Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
KNATTSPYRNA
Heiðar
meðtvö
„Við þurftum virkilega að rífa
liðið upp eftir töp í síðustu
tveimur leikjum," sagði Heið-
ar Ómarsson, sem skoraði
bæði mörkin í 2:0 sigri ÍR á BÍ
í 2. deild þegar liðin mættust
í Breiðholtinu í gærkvöldi. ís-
firðingar áttu þó síst minna í
leiknum en tókst ekki að nýta
færin. Talsverður hliðarvindur
setti svip á leikinn og gekk lið-
unum illa að ná upp spili.
Heiðar skoraði fyrra markið
strax á 7. mínútu þrátt fyrir
að gestirnir væru ágengari við
mark IR. Svavar
Stefán Ævarsson átti skot
Stefánsson í markslá ÍR á 16.
skrifar mínútu og bróðir
hans, Jóhann, náði
ekki að nýta gott færi fimmtán
mínútum síðar. Undir lok fyrri
hálfleiks tókst heimamönnum að
vetja á línu.
Snemma í síðari -hálfleik náði
Þorleifur Oskarsson, markvörður
ÍR, að leggjast á boltann eftir
gott skot frá Tosic Dorde. Eftir
það fór að draga af gestunum og
IR-ingar náðu ekki að nýta nokkur
upplögð færi. Heiðar komst einn
upp eftir misheppnaða spyrnu frá
marki BÍ, en skaut í stöng og
skömmu síðar varði Jónas Sigur-
steinsson, markvörður BÍ, frá
Heiðari af stuttu færi inní mark-
teig. Enn var títtnefndur Heiðar á
ferðinni rétt undir leikslok þegar
hann vann kapphlaup við Jónas
markvörð, komst aleinn innfyrir
og renndi boltanum í autt markið.
„Gengi okkar hefur verið slæmt
undanfarið, nema leikurinn gegn
Tindastól sem við unnum, en þessi
leikur var með þeim betri. Þetta
er allt að koma, það birtir yfir og
við erum ekki svartsýnir,“ sagði
Stefán Tryggvason fyrirliði BI eft-
ir leikinn. „Við höfum notað sömu
leikmennina mikið en höfum alveg
feikinóg af mannskap. Ætli við
hölum stigin ekki inn í seinni
umferðinni.“
ÚRSLIT
2. DEILD
ÍR-BÍ............................2:0
Hreiðar Ómarsson 2.
3. DEILD
Haukar - Skallagrímur............1:0
Guðmundur Valur Sigurðsson.
Selfoss - Völsungur..............2:2
Sveinn Jónsson, Magni Blöndal — Jónas
Garðarsson, Róbert Skarphéðinsson.
Dalvík - Reynir S................2:0
Garðar Níelsson, Þorsteinn Guðbjömsson.
H'Tveimur leikjum var frestað vegna bikar-
leikja í vikunni: HK - Gróttu og Víði -
Magna.
4. DEILD
Njarðvík - Leiknir R............8:1
Um helgina
Knattspyrna
Þrír leikir verða leiknir í 1. deild kvenna í
dag. Þróttur Nes. - Valur og Breiðablik -
ÍBA leika ki. 14, en KR - Akranes kl. 16.
Heil umferð verður leikin i 3. deild karla
á mánudaginn kl. 20. Þá leika Grótta -
Selfoss, Völsungur - Haukar, Skallagrímur
- Víðir, Magni - Dalvík og Reynir S. - HK.
Hlaup
Borgarhlaup fyrir 14 ára og yngri hefst við
Borgarkringluna kl. 12 í dag. Hlaupnir
verða 2,5 km.
íþróttahátið HSK
Héraðssamband Skarphéðins verður með
fþróttahátíð á Hvolsvelli um helgina. Keppn-
in hefst kl. 10 laugardag og lýkur kl. 18 á
sunnudag.
Héraðsmót UMSE
Héraðsmót UMSE fer fram á Dalvíkurvelli
um helgina. Mótið hóst í gærkvöldi, en lýk-
ur á sunnudag kl. 15.25.
Golf
Opna Einskipsótið er haldið i dag á Nesvell-
inum. Leiknar verða 18 holur með og án
forgjafar.
Opna hjóna- og parakeppnin verður hjá
Golfklúbbi Suðumesja f dag. Leiknar verða
18 holur með og án forgjafar.
Serbíumaður í her-
búðir Valsmanna
„Viljum styrkja leikmannahóp okkar,"
VALSMENN taka á móti 26 ára Serbíumanni, sem kemur til
landsins í dag — og mun æfa með þeim til reynslu næstu daga.
Hér er um að ræða 26 ára leikmann, sem getur bæði leikið sem
miðvallarspilari og varnarmaður. Valsmenn áttu von á tveimur
leikmönnum, en fengu að vita að hinn leikmaðurinn — sóknarleik-
maður, hafi skirfað undir samning við lið í Serbíu f fyrradag.
sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals
Eg vona að leikmaðurinn falli
inn í hóp okkar og komi tii
með að slyrkja hann. Að fá leik-
manninn sem við vitum lítið sem
ekkert um er algjört happdrætti.
