Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 19 nær allir hlutar kynþroska stofns- ins eru nýtanlegir. Það verður að gá að því, að við erum rétt að byija að þreifa okkur áfram, og þannig vitum við ekki heldur um öll veiðanleg mið. Við ætluðum okkur 50 daga á þessu ári til rann- sókna á ígulkeramiðunum. Við erum rétt að byija á því. Það mætti ef til vill ætla að við slíkar kringumstæður myndum við missa frá okkur alla markaði, en okkur til happs er viss sveigjanleiki á markaðnum, sem er einkum í Jap- an. Þetta lofar því góðu og gæti skapað gjaldeyristekjur upp á nokkur hundruð milljónir og það munar um minna,“ segir Hrafn- kell. Drjúg kvikindi Veiði og vinnsla á beitukóngi gæti ef til vill einnig orðið peninga- uppspretta í framtíðinni. Það er áhugi erlendis fyrir beitukóngi og markaðimir eru þekktir. „Mark- aðsmálin með beitukónginn eru ekki vandamálið, þó að verðið sé að vísu í lægri kantinum,“ segir Hrafnkell, „heldur er það veiðin. Veiðihliðin á málinu er einfaldlega ekki leyst. Við vitum ekki nógu mikið um þennan skelfisk og hvar hann er eða hvert hann fer. Fyrir nokkrum árum fór í gang verkefni með beitukónginn. Hann fannst þá í góðu magni í Faxaflóa. Þá var farið að vasast í markaðsmál- um og er tími þótti til þess kom- inn, var aftur haldið á miðin. Þá brá svo við, að lítið fannst af beitu- kóngi og menn vissu ekki hver afdrif hans höfðu orðið. Þetta eru dijúg kvikindi þegar þau taka sig til. Þau fara hægt yfir, en örugg- lega,“ segir Hrafnkell. Áratugs athuganir Hrafnkell segir, að í haust verði liðin tíu ár síðan að menn fóru að huga að tijónukrabba sem útflutn- ingsvöru. Fyrsti athugunarleið- angurinn var aðeins 3 til 4 vikur, en dugði til að finna veiðanlegt magn og skjótt var búið að kanna miðin landið um kring. Veiðarnar „gengu strax upp“, eins og við- mælandi okkar orðar það. Gallinn er bara sá, að tegundin er ekki þekkt á mörkuðum ytra, hvorki austan hafs eða vestan. Náskyldar tegundir eru það hins vegar, Bret- ar og Frakkar veiða og vinna 5-6.000 tonn af skyldri tegund og Bandaríkjamenn og Kanadamenn eru með tugþúsundir tonna til við- bótar fyrir eigin markaði. Tijónu- krabbinn hefur það strax á móti sér við samanburð, að hann er minni og þó góð nýting komi úr dýrinu hæfir það ef til vill ekki nefna í „kæfur og súpur“ eins og Hrafnkell otðar það. Það sníður mönnum strax þrengri stakk. Og ekki nóg með það, heldur fór verksmiðja ein af stað um árið á Akranesi. Var tijónukrabbi þá veiddur og vélhreinsaður um skeið, en gæðin þóttu ekki nægileg og tilraunin fór út um þúfur. „Á sín- um tíma var tijónukrabbinn kynntur kanadískum markaðssér- fræðingum. Lofuðu þeir mjög áferð og gæði kjötsins, og mögu- leikarnir eru því fyrir hendi,“ segir Hrafnkell. Lítt þekktari stærðir Við getum tekið hafkóng fyrir næst, „stóra bróður“ beitukóngs- ins. Mönnum er það kannski enn í fersku minni, er tvær stúlkur veiktust af hafkóngsáti í hófi. í Reykjavík síðastliðinn vetur. Hrafnkell segir að eitrunin hafi stafað af efnum í meltingarkirtlum hafkóngsins og hann sé varasam- ari í allri vinnslu þó svo að hann sé mjög góður til átu. „Eitrunin er þó ekki banvæn nema að borð- að sé meira magn heldur en reikna má með að nokkur maður geti innbyrt," segir Hrafnkell og bend- ir á að hægt sé að komast fyrir eitrun með því einu að skera vel frá meltingarfærum snigilsins. Hafkóngurinn er „inni í myndinni“ eins og viðmælandi okkar segir. „Inni í myndinni" eru einnig tvær tegundir krabba, sem báðar ganga undir nafninu tröllkrabbi, svo og gaddakrabbi, en tegundir þessar veiðast í humartrollin og dýpra, allt niður á meira en 1.000 metra dýpi. Það er óvíst með magnið, en í fljótu bragði virðist það vera töluvert. Það er einnig óvíst með hagkvæmustu veiðiað- ferðina þegar niður á slíkt dýpi er komið. Hvað markaðsmálunum viðvíkur þá eru all margar skyldar tegundir veiddar og þykja góð söluvara. Með réttri kynningu ættu markaðir því að vera fyrir hendi. Nokkurn veginn það sama er að segja um tvær skyldar skelja- tegundir, báruskel og krókskel, sem báðar eru „girnilegar" að mati Hrafnkels. Þær séu mjög svipaðar öðrum tegundum sem veiddar eru í stórum stíl. Hollend- ingar veiða t.d. tugþúsundir tonna af hjartarskel sem er nauðalík. Lítið er vitað um magn þessara tegunda né markaði. Þetta myndu vera nýjar tegundir þó svo að skyldar tegundir séu fyrir. Þá þyrfti að vinna frá grunni veiði- tækni, en engar veiðitilraunir hafa átt sér stað á þessum tegundum hér