Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 2T Þess vegna er heim- urinn svona vondur eftir Baldur B. Bragíison Torfi Ólafsson skrifaði rabbgrein í Lesbók Morgunblaðsins 29. maí undir fyrirsögninni „Hvers vegna er heimurinn svona vondur?“. í upphafi greinar sinnar lýsir Torfi kenningu kirkjunnar um erfðasyndina, en hún segir að jriað- urinn hafi verið skapaður góður en erfðasyndin hafi spillt lionum. Síðan vekur Torfi athygli á því hvernig grimmdin og miskunnar- leysið blasa hvarvetna við og hvern- ig fólk sem kallar sig kristið fremur glæpi sem okkur hryllir við. Hann spyr síðan hvers vegna þetta sé svona. Torfí hallast helst að því að kenningin um erfðasyndina sé rétt. Maðurinn vilji vel en honum mistak- ist að lifa samkvæmt því sem hann veit réttast og best. Maðurinn beri ábyrgð á velferð bræðra sinna og systra og eigi að beijast gegn synd- inni og illskunni og styðja hinn veika og brotlega, og rísa alltaf upp ef hann hrasi. í mörgu er ég Torfa sammála en ég tel að vonska heimsins stafí mest af því að þorri mannkynsins hefur hafnað síðasta sendiboða Guðs til mannanna þótt helgirit mannkynsins hafi mörgum sinnum spáð komu hans og þeir spádómar hafi nú ræst. Biblían er merkileg bók og inniheldur ýmiss konar efni. Þar má telja lög um rétta breytni; spádóma um komu guðdómlegra sendiboða í framtíðinni, dæmisögur og sögur á táknmáli sem venjulegt fólk getur ekki ráðið fram úr. Eg tel að allar dæmisögur Jesú um Guðsríkið séu spásagnir um tilkomu bahá’ítrúarinnar. Þess er getið á fleiri en einum stað í Biblíunni að bækurnar hafi verið innsiglaðar (Jesaja 29:11-12 og Daníel 12:4 og 12:9) svo ekki er furða þótt fólk skilji ekki ýmsar táknrænar sögur hennar. Spámenn bahá’ítrúarinnar Báb (1819-1850) og Bahá’u’lláh (1817-1892) hafa rofið innsiglin á bókunum og eina leiðin til að fá botn í ýmsar táknrænar sögur Bibl- íunnar er að lesa rit þeirra eða rit ’AbduTBahá (1844-1921) elsta sonar Bahá’u’lláh, sem var útnefnd- ur skýrandi kenninganna eftir and- lát Bahá’u’lláh. ’Abdu’l’Bahá hefur útskýrt sög- una um Adam og Evu í Paradís. Við þekkjum öll söguna af því hvernig höggormurinn fékk Evu til að eta af skilningstré góðs og ills í aldingarðinum Eden, og hvernig hún fékk Adam til að eta af því líka, en það varð til þess að þau urðu þess vör að þau voru nakin og reyndu að fela sig fýrir Guði. Guð ávítaði þau harkalega og rak þau burt úr Eden og setti fjandskap milli afkomenda Evu og afkomenda höggormsins, og lét gæta vegarins að lífsins tré til að þau ætu ekki líka af því og lifðu eilíflega (2. og 3. kafli 1. Mósebókar). Hér eru nokkrir punktar úr út- skýringu ’Abdu’l-Bahá á þessari sögu: „... Skynsemin getur ekki með- tekið svona sögu, staðfest hana eða ímyndað sér hana; því að svona fyrirkomulag, svona smáatriði, svona tal og ávítur eru fjarri því að koma frá skynsömum manni og enn síður frá sjálfum Guðdóminum - ... Ef bókstafleg merking þess- arar sögu væri tileinkuð vitrum manni mundu allir auðvitað vísa því á bug að þetta fyrirkomulag, þessi uppfinning gæti stafað frá skyn- semi gæddri veru. Þess vegna verð- um