Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 7
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUÍJAGUR 11. JÚLÍ 1993
Dr. Guðmundur Ólafsson
Doktor í
guðfræði
GUÐMUNDUR Ólafsson út-
skrifaðist sl. desember með
doktorspróf (Th.D.) í guðfræði
frá Andrews-háskóla í Michig-
an. Doktorsritgerð hans nefnist:
„„The Use of NASA in the
Pentateuch and Its Contribution
to the Concept of Forgiveness."
Hún fjallar um almenna notkun
hebresku orðrótarinnar NS’ í
Mósebókum og hvernig sú notk-
un tengist hugtakinu „að fyrir-
gefa“. Grunnmerking rótarinn-
ar er „að bera e-ð“, og er ein
af þeim orðrótum sem í Gamla
testamentinu er þýdd „að fyrir-
gefa“.
Rannsókn Guðmundar leiddi í
ljós m.a. að þegar orðrótin NS’ er
notuð um fyrirgefningu er ekki
aðeins um hlutlæga augnabliks
sakaruppgjöf að ræða, eins og oft
er talið, heldur persónulega þátt-
töku í þörfum hins seka í formi
umhyggju og aðstoðar. Þessi
merking fyrirgefningar felur ekki
endilega í sér fjarlægingu afleið-
inganna, en er öllu heldur varanleg
jákvæð afstaða og fúsleiki til að
mæta þörfum hins seka og veita
honum nauðsynlegan stuðning í
lífinu. Þessi merking fyrirgefning-
ar fellur vel inn í ummæli Gamla
testamentisins um að fyrirgefning
sé hluti af eðli Guðs (2. Mós. 34.
6,7) og hvatningu Páls postula um
að við berum hvert annars byrðar
og uppfyllum þannig lögmál Krists.
Guðmundur lauk áður M.Div.-
prófi í guðfræði árið 1978, einnig
frá Andrews-háskóla. Hann var
einn þeirra sem voru þýðendum
nýju útgáfu íslensku biblíunnar til
ráðleggingar. Guðmundur er sonur
hjónanna Ólafs Ingimundarsonar
og Rósu Teitsdóttur sem hafa búið
í Keflavík um langt skeið. Hann
kenndi við Hlíðardalsskóla
1962-82 en er nú prófessor í
gamlatestamentisfræðum og bibl-
íutungumálum við Newbold Col-
lege nálægt London í Englandi.
-----»"»-■♦--
Haldlagt
á gambra
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði
á föstudagskvöld hald á 330 lítra
af gambra og 15 lítra af spíra í
húsleit í bænum.
Málið komst upp þegar lögreglan
stöðvaði bíl og leitaði í honum vegna
gruns um viðskipti með landa. 9
lítrar af eimuðum spíra fundust í
bílnum og í kjölfarið fór fram hús-
leit þar sem fannst meiri spíri,
gambri og suðutæki.
Að sögn lögreglu er talið að
framleiðslan í húsinu hafi staðið
yfír síðasta mánuð. Þeir sem áttu
bruggið hafa ekki komið við sögu
lögreglunnar áður.
Bíllinn þveginn og
bónaður á tíu mínútum,
Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með
lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með
drullugum þvottakústi.
Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg-
ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina,
veröndina og sandblásið málningu, sprungur og
m.fl. með þessu undratæki. Orval fylgihluta!
4 TEGUNDIR
Verð m. vsk. frá kr. 19.988 stgr.
REKSTRARVORUR
Réttarhálsi 2,110 Rvík. - simar 31956-685554-Fax 687116
IC.E.VI/ Hobby Háþrýstidælan
• Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráögjöf • O.fl. o.fl.
[l liuj og enn betri bíll]t
ÚtkomaD,er alltaf
perihag
Þú færð sjálfkrafa bíl í næsta stærðarflokki fyrir ofan þann sem þú borgar
fyrir þegar þú kaupir Flug og bíl ferðapakka til Evrópu eða Bandaríkjanna.
Sjáðu heiminn með þínum eigin augum í enn betri bíl.
Tilboðið gildir til eftirfarandi fjögurra borga
Verðdæmi:
Kaupmannahöfn
2 í bíl í A-flokki í eina viku 41.420 kr.*
-en þú færð bíl í B-flokki fyrir sama verð.
Amsterdam
4 í bíl í B-flokki í eina viku 35.355 kr.*
-en þú færð bíl í C-flokki fyrir sama verð.
*Verð miðast við staðgreiðslu og er per mann. Bókunarfyrirvari er 7
dagar. Tilboðið gildir í brottfarir í júlí og ágúst, heimflug má vera í
september. Lágmarksdvöl er ein vika. Hámarksdvöl er einn mánuður.
Flugvallarskattar, forfallagjald og ótakmarkaður akstur er innifalinn.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum um tryggingar
á bílnum.
Lúxemborg
2 í bíl í B-flokki í eina viku 34.910 kr*
-en þú færð bíl í C-flokki fyrir sama verð.
Baltimore
2 í bíl í C-flokki í eina viku 57.080 kr*
-en þú færð bíl í D-flokki fyrir sama verð.
Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn félagsins um allt land, ferðaskrifstofurnar eða
i síma 690300 (svarað alla daga frá 8-18).
V/SA
[W) QATTAS^
vwy EUROCARD
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi