Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 25

Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 25 Á leið til Belgíu SUM þeirra verka sem kórinn syngnr á hátíðinni hefur hann sungið áður. Má þar nefna Pjóra sálma eftir Grieg sem Hamrahlíðarkórinn flutti á Listahátiðinni í Bergen í fyrra og á hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju í nóvember. Meðal íslenskra verka sem kórinn syngur á hátíðinni eru verk eftir Jón Leifs, Pál ísólfsson, Atla Heimi, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson. Hamrahlíðarkórinn kemur fram á Festival van Vlaanderen-tónlistarhátíðinni í Belgíu Mikill heiður fyrir kórinn að vera kallaður til HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur tekur þátt í alþjóðlegu tónlistarhátíðinni Festival van Vlaanderen í Belgiu í næstu viku. Þorgerður segir að injög mikill heiður felist í því fyrir kórinn að hafa verið kallaður til hátíðarinnar. Kórinn heldur tónleika í nokkrum belgiskum borgum hátíðarvikuna og verða verk íslenskra og erlendra tónskálda á efnisskránni. Vildu ýmsir heimta niðurskurð til að vega upp á móti neyðarfénu og hlust- uðu hvergi á rök Clintons um að lág- ir vextir gerðu það að verkum að fjárlagahallinn yrði hvort sem er sýnu minni en talið var í janúar. Þessari töf á þingi var tekið mis- jafnlega. „Hver þingmaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og lofaði hug- rekki og hetjuskap umbjóðenda sinna í þessu flóði og reis því næst á fætur og rak rýting í bak þeirra þegar veita átti neyðarhjálp", sagði demókratinn Richard Durbin frá Illinois. Ekki eru þó allir á einu máli um að bráðliggi á þessari aukafjárveit- ingu. John Webb, sem starfar á fjár- Iagaskrifstofu þingsins, heldur því fram að megnið af tjóninu verði ekki bætt fyrr en að þessu fjárlagaári lýkur 30. september. Hann bendir á að í fjárlögum þessa árs sé að finna varasjóði, sem dugi til að létta undir með fómarlömbum flóðanna þar til þar að kemur. Björtu hliðarnar Vandi Miðvesturríkjanna verður hins vegar ekki leystur með pening- um einum saman. Á meðan veðrið helst óbreytt verður ekki hægt að sigla eftir stórum hluta Mississippi. Rusl og úrgangur mun halda áfram að hlaðast upp í borgum og bæjum. Víða geta ruslahaugar vart tekið við lengur. Hugrekkið, sem íbúar á flóðasvæðunum hafa verið lofaðir fyrir í ræðu og riti, mun smátt og smátt víkja fyrir örvæntingu eftir því sem umsátur fljótsins dregst á langinn. Á móti kemur að þegar fljót- ið mikla loks dregur sig í hlé á ný mun það skilja eftir sig gróðursælli og gróskumeiri lendur en fyrir voru. Atvinnumálaráðherra Clintons, Rob- ert Reich, reyndi að draga fram kosti eyðileggingarinnar. Hann sagði að á næstunni myndi draga stórlega úr atvinnuleysi í Miðvesturríkjunum. Einhver verður að gera við allar brýrnar og stíflumar og endurreisa mannvirkin, sem urðu undir í Flóðinu mikla sumarið 1993. Þorgerður sagði að kórinn héldi nokkra túnleika á hátíðinni og tæki þátt í sérstökum hátíðarkór með kórsöngvurum úr í Landssambandi belgískra kóra. Landssambandið bauð Hamrahlíðarkórnum að taka þátt í hátíðarkómum og verður hann eini erlendi kórinn. Tónleikar Fimmtíu og tveir kórfélagar og kórstjóri Ieggja land undir fót til Belgíu á laugardag. Sama dag þigg- ur hópurinn boð Hannesar Hafsteins sendiherra í Brussel, en kl. 10 næsta morgun syngur Hamrahlíðarkórinn við hámessu í dómkirkju borgarinn- ar. Tveimur dögum síðar, þ.e. 27. júlí, verður aðallega íslensk tónlist á efnisskrá tónleika í kirkju heilags Ágústínusar í Antwerpen og 29. júlí verða aðrir tónleikar í ráðhúsinu í Oudenaarde. Daginn eftir heldur Þorgerður hins vegar fyrirlestur um íslenska tónlist og kórinn flytur tón- dæmin. Fyrsta dag ágústmánaðar syngur kórinn við hámessu í dóm- kirkjunni í Brugge og síðar sama dag flytur hann íslenska tónlist á tónleikum í kirkju heilagrar Önnu í sömu borg. Þá tekur kórinn þátt í flutningi áðurnefnds hátíðarkórs á verkum, eftir Kodaly og Grieg. Verk Griegs er síðasta verk hans og er flutt í tilefni þess að á þessu ári er 150 ára afmælis tónskáldsins minnst. Þorgerður lét þess sérstak- lega getið að Laszlo Heltay, virtur kórstjóri af ungverskum ættum, stjómaði hátíðarkórnum. Stórskemmtilegt Þorgerður játti því í að mikið fyrir- tæki væri að fara með jafn stóran hóp fólks á hátíð af þessu tagi. „En þegar vel gengur er líka stórskemmti- legt,“ sagði hún og bætti við að mik- ið af kórfélögunum væri þaulvant söngfólk. „Uppistaða kórsins er fólk sem hefur starfað með kómum í all- ' mörg ár og kann vel til verka. Þetta em góðir kórsöngvarar sem hafa orðið reynslu í að koma fram og vita hversu mikið álag fylgir því að taka þátt í svona hátíðum. Ég er svo með nokkra nýliða sem við höfum svona verið að ala upp undanfamar vikur og taka inn í hópinn," sagði Þorgerð- ur. Hún sagði að kórinn hefði mætti miklum velvilja vegna ferðalagsins til Belgíu og væri hann styrktur af Reykjavíkurborg, fyrirtækjum og einstaklingum. / / $ DAGAR AITALIU! Síðsumarferð til Garda vatnsins - FENEYJAR, tl/IÍLANÓ, VERONA 0G fADOVA AO AUKI! Við bjóðum upp á ógleymanlegt Ítalíuævin- týri í september þar sem saman fer notaleg síðsumarsól við Gardavatnið og spennandi kynni af mörgum helstu gersemum Ítalíu í náttúru, menningu, mat og drykk! 8 dayar - envum líkir! Flogið til Mílanó síðdegis, ekið að Gardavatninu og gist þar. Hálfsdags skoðunarferð til Verona. Heilsdags hringferð um Gardavatnið. Frjáls dagur. Heilsdagsferð til Feneyja. Frjáls dagur. Heilsdagsferð til Padova. Ekið til Mílanó, farið í skoðunarferð um borgina og Scala skoðuð. Brottför um kvöldið til íslands. Fararstjóri er Olafur Gíslason, sem þekkir töfra Ítalíu og heillandi sögu landsins flestum betur. 10. sept.: 11. sept.: 12. sept.: 13. sept.: 14. sept.: 15. sept.: 16. sept.: 17. sept.: Innifalið: Flug, allar ofantaldar rútuferðir og skoðunarferðir, gisting á þriggja stjörnu hóteli með hálfu fæði, fararstjórn Ólafs Gíslasonar, allir skattar og gjöld. SamviimiiíBPðir Landsýn ReykjavHc: Austurstræti 12 • S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hðtel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 13 86 • Slmbréf 93 -1 11 95 Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 QATLASJ*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.