Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
19
Hákall, brennivín og
oblátur í Olafsvík
UM ÞESSA helgi stendur yfir mikil Olafsvíkurvaka. Að því til-
efni gaukaði Pétur Pétursson þulur nokkrum skemmtilegum
punktum að Morgunblaðinu frá heimsókn Páls Gaimards til Olafs-
víkur hinn 21. júlí 1835, sem skemmtilegt er að rifja upp.
Frá Ólafsvík.
Pétur segir svo frá: „Franski
læknirinn og landkönnuðurinn
Páll Gaimard, sem ferðaðist um
ísland árin 1835 og 1836 hafði
viðdvöl í Ólafsvík í júlímánuði
1835. Þaðan ritaði hann bréf til
franska flotamálaráðuneytisins
og greindi frá för sinni og við-
skiptum sínum við Hans Arboe
Clausen (langafi Clausens-
bræðra), kaupmann. Eins og fram
kemur í bréfi Gaimards keypti
hann hákarl, sem hann stafsetur
hákall og hugðist flytja í heilu
lagi til Frakklands. Gaimard segir
frá áformum sínum og áfanga-
stöðum á leiðinni um landið.
Fréttir frá Ólafsvík
Fleiri urðu til þess að skrásetja
fregnir af ferðum Frakkanna um
ísland þetta sumar. Skrifarinn á
Stapa, Páll Pálsson, traustur sam-
verkamaður og trúnaðarvinur
Bjarna amtmanns Thorsteinsson-
ar, skráir í dagbók sína. Hann er
gagnorður, en segir þó það sem
segja þarf. Einar Bjarnason
skagfirskur annálaritari og arf-
taki Espólíns, hefir spurnir af
ferðum frönsku leiðangursmann-
anna. Hann hefir greinilega haft
gott fréttasamband við Olafsvík
og Hellissand. í 246. kafla bókar
hans, sem ber yfirskriftina „Frá
Frankismönnum", segir:
Ætlaði að flytja út heilan
hákarl
„Það hafði borið til nýlundu hið
fyrra sumar, að Frankismenn
komu hér við land syðra. Riðu
nokkrir af þeim vestur um land
og allt undir Snæfellsjökul og
voru í Ólafsvík um Jónsmessu.
Var yfirmanni þeirra, er Páll hét,
gefin þar skafá stór; lét hann þvo
hana sem bezt og láta svo í heilu
líki í lagartunnu og hella á brenni-
víni og tilbyrgja svo tunnuna. Úr
Ólafsvík reið hann á Hjallasand
og keypti nýaflaðan hákarl í
stærra lagi af Jónasi bónda í
Hallsbæ og gaf fyrir 45 ríkisdali
vöruverðs (mundi hver dalur 3ðji
partur speciu). Lét Clausen kaup-
maður í Ólafsvík smíða stakk utan
um hákarlinn, en svo varð hann
þungur, þá búið var að láta hákarl-
inn í hann, að honum varð ei kom-
ið upp í hið útlenda skip, og ónýtt-
ist sú ætlan að flytja hákarl þann
í einu líki til Frakklands og sýna
þar fyrir ærna peninga. Heimsóttu
Frankismenn þessir Steingrím
biskup, og veitti hann þeim vel.
Komu nú sumar þetta, 1836, menn
hinir sömu aftur og höfðu gjafír
með að fara frá konungi sínum,
er hann sendi Steingrími biskupi,
var eitt reiðtygi mjög vönduð.“
í hákarlalegu
„Árni biskup í Görðum hefir
spurnir af áformi Gaimards um
„að fara í hákallalegu úr Reykja-
vík“ eins og hann segir i bréfi
sínu dagsettu 29. ágúst, rituðu
til Bjarna Thorsteinssonar amt-
manns á Stapa. Ef marka má orð
bréfritara hefir Gaimard viljað sjá
með eigin augum hvernig tekist
var á við sprettharðan ógnvald
undirdjúpa, en ekki sætt sig við
hákarl þann, er hann keypti hjá
Clausen kaupmanni í Ólafsvík.
