Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 ERLEINIT INNLENT Ljót að- koma eft- ir útisam- komu Ljót aðkoma var að Þjórsárdal eftir útisamkomu þar um síðustu helgi. Ölvun var töluverð en án umtalsverðra óspekta. Eitt alvar- legt umferðarslys varð á svæðinu þegar 18 ára piltur varð undir rútubifreið. Fimm stúlkur leituðu til starfskvenna Stígamóta vegna nauðgana. Vestfjarðagöng Jarðfræðingar frá Vegamála- stjórn segja að meira vatn sé í Vestfjarðagöngum en þeir hafi haldið í upphafi. Haldi jafnrennsli áfram rennur sem svarar tveggja ára vatnsþörf ísfirðinga inn í göngin í hveijum mánuði. Vatnið er 3,6 gráðu heitt. SR-mjöI hf. Stofnfundur hlutafélags um rekstur Síldarverksmiðja ríkisins var haldinn á Siglufirði á þriðju- dag. Nýja hlutafélagið ber heitið SR-mjöl hf. og tekur yfir rekstur- inn 1. ágúst. Nýkjörin stjórn sér um sölu á eignarhlut ríkisins I fyrirtækinu en hlutafé hins nýja félags verður 650 milljónir. Ríkis- sjóður yfirtekur 400 milljónir af skuldum SR. Verðlagseftirlit ASÍ hefur komið á fót fjögurra manna starfshópi undir forystu Hervars Gunnarssonar til þess að fylgjast með verðlagsþróun í kjöl- far gengisfellingar. Hervar segir að sambandinu hafi borist þó- nokkrar ábendingar um óeðlilega miklar hækkanir. Útþrá Votviðri hefur orðið til þess að ásókn í sólarlandaferðir hefur aukist og telja forsvarsmenn ferðaskrifstofa að sætanýting verði viðunandi í sumar. Spánn og Portúgal eru vinsælir áfanga- staðir. Hrafn braut ekki af sér Ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Hrafn Gunnlaugsson hafi brotið af sér í opinberu starfi eða dregið sér fé er hann var dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárgerðar í Sjónvarpinu. Fram kemur að Hrafn hafi fengið rúm- lega 130 milljónir að núvirði í styrki, greiðslur og lán frá opin- berum sjóðum og stofnunum en þar af eru rúmlega 90 milljónir vegna styrkja úr Kvikmyndasjóði vegna sjö kvikmynda Hrafns á undanförnum 14 árum. Söluaukning Mikil söluaukning hefur orðið hjá Coldwater í Bandaríkjunum-á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin nemur tæplega 12 milljónum dollara eða 840 milljón- um króna á núverandi gengi. ERLENT Auknar lík- ur á GATT- samkomulagi LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á fundi sínum, sem lauk í Tókýó á fimmtudag, að stefna bæri að því að auka eftirspum eftir innfluttum vam- ingi í Japan, lækka vexti í Evrópu og draga úr fjárlagahallanum í Bandaríkjunum. Leiðtogarnir náðu ennfremur samkomulagi um víðtækar tollalækkanir sem ná til 18 vöruflokka og glæðir það vonir manna um að takast muni að ljúka Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna um aukið frjálsræði í heimsvið- skiptum. Fulltrúar Bandaríkja- stjórnar sögðu að í samkomulag- inu fælist umfangsmesta tolla- lækkun sem nokkum tíma hefði verið samið um í sögunni. Þá var samþykkt tillaga Bandaríkja- manna um að leggja Rússum til sem svarar rúmlega 200 milljörð- um króna á næstu 18 mánuðum og á að nota féð tii að efla einka- væðingu. Hættan á upplausn Rússlands eykst HÆTTAN á að Rússland liðist í sundur jókst á fimmtudag þegar þingið í Vladívostok í Austur-Asíu samþykkti að lýsa yfir stofnun lýðveldis innan rússneska sam- bandslýðveldisins. Áður hafði Katrínarborg, sem áður hét Sverdlovsk, lýst yfir lýðveldis- stofnun en talsmenn beggja hérað- anna leggja þó áherslu á að ástæð- urnar séu efnahagslegar en ekki pólitískar. Eru þessi tfðindi mikið áfall fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Varað við „mannkynskreppu“ MEIRI fólksflutningar eiga sér nú stað