Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C 210. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hægri- flokkur fram úr Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. HÆGRIFLOKKURINN er annar stærsti stj óramálaflokkur Noregs og Miðflokkurinn þriðji stærsti. Þetta er endanleg niðurstaða þingkosninganna í Noregi sem fram fóru á mánudag en talningu lauk aðfaranótt fimmtudags. Eng- ar breytingar urðu á þingsæta- fjölda flokkana eftir að síðustu 11% atkvæðanna höfðu verið talin en fylgi Hægriflokksins fór 0,2% fram úr Miðflokknum. Verkamannaflokkurinn hlaut 36,9% atkvæða eða 67 þingsæti af 165, bætti fjórum við sig. Miðflokk- urinn hlaut 16,8% atkvæða og 32 þingsæti, sem er þreföldun. Hægri- flokkurinn hlaut 17% atkvæða en 28 þingsæti, sem er níu sætum færra en 1989. Sósíalíski vinstriflokkurinn hlaut 7,9% atkvæða og 13 þingsæti, tapaði fjórum, Kristilegi þjóðarflokk- urinn hlaut 13 þingsæti, sem er óbreytt tala, Framfaraflokkurinn 10 þingsæti, tapaði 12, og Vinstriflokk- urinn og Rauða kosningabandalagið náðu einum manni hvort inn á þing, höfðu engan. Borís Jeltsín blæs til sóknar BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sótti í gær heim sérsveitir innanríkisráðuneytisins. Notaði hann tækifærið til að tilkynna að Jegor Gajdar, einn af höfundum umbótastefnu Jeltsíns, myndi taka sæti í stjórn landsins á ný. Gajdar var settur af sem forsætisráðherra í desember 1992 að kröfu harðlínu- aflanna á þingi en verður nú fyrsti aðstoðarforsætisráðherra. Þá sagði Jeltsín að Oleg Lobov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsráðherra, yrði færður til í ríkisstjóminni. Talið er að með þessu ætli Jeltsín sér að draga úr áhrifum íhaldsaflanna, m.a. Lobovs. Gengið til friðar- viðræðna Genf, yitez. Reuter, The Daily Telegraph. BOSNIU-múslimar og Serbar und- irrituðu í Genf í gær samkomulag um að hefja friðarviðræður á þriðjudag. Það voru Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, og Momc- ilo Krasnjik, talsmaður Bosníu- Serba, sem undirrituðu samkomu- lagið. Er Izetbegovic sneri heim frá Genf kvaðst hann ekki hafa neitað sáttatilboðinu en sagði að Bosníumenn hygðust ekki gefa eftir kröfur um stærra landsvæði. í samkomulaginu felst að gert verði vopnahlé, fangabúðum verði lokað og komið verði á fót vinnuhóp- um til að vinna úr deilumálum, til dæmis um skiptingu landsvæða. Þá felst í því að hægt verði að slíta ríkjasambandi Serba, múslima og Króata sem nú er gert ráð fyrir að Bosnía skiptist í. Ganga megi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort íbú- ar hvers hluta vilji vera í ríkjasam- bandinu. Það heldur opnum mögu- leika á því að svæði þjóðarbrotanna geti sameinast Serbíu og Króatíu. Akvæði i samkomulaginu tryggir það að slitni upp úr ríkjasambandinu færast öll réttindi þess til Bosníu. Dómur fallinn HEINZ Kessler tók dómsuppkvaðningunni með ró, öfugt við konu sína, Ruth. Dæmdir í fangelsi fyr- ir dauða flóttamanna Berlín. Reuter. DÓMSTÓLL í Berlín dæmdi í gær Heinz Kessler, fyrrum varnar- málaráðherra Austur-Þýskalands, til sjö ára fangavistar fyrir að vera valdur að dauða þeirra sem reyndu að flýja landið. Aðrir sakborningar í réttarhöldunum hlutu vægari dóma. Réttarhöldin hafa staðið í tíu mánuði, en upphaflega voru Erich Honecker, leiðtogi Austur- Þýskalands, Erich Mielke, yfir- maður Stasi og Willi Stoph, for- sætisráðherra sóttir til saka í þeim. Þeir voru hins vegar látnir lausir vegna heilsubrests. Honecker var lagður í skyndi inn á spítala í Chile í gær þar sem hann er búsettur. Læknar hans sögðu aðeins um rannsókn að ræða en Honecker er með krabbamein í lifur. Egon Krenz, fyrrum leiðtogi Kommúnistaflokks Austur- Þýskalands, bað Sameinuðu þjóðimar fyrr í vikunni um að- stoð, sagði stjórnina í Bonn vera að hrinda af stað pólitískum of- sóknum á hendur leiðtogum fyrr- um Austur-Þýskalands. Sýrlenskir ráðamenn taka undír með harðlínuöflum Israelsher yfirgefi öll hemumin svæði Damaskus, Washington, Jerúsalem. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sýrlandi krefjast þess að ísraelar dragi allt herlið sitt frá hernumdum svæðum, þar á meðal Gólanhæðun- um sem Sýrland missti í sexdagastríðinu 1967. Að sögn tals- manna palestínskra skæruliðasamtaka með aðalstöðvar í Damaskus kom þetta fram á fundi með varaforseta Sýr- lands, Abdel-Halim Khaddam, í gær. Þúsundir palestínskra flóttamanna í borginni efndu til mótmæla gegn nýgerðum samningi um takmarkaða sjálfsljórn á hernumdu svæðunum sem Frelsissamtök Palestínu, PLO, gerðu á mánudag við ísra- el. Fólkið sakaði leiðtoga PLO, Yasser Arafat, um landráð. í yfirlýsingu skæruliðahópsins DFLP kom fram að Khaddam „lagði áherslu á að Sýrland krefð- ist heildarlausnar sem byggðist á því að ísraelar hefðu sig á brott frá öllum hernumdum svæðum og Palestínumönnum yrðu tryggð þjóðarréttindi sín“. Khaddam hefur undanfarna daga átt fleiri fundi með palestínsk- um harðlínuhópum sem margir hafa aðsetur í Damaskus og eru andvígir nýja samningnum. Annar hópur, PFLP, sem er undir forystu Georges Habash, segir Khaddam hafa heitið því að ekki yrði hvikað frá þeirri stefnu að Palestínumenn fengju sjálfstætt ríki „með hina heilögu Jerúsalem sem höfuðborg". Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sakaði á miðvikudag Sýr- lendinga um að tefja fyrir friðar- samningum í Miðausturlöndum og skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverka- hópa og fleiri öfgaöfl. Reynt að sefa Assad Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur síðustu daga hringt tvisvar í Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, og reynt að fullvissa hann um að þótt Israelar hafi samið við PLO og séu að ná samkomulagi við Jórd- aníu þurfi Assad ekki að óttast að hann muni hafna í pólitískri ein- angrun. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hefur ekki tekist að finna málamiðlun í deilunni um Gólan- hæðir sem eru mjög mikilvægar hernaðarlega, þar eru auk þess mikilvæg vatnsból. Stjórn Clintons ákvað í gær að veita Jórdaníu um 2.000 milljóna króna lán sem Bandaríkjaþing hafði frestað vegna stuðnings Jórd- aníu við Saddam Hussein íraksfor- seta í Persaflóastríðinu 1991. Tals- maður Jórdaníustjómar sagði ákvörðunina staðfesta góð tengsl ríkjanna tveggja. Náttúran bestimæli- kvarðinn London. Reuter. ÞVI er haldið fram í nýj- asta hefti læknaritsins British Medical Journal að ekki þurfi að hafa áhyggjur af offjölgun mannkynsins þó konur noti ekki getnaðarvarnir. í samantekt blaðsins um getnaðarvarnir segir að rann- sóknir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) bendi til þess að 93% kvenna geti sagt um það út frá breytingum á eigin líkama hvenær á tíðar- hringnum mest hætta sé á þungun. í rannsókn WHO kom í ljós að þunganir meðal 20.000 kvenna í Kalkútta sem beittu náttúrulögmálunum sem getn- aðarvörn voru ekki algengari en ætla mætti ef þær hefðu notað aðrar varnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.