Morgunblaðið - 11.07.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR U. JpLÍ 1993,
39
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Tölvubúnadurinn
FULLKOMINN tölvubúnað er nú að fínna í aðstöðu keppnisliðanna við brautim-
ar, og finnst mörgum nóg um hve tæknin er farin að skipa stóran sess.
í sérstakri hópferð til að fylgjast
með keppninni. íslendingarnir
munu fylgjast með og m.a. skoða
keppnisliðin að tjaldabaki. í tvo
daga fyrir hveija keppni nota
keppnisliðin tímann til að stilla
bílana fyrir brautirnar, sem eru
misjafnar að lögun og lengd, auk
þess sem malbikið er aldrei eins.
Svo þarf að taka tillit til veðurf-
ars, hæð brautar yfir sjávarmáli
og margir aðrir þættir fléttast inn
í, sem skipta máli. Hröðun bestu
Formula 1 bílanna í 100 km hraða
er um tvær sekúndur, en þeir geta
náð 350 km hraða með réttri gír-
un. Hvorn æfingadag eru teknir
tímar á keppendum í brautinni,
sem ákvarða hvar þeir lenda í rás-
marki keppninnar, sem alltaf er
haldin á sunnudegi. Tuttugu og
sex keppnisbílum er raðað í rás-
markið, en rúmlega þijátíu kepp-
endur reyna að ná tímum í hverri
keppni. Þegar keppni hefst liggur
fyrir ökumönnum að aka um 300
km í einum rykk með 210-230 lítra
af eldsneyti um borð, en ekki má
bæta við eldsneyti í Formula 1
keppni. Afl vélanna, eyðsla og
þyngd bílanna sem er um 500 kíló
þarf því að spila saman, eigi hann
að komast á leiðarenda.
Kraftur upp á 4G
Það er ekkert grín að aka Form-
ula 1 keppnisbíl, átökin eru gífur-
leg og miðflóttaaflið leikur menn
grátt í beygjum, þar sem togkraft-
ar þrýsta mönnum til og frá í
þröngum klefunum. í erfiðustu
beygjunum er kraftur miðflóttafls-
ins á ökumann upp á 4G, en til
samanburðar er krafturinn í F15
orustuþotu mestur 9G. Klefi öku-
manns rétt rúmar ökumanninn og
ekki er óalgengt að menn fái
krampa í fæturna í keppni, en hins
vegar er styrkur klefans slíkur að
hann þolir árekstur við grindverk
og veggi brautanna vel. Hafa
menn jafnvel sloppið með skrámur
við að aka á öðru hundraðinu á
harðgerða fyrirstöðu. Gírkassi
toppbílanna er rafstýrður, þannig
að ökumenn skipta með því að
smella takka, svipað og gert er til
að setja í fjórhjóladrif í sumum
venjulegum fjölskyldubílum. Þá er
einnig takki til að stýra fjöðrun-
inni, stífa hana eða létta og þá í
samráði við tæknimenn liðsins sem
fylgjast með að tjaldabaki. Öku-
menn eru í sambandi við viðgerð-
arlið sitt gegnum talkerfi og geta
þannig látið vita ef eitthvað er
bilað eða þeir vilja skipta um dekk
undir keppnisbílnum.
5 sek. að skipta um dekkin
Þessi dekkjaskipting tekur 5-6
sekúndur, ef liðið er vel samæft
og keppandi rýkur aftur af stað.
Oft skipta menn um dekk í miðri
keppni, en það getur munað um
1-3 sekúndur í hveijum hring
hvort dekkin eru ný eða slitin og
þegar eknir eru 60-70 hringir þá
skiptir hver sekúnda máli. Miklu
máli skiptir að vera sem fremstur
þegar keppnin er ræst af stað, en
afl bílanna skiptir líka máli í upp-
hafi. Það þarf mikla útsjónarsemi
og reynslu til að taka fram úr
öðrum bíl á 2-300 km hraða,
stundum í miðri beygju, enda er
ekki óalgengt að keppendur skelli
saman, stundum sleppa þeir með
skrekkinn en oftar rifnar létt-
byggð framfjöðrunin undan eða
hluti plastyfirbyggingarinnar
þeytist af. Án hennar eru bílarnir
eins og skip í stórsjó, því yfirbygg-
ingin er hönnuð til að þrýsta bílun-
um niður á mikilli ferð og vængir
aftan á þeim gefa bílnum há-
marksgrip, loftþrýstingurinn sem
myndast leggur þungann á aftur-
dekkin.
Það nægir ekki að standa sig
vel á keppnisbrautunum, því sam-
keppnin er mikil meðal þeirra
bestu. Ökumennirnir æfa og prófa
bílana með reglulegu millibili,
stunda líkamsrækt og heilbrigt líf-
erni, en þeir þurfa að fljúga milli
landa 50-70 sinnum á hverju
keppnistímabili sem hefst í mars
og lýkur í nóvember. Margir þeirra
búa í Mónakó — eins og fleiri
heimsþekktir íþróttamenn, vegna
skattfríðindanna sem boðið er upp
á í furstadæminu — en sumir eiga
afdrep á nokkrum stöðum. Að
baki þeim eru .allt að 200 manna
keppnislið, en það er fjöldi starfs-
manna Williams Iiðsins, sem notar
hvert tækifæri til að gera endur-
bætur á bílunum. Þeir eru hannað-
ir með aðstoð nýjustu tölvutækni
og allar endurbætur renna fyrst í
gegnum sérhönnuð forrit þeirra,
áður en ökumennirnir prófa þær
á æfmgabrautum.
Rétta blandan
Olíurisarnir hanna sífellt betra
eldsneyti og blanda það á staðnum
fyrir mótin, sem fyrr með tilliti til
aðstæðna á hveijum stað. Rétta
blandan er búin til í hvert skipti.
Hver sá kokteill er hveiju sinni
getur skipt sköpum um hver vinn-
ur, en til að ná settu marki þá
verða margir hlutir að passa sam-
an. Eins og staðan er í dag eru
bara þijú lið sem geta gert sér
vonir um vinning, McLaren, Will-
iams og Benetton. Fátækari liðin
láta sér nægja að fylgja í kjölfarið
og vona að haft verði sett á tækni-
framfarirnar, sem aðeins þeir ríku
ráða við. Með því móti myndi líka
færast meiri spenna í Formula 1
keppnina.
Þurfi að skipta um dekk bruna
ökumenn að viðgerðarsvæðinu og
tólf menn taka á móti bílnum,
átta þeirra sjá um dekkjaskipting-
una, tveir á hvert dekk, en skipt
er um öll fjögur dekkin í einu.
85 ára
Þórður Helgi Einars-
son, fyrrverandi versl
unarmaður á Isafirði
Hvað skyldi gamall maður, fæddur
inn í fátæka alþýðufjölskyldu í upp-
hafi aldarinnar, alvarlega veikur af
berklum fram undir tvítugt, mikið
heyrnarskertur, sem vann erfiðis-
vinnu til sjötugs og í hlutastarfi til
áttræðs til að sjá sér farboða, hafa
að segja á ævikvöldi?
„Mikið hefur nú Guð verið mér
góður að gefa mér allt sem hann
hefur gefið mér.“ Þessi setning er
honum afar töm og hvern dag endar
hann með því að biðja fyrir þeim sem
honum standa næst.
Hversu mikið megum við ekki
læra af þessum aldna vini, fólk sem
hefur lifað við allsnægtir og öryggi
á flestum sviðum og kallar það alvar-
lega kreppu ef lífsgæðastigið fellur
til þess sem það var fyrir fimm árum.
Þórður var svo veiklaður strax við
fæðingu að honum var vart hugað
líf. Fyrstu sautján árin var hann
mikið veikur af berklum, sem þá
lögðu flesta að velli sem veiktust.
En Þórður hjaraði þangað til Vil-
mundur Jónsson síðar landlæknir tók
hann undir handaijaðar sinn 1925.
Við erfiðar aðstæður þess tíma tókst
Vilmundi, meðal annars með því að
skafa upp allt hold á bijósti Þórðar,
að komast fyrir sjúkdóminn, þótt
hann væri afar veikburða og máttfar-
inn mörg ár í viðbót.
Auk þess var Þórður mikið heym-
arskertur á báðum eyrum. Það í við-
bót við sljóleikann sem fylgdi sjúk-
dóminum gerði það að verkum að
menn heldu hann jafnvel vangefinn
og var hann því að mestu útundan
við menntun. Hann var aðeins eitt
ár í barnaskóla.
Þórður hóf störf hjá Kaupfélagi
ísfirðinga tvítugur að aldri og vann
þar samfleytt til áttræðs. Fyrstu
fimmtíu árin í vöruafgreiðslunni, en
síðustu árin aðstoðaði hann á skrif-
stofunni.
Þegar hann var um fimmtugt tók
Árný Oddsdóttir sig til, þá ung stúlka
á Kaupfélagsskrifstofunni, og kom
Þórði til heyrnarsérfræðings, sem
kom til ísafjarðar. í framhaldi af því
fékk hann heymartæki, en við það
opnaðist honum nýr og spennandi
heimur. Nú gat hann heyrt hvað fólk
var að tala, hlustað á útvarp með
góðu móti og tekið þátt í umræðum.
Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga
á stjórnmálum og fylgdist vel með.
Hann er sanntrúaður krati og því
eru það hans verstu dagar þegar
skammast er í blöðum og útvarpi
yfir forystumönnum flokksins. Hann
er svo alveg niðurbrotinn þá daga
sem forystumenn flokksins berast
innbyrðis á banaspjótum vegna
stundlegra sérhagsmuna. Þar brest-
ur hann skilning á jafnaðarstefnunni.
Þórður er fæddur á ísafirði, en
fyrstu bemskuminningar em frá vor-
inu 1918 þegar hann, þá á tíunda
ári, vaknaði upp einn morguninn í
gamla húsinu í Króknum og sá að
hafís hafði fyllt fjörðinn um nóttina.
Einhveijum dögum síðar fór svo Ein-
ar faðir hans gangandi á ís inn að
Hjöllum við Skötufjörð, þar sem hann
gekk frá leigusamningi á jörðinni.
Þar bjó fjölskyldan í tvö ár en flutt-
ist þá aftur til ísafjarðar. Þar vann
Þórður við ýmsa verkamannavinnu,
meðal annars í bjargráðavinnu með
föður sínum og eldri bræðmm við
gijótnám í Eyrarhlíð og inni á Múla.
Árið 1928 fær hann fasta vinnu
í kaupfélaginu hjá Katli Guðmunds-
syni, en þar var þá þegar fyrir Gísli
bróðir hans og tengdafaðir þess sem
þetta ritar. Þar störfuðu þeir báðir,
Gísli til æviloka 1967, en Þórður í
full 60 ár eða til ársins 1988. Hann
starfaði með tíu kaupfélagsstjómum
af þeim 11 sem við fyrirtækið hafa
starfað, en Guðmundur Guðmunds-
son kaupfélagsstjóri frá Gufudal,
faðir Ketils, var einn af stofnendum
félagsins og kaupfélagsstjóri um
skamma hríð. Þórður minnist þessa
fólks og annarra samstarfsmanna
með hlýju.
Þórður er sonur Einars Guð-
mundssonar skósmiðs á ísafirði og í
Reykjavík og konu hans Svanhildar
Jónsdóttur. Einar var fæddur í
Reykjarfirði á Ströndum, en Svan-
hildur að Tungu í Nauteyrarhreppi.
Þau eignuðust 11 börn, en áður átti
Svanhildur eina dóttur.
Þórður var tvígiftur. Fyrri kona
hans var Ragnheiður Jóhannsdóttir,
ættuð úr Aðalvík. Með henni eignað-
ist hann Hermann, nú flugumferðar-
stjóra á Keflavíkurflugvelli. Her-
mann er kvæntur Auði Ámadóttur
og eru þau búsett í Hafnarfirði og
eiga þijú börn.
Seinni kona Þórðar var Guðbjörg
Magnúsdóttir úr Bolungarvík. Með
henni átti hann Svanhildi kaupmann,
gifta Magna Guðmundssyni neta-
gerðarmeistara á ísafírði Sveinsson-
ar frá Góustöðum. Þau eiga þijár
dætur. Auk þess gekk Þórður í föður-
stað dóttur Guðbjargar, Sólveigu
Huldu Jónsdóttur. Hún býr nú í
Keflavík, gift Páli Jónssyni húsasmið
og eiga þau fimm böm. Guðbjörg
lést 1973.
Okkur sem þekkjum Þórð Einars-
son finnst flestum að líf hans hafi
ekki beinlínis verið dans á rósum.
En hann er nú aldeilis á öðm máli.
Hann þakkar Guði dag hvem fyrir
að hafa gefið sér svona dásamlegt
líf, sem hafi batnað með hveiju árinu
og aldrei verið betra en síðustu fimm
árin eftir að hann hætti alveg að
vinna. Þrátt fyrir lítil efni lifir hann
fjölbreyttu og fullnægjandi lífí, ferð-
ast bæði innanlands og utan, gengur
mikið á hveijum degi, heimsækir vini
sína á Ísafírði og ræðir þjóðmálin.
Jákvætt hugarfar og velvilji í garð
allra manna hafa gert hann að aufú-
sugesti hvar sem hann kemur og
vandamál, og erill dagsins verða í
raun svo léttvæg borið saman við
lífshlaup hans Þórðar sem hann er i
þó svo ánægður með.
Það er alveg víst að ef við getum
tileinkað okkur hugarfarið hans þá
væri bjart og fagurt yfir þetta góða
land okkar að líta og gott fólk sem
getur ef það vill lifað hamingjusömu
lífi þrátt fyrir risjótt veður og mis-
góða landsfeður.
Fjöldi ættingja og vina er kominn
vestur á ísafjörð til að samgleðjast
Þórði á afmælinu. En hann býður
öllum vinum sínum og velunnurum
til veislu í sal Framhaldsskóla Vest-
fjarða í dag milli klukkan þijú og
fimrn.
Ulfar Ágústsson.
Hanne Juul
Hanne Juul
á Sóloni
HANNE Juul syngur á Sóloni
íslandusi á sunnudagskvöld. Hún
er þekkt um öll Norðurlönd af
vísnasöng sínum og á Sóloni byrj-
ar hún að syngja kl. 21 annað
kvöld.
Hanne Juul er fædd í Kaup-
mannahöfn, en hefur verið búsett
í Svíþjóð síðan 1977. Hún kallar
sig norræna söngkonu og sækir
lögin sem hún syngur til Norður-
landanna allra.
Hún leggur tilfinningu í sönginn
hvort heldur það eru íslenskar ást-
arvísur, ljóð Tove Ditlevsen eða eitt-
hvað annað. Sagt er um hana að
hún geti sungið hvar sem henni
sýnist, á sveitabæ, í kirkju, í kon-
sertsal eða undir berum himni.
ttctENÝTT HÚSNÆÐI
/ / /
TölvumiSstöðin hf. hefur flutt starfsemi sína
í nýtt húsnæði og jafnframt hafa verið
tekin í notkun ný símanúmer:
NÝJA PÓSTFANGIÐ ER:
NÓATÚN 17
PÓSTHÓLF 5207
125 REYKJAVÍK
NÝJA SÍMANÚMERIÐ ER 615933
OG SÍMBRÉFANÚMERIÐ 617733
(] 0 Tölvumiðstöðin hf
ÖFLUGT FYRIRTÆKI MEÐ 16 ÁRA REYNSLU
í HUGBÚNAÐARGERÐ OG ÞJÓNUSTU