Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Fyrrum kommún- istarí sókn í Póllandi Varsjá. Reuter. FLOKKUR fyrrum kommún- ista í Póllandi, „Lýðræðis- bandalag vinstri manna“ vinnur sigur í þingkosningun- um í Póllandi á sunnudag, ef marka má skoðanakannanir. Ólíklegt er talið að nokkur einn flokkur fái meira en 20% atkvæða í kosningunum en hægri og mið- flokkar munu tapa verulegu fylgi, reynist kannanir réttar. Smáflokkum spáð fylgistapi Flokkur fyrrum kommúnista nýtur fylgis um 15% kjósenda en á hæla honum koma tveir flokkar, Bændaflokkurinn, sem forðum var smáflokkur sem starfræktur var við hlið Kommúnistaflokks Pól- lands og „Lýðræðisfylkingin“, flokkur Hönnu Suchocku, starf- andi forsætisráðherra. Búist er við að smáflokkar, sem urðu til er Samstaða, verkalýðs- hreyfingin óháða, klofnaði verði fyrir miklu fylgistapi sem og flokk- ar kaþólskra. Umbótastefna í hættu? Reuter. Bændur gegn GATT t T# JPIPiIIé jgÉi *) f -J ,1^3 yf / WyM ,-:y ■ ipfP*' ■ y. I i ••• ■ ■ - ■ ' í'; FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandaiagsins ít- rekaði í gær að samkomulag það sem náðst hefði við Bandaríkjastjóm væri í samræmi um landbúnað- arkafla GATT væri í samræmi við landbúnaðarregl- ur EB. Frakkar krefjast þess að samið verði upp á nýtt um landbúnaðarmálin en Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, sagði að þeir myndu mæta með opnum hug á ráðherrafund bandalagsins á mánudag. Þýska stjórnin sagði í gær að ef ekki næðist GATT-samkomulag væri framtíð EB í hættu sem og pólitískur stöðugieiki í austurhluta Evrópu. Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sagðist í gær harma það að Frakkar kysu að beijast gegn GATT-samkomulaginu, þar sem það skaðaði jafnt ímynd þeirra á alþjóðavett- vangi og hagsmuni þeirra sjálfra. „Þegar þú er fjórða mesta útflutningsþjóð veraldar þá lokar þú ekki dyrunum," sagði Camdessus, sem sjálfur er Frakki. Franskir bændur hafa undanfarna daga efnt til mótmæla á hraðbrautum við París og á myndinni má sjá nokkra bændur, sem tilheyra öfgasamtökun- um Cooperation Rurale halda á borða þar sem „efna- hagslegri hryðjuverkastefnu" Bandaríkjastjómar er mótmælt. Lögum hefur nú verið breytt þannig að hver flokkur þarf að fá minnst 5% atkvæða til að fá kjör- inn fulltrúa á þingi. I síðustu kosn- ingum árið 1991 fengu 29 flokkar fulltrúa á þingi. „Lýðræðisbandalag vinstri manna“ kveðst ekkert eiga sam- eiginlegt með kommúnistum og hagfræðingar sem Reuters-frétta- stofan leitaði til kváðust ekki eiga von á því að sigur þessa flokks myndi verða tii þess að stefna þróun í átt til markaðshagkerfis í hættu. Rússar ætla að einangra eldflaugar Komsomolets Moscow, Reuter. RÚSSAR hyggjast reyna einangra tvær kjarnorkuflaugar í sovéska kafbátnum Komsomolets sem sökk í Barentshafi í apríl 1989 til þess að koma í veg fyrir geislamengun sem eyðilagt gæti fiskimið í norð- urhöfum í allt að sjö aldir, að sögn Tengíz Borisovs, formanns rúss- neskrar stjómarnefndar sem fjallar um sérstök viðfangsefni neðan- sjávar. ff HAFRAGRÍN ff „Pabbi segir að AXA haframjölið sé algjört hafragrín. Borísov sagði að ákveðið hefði verið að „innsigla" flaugarnar tvær þar sem veruleg hætta væri á að þær tærðust ella upp og plútóníum læki úr þeim. Yrði að ljúka því verki næsta sumar og gilti einu hvað það kostaði. Áætlaður kostnaður næmi milljónum dollara og vonuðust Rúss- ar til þess að vestræn ríki tækju þátt í kostnaði. Hann sagði að engin hætta stafaði af kjamakljúfunum, aflvélum Komsomolets-kafbátsins, að minnsta kosti ekki