Morgunblaðið - 11.07.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRIÐRIK INDRIÐASON
fisk til vinnslu í vetur og vor og
þetta hefur komið mjög hag-
stætt út fyrir okkur.“
Rúm 1.600 tonn hjá FS
Fiskmarkaðirnir um land allt
hafa nær allir báta í einhveiju
formi af tonn á móti tonni-við-
skiptum hjá sér. Umfangsmestur
af þeim er Fiskmarkaður Suður-
nesja en frá áramótum hefur
hann fengið rúmlega 1.600 tonn
til sölu með þessum hætti eða
að jafnaði 50-100 tonn á viku
af 25-40 bátum. Ólafur Þór Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
FS, segir að ef markaðurinn
hefði ekki farið út í þessi við-
skipti um síðustu áramót hefðu
þeir þurft að horfa upp á eigin
jarðarför og stórum hluta af
bátaflotanum á Suðurnesjum
þyrfti að leggja. „Salan hjá okk-
ur minnkaði stórlega milli ár-
anna 1991 og 1992 vegna þess
að bátarnir lönduðu afla sínum
annarsstaðar, mikið í tonn á
móti tonni-viðskiptum, og því
gripum við til þessa ráðs,“ segir
Olafur, en FS kaupir kvóta á
kvótamörkuðum og fær báta til
að veiða hann fyrir sig.
Ólafur Þór segir að hann viti
ekki til annars en að allir aðilar
séu ánægðir með útkomuna úr
þessum viðskiptum hingað til
enda hafi þau skapað aukna at-
vinnu hjá sjómönnum á svæðinu.
Hann eigi því bágt með að sjá
af hveiju Sjómannasambandið
telur viðskiptin vera á gráu
svæði.
Úttekt
Sjómannasambandsins
Hólmgeir Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands segir að samband-
ið sé nú að gera heildarúttekt á
viðskiptum með kvóta og verði
sú úttekt tílbúin í haust þegar
alþingi fer að ræða breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða. í
máli hans kemur fram að sam-
bandið er nú að undirbúa mál-
sókn fyrir dómstólum í sjö mál-
um um kvótakaup útgerðar-
manna sem leitt hafa til kjara-
skerðingar fyrir sjómenn. Þar af
séu þijú mál þegar komin í hend-
ur lögfræðinga en fjögur á leið
þangað. Öll þessi mál snúast um
bein kaup á kvóta en ekki tonn
á móti tonni-viðskipti.
„Þótt væntanleg málaferli
snúist ekki um tonn á móti tonni-
viðskiptin teljum við þau vera á
gráu svæði og ætlum að kanna
þau einnig enda skipta fjármunir
um hendur í þeim eins og hinum
kvótaviðskiptunum,“ segir
Hólmgeir. „Allar okkar upplýs-
ingar verða síðan gerðar opin-
berar í haust. Hvað málin sjö
varðar eru þau öll þess eðlis að
kæruefni þeirra er að uppgjör
er ekki í samræmi við verðmæti
selds afla. Uppgjörið er lækkað
um kaup á kvóta sem ekki er
leyfilegt.“
Hólmgeir segir að einnig sé
Ijóst að í tonn á inóti tonni-við-
skiptum sé verið að lækka fis-
kverðið en erfiðara sé að ná utan
um slík dæmi þar sem fiskverð
er fijálst. „Við einbeitum okkur
að beinum kaupum á kvóta enda
mörg slæm dæmi þar um kjara-
skerðingu og jafnvel dæmi þess
að útgerð hafi látið sjómenn taka
þátt í kvótakaupum sem síðan
áttu sér ekki stað,“ segir Hólm-
geir. „En þetta kemur allt í ljós
í haust.“
Yfír 7.000 tonna leigukvóti
færður á minni fískiskip
Sjómannasambandið undirbýr málsókn í sjö kvótakaupamálum
KVÓTAVIÐSKIPTI þar sem stórar útgerðir láta minni fiski-
skip veiða fyrir sig kvóta eða kaup útgerðarmanna á kvóta
sín í millum hafa töluvert verið til umræðu í vetur og vor.