um heim allan en dæmi eru um og er undirrótin aðallega Ieit að betri lífskjörum en bjóðast í heimalandinu. Kemur þetta fram i nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóð- unum, en þar segir að margir ótt- ist að þessir flutningar geti orðið að því sem kallað er „mannkyns- kreppa okkar tíma“. Slæmt ástand fiskstofna við austurströnd Kanada FISKIFRÆÐINGAR í Kanada draga upp dökka mynd af ástandi fiskstofna við austurströnd lands- ins í skýrslu sem nýkomin er út. Segja þeir að draga verði verulega úr veiðunum í langan tíma til að byggja þorskinn og aðra stofna upp aftur og þeir fullyrða einnig að á liðnum árum hafi veiðiþol þeirra verið ofmetið. Bjartsýni í Finnlandi GRUNNVEXTIR voru lækkaðir í Finnlandi á fimmtudag um hálft prósentustig, úr 7% í 6,5%. Er til- gangurinn með lækkuninni að hjálpa atvinnulífínu og glæða þá bjartsýni, sem Vart hefur orðið, á endurreisn efnahagslífsins. Er spáð 2% aukningu þjóðarfram- leiðslu á næsta ári og útlit er fyr- ir að útflutningur aukist um 12% á þessu ári og jafn mikið á því næsta. Kravtsjúk vill halda kjarnavopnunum LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, kvaðst á miðvikudag vera samþykkur því að kjamorku- flaugar úr vopnabúri Sovétríkj- anna fyrrverandi, sem geymdar eru í Úkraínu, yrðu tímabundið lýstar eign Úkraníumanna. * Deilur Ukraínumanna og Rússa um Sevastopol Jeltsín fordæmir ákvörð- un rússneska þingsins Moskvu, Tókýó. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, fordæmdi í gær þá ákvörðun Rússlandsþings frá því á föstudag að lýsa yfir eign sinni á borginni Sevastopol í Úkra- ínu. „Ég skammast mín fyrir þessa ákvörðun,“ hafði fréttastofan Itar-Tass eftir Jeltsín, þar sem hann var staddur í borginni Irkutsk í Síberíu á leið heim frá fundi með leiðtogum sjö helstu iðn- rílga heims. Sevastopol er helsta borg Krímskaga og þar hefur Svartahafsflotinn aðsetur sitt. Þingið skipaði jafnframt Úkraínustjóm að flytja herlið sitt frá borginni. Seva- stopol og skaginn allur hafa tilheyrt Úkraínu frá 1954 og hafa þarlend stjórnvöld mótmælt samþykkt þingsins. Jeltsín og þingið hafa átt í harðri valdabaráttu undanfarið ár og er talið ólíklegt að Jeltsín, sem fer með framkvæmdavaldið í Rússlandi, muni sinna ákvörðun þingsins. Bandarílcjastjórn gagnrýndi einnig samþykkt þings- ins í g'ær. I yfirlýsingu sem Roman Popadiuk, sendi- herra Bandlaríkjanna í Kiev, sendi frá sér í gær segir að Sevastopol sé hluti af Úkraínu. Reuter. Haldið heim BORIS Jeltsíns og eiginkona hans Maina kveðja áður en þau leggja af stað heim til Rússlands frá Japan. Alsír: Átök stríðandi fylkinga. Morð daglegt brauð. Herskáir íslamskir bókstafstrúarmenn. Marokkó/V-Sahara: Polisario berst tyrir að- skilnaði. Landamæraerjur. í / f Malí: Ættbálkaerjur. Nígería: Brösuglega gengur að koma á lýðræði Kamerún: Kosninga- úrslitum hagrætt. Hætta á aðskilnaði héraða í norðri. | Sierra Leone: 1 Einræói, herstjórn V' Mw J | Líbería: Borgarastyrjöld. Togo: Átök stríðandi fylkinga. Itrekaðar valdaránstilraunir. Kongó: Brösuglega gengur að koma á lýðræði Zaire: Stjórnleysi. Átök stríð- andi fylkinga. Hungursneyð. Egyptaland: Herskáir ís- lamskir bókstafstrúarmenn. Súdan: Borgarastyrjöld. „Þjóðernishreinsanir". Herskáir íslamskir bókstafs- trúarmenn. Hungursneyð. Djibouti: Átök milli ættbálka. Eþíópía: Ættbálkaerjur gætu hindrað lýðræði. Sómalia: Stjórnleysi. Sam. þjóðirnar eiga í brösum við stríðsherra. a: Átök milli ættbálka. Rwanda: Hætta á nýrri borgarastyrjöld. Malawi: Einsflokkskerfi við lýði þótt því hafi verið hafnað í þjóðaratkvæði