Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
25
til að miðla af til þeirra sem hega
baráttuna við eyðimerkurnar. Is-
lendingar búa yfir víðtækri þekk-
ingu allt frá aðferðum við að rann-
saka og meta eyðingu og ástand
lands til þess að finna og rækta
hentugar tegundir til landgræðslu.
Hér er stundað markvisst fræðslu-
starf til þess að gera landeigend-
um og almenningi sem ljósasta
ábyrgð sína á landinu. Þá standa
íslendingar framarlega í rann-
sóknum á aðferðum til að nota
sjálfgræðslu við endurheimt land-
gæða. Segja má að í landinu sé
að finna einstaka aðstöðu til rann-
sókna á öllum þessum sviðum og
leitunar úrræða sem geta haft al-
þjóðlegt gildi vegna fjölbreytileika
landsins sjálfs og langrar baráttu
við eyðingaröflin.
Það er fyllilega tímabært að
huga í alvöru að því að koma á
fót á íslandi alþjóðlegri rann-
Þaó er fyllilega
tímabært aó
huga í alvöru
aó því aó koma
á ffót á islandi
alþjóólegri
rannsókna- og
þróunarstofn-
un á sviói
jaróvegs-
verndar og
landgræóslu.
sókna- og þróunarstofnun á sviði
jarðvegsvemdar og landgræðslu.
Slík stofnun gæti spymt kröftug-
lega gegn dvínandi fjárframlögum
til rannsóknastarfs á þessu sviði
sem er hvorki í samræmi við þörf-
ina né framlög til framkvæmda.
Það er einföld staðreynd að föst
framlög til rannsókna vegna jarð-
vegsverndar og landgræðslu hafa
verið skorin hér niður jafnframt
fjárveitingum til annarra rann-
sókna á sviði landbúnaðar. Stofn-
un alþjóðlegrar rannsóknastöðvar
gæti snúið við þeirri öfugþróun.
íslenska þjóðin hefur gefið fyr-
irheit um að auka þróunaraðstoð
og stefnt er að því að landið standi
hlutfallslega jafnfætis öðrum nor-
rænum þjóðum í þeim efnum áður
en langt um líður. Flestum er ljóst
að íslendingar geta kennt fátæk-
um ríkjum margt um fiskveiðar
og nýtingu sjávarfangs. En þetta
á ekki síður við um baráttuna við
eyðingaröflin. Það er trú undirrit-
aðs og margra annarra sem til
þekkja að á þessu sviði hafi ísland
mikilvægt hlutverk. En til þess
þarf að skapa öflugan málsvara
sem hægt er að tefla fram í sam-
starfinu við aðrar þjóðir í barátt-
unni við að stöðva framrás eyði-
marka. Alþjóðleg rannsóknastofn-
un á sviði jarðvegsverndar og land-
græðslu kann einmitt að vera
heppilegasti vettvangurinn fyrir
slíkt starf. Kannski getur dýrkeypt
reynsla íslendinga megnað að
hjálpa öðrum þjóðum að kljást við
eyðingaröflin og um leið bætt
árangur okkar heima fyrir og orð-
spor okkar á alþjóðlegum vett-
vangi svo um munar. Slík ímynd
er ekki lítils verð fyrir þjóð sem
byggir afkomu sína á náttúruaf-
urðum.
Höfundur er jarðyegsfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun
Inndbúnaðarins.
I
Systkinin sjö frá Bolungarvik.
Vagnsbörn með
nýja hljómplötu
SYSTKININ sjö frá Bolungarvík, Vagnsbörn sem slógu öll
sölumet með hljómplötu sinni Hönd í hönd — uppáhaldslögin
hans pabba, fyrir um það bil tveimur árum, eru um þessar
mundir að fylgja annarri hljómplötu sinni úr hlaði. Hún ber
heitið Vagg og velta — með Vagnsbörnum að vestan. Platan
kemur á markaðinn á tímabilinu 16.-20. júlí.
Systkinin, þau Ingibjörg, Soffía,
Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur
og Þórður, eyddu páskavikunni
saman úti í Þýskalandi við upptök-
ur en Hrólfur sem þar er búsettur
á og rekur þar eigið hljóðver.
Nú, eins og síðast, velja þau
systkinin lög frá gömlum tíma,
enda eru þau hluti af æskuminn-
ingum þeirra eins og þau segja
sjálf á plötuumslaginu og sér til
sérstakrar aðstoðar fengu þau
merkismann úr ísafjarðardjúpi,
Siguijón Samúelsson hljómplötu-
safnara, en hann á nánast allar
íslenskar hljómplötur sem gefnar
hafa verið út frá upphafi auk fjölda
annarra fáheyrðra upptaka.
Á plötunni eru sextán lög sem
öll voru þekkt hér á árum áður.
Eins og flestir muna gáfu þau
systkinin allan ágóða af fyrri
hljómplötunni til Slysavarnafélags
íslands sem sá um sölu hennar,
en það var leið þeirra til að minn-
ast föður síns og mágs sem báðir
fórust í sjóslysi í ísafjarðardjúpi í
desember 1990.
Að þessu sinni munu systkinin
gefa geislaplötuna út sjálf þar sem
Slysavamafélag íslands sá sér
ekki fært að þiggja boð þeirra um
sölu plötunnar sem fjáröflun fyrir
félagið, en Skífan mun sjá um
dreifingu. Vagg og velta — með
Vagnsbörnum að vestan, mun fást
bæði á geislaplötu og snældu.
L O K A Ð
Á MORGUN MÁNUDAG
ÚTSALAN
HEFST Á ÞRIÐJUDAG
RR-SKÓR |U
KRINGLUNNI, SÍMI 686062
LAUGAVEGI 60, SÍMI 629092
TILBOÐ ÓSKAST
i Jeep Wrangler Renegade 4x4, árgerð '91 (ekinn 25
þús. mílur), Pontiac Sunbird GTTurbo, árgerð '90,
Ford Bronco U-15 4x4, árgerð ’87 og aðrar bifreiðar,
erverða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn
13. júlíkl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Allis Chalmers gafallyftara
6000 Ibs., árgerð '75 og Davey loftpressu á vagni
250 CFM diesel, árgerð '82.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARN ARLIÐSEIGNA
GOTT GHENGIS-FALL
Austmlensk afmælishátíð á hálfvirði
GOTT GHENGISFALL/MOGOLIAN BARB
Þrátt fyrir að veldi Ghengis Khan hafi fallið, lifir
matargerðarlist hans tíma enn í dag. í fjögur ár hefur
Mongolian Barbecue boðið íslendingum upp á þessa
ljúffengu arfleifð keisarans. í tilefni afmælisins
bjóðum við þér og íjölskyldunni til austurlenskrar
veislu í dag á ævintýralegu verði; allt sem þú getur
í þig látið fyrir 790 kr.
Þetta er sannarlega keisaralegt ghengis-fall og til að
kóróna það greiða böm undir 12 ára aldri
aðeins 490 kr.
Mongolian Barbecue
Grensásvegi 7 • Sími 688311
\K a u p m a n n a h ö f n • M a 1 m ö • Stuttgart • Reykjavík