Árni biskup segir Gaímard ætla
sér að senda heim í spíritus einn
hákarlinn, eins og hann sendi
hund, er hann keypti í Reykjavík.
Læt ég ósagt. Hefði svo verið,
mundi ég eins og Júdas forðum
hafa sagt, að minnsta kosti hugs-
að: Hvar til þessi sóun?.
Það kemur fram síðar i bréfi
Clausens kaupmanns til Bjarna
Thorsteinssonar, að Páll Gaimard
hefír hugað til vina sinna á Snæ-
fellsnesi og andlegri velferð
þeirra. Clausen ritar amtmannin-
um um oblátur, sem Gaimard
hafi sent sem vinargjöf til Ólsara
og Sandara og ætlar væntanlega
með því að bæta þeim bragð í
munni og leiða þá til rétttrúnað-
ar. Clausen kaupmaður spaugar
með oblátusendinguna sem berst
til Snæfellinga. Telur hann þær
hljóti að vera óskaðlegar þar sem
þær hafi borist fyrir milligöngu
heilbrigðisyfirvalda.
í ferðabókum leiðangursmann-
anna Gaimards, Roberts og
Marmiers er lýst gróðurfari, bú-
skaparháttum og menningu þjóð-
arinnar. Þeir skrá gaumgæfilega
plötur allar sem verða á vegi
þeirra, geta matjurta, tijáplantna
og nefna ýmis nöfn.“
Eru
þeir að
fá 'ann
S vartár höfðingi
VÆNN Svartárhöfðingi, Jóhann Ingi Jóhanns-
son með 12 punda fisk. Iflá honum er Jörund-
ur Markússon, leigutaki árinnar.
greiðfærar lengst af í sumar.
Álftá er nú komin með á þriðja
tug laxa og síðustu daga hafa ver-
ið að skríða inn smágöngur. 5.-6.
júlí veiddust t.d. 4 laxar, þar af
þrír 12 punda, og 6.-7. júlí veidd-
ust 5 grálúsugir laxar, allir á morg-
unvaktinni og allir í sama veiði-
staðnum.Eins og víðar fer þó laxinn
hægt fram ána og nokkrir góðir
veiðistaðir ofarlega, sem eru vanir
að gefa strax í upphafi, voru enn
fisklausir nú undir lok vikunnar.
Síðustu fregnir frá Stóru Laxá
hermdu að 6 laxar væru komnir
af efsta svæðinu og aðrir 6 laxar
af tveimur neðstu svæðunum. Ekki
hafði frést af afla af miðsvæðinu,
en það fylgdi sögunni, að Laxá
hefði verið nánast óveiðandi vegna
vatnshæðar og gruggs. Flestir
þeirra fáu laxa sem enn
hafa veiðst á þessu svæði
voru stórir, allt að 17 pund.
Talandi um stóra laxa,
þá veiddist sá stærsti það
sem af er sumri nýverið í
Langholti. Var það 22,5
punda hængur. Nokkuð
líflegt hefur verið í Lang-
holtinu, en eins og fyrri
daginn í Árnessýslunni er
lífsins gæðum misskipt.
Sum svæði eru dauf með-
an önnur eru nokkuð líf-
leg.
Síðustu fréttir úr Gljú-
furá í Borgarfirði eru ekk-
ert allt öf upplífgandi, að-
eins 15 laxar á land. Þetta
eru þó nokkurra daga
gamlar tölur og því gæti
hafa bæst við. Eitthvað af
laxi er þó komið í ána,
menn hafa séð hann víða,
en tökuskapi hefur ekki
verið fyrir að fara.
