v Sindra ásamt aðilum á
Akranesi. Gekk sú útgerð brösug-
lega og mun Kristján hafa hætt í
hálfgerðu fússi. Sjálfsagt hefur
nýtl fyrir þeini endalokum, að hans
beið tilboð um skipstjóm á togurum
Kveldúlfs hf. og voru þeir Jóhann
Magnússon stýrimaður saman á
togurunum Agli Skallagrímssyni,
Arinbirni Hersi og Snorra Goða, þar
til Snorri var seldur Oddi Helgasyni
1944 og hlaut þá nafnið Viðey.
Þegar nýsköpunartogararnir
komu til landsins varð Kristján skip-
stjóri á Akurey og átti hlut að stofn-
un hlutafélags um það skip ásamt
Oddi Helgasyni, kaupsýslumanni,
og Jóhanni Magnússyni. Ákurey var
700 lestir að stærð, smíðuð í Bret-
landi árið 1947 og kom skipið til
Reykjavíkur í ágúst sama ár. I Bret-
landi sá Jóhann um eftirlit með
smíði skipsins. Þar tókust kynni
með honum og færeyska togara-
skipstjóranum Hans Pauli Johann-
essen, sem varð til þess að Akurey
og togarinn Johannes Patursson,
undir stjórn Hans Pauli, urðu í sam-
floti við tilraunaveiðar á áður
óreyndum togaraslóðum við Græn-
land haustið 1947. Frá þessu grein-
ir Hans Pauli nánar í endurminning-
um sínum. Reksturinn á Akurey
gekk vel og voru menn tilbúnir að
reyna ýmsar fleiri nýjungar, t.a.m
veiðar í Hvítahafí. Kristján varð að
fara í land 1953, en þá tók heilsa
hans að bila. Við Akurey tók Gunn-
ar Magnússon, skipstjóri, sem síðar
átti eftir að stjórna stærstu flutn-
ingaskipum í flota íslendinga og
gerir enn. Síðustu æviár sín rak
Kristján eggjabú á Seltjarnarnesi í
félagi við vin sinn Steindór Árna-
son, skipstjóra, og tók að sér afleys-
ingartúra á togurum Bæjarútgerðar
Reykjavíkur.
Oddur Helgason, útgerðarfélagi
Kristjáns, lýsir honum svo: „Krist-
ján var afburða skipstjóri og má
hiklaust telja hann í hópi mestu
aflamanna íslenska togaraflotans.
Öll árin, sem við unnum saman
brást honum ekki ein einasta veiði-
ferð. Hann var óragur við að reyna
ný mið og nýjar leiðir og má til
sönnunar nefna, að fyrstu veiðiferð
sína á b/v Akurey fór hann í til-
raunaskyni til Grænlands, fýrstur
íslenskra togara. Þó stundum
hvessti í brúnni þegar vel fiskaði,
þá var Kristján slíkur öðlingur og
raungóður, að margir af skipverjum
hans voru með honum samfleytt í
15-20 ár og sumir enn lengur eða
alla hans skipstjóratíð, svo sem
Hilmar Jónsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og Jörg-
en Jónsson. Um borð í skipum Krist-
jáns var skipshöfnin ávallt sem
samstillt úrvalslið. Þar ríkti reglu-
semi, bróðurhugur og snyrti-
mennska svo af bar.“ Hinn 22. sept-
ember 1927 kvæntist Kristján konu
sinni Guðrúnu dóttur Hafliða Jóns-
sonar frá Álfsstöðum í Skeiðahreppi
og Vilborgar Guðnadóttur frá
Framnesi í Ásahreppi. Bjuggu þau
lengst af á Sólvallagötu 13 hér í
borg. Eignuðust þau eina dóttur,
Vilborgu Guðrúnu, ritara á skrif-
stofu forseta íslands. Áður eignað-
ist Kristján son, Rafn, stýrimann
og síðar starfsmann Sindrastáls í
Reykjavík.
Á heimilinu hjá tengdasyni sín-
um, dóttur og dótturdóttur bjó Vil-
borg Guðnadóttir í 19 ár. Einnig
fluttust að Sólvallagötu 13, Kristín,
mágkona Kristjáns, og fimm ungir
synir, en maður hennar Magnús
Jóhannsson skipstjóri fórst með
togaranum Jóni forseta árið 1928.