í bráð. Borísov sagði að eftir að kjam- orkuflaugamar hefðu verið innsigl- aðar lægi ekki mjög á að hífa þær upp á yfirborð sjávar og eyða þeim en óumflýjanlegt væri þó að gera það innan nokkurra ára. Út af fyrir sigt væri tæknilega mögulegt að grafa þær í jörð á hafsbotni en al- þjóðasamþykktir kæmu í veg fyrir það. Þegar hann var búinn að sannfœrast um gœðin gerði hann nefnilega verðsamanburð og þótti verðið á AXA haframjölinu svo hlœgilega lágt. Hollur matur þarf greinilega ekki að vera dýr, segir hann glaður í bragði og fœr sér aftur ískálina.“ HAFRAMJÖL Meiri kraftur - minna verð! Máekkí heitaMaó í Kína Peking. Reuter. YFIRVÖLD í Naiying í Kína hafa neytt eigendur veitingahúss þar í borg til þess að skipta um nafn á húsinu. Það hafði verið kallað Maó en borgarstjórnin hefur lagt bann við nafngiftinni á þeirri forsendu að það „skaðaði sögutilfinningu alþýðunnar“ að gera nafn leitog- ans látna að söluvöru. í sal veitingahússins hafði verið komið fyrir styttu af Maó í fullri stærð og þjónamir gengu um með mynd af kommúnistaleiðtoganum í barminum. Á veggjum vom borðar með slagorðum sem eignuð hafa ver- ið leiðtoganum. Tónlistin sem seytl- aði úr hátölurum meðan gestir snæddu á veitingum vom lög sem samin höfðu verið Maó til heiðurs. Myrtu pilt- ar ferða- manninn? TVEIR 13 og 15 ára piltar liggja undir grun um að hafa myrt breskan ferðamann, Gary Colley, á Flórída sl. þriðjudag og eru þegar í varðhaldi vegna bílþjófnaðar. Þeir eru einnig taldir hafa framið vopnað rán á hótelherbergi í bænum Montecello en sýnt þykir að sama byssa hafi verið notað við ránið og morðið á Colley. Efnahagsráð- stafanir í Japan JAPANSKA stjórnin kynnti í gær ráðstafanir í efnahagsmál- um sem ætlað-er að snúa efna- hagssamdrætti við og stuðla að aukningu þjóðarframleiðsl- unnar. Verður m.a. verð á raf- magni og gasi til heimilisnota lækkað og dregið úr opinberum afskiptum af atvinnulífi. Shevardn- hætt kominn EDÚARD Shevardnadze leið- togi Georgíu slapp naumlega er aðskilnaðarsinnar í Abkhaz- íu gerðu í gær sprengjuárás á byggingu í Súkhúmí þar sem hann sat á fundi. Tíu óbreyttir borgarar biðu bana og rúmlega 50 særðust er aðskilnaðarsinn- ar tóku nokkur þorp umhverfis borgina í gærmorgun. Eriðfleikar Græningja FRESTA varð landsfundi flokks Græningja í Bretlandi í gær þar sem aðeins 40 manns mættu til fundarins. Skráðir flokksmenn voru 18.500 árið 1990 en hefur fækkað í 4.600 vegna hatrammra innan- flokksátaka og klofnings. Nýr stjóri hjá Independent PATRICK Morrissey var í gær ráðinn framkvæmdastjóri breska blaðsins Independent. Hann náði miklum árangri sem framkvæmdastjóri dagblaða fjölmiðlakóngsins Roberts Maxwells 1985-90. Pjátur í byrð- ing Titanics BANDARÍSKIR sérfræðingar halda því fram að ástæður þess að Titanic sökk eftir árekstur við borgarísjaka í jómfrúrferð sinni árið 1912 megi rekja til þess að byrðingur skipsins hafi verið smíðaður úr lélegu stáli. Rússar biðja um hjálp RÚSSAR hvöttu vestræn ríki til þess í gær að íjárfesta í iðn- aði í heimskautahéruðum landsins og hjálpa þannig við að uppræta úreltar verksmiðjur sem valdið hafa mikilli mengun. Brettasiglari í mál við vatns- félagið BRESKUR brettasiglari höfð- aði í gær mál á hendur Syðra- vatnsfélaginu og segir það bera ábyrgð á því að hann sýktist af lifrarbólgu við brettasigling- ar undan borginni Eastbourne. Heldur hann því fram með stuðningi lækna að fyrirtækið hafi ekki hreinsað hoiræsaskolp nógu vel áður en því var sleppt í sjó fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.