Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 32
mnwiv?8P, ~f snjn r?fýq ín r/ rn?ffw MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Ottar Proppé - Minning Fæddur 25. mars 1944 Dáinn 11. september 1993 Óttar Proppé var fæddur í Reykja- vi'k 25. mars 1944, sonur hjónanna Huldu Gísladóttur og Óttars Proppé. Móðir hans lést árið 1980, en faðir hans sér nú á bak syni sínum. Óttar var annar í röð fjögurra systkina. Hann ólst upp í foreldrahúsum, tók stúdentspróf 1965 og kennarapróf 1968. Hann stundaði einnig nám í hagfræði, íslensku og sögu við há- skólana í Uppsölum og í Reykjavík. Óttar lagði stund á kennslu framan af en síðar ýmis störf. Hann var um tíma bæjarstjóri á Siglufirði og rit- stjóri Þjóðviljans. Þegar hann lést var hann fjármálastjóri Hafnarfjarð- arhafnar. Árið 1967 gekk hann að eiga Guðnýju Ásólfsdóttur og eign- uðust þau tvo syni, Hrafnkel Ásólf og Kolbein. Óttar lést í Reykjavík 11. september sl. í dag er æskuvinur minn, Óttar Proppé, borinn til grafar, aðeins 49 ára gamall. Hetjulegri baráttu hans við krabbabeinið er lokið. Eftir standa Guðný hans og drengirnir, faðir hans og systkini í sárri sorg. Ég man okkar fyrsta fund eins og hann hafi gerst í gær. Ég fluttist milli bekkja í 4. bekk MR eftir að skólastarf var hafið, og valdi mér sæti á aftasta bekk við hlið á auðu sæti. Eftir að kennslustund hófst opnuðust dymar og inn gekk hávax- inn piltur, afsakaði sig með nokkrum orðum, og gekk álútur löngum skref- um í átt til mín og hvessti á mig augun. Settist síðan við hlið mér. Við vorum sessunautar allt til stúdentsprófs. Við unnum saman að verkefnum, lékum í Herranótt, ort- um ljóð, iðkuðum skák í þýskutím- um, krufðum bókmenntir og rædd- um pólitík. Við ærsluðumst saman um helgar í ljúfu kæruleysi æskunn- ar. Eftir að hann fór til náms erlend- is skrifuðumst við á í bundnu máli og óbundu. Eftir að við festum ráð okkar tóku svo eiginkonur okkar þátt í veislunni. Þær eru orðnar margar ánægjustundirnar með Ótt- ari og Guðnýju, en þó alltof fáar. Óttar var um margt einstakur maður. Hann var góður námsmaður, og afar rökfastur. Hann kómst fljótt að kjarna hvers máls, og ekki auð- velt að koma honum af spori. Hann var fundvís á nýja fleti og lék sér stundum að því að varpa fram nýst- árlegum kenningum, sem hrelldu mosavaxna lærifeður. Hann átti til að óska rökstuðnings á ýmsum stað- hæfingum, sem honum þóttu ekki nægilega sannfærandi, og hrundi þar mörg kenning. Þannig lyfti hann gjaman kennslustundum frá stagli til fijórrar umræðu. Óttar var gleðimaður og hrókur alls fagnaðar. Honum var tónlist í blóð borin og gat leikið á flestöll hljóðfæri og á ferðalögum var gítar- inn jafnan með í för og mikið sung- ið. Hann söng einnig í Karlakór Reykjavíkur. Óttar Proppé var gæfumaður. Hann átti góða foreldra og systkin og góða konu og syni. Hann var elskaður af fjöiskyldu og vinum og virtur af öllum sínum samferða- mönnum. Hann gegndi trúnaðar- stöðum og fékk að nota hæfileika sína. Hann kunni að gleðjast á góðri stund og vera þó íhugull alvörumað- ur. Nú er hann horfinn úr augsýn, en hugurinn varðveitir minninguna. Þar heyri ég röddina hans, sem stundum var eins og dálítið höstug, og ég sé augun hans, sem aldrei viku af viðmælanda hans, snör og einlæg. Ó hvað þín er saknað, elsku vinur- inn minn. Aðalsteinn Hallgrímsson. Látinn er frændi minn kær Óttar Proppé, harmdauði öllum er hann þekktu. Tregt er tungu að hræra. Sjaldan gengur okkur verr að sætta okkur við dauðann en þegar frá okkur eru hrifnir ástvinir í blóma lífsins, fullir af starfsorku og þreks, góðum gáf- um gæddir, menn sem með allri framgöngu sinni gera öðrum lífið og tilveruna léttbærari. Óttar