Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Minning Siguijón M. Jónasson, Syðra-Skörðugili Fæddur 27. ágúst 1915 Dáinn 6. septeraber 1993 Skagfirsk sumarkvöld eru tæpast nokkru lík, þar sem kyrrðin, nátt- úrufegurðin og söngur mófuglanna hefur allt sitt hlutverk. Það er þá sem maður skilur svo vel skáldið sem orti um hina „nóttlausu voraid- ar veröld", sem hvergi getur að líta nema á íslandi. Það var einmitt slíkt kvöld fyrir nokkrum árum, sem við Dúddi lögðum á og riðum upp á Ásinn ofan við Skörðugil, eins og svo oft, bæði fyrr og síðar. Það vantaði ekki að Skagafjörður skrýddist sínu fegursta og eftir að hafa litið eitthvað til með fé og hrossum, námum við staðar efst á Ásnum og horfðum yfir „Qörðinn Skaga“ uns Dúddi rauf kyirðina og sagði: „Frændi, mikið óskaplega hefur nú drottni almáttugum tekist vel til þegar hann skapaði Skaga- §örð.“ Þetta litla atvik fmnst mér varpa ljósi á þann einstaka mann, Siguijón Jónasson, sem nú er kvaddur í dag. Hann hefur orðið öllum þeim minn- isstasður sem kynntust honum fyrir glaðværð, góðan hug og fjölbreytta mannkosti. Siguijón Jónasson var fæddur í Hátúni í Seyluhreppi 27. ágúst árið 1915, sonur hjónanna Jónasar Gunnarssonar og Steinunnar Sigur- jónsdóttur. Þar ólst hann upp í stór- um hópi systkina við aðstæður sem svo algengar voru á fyrri hluta þess- arar aldar. Sjö ára gamall fór hann í vegavinnu, var kúskur og teymdi hesta með kerru allan liðlangan daginn. Það er greinilegt að sá stutti hefur sýnt hvað í honum bjó, því að um haustið talaðist svo til að hann kæmi í göngur, sem fullgildur gangnamaður. Það má nærri geta að þetta hefur ekki verið auðvelt verk fyrir lítinn sjö ára strák. En Dúddi stóðst próflð, fór í göngur upp frá því og var árum saman gangnaforingi. Greinilega hefur krókurinn snemma beygst að því sem verða vildi. Eitt bernskusumar- ið fékk hann það trúnaðarstarf að fara út á Krók til að sækja smíðavið- inn í Glaumbæjarkirkju. Öldin var þá heldur betur önnur. Enginn veg- ur, sem a.m.k. risi undir nafni nú og timbrið allt reitt á hestum. Þetta var löng leið fyrir ungan dreng og stundum erfítt að fá timbrið til að tolla á hestunum. En allt gekk þetta að lokum. Þegar Dúddi leit til baka og vitn- aði til þessa tíma, fannst honum ætíð að hann hefði verið gott vega- nesti út í lífíð. Haustið 1937 settist Dúddi á skólabekk í Hólaskóla og útskrifað- ist þaðan sem búfræðingur vorið 1939. Hann sótti þó ekki eingöngu búfræðimenntun sína heim á Hól- um, heldur einnig sitt mesta lífslán, konuefni sitt Sigrúnu Júlíusdóttur. Þau hófu búskap sinn fyrst í gamla bænum í Glaumbæ, þar sem nú er byggðasafn, en fluttust árið 1940 að Syðra-Skörðugili, sem Dúddi hafði fest kaup á nokkru fyrr. Fyrir þann sem nú rennir í hlað i Skörðugili er erfitt að ímynda sér hvernig umhorfs var þar í upphafí síðari heimsstyijaldarinnar. Eitt er þó víst að ungu hjónanna beið mik- ið verk, að bijóta tún til ræktunar °g byggja upp bústofn, íbúðarhús og peningshús. En þau voru sam- hent og dugleg og með útsjónarsemi unnu þau lífsstarf sitt, svo að þau hafá getað litið stolt yfír farinn veg. Þar sem áður var kargaþýfi eða mýrar, eru nú falleg tún — sléttur, eins og Dúddi kallaði það og jörðin er glæsilega hýst. Hér eiga við orð vestfírska skáld- bóndans Guðmundar Inga Krist- jánssonar á Kirkjubóli: Sérðu hve varpinn er veitull er vorsólin skín? Hér er þinii hamingjusproti og hjartarót þín. Gæfa Dúdda í einkalífínu var mikil. Sigrún kona hans var honum ómetanleg stoð og stytta, jarðbund- in, ákveðin og skynsöm og lagði alltaf gott eitt til málanna. Heimili þeirra hefur ætíð einkennst af sér- stakri snyrtimennsku og höfðings- skap. Alltaf var þar gestkvæmt með afbrigðum enda þurftu margir að sækja húsbóndann heim. Sigrún var í forsvari heimilisins