Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 41 Betri er mögiir sátt en vondur dómur Frá Garðari Björgvinssyni: TILLAGA mín um þjóðarsátt varð- andi hlutdeild smábáta í þorskstofn- inum var birt í Morgunblaðinu 8. september sl. (í Verinu). Öldur ófrið- ar risu með útgáfu laga nr. 38 í maí 1990, það mun taka þjóðina minnst tíu ár í viðbót að vinna af sér efnahagslegt tap það sem þessi lög ollu. Aðeins tvennt er til ráða, annars vegar að viðurkenna þá stað- reynd að landgrunn íslands þolir ekki togveiðar yfir 130 stórvirkra togskipa og vinna samkvæmt því, eða horfa aðgerðalaus á auðlindina lagða í eyði. Þjóðin er í þakkarskuld við forystu Landssambands smá- bátaeigenda, því án hennar væri búið að moka yfir það hálmstrá sem mun eiga hvað mestan þátt í því að halda uppi atvinnu í framtíðinni. Með útgerð smábáta og síðan báta innan 100 tonna sem notuðu kyrr- stæð veiðarfæri, komst íslenska þjóðin í röð efnuðustu þjóða heims, en með aukinni tækni og geigvæn- lega aflmiklum togskipum sem plægja landgrunnið með 2-3 tonna stálhlemmum, er verið að leggja landgrunnið í rúst. Trollað er inn í alla firði í vikur og voga líkt og heimsendir sé í nánd og fyrirhyggju- leysið skipti því ekki máli. Eg átti viðtal við sjávarútvegsráðherra mið- vikudaginn 1. september. Sá ágæti maður gerir sér nú grein fyrir því að söðla verður um í sjávarútvegs- málum, varúðar ber að gæta í um- gengni við hið viðkvæma lífríki land- grunnsins og hlynna þarf að þeim atvinnuvegi sem skilar mestum arði, betra er seint en aldrei. Svigrúm er ekki mikið til skiptanna á 160.000 tonnum, þess vegna tel ég að mögur sátt fyrir smábátaeigendur og lands- hyggðina sé betri en vondur dómur. Smábátaflotinn á nokkra afreks- menn í fiskveiðum, þeir vilja halda uppi stríði og ná sínum 2-300 tonn- um á ári. Þessir menn verða nú að slappa af og sitja á strák sínum því fleiri þurfa að borða en þeir. Lands- byggðin þarf að lifa í heild, auka þarf atvinnu þrátt fyrir núverandi erfiðleikatímabil. Alþingi hefur störf sín bráðlega. Þá þarf að ljúka því að skapa smáútgerðinni viðunandi vinnuplan. það sem vinnst við það er að atvinnuleysi hverfur. Fyrir hendi er allt sem þarf, engu þarf til að kosta, aðeins að gefa fólkinu á landsbyggðinni frið fyrir ofbeldi og ofstjórn. Lögfesta þarf eftirfarandi fyrir áramót varðandi krókaleyfís- báta: Hverjum bát verði úthlutað aflatoppi tíu tonnum á tonnið, t.d. fjögurra tonna bátur má veiða 40 tonn af þorski miðað við slægðan þorsk. Þessi sami bátur má síðan drýgja tekjur sínar með fijálsum veiðum á ufsa, ýsu, steinbít og lúðu, allt á króka. Sumir eru með grá- sleppuveiðileyfí, sumir hafa aðstöðu til veiða á ígulkerum og fleiru. Öllu tali um sameiginlegan kvóta fyrir smábáta með tilheyrandi kapp- hlaupi, slysum og dauða má bara gleyma strax. Allar hugleiðingar um kvóta samkvæmt aflareynslu eru svo mikil mismunun milli landshluta að þeim má einnig gleyma. Ég skora á hið háæruverðuga alþingi íslendinga að láta samviskuna og skynsemina ráða ferðinni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. GARÐAR BJÖRGVINSSON Borgarheiði 1, Hveragerði LEIÐRÉTTINGAR Ekki fyrsta flugið Vegna fréttar í blaðinu í gær um fyrsta leiguflugið frá hinum nýja Egilsstaðaflugvelli vilja Flugleiðir taka fram, að 6. apríl í vor fór Fokk- er 50 flugvél frá félaginu með hóp íþróttrafólks frá hinum nýja velli til Færeyja og telja Flugleiðir það fyrsta flugið. Geyma, en ekki gleyma í minningargrein Birgis Þorgilssonar um Arent Claessen framkvæmda- stjóra varð meinleg prentvilla í síð- ustu efnisgreininni, þar sem sögnin gleyma kom inn í staðinn fyrir geyma, eins og stóð í handriti. Rétt er efnisgreinin svona: „Það er ekki ætlan mín með þessum kveðjuorðum að rekja einstaka atburði eða þætti frá hinum fjölmörgu samverustund- um okkar Arents, enda þótt af mörgu og ágætu sé að taka. Minningamar frá þeim mun ég geyma með þakk- læti og virðingu fyrir vini mínum og svila, Arent Claessen. Við Ragnheið- ur sendum Sigurlaugu, bömum og öðrum aðstandendum samúðarkveðj- ur.“ Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust Gleraugu töpuðust við beija- tínslu í Grafningi, sunnudaginn 12. september. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 39242 eða 621414. Týnd sólgleraugu HEIMIR var svo óheppinn að týna Ray-Ban sólgleraugunum sínum sem em í svartri umgjörð með dökkgrænu gleri á kvart- mílubrautinni við Álverið sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 650393. Fundar- laun. Kvenmannsúr tapaðist í VIKUNNI tapaðist kven- mannsúr á leiðinni frá Arahólum til Dúfnahóla. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 674441 eftir kl. 19. Poki týndist VERA-Moda poki týndist á leið- inni frá Neshaga upp í Kringlu og í honum var ljósgræn kápa. Finnandi vinsamlega hringi í síma 11463. Sólgeraugu í svörtu hulstri SÓLGLERAU GU, með styrk- leika töpuðust fyrir skömmu, þau era í svörtu hulstri, merki Laura Biagotti. Finnandi vin- samlega hringi i síma 71635. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust á Flötun- um í Garðabæ. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 657908. Shine Wheel hjól fannst SHINE Wheel hjól 21 gíra, fannst fyrir helgi í Langholts- hverfí. Uppl í síma 685278. Hálsmen tapaðist í Hafnarfirði HÁLSMEN tapaðist í Hafnar- firði frá Bókasafninu að Álfa- skeiði eða frá Álfaskeiði upp í Setberg. Finnandi vinsamlega hringi í síma 54441. Fundar- laun. Lítil handtaska SVÖRT lítil handtaska tapaðist á Ömmu Lú sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 676005. GÆLUDÝR Blár páfagaukur BLÁR páfagaukur tapaðist við Gnoðarvog sl. laugardag. Ef ein- hver veit hvar hann er niður- kominn þá vinsamlega hringið í síma 813292. L0TTII Vinningstölur , miðvikudaginn:[i5. sept. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6a»6 1 35.600.000,- C1 5 af 6 Efi+bónus 0 888.849 jcl 5 af 6 10 34.736 [ÉS 4 af 6 331 1.669 ri 3 af 6 jCJB+bónus 1.143 207 Aðaltölur: 13^(£l BÓNUSTÖLUR Heildarupphæö þessa viku: 37.625.249 á isl.: 2.025.249 UPPLVStNGAR. SÍMSVARI91-68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Stærðir 39-45. Verá kr. S.680,- 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. ÚTILÍFw GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 btí'* Schiesser# N Æ R F Ö T Það besta næst pér! Emblo HANARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.