Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
Hjónaminning
Guðný Pétursdóttir
og Guðni Jónsson,
Reykholti, Eskifirði
Guðný:
Fædd 4. nóvember 1891
Dáin 22. júní 1993
Guðni:
Fæddur 26. júlí 1891
Dáinn 29. desember 1974
Laugardaginn 3. júlí 1993
fylgdum við ömmu okkar til grafar
frá Eskifjarðarkirkju. í grein þess-
ari minnumst við hennar og afa
okkar í nokkrum orðum.
Amma var fædd á Þuríðarstöð-
um í Eyvindarárdal á Fljótsdals-
héraði. Foreldrar hennar voru Pét-
ur Sigurðsson landpóstur og kona
hans, Anna Einarsdóttir. Amma
var elst systkina sinna sem hétu
Árni og Jarþrúður, bæði látin.
Amma fluttist nokkurra mán-
aða með foreldrum sínum til
Högnastaða í Helgustaðahreppi
þar sem hún ólst upp til átta ára
aldurs. Þá lést móðir hennar. Hún
fluttist þá að Borgum í Eskifírði
til fósturforeldra sinna, Sigur-
bjargar Guðmundsdóttur og
Tryggva Hallgrímssonar, og var
hjá þeim þar til hún fór til Reykja-
víkur til náms í karlmannafata-
saumi. Amma átti tvö fóstursystk-
ini. Fóstursystir hennar og jafn-
aldra, Aðalbjörg Tryggvadóttir,
lifír enn og býr á dvalarheimilinu
Lönguhlíð í Reykjavík en fóstur-
bróðir hennar, Ragnar Tryggva-
son, er látinn fyrir mörgum árum.
Afí okkar var fæddur á Eiríks-
stöðum í Fossárdal við Berufjörð.
Foreldrar hans voru Jón Gíslason
landpóstur og Guðný Björg
Guðiiadóttir. Auk afa áttu þau
Gísla sem bjó á Eskifírði og er
látinn fyrir mörgum árum. Þegar
afí var tveggja ára gamall fluttust
foreldrar hans að Sjólist á Eski-
fírði þar sem hann ólst upp þang-
að til hann fór til Reykjavíkur í
iðnnám og lærði húsgagnasmíði.
Að námi loknu sneri hann aftur
til Eskifjarðar þar sem hann stofn-
setti árið 1912 trésmíðaverkstæði,
sem hann starfrækti til æviloka.
Afí og amma giftust á sumar-
daginn fyrsta 1912 og hófu bú-
skap sinn í Sjólist. Árið 1936 flutt-
ust þau í nýbyggt eigið húnæði,
Reykholt. En í millitíðinni bjuggu
þau víðar á Eskifírði, lengst af á
Grund sem þau áttu um tíma.
Reykholt er tvílyft hús sem stend-
ur við Strandgötuna hjá Ljósánni.
Á neðri hæð hússins rak afí verk-
stæðið en íbúðin var á efri hæðinni.
Afi og amma eignuðust fjögur
börn; Hjalta, f. 9. júlí 1912, d. 21.
desember 1987. Hann vartrésmið-
ur og orelleikari Eskifjarðarkirkju
til margra ára, kvæntur Jónínu
Guðmundsdóttur sem er látin.
Sonur þeirra er Ásbjörn Vignir
málari á Eskifírði. Vilberg ljós-
myndara á Eskifírði, f. 4. desem-
ber 1924, kvæntur Fanneyju
Guðnadóttur. Guðna Sigþór, hljóð-
færaleikara í Reykjavík, f. 8. nóv-
ember 1926, d. 25. febrúar 1993
og móður okkar, Steinunni hús-
móður á Egilsstöðum, f. 30. ágúst
1930, gift Þórði Stefáni Bene-
diktssyni sem er látinn. Við, börn
þeirra, erum sjö talsins.
Við systkinin eigum afar kærar
minningar um afa okkar og ömmu.
Við bjuggum á Egilsstöðum og
flest okkar dvöldu um lengri eða
skemmri tíma hjá þeim í bam-
æsku. Auk þess voru ófáir sunnu-
dagamir sem nýttir vora í heim-
sóknir til þeirra í Reykholt. Þar
var vel tekið á móti okkur. Við
bömin lékum okkur við ána, í frjör-
unni og við timburgeymsluna neð-
an vegar og komum svo inn og
fengum kakó og aðrar velgjörn-
ingar hjá ömmu.