Við getum orðið heppnir eins og
Skagamenn, sem fengu Serbann
Mihajilo Bibercic til liðs við sig
rétt fyrir íslandsmót, en hann hef-
ur skorað S nær hverjum leik,“
sagði Kristinn Bjömsson, þjálfari
Valsmanna, i viðtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. „Við bíðum
spenntir eftir að sjá hvað leikmað-
urinn kann fyrir sér, en hann
mætir á fyrstu æfinguna hjá okkur
á sunnudaginn.“
„Það eru margar ástæðum fyrir
því að við tókum þessa ákvörðun.
Við vonuðumst eftir að Guðni
Bergsson myndi leika með okkur
og biðum spenntir eftir að Guðni
byrjaði, en hann átti að leysa
ákveðin vandamál sem komu upp
eftir síðasta keppnistímabil.
Það er ekki hægt að ioka augun-
um fyrir því að þrír leikmenn fóru
frá Val — Einar Páll Tómasson til
Svíþjóðar, Salih Heimir Porca til
Fylkis og Izudin Daði Dervie til
KR, en þeir voru allir lykimenn í
Valsliðinu í fyrra. Þá hefur Baldur
Bragason lítið sem ekkert leikið
með okkur, en hann tábrotnaði.
Baldur er rétt byijaður að æfa
og bíðum við eftir honum. Þá von-
umst við eftir að leikmaðurinn frá
Serbíu falli inn í myndina. Ef svo
verður og Baldur verður kominn á
ferðina, styrkist leikmannahópur
okkar mikið,“ sagði Kristinn
Bjömsson.
Dregið í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar — allir leikirnir á dagskrá mánudaginn 19. júlí
Enfiin hvag CO o
yyClB%jiri píww od €M uivivur
- segir Sævar Jónsson fyrirliði bikarmeistara Vals sem geta
slegið met KR frá 1964 í átta liða úrslitunum
Morgunblaðið/Einar Falur
Bæta Valsmenn met KR-inga?
Fulltrúar Valsmanna við dráttinn í gær, en þeir stefna að því að bæta met KR-inga, sem léku 15 leiki í röð án taps
í bikarkeppninni 1960-64, en Valsmenn hafa nú náð sama árangri. Frá vinstri: Sævar Jónsson, fyrirliði, Bjami Sigurðs-
son markvörður og Kristinn Björnsson, þjálfari liðsins. Það er sonur Bjama, Sigurður Daði, sem situr á mjólkurbrúsan-
um sem nöfn liðanna voru dregin upp úr.
BIKARMEISTARAR Vals mæta
Fylki í átta-liða úrslitum Mjólk-
urbikarkeppninnar í ár í Ár-
bænum. Liðin mættust þar í
undanúrslitum keppninnar í
fyrra, er Fylkir lék í 2. deild og
þá höfðu Hlíðarendastrákarnir
betur; en töpuðu svo fyrtr Fylki
í Árbænum í deildinni fyrr í
sumar. Valsmenn standa á
vissum tímamótum nú því þeir
geta bætt met KR frá 1964.
KR-ingar, sem urðu bikar-
meistarar f imm fyrstu árin sem
keppnin var haldin, 1960-64,
sigruðu þá í 15 leikjum í röð
og Valsmenn, bikarmeistarar
síðustu þriggja ára, eiga nú að
baki 15 bikarleiki í röð án taps.
Leikirnir fjórir fara allir fram
annan mánudag, 19. júlí, kl.
20. Auk leiks Fylkis og Vals er þar
um að ræða eftirtalda leiki: KR-
ÍBV, ÍBK-Leiftur og ÍA-Víkingur.
Pressan á Fylki
Sævar Jónsson, fyrirliði Vals,
sagði eftir dráttinn í gær að umræð-
an um bikarkeppninna snerist að
miklu leyti orðið um það að slá
Valsmenn út. „En mér finnst ekki
meiri pressa á okkur en áður þrátt
fyrir það. Ég held að hún sé meiri
á árinu eftir fyrsta sigurinn, því það
getur í rauninni enginn ætlast til
þess af okkur nú, að við vinnum
bikarinn fjórða árið í röð — það er
því engin pressa á okkur. Ég held
að hún verði því meiri á Fylki en
okkur í leiknum," sagði Sævar við
Morgunblaðið.
