Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 6

Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 Loðnu- aflinn yfir 22 þús. tonn RÚMLEGA 22 þúsund tonn af loðnu höfðu borist á land á föstu- dag. en þann dag veiddust um fjögur þúsund lestir af loðnu Aðalloðnugangan er nú djúpt út af Siglufirði. Að sögn Hauks Stefánssonar stýrimanns á Svani RE er loðnan fremur dreifð en bátarnir hafa þó náð ágætisköstum. Guðmundur VE, Háberg GK og Svanur RE lönduðu á föstudag 2.150 tonnum á Siglu- firði, Keflvíkingur KE landaði 510 tonnum á Akureyri og Hólmaborg SU 1.350 tonnum á Neskaupstað. ♦ ♦ ♦---- Skákmót í Korfú Islending- ar í 5. sæti Á OPNA aiþjóðamótinu í Korfu unnu bæði Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson skákir sínar í sjöundu umferð og deila nú fimmta sætinu ásamt fleirum með fimm vinninga. Þrír skák- menn hafa sex vinninga og einn fimm og hálfan. Einvígi Jan Timmans og Grikkj- ans Skambris, sem haldið var sam- hliða mótinu á Korfu, endaði 3-1 fyrir Skembris. íjórðu og síðustu skákinni lauk með jafntefli. Timm- an kenndi mikilli þreytu um þessi óvæntu úrslit. í síðustu viku tefldi hann á hrað- móti í Moskvu og fór síðan til Bruss- el þar sem stórmeistarasamtökin voru endurvakin og Timman kosinn forseti þeirra. Þaðan hélt hann beint til Grikklands. Miðað við slaka tafl- mennsku Timmans í þessu einvígi á hann litla eða enga möguleika í FIDE-heimsmeistaraeinvíginu gegn Karpov í haust. Ný aðferð við að lækna krabbamein lofar góðu Washington. Reuter. NÝ AÐFERÐ við að lækna krabbamein í lungum, bijósti, ristli og eggjastokkum lofar góðu í tilraunum á dýrum og hefur í för með sér minni auka- verkanir en hefðbundnar aðferð- ir að sögn vísindamanna hjá lyfjafyrirtækinu Bristol-Myers Squibb, sem þróuðu aðferðina. Vísindamennimir tóku mótefnið BR96, sem binst krabbameinsfrum- um í mönnum og rottum og tengdu það við krabbameinslyfið doxo- rubicin. Próteinið festist síðan við vegg krabbameinsfrumunnar, smýgur inn í hana og leysir doxo- rubicinið úr læðingi sem drepur frumuna. Sigurður Björnsson, læknir, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með þessari aðferð væri að koma doxorubicininu beint inn í krabbameinsfrumurnar og gera það beinskeyttara. Krabba- meinslyf yllu miklum aukaverkun- um og skemmdu heilbrigðar frumur og vefi, en þessi aðferð drægi úr því. Hann sagði að doxorubicin eða adriamycin eins og það er kallað hér á landi vera eitt mestnotaða og virkasta lyfíð gegn kcabbameini í bijóstum, eggjastokkum og lung- um. Loftsteinar á sveimi Á þessari tölvumynd sjást loftsteinar á sveimi í kringum Mars, en rannsóknir sýna að vatn í steinunum er komið frá annarri plánetu. íslenskur vísindamaður rannsakaði vatn frá Mars ÍSLENSKUR vísindamaður Haraldur Rúnar Karlsson, jarð- efnafræðingur, vann hjá NASA, bandarísku geimvís- indastofnuninni á árunum 1989 til 1991 við athuganir og mæl- ingar á vatni í loftsteinum, sem talið er að komið hafi frá Mars. I rannsóknunum tókst í fyrsta skipti að sýna fram á að vatn í loftsteinum komi frá annarri plánetu. Vonast er til að hægt verði að nota niðurstöðurnar til að segja eitthvað um framtíð jarðarinnar. Haraldur starfar nú sem aðstoðarprófessor við jarðvísindadeild Texas Tech Háskólans í Texas. „Hugmyndin var sú að kanna hvort vatn í þessum loftsteinum væri jarðneskt eða „himneskt." í ljós kom að mikill hluti vatnsins var ekki jarðarvatn,“ segir Har- aldur. „Ég einangraði vatnið og það var hægt að sjá það í gler- hylki. Þetta vakti athygli og það var auðvitað spennandi að spá í hvort maður væri þarna fyrstur til horfa á vatn frá annarri plá- netu.