Allt húsið og umhverfí þess
skipar stóran sess í minningu okk-
ar; lyktin — sambland af trjáilmi
og límsuðu — snarbrattur stiginn
upp á efri hæðina með grindverki
á palli og hliði fyrir, kolaeldavélin
sem við fengum iðulega að bæta
kolum og timburafgöngum í og
olíuofnamir. Sjórinn, bryggjurnar,
drekkhlaðnir síldarbátamir,
bræðslureykur og sjávarilmur. Allt
var þetta spennandi og lærdóms-
ríkt fyrir okkur bömin ofan af
Héraði. Þetta ásamt ótal mörgum
smáatriðum öðram myndar hug-
ljúfan vef minninga sem yljar um
hjartarætumar.
Um nálægt 60 ára skeið starf-
aði amma að iðngrein sinni, saum-
aði karlmannafatnað og íslenska
kvenbúninga. Til gamans má geta
þess að síðasta upphlutinn saum-
aði hún á litla telpu og var þá
komin á áttræðisaldur. Allan tím-
ann notaði hún eingöngu handsn-
úna saumavél sem faðir hennar
gaf henni, þegar hún kom heim
frá námi sínu í Reykjavík. Vélin
var mjög fullkomin á þess tíma
mælikvarða. Ömmu þótti afar
vænt um vélina og er hún til enn
í góðu lagi. Amma skóp fjölskyldu
sinni myndarlegt heimili og hún
var okkur systkinunum og síðar
börnum okkar alltaf mjög góð.
Á verkstæðinu smíðaði afí allt
milli himins og jarðar. Hann lifði
tímana tvenna í þeim efnum. Sér-
hæfíng var lítil á fyrri hluta aldar-
innar svo verkefni hans voru allt
frá húsum og húsgögnum til
myndaramma og leikfanga. Auk
þess smíðaði hann líkkistur um
langt skeið. Verkfæri hans frá
fyrstu áranum hafa mörg fengið
samastað á Sjóminjasafninu á
Eskifírði. Á efri áram hans kom
Hjalti meira og meira til liðs við
afa á verkstæðinu. Þá voru komn-
ar til nýrri vélar og tækni en verk-
efnin vora eftir sem áður hin fjöl-
breyttustu.
Tónlistin skipaði stóran sess á
heimili afa og ömmu. Á yngri áram
tók afi virkan þátt í tónlistarlífínu
á Eskifirði með sonum sínum, en
við minnumst aðallega áhuga hans
á djasstónlist og mikillar aðdáunar
á Luis Armstrong.
Eftir að afí lést bjó amma í
Reykholti fram yfír níræðisaldur
með Hjalta syni sínum, þá á Egils-
stöðum hjá mömmu, síðan á elli-
heimilinu á Eskifirði, fyrst í Há-
túni og svo í Hulduhlíð eftir að
það kom til.
Starfsfólki elliheimilisins færam
við okkar bestu þakkir fyrir ágæta
umönnun ömmu okkar síðustu
æviár hennar.
Börn Steinunnar.
Loftur Baldvins-
son - Minning
Fæddur 27. desember 1936
Dáinn 5. júlí 1993
Ingibjörg Edith
Möller — Kveðja
Dáinn, horfínn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
(Jónas Hallgrímsson)
Það var mikil harmafregn að
náinn vinur og samstarfsmaður um
árabil hefði skyndilega og langt
fyrir aldur fram horfið úr hópi okk-
ar. Loftur með sína miklu starfs-
gleði og fullan áhuga á viðfangs-
efnum sínum, en á svipstundu tók
atburðarásin stefnu, sem enginn
mannlegur máttúr fékk við ráðið.
Því er erfítt að trúa að þessi góði
vinur skuli vera horfínn yfír móð-
una miklu. Undanfarnar vikur átt-
um við oft gott spjall um lífið og
tilverana. Það mátti fínna að hann
lifði í sátt við sig og sína og björt-
um augum leit hann til framtíðar,
en lífíð var honum ekki alltaf dans
á rósum.