Magnúsi Jónatanssyni, þjálfara
Fylkis, leist vel á að fá Val í heim-
sókn. „Það hlýtur að vera spenn-
andi fyrir Fylkisliðið, og alla Arbæ-
inga reyndar, að taka á móti mesta
bikarliði ísíands fyrr og síðar, sem
ég tel Valsliðið vera. Við fáum
þarna annað tækifæri gegn þeim;
þeir slógu okkur út úr bikarkeppn-
inni í 4-liða úrslitum í fyrra — og
fóru létt með það — en vonandi
stöndum við okkur betur nú,“ sagði
Magnús, og taldi það hljóta að vera
metnaðarmál allra að binda enda á
sigurgöngu bikarmeistara þriggja
síðustu ára. Magnús taldi Valsmenn
hafa átt frekar slakan leik er Fylk-
ir sigraði þá í deildinni fyrr í sum-
ar, „þannig að ég geri ráð fyrir því
að þessi leikur verði miklu erfiðari.
Enda eftir miklu að slægjast því
það styttist óðum í úrslitaleik."
Alveg sama...
KR-ingar hafa ekki fengið
heimaleik í bikarkeppninni síðan
Skagamenn, sem þá léku í 2. deild,
komu í heimsókn sumarið 1990.
pt-ingar taka hins vegar á móti
ÍBV að þessu sinni, og Vesturbæ-
ingamir voru fyrst og fremst
ánægður með að leika á heimavelli
Drátturínn
Félögin sem mætast í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar,
mánudaginn 19. júlí, eru:
Fylkir - Valur
Akranes - Víkingur
Keflavík - Leiftur Ólafsfirði
KR - ÍBV
sínum. „Eyjamenn eru þeir sem
næst hafa komist því í tvö ár að
vinna okkur heima; það var þegar
við spiluðum við þá á KR-vellinum
um daginn. Þetta verður því örugg-
lega hörkuleikur og ekkert gefið
eftir,“ sagði Atli Eðvaldsson, leik-
maður og aðstoðarþjálfari KR í
gær.
Friðrik Friðriksson, markvörður
ÍBV, var sammála því sem Atli seg-
ir að Eyjamenn hafi verið nálægt
sigri á KR-vellinum á dögunum;
vildi reyndar meina að það hafí
verið mikill klaufaskapur að sigra
ekki miðað við þau færi sem liðið
skapaði sér. „Mér er alveg sama
hvar við vinnum þá, hér heima eða
í Reykjavík. En það verður örugg-
lega ennþá ljúfara að vinna þá á
útivelli," sagði Friðrik á léttu nótun-
um, en bætti við: „Án grins þá eru
KR-ingamir auðvitað gríðarlega
sterkir, þannig að leikurinn verður
mjög erfiður."
Draumadrátturinn
Leiftur er eina liðið úr 2. deild
sem enn er með í keppninni. Mar-
teinn Geirsson, þjálfari liðsins hafði
vonast eftir heimaleik eins og allir
aðrir. „Ég var að gæla við að fá
Víkingana norður, en þetta er allt
í lagi. Við erum sáttir," sagði hann
um ferðina til Keflavíkur. Suður-
nesjamenn sigruðu 1:0 á heimavelli
í 2. deildinni í fyrra en jafntefli
varð á Ólafsfirði.
„Þetta var draumadrátturinn,“
sagði Óli Þór Magnússon, fram-
herji ÍBK, sem tryggði liðinu ein-
mitt áframhaldandi þátttökurétt í
fyrrakvöld gegn Þór. „En þó ég
segi það tökum við leikinn að sjálf-
sögðu jafn alvarlega og aðra leiki.
Aðalmálið er að fá heimaleik — það
skiptir miklu_ máli í bikarkeppn-
inni,“ sagði Óli Þór, og bætti við
að hann hefði helst viljað að KR
og ÍA lentu saman. „Ég hefði helst
viljað vera laus við annað hvort
þeirra úr keppninni."
Ágætt að fá annað tækifæri
Lárus Guðmundsson, þjálfari
Víkinga, sagði það skiljanlega eng-
an óskadrátt að lenda gegn Skaga-
mönnum á útivelli, „en það er þó
ágætt að fá annað tækifæri. Ég
held allir séu áfyáðir í að rétta sinn'
hlut — við viljum laga ímynd okkar
á Skaganum," sagði þjálfarinn og
vísaði til stórtapsins, 10:1, í deild-
inni þar á dögunum. „Það er oft
þannig í bikarkeppninni, að ein-
hverra hluta vegna er ekkert erfið-
ara að spila gegn hinum svokölluðu
toppliðum en einhveijum öðrum,“
sagði Lárus ennfremur.
„Við erum fyrst og fremst
ánægðir með að fá heimaleik. Þó
að við höfum unnið stórsigur á Vík-
ingum í deildinni á dögunum, vitum
við að Víkingar verða ekki auðveld. ,
bráð. Við erum ekki búnir að
gleyma leiknum gegn KA á Akur-
eyri í bikarkeppninni í fyrra. Þá
vorum við taldir öruggir sigurveg-
arar, en máttum þola tap. KA féll
það ár í 2. deild, en við urðum
meistarar. Það verður full alvara í
leik okkar er við mætum Víking-
um,“ sagði Gunnar Sigurðsson, for-
maður Knattspyrnufélags ÍA.