við að taka þessa sögu um Adam og Evu og brottrekstur þeirra úr Paradís sem dæmisögu. Hún hefur margar merkingar .. . og hér kemur ein: Adam táknar himneskan anda Adams og Eva mennska sál hans. Skilningstré góðs og ills táknar heim mannsins; því að andlegi Baldur B. Bragason „í mörgu er ég Torfa sammála en ég tel að vonska heimsins stafi mest af því að þorri mannkynsins hefur hafnað síðasta sendi- boða Guðs til mannanna þótt helgirit mannkyns- ins hafi mörgum sinn- um spáð komu hans og þeir spádómar hafi nú ræst.“ heimurinn og guðdómlegi heimur- inn eru algjörlega góðir og gjörsam- lega ljósrænir, en í mannlega heim- inum er til ljós og myrkur, gott og illt sem andstæður. Höggormurinn táknar viðloðun mannsins við hinn mannlega heim, sem leiddi sál og anda Adams út úr veröld frelsisins inn í heim ánauðarinnar og fékk hann til að hverfa frá konungsríki einingarinn- ar inn í hinn mannlega heim. Frá hæðum hreinleika og algjörs góð- leika datt hann inn í veröld góðs og ills. Lífsins tré táknar hæsta stig veraldar tilverunnar; stöðu orðs Guðs og hinnar æðstu guðsbirtingar (þ.e. spámannsins). Þess vegna hef- ur sú staða verið varðveitt; og við tilkomu hinnar göfugustu og æðstu guðsbirtingar varð hún skýr og augljós. . . . Þegar helgaðir blævindar Krists og heilagt skin hinnar Mestu sólar (þ.e. Bahá’u’lláh) dreifðust víðs vegar, frelsuðust raunveruleik- ar mannanna - þ.e.a.s. þeirra sem sneru sér til orðs Guðs og hlutu úthellingu náðargjafa þess - frá þessari viðloðun og synd, öðluðust eilíft líf og losnuðu úr hlekkjum ánauðar og komust inn í heim frels- isins . . .“ Bahá’u’llán var . fangelsaður vegna trúar sinnar og var fangi og útlagi í 40 ár. Hann kunngerði stöðu sína opinberlega árið 1863 í Baghd- ad.^ Árið 1867 tilkynnti Bahá’u’tláh konungum og stjómendum jarðar- innar á eindreginn og skýran hátt hver hann væri. Hann skrifaði þeim öllum bréf og sagði þeim að hann væri spámaður Guðs fyrir daginn í dag og að fyrsta skylda þeirra væri að trúa á hann og hlýða hon- um. Hann gaf þeim skýr fyrirmæli um hvað þeir ættu að gera til að koma á hinum Mesta friði. Konung- arnir hunsuðu fyrirmælin og þess vegna blasir þessi ófriður og óáran við í dag. Þegar Bahá’u’lláh sá að konungarnir höfnuðu hinum Mesta friði bað hann þá að halda fast við hinn Minni frið. Bahá’u’lláh gaf mannkyninu 100 ára frest til að snúa sér til Guðs og rennur sá frest- ur út í kringum árið 2000, en hinn Minni friður mun komast á fyrir árið 2000. Árið 1967 lét Allsheijarhús rétt- vísinnar (9 manna yfirstjórn bahá’í- trúarinnar í heiminum) bahá’ía um allan heim afhenda þjóðhöfðingjum og frammámönnum bókina „The Proclamation of Bahá’u’lláh“ sem innihélt safn þeirra bréfa sem Ba- há’u’lláh skrifaði konungunum 100 árum áður. Forseti íslands, biskup- ar, prestar og alls konar frammá- menn fengu þessa bók að gjöf. Árið 1986 sem SÞ útnefndu sem Ár friðarins afhentu bahá’íar sams konar aðilum bæklinginn „Fyrirheit um heimsfrið“ og árið 1992 á 100 ára ártíð Bahá’u’lláh fengu sömu aðilar bæklinginn „Bahá’u’lláh", og afhending hans er enn í gangi, til að þeir