Gróflega má flokka þessi viðskipti í tvennt, annars vegar
svokölluð tonn á móti tonni og hins vegar bein kaup. Lætur
nærri að með þessum hætti hafi yfir 7.000 tonna leigukvóti
af þorski færst yfir á minni fiskiskip á þessu kvótaári. Þar
af voru yfir 5.000 tonn af þorski flutt á Reykjanesið úr öðr-
um kjördæmum. Sjómannasamband Islands hefur mótmælt
frjálsu framsali á kvóta enda telur það að í mörgum tilfellum
þar sem um bein kaup er að ræða sé brotið í bága við kjara-
samninga sjómanna. Er nú í undirbúningi málsókn í sjö slík-
um málum hjá sambandinu. Engin málsókn er vegna tonns
á móti tonni-viðskipta en Sjómannasambandið telur þau við-
skipti á gráu svæði og vinnur að könnun á þeim. Þeir útgerð-
armenn sem Iátið hafa minni báta veiða fyrir sig í tonn á
móti tonni-viðskiptum segja að slíkt endurspegli breytingu á
sóknarmynstri í flotanum þar sem erfiðara er orðið að sækja
þorsk á stærri skipunum en betur gangi á þeim minni. Hag-
kvæmara sé að láta minni bátana sækja aflann og það sé af
hinu góða. Ennfremur hafi þessi viðskipti leitt til þess að
siglingar með ferskan fisk út hafi minnkað verulega.
kvótamarkaði fyrir 35 krónur
kílóið. Síðan fær markaðurinn
bát í tonn á móti tonni-viðskipti
þannig að báturinn leggur upp
tvö tonn hjá markaðinum, þ.e.
eitt frá sér og eitt fyrir markað-
inn. Algengt verð á markaðinum
er 80 kr. fyrir kg þannig að sam-
tals fást 160.000 krónur fyrir
aflann. Af þessari upphæð er
kvótaverðið dregið þannig að til
skipta koma 125.000 krónur eða
62,50 kr. fyrir kg.
Jafna dreifingu á hráefni
Einar Svansson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Skagfirðings hf. á Sauðárkróki,
segir að fyrirtækið hafi stundað
tonn á móti tonni-viðskipti um
langan tíma því með þeim geti
það minnkað áhættuna af veið-
„Að mínu mati hefur þetta dæmi
gengið vel upp fyrir báða aðila
enda beggja hagur. Lægra verð
fyrir aflann er vegið upp með
meira aflamagni enda henta
þessi viðskipti best miklum afla-
skipum,“ segir Einar. „Hag-
kvæmnin fyrir Fiskiðjuna felst
meðal annars í því að togarar
fyrirtækisins geta á meðan sótt
í aðrar tegundir eins og rækju
eða karfa.“
Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa, tekur undir þau
sjónarmið að þessi viðskipti skapi
jafnari dreifingu á hráefni fyrir
fiskvinnsluna. ÚA er nokkuð
stórtækt í þessum viðskiptum því
það hefur togarann Frosta frá
Grenivík í þeim og hefur hann
skilað 1.000 tonnum til vinnsl-
Hvergi er að finna nákvæmar
tölur um viðskipti með
leigukvóta yfir landið í heild en
gróflega má sjá umfang þeirra
með því að skoða botnfiskkvótat-
ilfærslur milli kjördæma lands-
ins. Á kvótaárinu sem nú stendur
yfir nema þessar tilfærslur nær
10.000 tonnum í þorskígildum
og hafa aukist um nær 3.000
tonn frá kvótaárinu þar á undan.
Megnið af tonn á móti tonni-
viðskiptum eru í þorski. Sam-
kvæmt yfirliti sem Fiskistofa
hefur unnið um botnfiskkvótatil-
færslurnar kemur í ljós að flutn-
ingur á þorskkvóta milli kjör-
dæma er lang umfangsmestur
, frá Vestíjörðum og Norðurlandi
og til Reykjaness. Þannig hafa
5.200 tonn af þorski verið flutt
til Reykjaness og 2.000 tonn til
Vesturlands en á móti hafa rúm-
lega 2.100 tonn af þorski verið
flutt frá Vestfjörðum, rúmlega
1.000 tonn frá Norðurlandi
vestra og rúmleg;a 1.800 tonn
frá Norðurlandi eystra. Frá
Reykjavík hafa verið flutt um
1.600 tonn af þorski en færslur
til og frá öðrum kjördæmum eru
undir 1.000 tonnum.