Loftur fæddist á Vegamótum á
Dalvík 27. desember 1936. Foreldr-
ar hans voru Baldvin Gunnlaugur
Loftsson, útgerðarmaður og verk-
stjóri á Dalvík, f. 28. desember
1910, d. 11. janúar 1978, og kona
hans, Bergþóra Jónsdóttir, f. 7.
desember 1917, d. 16. apríí 1976.
Það vora bæði af eyfírskum ætt-
um. Baldvin var sonur Lofts Bald-
vinssonar, útvegsbónda á Böggvis-
stöðum, og konu hans, Guðrúnar
Friðfinnsdóttur. Bergþóra var dótt-
ir Jóns Arngrímssonar, fískimats-
manns á Dalvík, og konu hans,
Sigurbjargar, Ágústsdóttur.
Systkini Lofts voru þrjú: Amdís
Sigríður, f. 8. maí 1942, skrifstofu-
maður og húsfreyja á Kristnesi,
gift Þorsteini Eiríkssyni, húsa-
smíðameistara og umsjónarmanni
Kristnesspítala; Jón Þórir, f. 1.
apríl 1954, útgerðartæknir og
skrifstofumaður á Dalvík, kvæntur
Kristjönu Svandísi Kristinsdóttur;
Guðlaug, f. 8. október 1960, hag-
fræðingur, gift Hákoni Óla Guð-
mundssyni, rafeindaverkfræðingi.
Loftur ólst upp á Dalvík. Arið
1957 varð hann stúdent frá MA
og næstu tvö árin stundaði hann
nám í verkfræði við Háskóla ís-
lands. Á árunum 1960-71 var hann
framkvæmdastjóri Skipasmíða-
stöðvar. Njarðvíkur. Síðan starfaði
hann við skrifstofustörf í Reykja-
vík, hjá Skrifvélinni 1972-75, Bú-
stofni 1976-78, en hjá Málara-
meistaranum 1979-89, að hann
sneri sér alfarið að rekstri eigin
bókhaldsþjónustu, sem hann hafði
rekið samhliða fyrri störfum. Hann
hafði sína föstu viðskiptavini sem
þekktu og treystu glöggskyggni
hans og nákvæmni. Málin voru í
öraggum höndum hjá Lofti.
Loftur kvæntist 27. desember
1959 Sigrún Dúfu Helgadóttur, f.
25. október 1942. Þau skildu 1975.
Böm þeirra eru: Baldvin, f. 4. ágúst
1960 í Reykjavík, vélfræðingur,
yfírvélstjóri á Akureyri. Kona hans
er Guðrún Ásta Herlufsen Franks
og eiga þau þijú börn: Loft, Þórð
og Bryndísi; Helgi, f. 13. nóvember
1961 í Ytri-Njarðvik, starfsmaður
LIN í Reykjavík. Kona hans er
Guðný Þorvaldsdóttir, aðstoðar-
stúlka tannlæknis, og eiga þau einn
son, Daníei. Fóstursonur Helga er
Þorvaldur Konráðsson; Finnur, f.
28. mars 1963 í Reykjavík, vél-
fræðingur á Akureyri. Kona hans
er Harpa Svavarsdóttir, fóstra.
Böm þeirra eru Helga og B'rynja;
Ólöf, f. 22. nóvember 1965 í Kefla-
vík, nemi í dýralækningum í Kaup-
mannahöfn. Maður hennar er Vil-
hjálmur Kristinn Garðarsson,
prentsmiður. Þau eiga einn son,
Daða.
Um skeið bjó Loftur með Ingi-
björgu Gunnþórsdóttur, f. 24. júní
1946, verslunarmanni. Þau slitu
samvistir.
Undanfarin misseri bjó Loftur
með Kristjönu J. Riehter, píanó-
kennara. Vora þau nýbúin að koma
sér vel fyrir í einbýlishúsi þegar
hið óvænta kall kom.
Áhugamál Lofts voru hin síðari
ár aðallega ættfræðigrúsk og bóka-
söfnun. Hann fékkst nokkuð við
ættfræðiskráningu og gaf út niðja-
tal, framættir og frændgarð afa
síns og ömmu, Lofts Baldvinssonar
og konu hans, Guðrúnar Friðfinns-
dóttur (1988) og Grundarættin var
í smíðum hjá honum. Aðaláherslu
lagði hann á bókasöfnun og öflun
gagna, sem hann ætlaði að sökkva
sér í þegar mesta annríkinu við
brauðstritið linnti. Sá tími gafst
honum því miður aldrei.