kynntust lífí hans og starfi. Biblían spáir um tilkynningu Bahá’u’lláh til konunganna í Matt- eusarguðspjalli 22. kafla í dæmi- sögunni um konunginn sem gjörði brúðkaup sonar síns. Um fólkið sem kallar sig kristið og fremur glæpi sem okkur hryllir við og svíkur undan skatti og Torfí minnist á í grein sinni er líka spáð í Biblíunni í Matt. 24:48-51. Höfundur er tannlæknir. Aukin starfsemi Suðurflugs hf. SUÐURFLUG HF. hefur undanfarin ár rekið flugskóla og takmarkað leiguflug frá Keflvíkurflugvelli. Suðurflug hefur núna í sumar aukið starfsemi sína á sviði leiguflugs og einka-, atvinnu-, fjölhreyfla- og blindflugskennslu. Félagið hefur til ráðstöfunar tveggja og fjögurra sæta kennsluflugvélar og fjögurra, sex og átta manna leiguflugvélar. Undanfarin ár hefur Suðurflug víkurflugvöll og er nú unnið að hf. rekið flugskóla og takmarkað leiguflug frá Keflavíkurflugvelli. Suðurflug hf. hefur núna í sumar aukið starfsemi sína á sviði leigu- flugs og einka-, atvinnu-, fjöl- ■hreyfla- og blindflugskennslu. Fé- lagið hefur til ráðstöfunar tveggja og fjögurra sæta kennsluflugvélar, og fjögurra, sex og átta manna leiguflugvélar. Undanfarin ár hefur flutnings- geta félagsins verið takmörkuð. Til að vinna bót á því hefur Suðurflug hf. bætt við flotann sinn Cessna 402B, tveggja hreyfla vél sem getur flutt allt að átta manns. Auk þess er á stefnuskrá Suðurflugs hf. að flytja starfsemi félagsins í full- komna þjónustumiðstöð við Kefla- því. Ennfremur mun Suðurflug hf. bjóða upp á auglýsingaflug. Aug- lýsingaflug felst í því að draga svo- kallaðan auglýsingaborða yfir borg og bæ og er mjög hentugt til að auglýsa atburði líðandi stundar. Þess má geta að Suðurflug hf. er eina flugfélagið í landinu sem hefur viðurkenndan búnað sem þarf til auglýsingaflugs. Fjórir flugstjórar starfa nú með félaginu og er yfirflugstjóri Þórhall- ur Magnússon. Þrátt fyrir smæð félagsins er það markmið Suðurflugs hf. að þjóna þörfum landsbyggðarinnar allrar í beinu leiguflugi til og frá Keflavík- urflugvelli. JOKLASOLEY (Ranunculus glacialis) Blóm vikunnar Umsjónarmaður Agústa Björnsdóttir 272. þáttur Jöklasóley er ein þeirra íslensku sóleyja, sem eftirsóttust er í garða, bæði innan lands og utan, enda vissulega þess virði að reynt sé við hana. Þetta er háfjallajurt, t.d. fundin í 1.535 m hæð í Kerl- ingu við Eyjafjörð, en hæst hefur hún fundist í Alpaflöllum í 4.275 m hæð og er það hærra en nokk- ur Evrópuplanta hefur komist. Hins vegar vex hún alveg niður að sjávarmáli á Grænlandi og Svalbarða og það gerir hún reynd- ar líka á stöku stað hérlendis. Þeim sem séð hafa jöklasóleyjuna blómstrandi í sínu fjallaríki, líður sú sjón seint úr minni. Þykk, skinnkennd blöð gljá á gráu gijóti og hin stóru, í fyrstu hvítu en síð- ar rósrauðu blóm, vekja undrun og aðdáun. - Það er ævintýri lík- ast. Jöklasóleyjan er oft flutt í garða, að vísu með misjöfnum árangri, en hún á að geta lifað þar sæmilegu lífi árum saman, ef vel er að henni búið. Það sem henni er líklega nauðsynlegast er mögur jörð, gott afrennsli og vetr- arskýli. Ef við athugum heim- kynni hennar, sjáum