Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 ERLENT fiskiskip, ms. Zaandam, landaði 120 tonn- um af ísuðum þorski úr Barentshafi á Þórshöfn í gær. Aflann kaupa fjögor frystihús á Norð-Austur- landi, frá Húsavík til Vopnafjarðar. Áhöfn skipsins_ er færeysk en það er skráð í Dóminíkanska lýðveld- inu. Umboðsaðili útgerðarinnar er Tritan hf. Reykja- vík. Veiðar þessar eru samkvæmt hinu svonefnda Svalbarðasamkomulagi frá 1926 sem fjallar um nýt- ingu fiskistofna á þessu hafsvæði. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., er fiskurinn vænn og vegur á bilinu tvö til fjögur kíló. Hann sagði að þessi löndun kæmi sér vel og gerði það að verkum að sennilega yrði hægt að vinna fullan vinnudag í frystihúsunum í stað þess að hanga á horriminni. Jóhann sagði að það væri í umræðunni hvort framhald yrði á þessum löndunum en þær kæmu sér mjög vel núna vegna minnkandi kvóta á íslandsmiðum. Forræðismál Sophiu Hansen 1 Tyrklandi Fundur með lögfræð- ingnm og Halim A1 HALIM Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, mætti ekki með dætur þeirra til fundar við hana í Istanbúl í gær eins og umgengnisréttur hennar gerir ráð fyrir. Við leit reyndist hann vera í fyrirtæki sínu og átti þar fund með lögfræðingi Sophiu. Annar fundur lögfræðinga beggja aðila og Halims er boðaður í dag. Gunnar Guðmundsson, lögfræð- ingur Sophiu, sagði að þegar ljóst hefði verið að Halim kæmi ekki til fundar við Sophiu hefði verið haldið til heimilis hans í lögreglufylgd. Þeg- ar þangað kom hefði verið knúið dyra án árangurs og húsvörðurinn í húsinu hefði haldið því fram að Ha- lim væri ekki í Istanbúl og hefði dvalið í borginni Sivas þtjár síðastl- iðnar vikur. Við nánari eftirgrennsl- an hefði hins vegar komið í ljós að hann hefði verið í íbúðinni að kvöldi föstudags. Hótanir Næst var haldið til fyrirtækis Halims og hittu fylgdarmenn Sophiu hann fyrir þar. Halim lýsti því þá yfir að dætur hans væru utan Istanb- úl og hann myndi ekki færa þær móður þeirra. Hann ítrekaði hins vegar fyrra boð sitt um að Sophia mætti dveljast með dætrum sínum á heimili sínu. Sjálfur yrði hann í íbúð- inni á meðan og jafnvel núverandi eiginkona hans. Halim kvað koma til greina að Sophia fengi að fara út úr húsi með dætur sínar en aðeins í fylgd hans og ef einhver ætlaði að nálgast þær yrði hann tilbúinn til að skjóta viðkomandi „í fæturna*1 sagði Gunnar að Halim hefði bætt við. Gunnar sagði að boðinu hefði ver- ið hafnað og að ekki yrði öðru tekið en samræmdist dæmdum umgengn- isrétti. Hann kvaðst standa í þeirri trú að lögfræðingar Halims væru að reyna að telja honum trú um að hlíta umgengnisréttinum. Fundur verður með þátttöku lögfræðinga beggja aðila og Halims A1 í dag. Strax eftir helgi verður lögð fram kæra vegna brots Halims í gær. Aðspurður kvaðst Gunnar þeúrar skoðunar að þrýstingur íslenskra stjórnvalda hefði komið að gagni varðandi löggæslu í gær. Hann lét þess ennfremur getið að fundað hefði verið með Kazim Munir Hamamci- oglu, ræðismanni íslendinga í Istanb- úl, varðandi öryggismál í gær. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar 5000 Verðið Verðið hækkar var kr. er nú kr. um Merrild kaffi 103 249,- 265,- 6,4% Viðskiptaráðherra skipar nefnd sérfræðinga til að fjalla um vaxtamál Opnai’i fjármagnsmarkað- ur ef til vill nauðsynleffur Kaffipakki hækk- ar um 16 krónur ENN eitt dæmi um hækkun vöru vegna gengisfellingarinnar er Merrildkaffi í 500 g pakkningum. Hann kostaði áður 249 krónur en kostar nú 265 kr. og er það 6,4% hækkun. VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur skipað nefnd sérfræðinga til að kanna vaxtamyndun áíánsfjármarkaði. Nefndin mun strax taka til starfa. Viðskiptaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, sagði að nefndin ætti m.a. að skoða hvernig á því stæði að þegar verð- bólgan var nánast engin fóru vextir ekki lækkandi líkt og gera mætti ráð fyrir. „Ég vil sjá hvað hægt er að gera til að lagfæra skipulag á fjármagnsmarkaði okkar.