Þetta er á sömu nótum og til-
færslumar voru kvótaárið
1991-92 en þá fluttust tæp 7.000
tonn af þorskígildum frá Norður-
landi í aðra fjórðunga, þar af
4.800 tonn á Suðurnesin. Mun
meira var flutt frá Norðurlandi
vestra en eystra eða rúm 5.700
tonn á móti rúmum 1.900 tonn-
um. í frétt Morgunblaðsins frá
því í lok febrúar sl. um málið
segir Kristján Skarphéðinsson,
deildarstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu, m.a. að inn í þessum
tðlum sé mikið af flutningi af
togurum fyrir norðan á báta fyr-
ir sunnan og þetta sýni hag-
kvæmni kvótakerfisins í verki
því togaraveiðin fyrir norðan
brást en sæmilegur afli var hjá
bátum fyrir sunnan. Afli bátanna
fyrir sunnan var síðan fluttur til
vinnslu í fiskvinnsluhúsin fyrir
norðan. Þessi flutningur á milli
Norðurlands og Suðurnesja var
að langmestu leyti tonn á móti
tonni-viðskipti.
um og jafnað hráefnisstreymið í
gegnum vinnsluna. Auk þess
Iosni fyrirtækið við að geyma
kvóta á milli kvótaára með þess-
um hætti.
„Þetta er ein leiðin til að sam-
eina aflaheimildir og líta má á
þessi viðskipti sem hagræðingu
innan kvótakerfisins,“ segir Ein-
ar. „Með þessu skapast aukin
vinna fyrir sjómenn og hag-
kvæmnin fyrir þjóðarbúið skilar
sér í því að stórlega hefur dreg-
ið úr útflutningi á óunnum fiski,
til dæmis á Bretlandsmarkað."
Aðspurður um fjölda þeirra
báta sem Fiskiðjan hefur að jafn-
aði í viðskiptum sem þessum
segir Einar að það fari eftir árs-
tíðum en að öllu jöfnu liggi fjöld-
inn á bilinu 10-15 bátar og að
verulegur hluti þess hráefnis sem
komi til vinnslu á Sauðárkrók
fáist í gegnum þessi viðskipti.
unnar frá því í vetur, það er 500
tonnum af sínum kvóta og 500
tonnum af kvóta ÚA. „Við erum
einnig með báta í tonn á móti
tonni-viðskiptum en ekki marga,
mest 2-3 á viku,“ segir Gunnar.
„Það fer eftir því hvaða staða
er á hráefni í vinnslunni.“
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn
sem gerir út togarann Stakfell
hefur nýtt botnfiskkvótann af
togaranum til að hafa báta í tonn
á móti tonni-viðskiptum á meðan
togarinn hefur stundað rækju-
veiðar. Jóhann Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar-
innar, segir að þeir geti stutt
vinnsluna með því að spila dæm-
ið svona. „Það hafa 5-6 bátar
lagt upp hjá okkur og að hluta
til höfum við nýtt kvóta togarans
í tonn á móti tonni-viðskipti við
þá,“ segir Jóhann. „í staðinn
höfum við fengið ágætan neta-
Tonn á móti tonni
Til að útskýra hvað átt er við
með tonn á móti tonni-viðskipt-
um má taka tvö dæmi, fisk-
vinnslu sem lætur bát afla fyrir
sig og fiskmarkað sem lætur bát
afla fyrir sig. í fyrra tilvikinu á
vinnslan 1 tonn af kvóta og fær
bát í viðskipti sem einnig á 1
tonn af kvóta þannig að samtals
landar báturinn hjá vinnslunni
tveimur tonnum. Venjulega er
þá verðið fyrir kg fastákveðið
og algengt verð í þessum við-
skiptum er nú 53 krónur kg.
Þannig fær báturinn 106 þúsund
krónur í sinn hlut úr þessum við-
skiptum. Hagkvæmnin fyrir bát-
inn er aukinn afli og fyrir vinnsl-
una hráefni sem ella hefði ekki
fengist.
Ef um fiskmarkað er að ræða
er dæmið aðeins flóknara. Fisk-
markaðurinn kaupir kvóta á