Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
5
Styrkur úr Atvinnu-
leysistryggingasj óði
47 ráðnir
tímabundið
í Garðabæ
GARÐABÆR hefur fengið tæpar
14 milljónir í styrk úr Atvinnuleys-
istryggingasjóði og er gert ráð
fyrir að 47 einstaklingar verði
ráðnir til vinnu við ýmis verkefni
i tvo til þijá mánuði.
140 manns eru á atvinnuleysisskrá
í Garðabæ og eru það aðeins fleiri
en á sama tíma í fyrra og mun fleiri
en árið 1991, að sögn Ingimundar
Sigurpálssonar bæjarstjóra.
Hugmyndir að nýjum atvinnutæki-
færum hafa verið kynntar í bæjar-
ráði og var þeim vísað til bæjarstjórn-
ar. Þar er gert ráð fyrir átta stöðum
í tíu vikur við hreingemingar á stofn-
unum og í skólum og 33 stöðum í
tíu til tólf vikur við ýmis umhverfis-
verkefni, t.d. þrif á svæði við Alfta-
nesveg og í Engidal. Þá er gert ráð
fyrir sex stöðum í tólf vikur við gerð
útivistarstíga undir stjórn verktaka.
-----» ♦' 4--- '
Mölur hf. átti
lægsta tilboð
MÖLUR hf., Vopnafirði, átti
lægsta tilboð í lagningu 7,6 km
vegarkafla á Norðurlandsvegi á
Mývatnsöræfum en Vegagerð rík-
isins opnaði tilboð í verkið fyrir
skömmu. Tilboð Malar hljóðaði
uppá 52.662.500 krónur sem er
62% af kostnaðaráætlun.
14 verktakar buðu í verkið. Næst-
lægsta tilboð átti Hagvirki-Klettur i
Hafnarfirði, 59.335.000, en tilboð
Árnarfells hf. var lítið eitt hærra.
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá
85.373.040 krónur.
Stefán Jasonarson í Vorsabæ á mörgu ólokið á ári aldraðra
78 ára og ætlar að
ganga hringinn
í kringum landið
STEFÁN Jasonarson, 78 ára fyrrverandi
bóndi frá Vorsabæ, leggur næstkomandi
miðvikudag upp í göngu hringinn í kring-
um landið. Hann hefur undirbúið sig vel
fyrir gönguna undanfarna mánuði og ætlar
með göngunni að minna á að hreyfing sé
það, sem skipti máli en hann segir að það
sé allt of algengt meðal jafnaldra hans að
þeir hreyfi sig lítið. Búið er að skipuleggja
gönguna vel og verður tekið á móti Stef-
áni í kaupstöðum og bæjum umhverfis
landið og er búist við að margir muni
ganga með honum spölkorn á hverjum
stað. Gangan mun taka um mánuð.
Gullbrúðkaup
En hvernig dettur Stefáni í hug að leggja
í þessa löngu göngu kominn hátt á áttræðisald-
ur. „Þetta er búið að vera brjótast í mér þó-
nokkuð lengi,“ segir Stefán, „og þetta ár, sem
nú er rúmlega hálfnað, er í mínum huga mjög
merkilegt. I fyrsta lagi voru 50 ár liðin þann
29. maí frá því að við Guðfinna [Guðmunds-
dóttir] gengum í hjónaband.
í tilefni af gullbrúðkaupsárinu okkar þá
lagðist árið svo vel í mig að á nýársdag lab-
baði ég Vorsabæjarhringinn svokallaðan, sem
er 10 km. Það var guðdómlega gott veður og
þar fann ég að ég átti margt ógert sem aldrað-
ur maður á ári aldraðra," sagði Stefán. Eftir
þessa göngu segir Stefán að hann hafi æft
göngu og skokk svo að segja daglega.
Stefán leggur upp í gönguna frá Selfossi
14. júlí. Hann ætlar að ganga að jafnaði 20
km á dag og hvíla sig tvo daga í viku. Hann
mun koma til Reykjavíkur hinn 19. ágúst
næstkomandi þar sem lok göngunnar mun
sameinast Gym i Norden, sem er samnorræn
hátíð, sem á munu mæta um 300 norrænir
borgarar 60 ára og eldri til að hreyfa sig.
Þegar til Reykjavíkur er komið verður Stefán
búinn að leggja að baki 500 km. Þeir sem
skipuleggja gönguna eru Ungmennafélag ís-
lands, Iþróttir fyrir alla en þar er Stefán einn
stofnenda, Fimíeikasamband íslands og Ell-
iársnefnd Öldrunarráðs íslands.