lifði lífínu lifandi, var gléðigjafi fjöl- skyldu sinni og vinum, með hugsjón- ir og baráttuþrek til að hrinda góðum málum í framkvæmd öðrum til hags- bóta. Þannig var líf hans og starf, það sem hann tók sér fyrir hendur var á einhvem hátt allt tengt al- mannaheill. Það var því vinum hans reiðarslag er þau ótíðindi bárust sl. haust að Óttar heyði nú tvísýna orrustu við þann mikla vágest er svo marga fellir og nú hefir lagt hann að velli. Óttar vildi enga mærð um veikindi sín og kaus að heyja baráttuna með sínum alnánustu. Um skeið stóðu vonir til þess að Óttar hefði betur enda þrekið mikið og kjarkurinn óbilandi og ekki stóð hann einn. Studdur var hann af konu sinni, sonum og öðrum ástvinum. Barist var af aðdáanlegri þrautseigju til síðasta dags, sjálfur stóð hann með- an stætt var og stundaði vinnu sína eftir því sem hann mátti fram undir það síðasta. Örfárra daga spítalalega í lokin og Óttar lést í örmum Guðnýj- ar konu sinnar laugardaginn 11. september. Óttar var fæddur 1944, sonur föðursystur minnar Guðrúnar Huldu Gísladóttur og Óttars Proppé, annar í röðinni fjögurra barna þeirra hjóna. Eldri er dr. Ólafur Jóhann Proppé aðstoðarrektor Kennaraháskóia Is- lands, f. 1942, og yngri eru systurn- ar Friðbjörg Proppé, f. 1950, starf- andi á Borgarspítala, og Hrafnhildur Proppé, f. 1952, flugfreyja hjá Flug- leiðum. Mesta gæfuspor Óttars var án efa er hann ungur kvæntist Guðnýju Ásólfsdóttur frá Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þau gengu í hjónaband 1967. Samstíga voru þau og jafn- ræði með þeim hjónum. Nú sér Guðný á brott ævifélega sínum langt um aldur fram. Synir þeirra eru Hrafnkell Ásólfur, f. 1968, og Kol- beinn, f. 1972. Hrafnkell býr í Hveragerði og starfar við garðyrkju, kona hans er Anna Margrét Sveins- dóttir, og Kolbeinn, námsmaður, er enn í foreldrahúsum. Guðný starfar á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Ættfaðir Proppéanna á íslandi, Claus Eggert Dietrich Proppé, flutt- ist hingað til lands frá Slésvík-Holt- setalandi árið 1868 og settist að í Hafnarfirði. Hann kvæntist íslenskri konu, Helgu Jónsdóttur, og eru af- komendur þeirra vel á þriðja hund- rað að tölu. Höfðu þeir Proppéfeðg- ar, Óttar eldri, Ólafur og Óttar yngri á seinni árum unnið að því að rekja ættir sínar og orðið vel ágengt. Móðurforeldrar Óttars frænda míns voru Gísli Jóhannsson trésmið- ur, er fæddur var á Ásgautsstöðum í Flóa en átti frændgarð mikinn í Borgarfirði, og kona hans, Friðbjörg Friðleifsdóttir frá Efri-Sýrlæk í Flóa. Þau reistu sér hús við Grettisgötu 27 í Reykjavík og eignuðust sjö börn er upp komust. Á árum áður þóttu niðjar þeirra auðþekktir í bænum m.a. af sterkum augnsvip og því var þá oft talað um Grettisgötukynið. Á seinni árum hafa niðjar þeirra Gísla og Friðbjargar, sem eru orðnir um 90, gjarnan hist og því í gamni kennt sig við Grettisgötuna og í sinn hóp kallað sig Grettlinga. Ekki var svo saman komið niðjamótum þessum að ekki væri fyrst spurt hvort Óttar kæmist ekki örugglega, elia varð að fresta. Því er hefja skyldi söng, glens og gaman var hann í forystuhlut- verki, geislandi og iðandi af fjöri og óþreytandi að leika undir söng og gat leikið af fingrum fram hvað sem hjartað lysti. Þessar ljúfu gleðistund- ir umhverfís Óttar við slaghörpuna verða ekki fleiri og sár söknuður ríkir í hjörtum okkar allra og svo mun verða í hvert sinn er Grettling- ar koma saman, brostinn er strengur sem verður ekki bættur Hinn 28. ágúst sl. efndi Proppé- ættin til fyrsta niðjamóts síns að frumkvæði þeirra bræðra Ólafs og Óttars. Fársjúkur lét Óttar sitt ekki eftir liggja við undirbúning og þátt- töku og lék undir löng þótt kraftarn- ir væru í raun á þrotum, gefa