við land. Sér á báti Þá er eiginlega ekki annað eftir en að nefna kræklinginn, en hann hefur mikla sérstöðu í þessum málum. Hann er nefnilega alinn en ekki veiddur eins og aðrar teg- undir sem hér eru til umræðu. Hér við land er verulegt magn af kræklingi og eldistilraunir sem fram fóru við Hvítanes í Hvalfirði fyrir nokkrum árum þóttu heppn- ast vel. Tókst þar að ala krækling í markaðsstærð á þremur árum, nokkuð sem tekur náttúruna sjálfa 5 til 6 ár að koma í kring. Hér var um svokallað „reipeldi“ að ræða, en þá eru kræídingarnir látnir hanga á reipum í sjónum. Tilraunin fór þó út um þúfur um síðir og kennir Hrafnkell m.a. æðarfuglinum um, en hann „komst á bragðið“ og lét ekki þar við sitja, heldur át stöðugt af reip- unum uns lítið var eftir. í ljósi þess hversu vel þetta þótti þó heppnast þrátt fyrir bíræfna æðar- fugla þá sagðist Hrafnkell vita til þess að einkaaðili hefði í bígerð að framleiða á þessum slóðum 4.500 tonn á ári. „Ástandið á kræklingamark- aðinum er þó nokkuð snúið og þeir sem ætla að koma þar inn og gera það gott verða að hafa gott í höndunum. Ég tel að eina leiðin til að ná árangri með krækl- ing sé að koma því á framfæri að hér sé um vöru úr köldum og tand- urhreinum sjó að ræða, gera fersk- leika sjávar að miðdeplinum. Þetta segi ég vegna þess að stærstu framleiðendurnir geta mjög auð- veldlega aukið framleiðslu sína. Nefni ég sem dæmi Spánveija sem Mikió hef ur verió lagt i aó koma igulkeraveióum af staó i seinni tió. Markaóir eru fyrir hendi og til- raunaveióar hafa lofaó góóu svo langt sem þaó nær. Hrafn- kell segir miklar vonir bundnar vió igulkeraveió- arnar og megi menn alveg vera bjartsýnir i þeim efnum. „Inni i myndinni" eru einnig tvær tegundir krabba, sem báóar ganga undir nafninu tröllkrabbi, svo og gaddakrabbi, en tegundir þess- ar veióast i hum- artrollin og dýpra, allt nióur á meira en 1 .OOO metra dýpi. eru með reipeldi upp á 200.000 tonn á ári og í hlýja sjónum þeirra er kræklingurinn aðeins 9 mánuði að ná markaðsstærð," segir Hrafnkell. Og berst þá talið loks að öð- unni, eða öðuskelinni, sem er ná- skyld kræklingi, en eins og menn vita, nokkuð stærri. Gerð hefur verið misheppnuð tilraun til að bjóða öðu á erlendum mörkuðum einhveiju sinni er atvik höguðu því þannig að nokkur skortur var á kræklingi. Öðunni var hafnað, ekki vegna þess að hún væri slæm á bragðið eða léleg, heldur einfald- lega vegna þess að hún var allt annað dýr. Hún var ekki krækling- ur. Aðan hefur hins vegar hlotið lof fyrir gæði og Hrafnkell segir hana „andsk... girnilega" ogveiðar á henni hefðu þann kost að hægt væri að byija strax, víða er vitað hvar hún heldur sig og vitað er að magnið er talsvert. Aðan er etin í heimabyggðum víða í Norð- ur-Evrópu, en um markaði erlend- is er ekki að ræða. Þá þyrfti að skapa og þar liggur vinnan grafin. Lokaorð Af ofanskráðu fer ekki á milli mála, að þegar sjórinn umhverfís ísland er annars vegar, þá er fleira skelfiskur en humar, rækja og hörpuskel. Margs konar möguleik- ar eru á veiðum og vinnslu og útflutningi á vannýttum tegundum skelfiska. En eins og lesa má bæði beint og á milli línanna, þá er víðast hvar mikið verk óunnið. Afla þarf markaða, auka þarf rannsóknir. Finna þarf bestu mið- in, lifnaðarhætti tegundanna sem um ræðir. Afla upplýsinga um hvað megi veiða mikið án þess að skaða stofna. Finna bestu og hag- kvæmustu veiðiaðferðir. Allt kost- ar þetta peninga og tíma sem eru í eðli sínu fjárfestingar. íslending- ar hafa stundum flanað að hlutun- um, samanber fiskeldið. Væri það gæfuspor stórt ef fallvalt gengi fyrirtækja í fískeldi gæti orðið þeim víti til varnaðar sem hyggja á íjárfestingar í þeirri nýsköpun í atvinnulífmu sem virðist standa til boða í þessum geira. Ef fetað er varlega, en af dug og krafti, þá virðast mörg gullin tækifæri innan seilingar. af fallegum rúmum í ýmsum stærðum og gerðum frá heimsþekktum og virtum framleiðendum svo sem BROYHILL FIJRNITURE og SERTA dýnufyrirtækið sem er eitt stærsta dýnufyrirtæki í U.S.A og rómað fyrir vandaðar dýnur þar sem. þægindi, stuðningur og ending fara saman. Tegund "Southem Charm 385" Höfðagafl Queenl52x203 cm kr. 23.910,- Dýnurammi 152x203 cm kr. 5.960,- Tapestry Elite Firm dýna 152x203 kr. 80.820,- Náttborð kr. 23.230,- stk. Kommóða 5 sk. nr. 385-004 kr. 38.240,- Tvöföld kommóða nr. 385-021 kr. 39.620,- Spegill nr. 385-028 kr. 12.980,- Greiðslukjör til margra mánaða. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.