Zambía: Þjóðkjörín stjórn stendur höllum fæti. Mozambiqe: Endurupp- bygging eftir borgarastyrjöld S S-Afríka: Átök stríðandi fylkinga. Vandamál við að koma á lýðræði. Óeining einkennir Einingarsamtök Afríku eftir þriggja áratuga starf Stöðnun, óstjórn o g kúgun þrátt fyrir fögur fyrirheit ÞEGAR Einingarsamtök Afríku (OAU) voru stofnuð fyrir þremur áratugum skorti þau ekki háleit markmið; stefnt var að einingu í álfunni, samvinnu milli ríkja, efnahagsuppbyggingu og leiðtogamir boðuðu jafnvel virðingu fyrir mannréttindum. Ijóst er hins vegar að þær vonir sem bundnar voru við samtökin hafa gjörsamlega brugðist; það sem einkennir enn álfuna er óeining, efnahagsleg stöðnun, ósljórn og gróf mannréttindabrot. Botswana, Namibía og Benín eru einu Afríkuríkin þar sem farið hef- ur saman lýðræði, efnahagsupp- bygging og hagvöxtur. Listin yfir þau ríki sem eru hrjáð af borgara- styijöld, stjómleysi, heiftúðugum átökum stríðandi fylkinga eða póli- tískri upplausn er miklu lengri. í Malawi hefur lífstíðarforsetinn dr. Hastings Banda hunsað þjóðar- atkvæði þar sem meirihlutinn lagð- ist gegn einræði hans og studdi fjölflokkalýðræði. í fjölmennasta ríki álfunnar, Nígeríu, ákvað for- seti herforingjastjómarinnar, Ibra- him Babangida, að ógilda forseta- kosningar þótt hann hefði aðeins leyft tveimur flokkum að bjóða fram. Herforingjastjórnin hafði þar að auki sjálf mótað stefnu flokk- anna og lagt blessun sína yfir for- setaframbjóðendur þeirra. Borgarastyijöldin í Angóla held- ur áfram, eftir aðeins 16 mánaða hlé, og um 1.000 manns verða þar hungurmorða á hverjum degi. í Líberíu hafa fjöldamorð verið fram- in hartnær mánaðarlega frá 1990. í Súdan geisar grimmileg borgara- styrjöld milli ættflokka í suðurhlut- anum og stjómarhers íslamskra bókstafstrúarmanna í Khartoum. íbúar suðurhlutans svelta og stjómarflokkurinn, íslamska þjóð- arfylkingin, hefur verið sökuð um „þjóðemishreinsanir" á Nuba-ætt- bálkinum í norðurhlutanum. Landamærastríð Chad og Libýu er um það bil að hefjast að nýju. Mikil spenna er I samskiptum Egypta og Súdana, sem hafa hvor- ir tveggju hótað að ráðast yfir landamæri n'kjanna. Ótraust og táknrænt lýðræði Gömlu einræðisherramir í Afríku eiga í vök að veijast þótt erfiðlega hafi gengið í mörgum ríkjum að festa Qölflokkalýðræði í sessi. { Zambíu, Kongó, Burundi og Madag- ascar hafa lýðræðislegar kosningar farið fram á tiltölulega friðsamlegan hátt en nýju stjómarherrarnir hafa verið sakaðir um að beita sömu kúgunaraðferðunum og einræðis- herramir fýrrverandi. Spillingin og efnahagslega óstjómin er sú sama og nýju stjórnarherramir gera allt sem þeir geta til að tryggja sér völd til lífstíðar eins og dr. Banda í Malawi. í nokkrum ríkjum, svo sem Kenýu, hefur verið komið á tákn- rænum lýðræðisumbótum til að sefa stjómvöld á Vesturlöndum og áhrifamiklar fjármálastofnanir eins og Alþjóðabankann og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Umbætumar hafa aðeins orðið til þess að fegra ásýnd stjómvaldanna út á við og það pólítíska frelsi, sem margir bundu vonir við, er víðs fjarri. • í mörgum löndum hafa stjóm- málaumbætur stuðlað að upplausn. Algjör glundroði hefur til að mynda ríkt í efnahagslífí og stjómmálum Zaire, þar sem Mobutu Sese Seko hefur verið einráður í 28 ár. Frá því hann heimilaði starfsemi stjóm- arandstöðuflokka fyrir þremur árum hafa hvorki meira né minna en 350 flokkar verið stofnaðir og Mobutu er sagður notfæra sér glundroðann í röðum stjómarand- stæðinga út í ystu æsar til að halda völdunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.