Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVA LMENNAR slm%9n^SÍMÍlRÉF6M18Í, 'pÓSTHÓLF^foiO^/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Ekki dregur úr skattsvikum þrátt fyrir skattkerfisbreytingar * Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson A flugi yfir Mosfellsbæ NÝR og fullkomin svifdreki í eigu Áma Gunnarssonar íslandsmeistara svífur yfír Mosfellsbæ og í baksýn má sjá Esjuna. Nefnd um framtíð- arskipulag löggæslu Embætti ríkislög- reglustjóra tilumræðu NEFND sem starfar á vegnm dómsmálaráðherra til að gera til- lögur um framtíðarskipulag lög- gæslumála í landinu mun skila til- lögum sínum til ráðherra um næstu mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa verið ofarlega á blaði nefnd- arinnar hugmyndir um að setja á stofn embætti ríkislögreglustjóra sem færi með stjórn og samræm- ingu löggæslumála i landinu sem nú heyra undir dómsmálaráðu- neytið. Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri og formaður nefndar- innar, vildi ekkert tjá sig um störf nefndarinnar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði stefnt að því að kynna tillögur nefndar- innar um mánaðamót og meðan það hefði ekki verið gert lægju engar tillögur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir að nefndin leggi einnig til að aðstaða allra lög- regluembætta í landinu verði jöfnuð þannig að þau fái sambærileg verk- efni. Þjófnaðarbrot til staðarlögreglu? Tekjutap ríkis og sveitar- félaga 11 milljarðar á ári i NÝRRI skýrslu um umfang skattsvika hérlendis kemur fram að ekki hefur dregið úr skattsvikum frá árinu 1985 þrátt fyrir skattkerfisbreytingar frá þeim tíma. Áætlað tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna skattsvika nemur 11 milljörðum króna á ári. Fjármálaráðherra hefur boðað hertar aðgerðir gegn skattsvikum í framhaldi af niðurstöðum skýrslunnar. Togari fékkdufl í vörpuna TOGARINN Tálknfirðing- ur fékk tundurdufl í vörp- una er skipið var statt um 30 sjómílur norður af Kögri. Skipverjar til- kynntu Landhelgisgæsl- unni um duflið og ákveðið var að senda menn vestur. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar um miðnættið í gær var ákveðið að Tálknfírð- ingur sigldi inn til Bolungar- víkur um nóttina en sprengju- sérfræðingar frá LHG áttu að fljúga vestur er birti í morgun. Talið er að tundurduflið sé frá árum seinni heimsstyijaldar- innar. Nefnd á vegum fjármálaráðu- neytis sem vann að gerð skýrsl- unnar kemst að þeirri niðurstöðu að óframtaldar tekjur hafí numið sem svarar 4,3% af landsfram- leiðslu árið 1992. Þetta samsvarar því að 16 milljarðar króna hafi ekki verið gefnir upp til skatts. Nefndin leggur fram ítarlegar tillögur til úrbóta og telur að hert skattaframkvæmd með auknum mannafla til skattrannsókna og skattaeftirlits ásamt þyngri refs- ingum við skattsvikum séu þær leiðir sem mestu máli skipta. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir Fjármálaráðherra hefur boðað að hann muni bregðast við tillög- um nefndarinnar með fjórþættum aðgerðum. Skipuð verður nefnd til að endurskoða reglur um rekstrar- kostnað og reiknað endurgjald. Unnið er að endurskoðun á lögum um bókhald og frumvarp um starf- semi endurskoðenda er til umfjöll- unnar. Áhersla verður lögð á að upp- ræta svarta atvinnustarfsemi til að tryggja skattalegt jafnræði fyrirtækja og eðlilega samkeppni. Starfsemi Skattrannsóknarstjóra ríkisins verður styrkt með því að fjölga starfsmönnum sem ein- göngu fást við að rannsaka svarta atvinnustarfsemi. í skýrslunni er einnig að finna niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna að skattasiðferði hefur hrak- að á undanfömum árum. Sam- kvæmt könnuninni myndu rúm- Iega 70% þeirra sem svöruðu stunda skattsvik ef þeim gæfíst kostur á slíku. Sjá miðopnu: „Skattsvik jafn mikil...“ Það mundi e.t.v. hafa í för með sér að staðarlögregluembættin á að- alstarfssvæði RLR, sem er höfuð- borgarsvæðið, tælqu að sér rannsókn á allmörgum brotaflokkum, svo sem þjófnaðarbrotum, sem nú heyra und- ir RLR, sem áfram hafí á hendi rann- sóknir alvarlegustu afbrotamála. Óljóst er hvort lagt verður til að á móti flytjist miðstöð rannsókna fíkni- efnamála frá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík til RLR. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins yrði breyting sú sem fælist í stofnun embættis þessa hliðstæð því sem var er fangelsismál í landinu voru sett undir forræði sérstakrar fangelsismálastofnunar, en þau höfðu áður verið undir beinni yfír- stjórn ráðuneytis. Aformað að senda varð- skipsmann í Smugnna Mun gera mælingar á afla íslensku skipanna á miðunum ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, uppi áform um að senda mann frá Landhelgisgæslunni í Smuguna til þess að fylgjast með samsetn- ingu afla íslenskra skipa sem þar eru að veiðum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að starfsmaður Landhelgisgæslunnar fari til Ósló á næstunni og mun hann fara með norsku eftirlitsskipi á miðin til að fara um borð í íslensku skipin, en gengið verður endanlega frá því í dag í ráðuneytinu hvernig þessu verður hagað. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls í gærkveldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Níu íslensk skip eru nú að veið- um í Smugunni og telur norska strandgæslan að mikið sé af und- irmálsfíski í afla íslensku skip- anna. í kjölfarið óskaði sjávarút- vegsráðherra eindregið eftir því að veiðum yrði hætt nú þegar á þeim svæðum þar sem umtals- verður smáfiskur væri í afla. Skip- stjórar íslensku skipanna, sem voru tíu en eru nú níu þar sem Hólmanesið er lagt á stað heim, komu í gær á framfæri orðsend- ingu þar sem lýst er óánægju með fréttir íslenskra fjölmiðla af smá- fiskadrápi. „Dauður sjór“ Skipstjórunum fínnist „mikil lágkúra að íslendingar skuli láta Norðmenn eina og sér matreiða ofan í sig fréttir til flutnings og útgáfu yfirlýsinga af hálfu ráða- manna“, eins og segir í skeyti skipstjóranna. Þar kemur enn- fremur fram varðandi smáfiska- drápið að aflinn hafi verið 400-500 kíló eftir 5 til 6 tíma tog og því nánast dauður sjór. Sjá einnig frétt á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.