við að hún vex helst í klettum og skriðum, þar sem aldrei stendur vatn við. Á veturna er hún jafnan í skjóli fyrir berfrosti og næðingum undir snjó, en þegar vorar og snjóa leys- ir seytlar kalt leysingavatnið um rætur hennar undir sólvermdu yfirborði skriðunnar. Þetta eru að vísu lífsskilyrði, sem okkur garð- eigendum mun reynast erfitt að veita henni, en hún er vís til að slá af kröfunum ef við förum vel að henni. Að vísu dregur oft af henni með tímanum í görðum á láglendi, líklega vegna þess að sumarið er þar full langt miðað við það sem hún á að venjast. Jöklasóleyjan er nefnilega jurt’ sem hefur sérhæft sig í að lifa við háflalla-aðstæður og þau kröppu kjör sem þeim fylgja, þ.e.a.s. stutt en þó björt sumur og langa snjóþunga vetur. Hún er því alltaf að flýta sér til að geta lokið við að blómstra og þroska fræ á þeim stutta tíma sem hún venjulega hefur til umráða áður en vetur gengur í garð á háfjallaslóð. Hún hefur líka venju^i. lega lokið þessum skyldustörfum af á miðju sumri á láglendi og virðist þá oft vera í vandræðum með að bíða vetrarins, blóm- hnapparnir sem myndast fljótlega að blómgun lokinni og eiga að geymast til næsta vors byija að vaxa upp og ný blómgun hefst. Vera má að þetta raski eitthvað lífsmynstri hennar og geri smám saman út af við hana í görðum okkar. Annars sáir jöklasóleyjan sér^ nokkuð í görðum, einkum ef húrP ‘ er í malarþöktu beði (skriðubeði). Með góðri gát má því vel láta hana haldast þar við með sjálfss- áningu. Eins og mörg fjallablóm virðast jöklasóleyjar kunna bærilega við sig í potti, ef vissum skilyrðum er fullnægt. Við höfum komist að góðu samkomulagi, ég og ,jökla“, um það sem ég svona með sjálfum mér hef kallað „skriðupott“, en það er ósköp venjulegur leirpott- ur, útbúinn með góðu afrennsli, leir- og sandborinni mold, en efstu 2 sm í pottinum er fíngerð möl. Potturinn er grafinn upp að rönd í sólreit með góðu frárennsli og er því undir gleri yfir veturinn, sem verður að koma í staðinn fyrir snjóþekjuna til fjalla. Á vor- in þegar vöxtur fer að byija er vökvað vel. „Jökla“ mín hefur sætt sig við þessa meðferð og blómstrar ágætlega á hveiju vori, þroskað fræ og sáð sér eins og hún væri heima hjá sér. Við höfum semsagt komist að samkomulagi. Ó.B.G. Áframlialdaiidi rekst- ur Mjólkurstöðvar * NÝIR aðilar hófu nýlega rekstur Mjólkurstöðvarinnar í Neskaup- stað. Það er Mjólkursamlag Norðfjarðar, nýstofnað almenn- ingshlutafélag, sem keypti mjólkurstöðina af kaupfélaginu Fram sem ákvað fyrr á árinu að hætta rekstri stöðvarinnar. Mikill áhuga var meðal íbúa og fyrirtækja hér innan fjallahringsins um áframhaldandi rekstur mjólkur- stöðvarinnar. Efnt var til hlutafjár- söfnunar sem gekk vonum framar og söfnuðust tæpar átta milljónir í hlutafé. Hinir nýju eigendur ætla að endurskipuleggja reksturinn og eru bjartsýnir á framhaldið. Stjórnarformaður Mjólkursam- lags Norðfjarðar er Guðröður Há- konarson og mjólkurbílstjóri Björn Pálmason. - Ágúst. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Mjólkurstöðin í Neskaupstað. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.