„Eg vil bara sýna það og sanna að hreyfing
og aftur hreyfing og hollur matur og einbeitt-
ur vilji er það, sem gefur lífinu gildi. Og ég
hef alltaf hlakkað til morgundagsins," segir
Stefán Jasonarson.
Fósturmóðirin lét hann hlaupa
Ýmsir aðilar hafa styrkt Stefánsgönguna
svokölluðu og mun bíll frá Globus fylgja Stef-
áni á göngunni, Esso mun leggja til eldsneyti
og Sjóvá-Almennar tryggingar. ‘Eins hafa 66
gráður norður, Mjólkurdagsnefnd og Adidas-
umboðið styrkt Stefán.
En hvenær hófst gönguferill Stefáns. „Móð-
ir mín dó þegar ég var þriggja ára og mér
var sagt að ég hefði verið síorgandi út af
móðurmissinum og lái mér hver sem vill. Svo
er forsjóninni fyrir að þakka að faðir minn
fékk myndarlega konu, Kristínu Helgadóttur
sem bústýru, og í fyllingu tímans gengu þau
í heilagt hjónaband. Ég á þessari konu það
að þakka að ég komst úr kreppunni. Þegar
stráksi fór að lífgast við og gleyma raunum
sínum eftir móðurmissinn þá tók fósturmóðir
mín mig oft með sér þegar hún fór í orlofs-
túra að heimsækja systur sínar en hún var
Morgunblaðið/Bjarni
A tveimur jafnfijótum
ÞAÐ eru ekki margir jafnaldrar Stefáns
Jasonarsonar, sem mynau láta sér detta í
hug að ganga hringinn í kringum landið.
Stefán mun samt leggja upp í göngu frá
Selfossi næstkomandi miðvikudag og enda
mánuði seinna í Reykjavíkur eftir að hafa
lagt að baki 500 km.
dugmanneskja með afbrigðum og skrefaði
dálítið dijúgt og því varð ég alltaf að hlaupa."
Að liðka sinn skrokk og labba
Stefán hefur alla tíð verið mikill félagsmála-
maður og íþróttamaður. „Minn tilgangur með
þessu er fyrst og fremst að koma sem flestum
eldri og yngri út á göngubrautirnar og ég
endurtek það enn og aftur að það er hreyfing
og aftur hreyfmg, sem gefur lífinu gildi og
að sitja í bíl alla sína vinnutíð er alveg hroða-
legt ef menn geta ekki gefið sér tíma í að liðka
sinn skrokk og labba.“
30 millj. aukafjárveiting til framkvæmda
Fjárhagur Garðabæj-
ar betri en áætlað var
BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt 30 milljón króna aukafjár-
veitingu til framkvæmda á árinu 1993 þar sem staða bæjarsjóðs er
mun betri en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.
Að sögn Ingimundar Sigurpáls-
sonar sýndi ársreikningur ársins
1992 mun betri útkomu en spáin
sem unnið var með við gerð fjár-
hagsáætlunar. „Þegar ársreikning-
ur lá fyrir í júní kom í ljós að stað-
an var mun betri en reiknað var
með um áramót," sagði hann. „Þess
vegna treysta menn sér núna í
auknar framkvæmdir sem nemur
30 milljónum."
Meðal framkvæmda sem ráðist
verður í er lagning gangstétta við
Lyngás og Marargrund, fram-
kvæmdir við nýjan leikskóla í
Lundahverfi, þar sem rekinn er
einnar deildar skóli og var gert ráð
fyrir að hefja viðbyggingu við hann
á næsta ári en nú verður þeim fram-
kvæmdum flýtt. Gert er ráð fyrir
að í viðbyggingunni verði 40 börn
í hálfsdagsvistun en fyrir eru 34
börn. Þá er gert ráð fyrir fram-
kvæmdum við nýbyggingu við bæj-
arskrifstofur, fullnaðarfrágang við
Flatarskóla, framkvæmdir við æf-
ingavöll við Arnarnesvog og körfu-
boltavelli auk framfærslustyrkja og
framlaga til atvinnuátaks.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Hrókendurá
Mývatni
Sérkennilegt andapar heldur til á
Mývatni þessa dagana, en það eru
svokallaðar hrókendur sem uppr-
unnar eru í Ameríku. Hingað eru
endurnar væntanlega komnar frá
Bretlandseyjum, en þar hefur
stofn villtra fugla vaxið upp frá
leysingjum sem sloppið hafa úr
andagörðum. Vitað er til þess að
hrókendur hafi orpið hér á landi
að minnsta kosti einu sinni, en það
var við Mývatn sumarið 1990. Auk
parsins sem nú er á Mývatni held-
ur steggur til á Bessastaðatjörn á
Álftanesi.