Voru drengirnir og Kristján miklir
mátar. Tveir þeirra, skipstjórarnir
Gunnar og Jóhann, voru frá ungl-
ingsaldri með honum til sjós.
Kristján Kristjánsson var oftar
en ekki sjálfur virkur þátttakandi
í útgerð þeirra skipa sem hann
stjórnaði. Enn fremur var hann einn
af stofnendum Hampiðjunnar hf.
og Hvals hf. Hugur hans var því
allur við sjóinn og uppbyggingu
þess atvinnuvegar, sem honum er
tengdur. Kristján lést í Reykjavík
16. júní 1958, tæplega 65 ára að
aldri. í baksíðufrétt Morgunblaðsins
19. júní 1958 er Kristjáns minnst
og þess þá getið að öll hans skip-
stjórnarár hafí skip hans jafnan
verið í tölu hinna aflamestu í flotan-
um. Kristján hafi verið mikill skip-
stjóri og aflamaður að sama skapi.
Kristján Jóhannsson.
Framsókn án framsóknar
eftir GuðlaugÞór
Þórðarson
Þótt Kristjáni hefði jafnan geng-
ið vel að fiska, fór nú svo að veiðam-
ar gengu heldur illa. Bilanir á tækj-
um voru tíðar og orsökuðu tafir.
Þó var mannskapurinn á Andra
samrýmdur og menn gengu glaðir
til verka. Þegar skipið gat ekki
verið að veiðum vegna veðurs, sátu
menn í borðsal eða káetu og sungu,
enda margir þeirra ágætir söng-
menn. Matsveinn á Andra var Gest-
ur Benediktsson, en aðstoðarmat-
sveinn var Guðmundur Angantýs-
son öðru nafni Lási kokkur.
Þegar skipið hafði í næst síðustu
ferð sinni á leigutímanum landað
afla í Cuxhaven og fengið betra
verð en oft áður, kom í ljós að ket-
ill skipsins var bilaður. Viðgerð fór
fram í Þýskalandi, en á Ytrihöfn-
inni í Reykjavík kom í ljós að við-
gerðin, sem framkvæmd hafði verið
með ærnum tilkostnaði hafði gefíð
sig. Andri komst með naumindum
upp að bryggju í Reykjavík og þar
endaði útgerð áhafnarinnar. Þrátt
fyrir þessi skakkaföll voru hásetar
með hálft annað kaup eftir úthalds-
tímabilið og því ekki ólíklegt að
útgerðarfélag áhafnarinnar hefði
haldið áfram störfum ef allt hefði
gengi vel. Eskfirðingar seldu skipið
Júlíusi Guðmundssyni og var Andri
gerður út frá Hafnarfírði og er
Kristján áfram með skipið til ársins
1938, en þá er það selt til Patreks-
fjarðar.
Síðustu tvö ár hafa verið okkur
íslendingum þung í skauti. Á und-
anförnum árum hafa fískveiðiheim-
ildir verið skornar niður og nýverið
kom ríkisstjórnin saman til að taka
erfíða ákvörðun um enn frekari
niðurskurð á næsta ári. Minnkandi
fiskafli hefur þýtt verulegan sam-
drátt í útflutningstekjum og ríkis-
stjórnin hefur boðað ýmsar aðgerð-
ir til að mæta honum.
Þótt illa ári er gott til þess að
vita að ríkisstjómin virðist leggja
kapp á að forðast að falla í sömu
gryfju og fyrrverandi ríkisstjórn
undir forsæti Steingríms Her-
mannssonar. Sú ríkisstjórn ýtti
vandamálunum á undan sér með
erlendum lántökum og sólundaði
fjármagni í fjölmarga fyrirgreiðslu-
sjóði til styrktar atvinnulífínu. Af-
leiðingin varð önnur en til var ætl-
ast, einungis var um að ræða at-
kvæðasjóði spilltra stjórnmála-
manna á vinstri vængnum sem
komu atvinnulífinu lítt til hjálpar.