varð allt er mátti. Mín fyrsta minning um Óttar er frá lýðveldisdeginum 17. júní 1944, nokkurra vikna glókollur í fangi móður sinnar. Við eldri frændsystk- inin dáðumst að þessu undri og fannst litla krílið mun áhugaverðara en þessi undarlegi dagur þar sem allir sem vettlingi gátu valdið voru á Þingvöllum og fátt fullorðið í kringum okkur þó svo við værum prúðbúin og með fána til að veifa. Við fylgdumst síðan með þessum fallegu fjörkálfum, Óla og Óttari, vaxa og dafna og stoltið svall í bijósti þegar manni var treyst fyrir pössun og minnkaði ekki við tilkomu systranna seinna. Hversu mikið gagn var að barnagæslunni var svo aftur álitamál og oft var manni sjálf- um komið fyrir þegar þurfti á Víði- mel 57 þar sem fjölskyldan bjó þá. I minningunni eru þetta ljúfar stund- ir og þakklæti er í huga að hafa á þessum árum fengið smá hlutdeild í heimilishaldi þeirra Óttars og Huldu. Unglingsárin liðu hratt og fjöl- skyldan af Víðimelnum fluttist suður í Garðabæ, þá voru samgöngur ekki með sama hætti og í dag og fundir urðu stijálli. Ung og róttæk, hittumst við Óttar á tröppum Háskóla Islands að mót- mæla komu herforingja NATO, við vorum á móti stríðsrekstri, Víet Nam-stríðið geisaði, við vildum frið og bættan heim, það var gott að finna nærveru hvors annars, við stóðum saman, ekki kunnu allir að meta athæfið. Oft var gengið móti her og næg tilefni gáfust til að mótmæla ofbeldi og ranglæti, varir svo enn. Á þessum árum gengum við bæði til liðs við Alþýðubandalag- ið þar sem Óttar varði alla tíð síðan dijúgum hluta starfsorku sinnar. Óttar lauk kennaraprófí árið 1968, lagði stund á islensku og sagn- fræði og kenndi víða um land allt til ársin 1980. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman um skeið, er við vorum samkennarar við Mýrarhúsa- kóla á Seltjarnarnesi. Það var góður tími, milli okkar mynduðust tengsl sem entust okkur og voru undirrit- aðri afar mikils virði. Tengsl okkar systkinabarnanna voru mér þeim mun meira virði þar eð engin voru systkinin. Starfsferill Óttars rekja eflaust aðrir nánar, en Óttar og Guðný flutt- ust til Dalvíkur með synina unga árið 1974 þar sem Óttar kenndi við grunnskólann. Þar bjuggu þau sér hús, áttu góð ár og tóku dtjúgan þátt í félagsstörfum. Óttar var kos- inn í bæjarstjóm og varð einnig for- seti hennar. Árið 1982 réðst Óttar bæjarstjóri til Siglufjarðar og gegndi því emb- ætti í fjögur ár. Þetta starf átti afar vel við Ottar, mörg járn í eldinum. Enn fluttust þau Óttar og Guðný búferlum og nú suður í þéttbýlið og settust það að í Kópavogi að Hraunt- ungu 39. Óttar gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðubandalag- ið, bæði nyrðra og syðra, var m.a. framkvæmdastjóri flokksins og rit- stjóri Þjóðviljans um skeið. Síðustu fimm árin starfaði Óttar í Hafnarfirði sem forstöðumaður fjármálasviðs Hafnarfjarðarhafnar. Hvað gerði Óttar svo sérstakan sem hann í raun var? Hlýja hans og réttlætiskennd, ávallt stutt í glettn- ina og prakkarann, skapandi hugsun og alvöruþunginn undir niðri gerðu hann að þeim ljúflingi sem við treg- um nú sárt. Einlæg von okkar frændgarðsins var sú að honum entist líf og heilsa um mörg ókomin ár, en skjótt hefur sól brugðið sumri. Sárastur er harm- ur Guðnýjar og sonanna beggja, föð- ur, systkina og annarra þeirra er næstir stóðu, huggunarorð eru fánýt og falla sem hjóm eitt. Þakka ber stundimar góðu, öðl- ingur er kært kvaddur. Edda Óskarsdóttir. „Sæl frænka." Fyrstu raunvem- legu kynni mín af Óttari frænda hófust í Hafnarfirði fyrir örfáum árum með þessari fallegu íslensku kveðju. Við heilsuðumst ætíð upp frá því með „sæl frænka“, „sæll frændi". Á þessari kveðjustundu finnst mér að ég hafi aldrei