í rúman áratug höfðum við mik-
ið saman að sælda. Reyndist hann
mér og fjölskyldu minni góður vin-
ur, sem við eram þakklát fyrir og
söknum við hans öll með sárum
trega. Með Lofti ver genginn góður
drengur.
Fjölskyldu hans sendum við
Hrefna okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
hans.
Þorsteinn Jónsson.
Fædd 18. febrúar 1930
Dáin 24. júní 1993
Föstudaginn 2. júlí fór fram
frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
útför Ingibjargar Edithar Möller,
ræstingastjóra á Reykjalundi.
Edith, eins og hún var ávallt
kölluð, var af þýsku bergi brotin,
'frá litlu þorpi í Austur-Þýska-
landi. Faðir hennar var bóndi og
malaði kornið fyrir hina bænd-
urna. Þær voru fimm systurnar
og leiðir þriggja þeirra áttu eftir
að liggja til Islands.
Edith hefur verið níu ára göm-
ul þegar síðari heimsstyijöldin
braust út og 15 ára þegar þeim
hildarleik lauk, þannig að hún
upplifir þessa martröð á ein-
hveiju viðkvæmasta skeiði lífs
síns. Hún missir móður sína og
flyst til Lúbeck. Þar giftir hún
sig og eignast synina Ove og
Gunnar. Leiðir hennar og eigin-
mannsins skilja og árið 1964
heldur hún til íslands með syni
sína með sér. Tvær systra henn-
ar, þær Nanna Renata og Katrín,
voru þegar komnar til Islands.
Hinn 1. september 1968 hefst
starf Edithar á Reykjalundi og
vann hún þar óslitið í næstum
25 ár. Það er á engan hallað þó
að fullyrt sé að Edith hafi verið
einhver sá besti og samviskusam-
asti starfskraftur sem starfað
hefur á Reykjalundi. Hún var
vakin og sofin yfir starfi sínu,
létt á sér og hljóp oft er hún var
að störfum. Og hvernig hún
hugsaði um blómin á Reykjalundi
lýsir henni best.
Edith var aðlaðandi og greind
kona sem gaman var að ræða
við. Ég gleymi ekki viðbrögðum
hennar þegar fréttist um hrun
múrsins. Hún þorði varla að trúa
þessu, en gleði hennar var mikil.
Við ræddum stöðu mála og hún
sagði: „í sumar get ég farið heim
og hitt fólkið mitt heima.“ Hún
hafði að vísu farið til Vestur-
Þýskalands og hitt fólkið sitt á
einhveijum stað þar. Nýlega átti
ég þess kost að skoða leifar
múrsins og vera í Astur-Berlín.
Hugur minn fylltist reiði. Hvílík
hneisa fyrir allt mannlíf að tak-
ast skyldi að reisa þennan múr
og splundra heilli þjóð. Mér varð
hugsað til Edithar og hvað hún
hefur þurft að ganga í gegnum
í sínu lífi. Ég hafði hugsað mér
að ræða við hana er ég kæmi
heim, en til gafst ekki tækifæri
né tími.
Edith varð fyrir þeirri miklu
sorg að missa eldri soninn, Ove,
af slysförum árið 1972, en hann
var þá 25 ára. Yngri sonurinn,
Gunnar, sem er iðnaðarmaður,
hélt heimili með móður sinni á
Njálsgötu 8 í Reykjavík. Edith
réðst í að kaupa það hús og
byggði við það. Hafði hún um
nokkur ár haft þá aukabúgrein
yfir sumarmánuðina að leigja
ferðamönnum herbergi með
morgunmat og einnig Ieigði hún
skólafólki. Svo að Edith kom víða
við enda lék allt í höndunum á
henni.
Fyrir um það bil ári síðan
veiktist Edith af hjartaskúkdómi.
Fór hún í hjartaþræðingu og síð-
an í uppskurð, en komst eigi í
gegnum þá þraut. Hún lést sólar-
hringi síðar, 24. júní.
Ævisól Edithar var hnigin til
viðar. Syni hennar og öðrum að-
standendum sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegar samúðar-
kveðjur. Minningin um góða og
vammlausa konu lifir. Hvíl í friði.
Ingibjörg Ólafsdóttir.