Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 19 Norræn trimmlandskeppni hafin NORRÆNA trimmlandskeppnin fyrir fatlaða og aldraða er hafin. Myndin var tekin við upphaf keppninnar á miðvikudaginn í Laugardal í Reykjavik. Innbrot á Hólmavík Um 100.000 krónum stolið BROTIST var inn í söluskála Esso á Hólmavík í aðfaramótt miðviku- dags og þaðan stolið um 100.000 krónum í reiðufé og einhveiju magni af tóbaki. Þjófurinn, eða þjófamir, bmtu upp giugga bakatil á karlasalemi skálans en ekki er vitað nákvæmlega hvenær nætur- innar þetta varð. Eftir að inn í skálann var komið var peningum rænt úr kassa skálans og úr lottókassa. Lögreglan á Hólma- vík beinir þeim tilmælum til fólks að ef einhver hefur orðið var við mannaferðir eða bíla við skálann þessa nótt- hafi hann samband við lögreglu. JF-EróbikkfatnaSur Áfengisvamaráð um hugmyndir um lækkun lögaldurs til áfengiskaupa Gæti leitt til aukinna slysa ÁFENGISVARNARÁÐ varar við afleiðingum þess að lögaldur til áfengiskaupa verði lækkaður hér á landi. Vitnar það til rannsókna sem farið hafa fram víða um lönd á áhrifum breytts lögaldurs til áfengiskaupa þar sem slíkt var meðal annars talið leiða til aukinna slysa meðal unglinga. I frétt frá Áfengisvarnaráði er vitnað í rannsóknir frá Bandaríkj- unum og að niðurstöðumar séu í stórum dráttum eftirfarandi: „Upp úr 1970 var þeirri skoðun haldið á loft að lækkun lögaldurs hefði að * Bernskan — Islands- deild OMEP Ráðstefnaum heilsdagsskóla RÁÐSTEFNA um heilsdagsskóla verður haldin á vegum Islands- deildar OMEP, alþjóðasamtaka um uppeldi barna, næstkomandi laugardag 18. september, kl. 13 til 17 í Odda, stofu 101. Ræðumenn eru Ámi Sigfússon borgarfulltrúi í Reykjavík, Áslaug Friðriksdóttir fyrrv. skólastjóri, Dagrún Ársælsdóttir fóstra, Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri Laug- arnesskóla, Jónína Bjartmarz, vara- formaður foreldrafélags Öldusels- skóla og Páll Guðmundsson skóla- stjóri Mýrarhúsaskóla. I lok málþingsins verða pallborðs- umræður. Stjórnandi er Þuríður J. Kristjánsdóttir fyrrv. prófessor við Kennaraháskóla Íslands. likindum lítil áhrif þar er að 18 og 19 ára unglingar drykkju hvort er væri. Allmörg ríki (29) færðu ald- ursmörkin úr 21 ári allt niður í 18 ár sums staðar. Afleiðingarnar komu fljótlega í ljós. Slysum á ungu fólki fjölgaði uggvænlega, til að mynda um 54% milli ára í Michigan og meira en 100% í Massachusetts. Ekki einasta fjölgaði banaslysum og öðrum alvarlegum slysum í umferðinni á fólki 18-21 ára heldur og á 16-17 ára unglingum. Það sýnir að drykkja færist enn neðar • en að mörkum lögaldurs ef lækkuð em. Þegar sýnt var að hundruð bandarískra ungmenna höfðu gold- ið fyrir lækkun lögaldurs til áfengis- kaupa með lífi sínu tóku ýmis ríki að þumlunga sig upp á við að nýju. Þá kom í ljós að úr dró slysum á ungu fólki og áfengisneysla þess minnkaði. Nú er svo komið að lög- aldur til áfengiskaupa er 21 ár um gervöll Bandaríkin. Á íslandi er hann 20 ár. Einn vísindamannanna dregur niðurstöðurnar saman og segir: „Við eigum tveggja kosta völ. Ann- að hvort reynum við að vernda líf ungs fólks og limi eða við gefum því kost á að kaupa sér áfengi lög- lega. Spurningin er hversu mörg mannslíf það kostar að leyfa táning- um áfengiskaup. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst, að lækk- un lögaldurs til áfengiskaupa hefur í för með sér að æ fleiri unglingar láta lífið í umferðarslysum.“ (Fréttatilkynning) 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmuriuFPmm GUESIBÆ. SÍMI81S922 ♦ » ♦ Lokahefti Rétt- ar komið út LOKAHEFTI Réttar, tímarits um þjóðfélagsmál, er komið út. Heftið er minningarhefti um Einar Ol- geirsson sem var ritstjóri Réttar lengur en í 63 ár. Að sögn Halls Páls Jónssonar, sem er í ritnefnd lokaheftisins og sér um dreifinu þess, var ákveðið að gefa lokaheftið út i samráði við ekkju Einars og afkomendur. Einar var eigandi og ritstjóri Rétt- ar frá 1926 til dauðadags en Réttur hætti að koma út árið 1989. Sagði Hallur að Einar hefði ætlað sér að gefa út lokahefti Réttar en brostið heilsu til þess. Hefði því verið ákveð- ið að ljúka útgáfunni með þeim hætti að lokaheftið yrði helgað minningu Einars Olgeirssonar. Tímaritið Réttur hóf göngu sína 1916 og var fyrsti ritstjóri þess Þór- ólfur Sigurðsson frá Baldursheimi. Ritstjórn lokaheftisins skipa Svavar Gestsson, Lúðvík Jósepsson, Helgi Guðmundsson og Hallur Páll Jóns- son. I3ICMIEGA I vítamín og kalk fæst í apótekinu á SELJAST \ 5-50% M RYMUM FYRIR HINNI NYIU OG GLÆSILEGU DELTA LÍNU Oplð er sem hór seglr. Laugardaga frá kl. 9.00 til kl. 16.00 i Hafnarfiröi og frá kl. 10.00 til kl. 13.00 (Reykjavík. Alla virka daga til kl. 18.00. Frí tenging - þriggja ára ábyrgð á þvottavélum. faws Verslun Rafha, Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 50022. Borgartúni 26, Reykjavík, sími 620100. ettiretððvar f aiit að 30 Okkar frábæru Útborgun aðeins 25% og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.