“ ♦ ♦ ♦ ísafiörður 8 kærðir fyr- ir hraðakstur ÁTTA ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Isafirði í gær og óku fimm þeirra á meira en 100 km hraða. Að sögn lögreglunnar á ísafírði voru flestir teknir á Hnífsdalsvegi þar sem hámarkshraði er 70 km á klst. í nefndinni sitja Finnur Svein- björnsson ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneyti, formaður, Sigurð- ur B. Stefánsson hagfræðingur hjá VÍB, Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu og Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Opnari fjármagnsmarkaður Viðskiptaráðherra sagði að nefndin hefði verið skipuð til að skoða íslenska fjármagnsmarkað- inn og svara þeim spurningum hvort og hvaða breytingar þurfi á honum að gera. „Ef til vill þarf að opna fjármagnsmarkaðinn meira til að tryggja að þegar verð- lagsþróunin er okkur hagstæð þá verði raunvextir ekki hærri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar, sem hafa svipaðar aðstæður og við.“ í dag Ganga Stefán Jasonarson, 78 ára, ætlar að ganga hringinn í kringum land- ið í sumar 5 Sjöveldin Leiðtogar sjöveldanna hafa heitið að efla hagvöxt 20 jR|grgnttbln&it> tj... tr&essuzrsxxi'ti.--------------- Kenýa Efnt til brúðkaups í Kenýa 26 Leiöarí Leitað eftir svörum 22 Lesbók ► Ur Þjóðminjasafninu - 270 myndavélar á Skútustöðum- Byggt yfír þjóðþing í Þýzkalandi og Hollandi-Skáldið Theodore Roethke- Á Sprengisandsleið. Menning/Listir ► Gaman í skúlptúrnum - Jón Nordal tónskáld - Böm og bækur - Alþýðuvald og helgir menn - Endurskoðun formsins tímabær - Tvífari sannleikans. Hætt kominn í vimmslysi í Mosfellssveit Hærri vextir vegna útlánatapa Viðskiptaráðherra sagði að ljóst væri að í kjölfar gengisbreytingar- innar myndu einhveijar verðhækk- anir fylgja. „Gengisbreytingin verður frekar til þess að ýta vaxta- þróun upp á við og ég sé því ekki miklar líkur á því að vextir á allra næstu vikum lækki. Hins vegar breytist það umhverfí þegar dregur úr stundaráhrifum gengisbreyt- ingarinnar.“ Fram hefur komið að Seðlabanki íslands hefur beint viðskiptum sín- um þannig að þau stuðli frekar að vaxtalækkun og sagði Sighvatur það af hinu góða. „Ástæðan fyrir miklum vaxtamun hjá bankakerf- inu er náttúrulega sú að bankamir hafa verið að tapa miklu fé á útlán- um. Segja má að þeir reyni að rétta við sinn hag með því að þeir sem að geti greitt greiða nokkuð hærri vexti en fyllsta ástæða er til.“ . ~ x Morgunblaðið/Ingvar Aðstæður kannaðar HÉR MÁ sjá opið á tankinum sem vinnuslysið varð í og sést lögregla kanna aðstæður á slysstað. Missti meðvitund inni í bensíntanki ÁTJÁN ára gamall piltur var hætt kominn er hann missti meðvitund við vinnu sína í bensíntanki í Mosfellssveit. Tankurinn stendur á Tungu- bökkum og er á vegum Flugklúbbs Mosfellssveitar. Lögreglan var kölluð til og pilturinn fluttur á slysadeiid. Samkvæmt upplýsingum frá lög- þær því að pilturinn missti meðvit- reglu var pilturinn að vinna við að hreinsa upp affall neðst í tankinum en affall þetta tekur við vatni sem getur komist í tankinn. Töluvert var af bensíngufum í tankinum og ollu und. Félagi piltsins varð var við slys- ið og gat kallað til aðstoð þannig að hægt var að koma piltinum strax út í frískt loft. Vinnueftirlit ríksins hef- ur málið nú til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.