“ Hann segir að merkilegasta niðurstaðan hafi verið sú að vatn- ið sem úr loftsteinunum kom var ekki í jafnvægi við grjótið sjálft. „Þetta er algerlega andstætt því sem gerist á jörðu. Á jörðu veldur Starfsmenn þvottastöðvar Hagvagna fóru í fargjaldabaukana Merktir seðlar komu upp um stuld Fræðimaðurinn Haraldur Rúnar Karlsson. landrek því að súrefni í sjó nær jafnvægi við jarðskorpu. Lofthjúp- urinn nær einnig jafnvægi við sjó- inn þannig að súrefni í þessum mismunandi hlutum blandast vel saman. Á Mars er landrek ekki fyrir hendi þannig að lofthjúpur- inn hefur einangrast frá jarð- skorpunni." Á Mars eru mikil gljúfur og árdalir sem bendir til þess að þar Vatn frá Mars Hér má sjá sýnishom af vatni frá Mars í glerhylki. hafi verið vatn í fymdinni en það hafi svo allt horfið. Ekki er vitað hvenær það gerðist eða hvers vegna. Að sögn Haraldar vonast sumir til að niðurstöður rann- sóknanna muni segja eitthvað um framti'ð jarðarinnar. Merk- úr, Venus, Jörð og Mars hafi í upphafi verið mjög svipaðar. „Þær eru svipaðar að stærð og talið er að upphaflega hafi þær haft svipaðan lofthjúp. Nú er hann hins vegar afar ólíkur. Á Mars og Venus er aðallega koldíoxíð en hér er mikið súrefni sem varð til fyrir tilstuðlan lífvera,“ segir hann. „Ýmsir hafa verið með til- gátur vegna þessa en við höfum hins vegar látið þessar niðurstöð- ur nægja en ekki sett fram frek- ari tilgátur um framtíð jarðarinn- ar,“ segir hann. INNANHÚSSRANNSÓKN hjá Almennings- vögnum bs. og undirverktaka þeirra, Hag- vögnum, kom upp um fjárdrátt fjögurra starfsmanna þvottastöðvar Hagvagna úr far- gjaldabaukum strætisvagna fyrirtækisins. Settir voru merktir peningaseðlar í baukana og þegar þeir komu ekki allir fram er talið var upp úr baukunum var hringurinn þrengd- ur um viðkomandi. Rannsóknarlögregla rík- isins hefur nú tekið við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Almennings- vögnum voru það starfsmenn þvottastöðvar Hagvagna, sem opnuðu fargjaldabaukana og tóku úr þeim reiðufé, sem farþegar höfðu greitt fargjaldið með. Um samantekin ráð fjögurra starfsmanna var að ræða, en þeir höfðu meðal annars þann starfa að skipta um peningabauka í vögnunum. Fjárdrátturinn virðist hafa staðið í þó nokkum tíma. Starfsmönnunum fjórum hefur verið sagt upp störfum. Málið er talið að hluta upplýst, þar sem starfs- mennirnir fjórir hafa játað verknaðinn. Ingi- mundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Al- menningsvagna, segir að þeir hafi enn sem kom- ið er ekki greitt til baka það sem þeir tóku úr baukunum. Komið í veg fyrir að endurtaki sig Ingimundur segir að verklagsreglum hjá Hag- vögnum hafí verið breytt og skipt um læsingar á fargjaldabaukunum. Með því eigi að vera búið að koma í veg fyrir að athæfi af þessu tagi endurtaki sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.