Það er athyglisvert að bera saman
þá ríkisstjórn er nú situr og síðustu
vinstri stjórn. Aðferðir síðustu
stjórnar fólust í því að fela vandann
og dæla lánsfé inn í atvinnulífið.
Aðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks miða hins
vegar fyrst og fremst að því að
viðhalda stöðugleika í efnahagslíf-
inu og taka áföllunum með raun-
sæi.
magn sem að öðrum kosti gæti
nýst til atvinnuuppbyggingar.
Marka þarf skýra stefnu sem miðar
að því að straumlínulaga ríkisrekst-
urinn og færa hann í nútímalegra
horf. Þegar hefur nokkuð áunnist
í þessum efnum en betur má ef
duga skal.
Guðlaugur Þór Þórðarson
„Sé um samdrátt að
ræða hjá almenningi í
landinu verður hið
sama að eiga við um
umsýslu sljórnmála-
manna hjá ríki og sveit-
arfélögum. Aðeins
þannig getur ríkt traust
milli þjóðarinnar og
þeirra sem kosnir hafa
verið til að stjórna land-
Mikilvægasta verkefnið
ínu.
Efling atvinnulífs er mikilvæg-
asta verkefni okkar á komandi
árum. Og þar verðum við að hafa
í huga fyrri reynslu okkar. Það
hefur sjaldan gefið góða raun að
ríkisvaldið hafi með höndum beina
íhlutun í rekstur atvinnufyrirtækja.
Sóun í loðdýrarækt og fiskeldi á
liðnum árum er skýrt dæmi um
hvað getur gerst þegar stjórnrnála-
menn misskilja hlutverk sitt. Öflugt
og fjölbreytt atvinnujíf verður ekki
byggt upp á vegum ríkisvaldsins
heldur aðeins fyrir frumkvæði og
dugnað einstaklinga og fyrirtækja.
Hlutverk ríkisins á fyrst og fremst
að vera að skapa fyrirtækjum
rekstrargrundvöll með almennum
aðgerðum og leikreglum. Fjárlaga-
halli og sóun í rekstri stofnana og
fyrirtækja á vegum ríkisins verður
til bess að ríkið dreeur til sín fiár-
Lækka þarf skatta og gefa
einkaframtakinu svigrúm til að
vinna þjóðina upp úr öldudalnum.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur
tekist á við þetta verkefni bæði
með lækkun tekjuskatts á fyrirtæki
og afnámi aðstöðugjalds, sem hafði
verið talsverður baggi á mörgum
fyrirtækjum. En þessu þarf að
fylgja eftir með enn frekari skatta-
lækkunum.
Ungir sjálfstæðismenn vinna nú
að málefnastarfí þar sem skerpt
verður enn frekar á hugmyndum
sjálfstæðismanna. Niðurstaða
þessarar hugmyndavinnu verður
lögð fram á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna í ágúst. Stjórn
SUS hefur samþykkt að hafa
tvennt að leiðarljósi við mótun þess-
ara tillagna en það er að ná beri
fjárlagahallanum niður og draga
saman í ríkisrekstri með einkavæð-
ingu, nútímavæðingu o.fl. Rúmlega
tvö hundruð ungir sjálfstæðismenn
taka nú þátt í þessu málefnastarfi
SUS. Sú kynslóð sem er að ljúka
námi og á leið út á vinnumarkaðinn
gerir sér grein fyrir þeim skaða sem
framsóknarlausnirnar hafa valdið
íslensku efnahagslífi. Nýleg skoð-
anakönnun sýnir að það er hjá
þessari kynslóð sem stefna ein-
staklingsfrelsis og raunsæis, stefna
Sjálfstæðisflokksins, á mest fylgi.
Sú kynslóð sem erfa á landið vill
ekki taka við óþarfa eyðsluskuldum
og ofvöxnu ríkisbákni framsókn-
aráranna.
Báknið burt
Ungt fólk í dag gerir sér grein
fyrir því að við byggjum ekki upp
heilbrigt og öflugt efnahagslíf á
íslandi nema að taka á því sem
aflao-a hefur fariö oo- það sem fvrst..
1