Rífandi silungsveiði
Það er ekkert stórt um
að vera í Tungufljóti þessa
daganna, aðalveiðitíminn
er allur eftir. Hins vegar
hefur frést af mikilli og
góðri silungsveiði þar í lok
mai og byijun júní. Þá
veiddu menn á þriðja tug
fiska á stuttum tíma, var
það bæði bleikja og sjó-
birtingur á niðurleið. Voru
þar fiskar allt að 9 pund-
um og lítið eða ekkert af
smælki.
Nú styttist í að veiðitímmn sé hálfnaður í þeim am sem fyrst voru
opnaðar, Laxá á Ásum, Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Norðurá
og Þverá hafa skilað nokkuð góðri veiði, en aðstæður hafa þó ver-
ið erfiðar, vatnshæð og hitastig óstöðug í kjölfarið á köldu vori.
Laxá á Ásum hefur gefið skot af og til, en á langt í land að standa
undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar.
123 í holli verið um teljarann í laxastiganum
í Blöndu, auk þess sem menn geta
Nú hafa veiðst tæpir 700 laxar
í Norðurá og er hún veiðihæsta áin
það sem af er. Hópur sem
veiddi í ánni frá þriðjudegi
til föstudags fékk samtals
123 laka sem er mesta
veiði sem fengist hefur í
þriggja daga holli og þó
var hópurinn aðeins með 9
stangir af 12 leyfilegum.
Veiðimaður sem ásamt
fleirum var við veiðar í
Laxá á Ásum fyrr í vik-
unni sagði lítið hafa sést
af Iaxi í ánni. Þeir náðu
þó 11 löxum á báðar stang-
irnar á einum degi, einum
12 punda, nokkrum 7 til 9
punda og svo nokkrum 4
til 5 punda. „Þeir sem voru
næstu daga á undan hafa
greinilega lent í smásk-
vettu. Einn hópur náði 40
löxum á báðar stangirnar
á tveimur dögum og þeir
sem á eftir komu voru með
20 á báðar stangirnar á
einum degi. Við vorum á
eftir þeim og það virtist
ekki vera mikið eftir og
ekkert sjáanlega bæst við.
Við fórum um alla ána og
þekkjum hana vel,“ sagði
umræddur veiðikappi.
Hann sagði að á milli 190
og 200 laxar væru komnir
úr ánni.
aldrei vitað hvað gengur sjálfar
Ennisflúðirnar. Þær hafa verið
Hér og þar
Bærilega hefur gengið í
Svartá og hollin hafa verið
að fá nokkra laxa. Allur
besti tíminn er eftir í ánni
og talsverð fiskför hefur
Nú ber vel
í veiði!
Tilboð! Þegar þú kaupir nýja Cardinal Maxxar
hjólið færð þú Abu Garcia veiðivörur að eigin
vali fyrir 1.000 kr. í kaupbæti. •§
’ 5
Maxxar hjólin eru hönnuð af Achin Storz, þau I
eru með tveim kúlulegum og teflonhúðuðum
diskabremsum. Nú er tækifærið að eignast
þetta frábæra hjól á góðu verði.
Söluaöilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ
Versturröst Laugavegi 178 ■ Musik & sport Hafnarfiröi ■ Veiðibúð
Lalla Hafnarfriöi ■ Akrasport Akranesi ■ Axel Sveinbjörnsson
Akranesi ■ Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi • Verslunin Kassinn
Ólafsvík ■ Verslunin Vísir Blönduósi ■ Kaupfélag Skagfjrðinga
Sauðárkróki ■ Siglósport Siglufiröi • Verslunin Valberg Ótafsfirði
Sportvík Dalvík ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstööum ■ Verslunin Skógar Egilsstööum
Tröllanaust Neskaupstað ■ Verslun Elísar Guðnasonar Eskifiröi
Viöarsbúð Fáskrúösfirði ■ Kaupfélagið Djúpavogi ■ Kaupfélag
Árnesinga Kirkjubæjarklaustri ■ Sportbær Selfossi
Rás Þorlákshöfn ■ Stapafell Keflavík
HAFNARSTRÆTl 5 REYKJAVÍK • S ÍMAR 91-16760 & 91-14800
IT