kvatt Óttar frænda minn, aðeins heilsað honum. Ég veit að aðrir munu á þessum vettvangi rekja ættir hans og frændgarð, en ég vil hér minnast hans örfáum orðum og kveðja hinstu kveðju. Ég hafði oft heyrt af frændfólki mínu í Hafnarfirði, en kynntist því fyrst þegar ég hóf blaðaútgáfu þar í bæ fyrir fimm árum. Óttari kynn- ist ég eftir að hann varð fjármála- stjóri Hafnarfjarðarhafnar. Ég átti oft erindi við hann og við spjölluðum saman í leiðinni. Framan af voru landsmálin helst rædd. Óttar hafði ákveðnar skoðanir en frænkan líka og sjaldnast fóru þær saman. Af þessu urðu oft hressileg skoðana- skipti. „Er hugsanlegt að við séum komin af frönskum húgenottum?" spurði Óttar eitt sinn í miðjum sijórnmálaumræðum. Upp frá því breyttist umræðuefnið. Proppéættin, uppnini okkar og upplýsingaleit um forfeður og mæður varð ofan á, stjórnmálakarpið vék. Óttar hafði forustu í ættinni, ásamt Ólafi bróður sínum og Óttari föður þeirra, að grafa' upp ýmislegt um uppruna Proppéættarinnar er- lendis. Þeir miðluðu mér óspart af þessum fróðleik sínum og það var ekki hægt annað en smitast af áhug- anum. Fram að kynnum mínum af þeim bræðrum áleit ég ættfræðigr- úsk og forvitni um löngu dána forf- eður eitthvað sem fylgdi elliárunum, væri jafnvel þáttur í kölkun manns- hugans. Síðustu ár hittumst við Ótt- 'ár ekki öðruvísi en að ákveða okkar í milli að gera nú gangskör að að því að koma á ættarmóti og gefa út niðjatal. Það voru þeir bræður Óttar og Ólafur sem höfðu síðan veg og vanda af því að skipa undirbún- ingsnefnd að ættarmóti og koma starfínu í gang. Ég veit að ég get talað fyrir hönd skyldfólks míns í heild, þegar ég þakka þeim allt það starf. Við unnum síðan að undirbún- ingnum í sumar, m.a. að útgáfu rits um Proppéættina á íslandi. Þrátt fyrir að oft hafi verið mjög af Ótt- ari dregið og hann í svo til stöðugri meðferð vegna sjúkdóms síns lagði hann mikið af mörkum við útgáf- una. Hann skrifaði m.a. tvær grein- ar í ritið og var önnur þeirra nákvæm lýsing á heimsókn hans í bændadóm- kirkju í Ludingworth í Þýskalandi þar sem minjar um Proppeættina er að fínna. Ættarmót Proppéættar- innar var síðan haldið að Garðaholti laugardaginn 28. ágúst sl. Óttar var þá orðinn fársjúkur og þurfti að leita læknis sama morgun. Hann lét það þó ekki koma í veg fyrir fyrri ákvörð- un sína um að spila undir fjöldasöng á píanó með aðstoð sonar síns. Hann var þarna hrókur alls fagnaðar og naut hverrar stundar, að eigin sögn. Fæsta grunaði þá að svo skammt væri til kveðjustundarinnar, en ég veit að það var honum mjög mikil- MINNINGARKORT SJÁLFSBJARGAR REYKJAVÍK 0G NÁGRENNISJrr', 1 78 68Ím Innheimt með gíróseðli IH&mu + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN EGILSDÓTTIR, Hæðargarði 35, lést að morgni 16. september. Egill Ingólfsson, Inga Ingóifsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BALDVIN SIGURÐSSON, Hvassaleiti 58, lést í Landakotsspítala að kvöldi 15. september. Guðrún Þórðardóttir, Stella Björk Baldvinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Birkir Baldvinsson, Guðfinna Guðnadóttir, Vilhelmfna Baldvinsdóttir, Ólafur Stefánsson, Örn Scheving, Jakobína Guðmunsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn og mágur okkar, HANS NIELSEN, múrarameistari, lést í Vejle, 16. september. Kristín Guðmundsdóttir Nielsen, Elín Guðmundsdóttir, Lára Guðmundsdóttir. + Móðir okkar. MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Steinum, Aflagranda 40, Reykjavík, lést miðvikudaginn 15. september. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Finnsson, Jón Finnsson, Kolbeinn Finnsson, Bjarni Finnsson og fjöiskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.