og bar gestum og gangandi miklar krásir á degi hveijum. Þeim Sigrúnu og Dúdda varð fjögurra barna auðið og þau eru: Eygló, skrifstofumaður í Reykjavík, sem á tvö börn og býr með Árna Jóhannssyni, Júlía Sjöfn, skrifstofu- maður á Akureyri, sem á þrjú böm og er gift Sigurði Jónssyni, Jónas, starfsmaður Mjólkursamsölunnar á Sauðárkróki, kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur og eiga þau tvö böm, og loks Ásdís, kennari, gift Einari E. Gíslasyni bónda á Syðra- Skörðugili og eiga þau fjóra syni. Síðustu allmörg árin hefur verið tvíbýlt á Syðra-Skörðugili. Ásdís og Einar hafa átt gríðarlegan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur orðið. Þar hafa ekki alltaf verið famar troðnar slóðir, og menn verið þess albúnir að hefja nýjung- ar. Allt hefur verið gert af stórhug og einstökum dugnaði, sem ein- kennst hefur hið samhenta heimilis- fólk á Syðra-Skörðugili. Lengi dvaldist einnig á heimilinu Pálmi Júlíusson, bróðir Sigrúnar, mikil! heiðursmaður og einstakt tryggðatröll, sem gekk til allra verka á meðan heilsa leyfði. Dúddi hefur ævinlegá verið mikil félagsvera. Hann átti mjög ríkan þátt í því að blása nýjum lífsanda í Fram, ungmennafélag sveitarinn- ar. Og því var það svo að hann gaf félaginu landspildu úr Skörðugils- túninu til skógræktar. Þar er nú vaxinn upp mikill og þéttur skógur, sem setur fallegan svip á landslagið og gegnir því hlutverki að skapa túninu skjól að hluta. Þetta ræktun- arstarf hefur raunar einkennt Skörðugilsheimilið, en er ekki síst verk Sigrúnar. Garðurinn í kring um bæinn er prýddur fallegum plöntum, stómm og myndarlegum, sem bera heimilisfólkinu fagurt vitni. í hestamannafélaginu Stíganda starfaði Dúddi um mjög langt ára- bil, eins og alkunna er og var ára- tugum saman félagi í Karlakórnum Heimi í Skagafírði. Alls staðar lagði hann gott eitt til og bætti andrúms- loftið með glaðværð og jákvæðu hugarfari. Einstök lyndiseinkunn Dúdda, hestamennska og margvísleg þátt- taka hans í félagslífí bar hróður hans víða um land. Ef til vill má segja að hann hafí orðið nokkurs konar þjóðsagnapersóna í lifanda lífí. Af þátttöku hans í hestakaupum ganga miklar sögur, þó að sennilega sé hvað kunnust sagan af þeim Sveini vini hans á Varmalæk, er þeir ráku hross og leiðin lá yfír Héraðsvötnin. Segir sagan að á leið- inni yfír Vötnin hafí þeir átt þrenn hestakaup. Ég held að fyrir Dúdda hafí hestakaupin ekki verið við- skipti, nema að hluta. Ekki síður var þetta einhvers konar lifsmáti; íþrótt eða list, sem fáir gátu iðkað með sama hætti. Jafnvel þegar Dúddi var orðinn helsjúkur og verið var að gera um hann hinn ágæta sjónvarpsþátt sem sýndur var kvöld- ið sem hann andaðist, þá tókst hon- um af sinni einstöku lagni að selja umsjónarmanninum og hestakon- unni Ólöfu Rún Skúladóttur folald, sem hljóp með stóðinu fyrir framan myndavéiar sjónvarpsmannanna! Fyrír börn úr kaupstað er það mikils virði að fá að kynnast búskap- arháttum með sumdardvöl í sveit. Sem betur fer eiga margir íslend- ingar slíkar minningar sem tengt hafa saman sveit og bæ, dreifbýli og þéttbýli. Það voru hins vegar einstök forréttindi fyrir strák úr vestfírsku sjávarplássi, eins og þann sem hér ritar, að fá að dveljast ár eftir ár sumarlangt að Syðra- Skörðugiii. Fyrir það og hið góða atlæti sem ég naut stend ég í ævi- langri þakkarskuld við Skörðugils- fólkið allt. Ég átti til skyldleika að telja við Dúdda, þar sem hann og móðir mín voru þremenningar. Þessi frændsemi var þó ennfremur styrkt böndum vináttu sem ekki hafa rofn- að fram á þennan dag. Ég mun hafa verið á sjöunda árinu er mér var komið fyrir vikutíma hjá Sig- rúnu og Dúdda og varð það upphaf þess að fram á fermingaraldur kom ég þangað árvisst til sumardvalar, mislangrar þó. Haraldur bróðir minn dvaldi einnig um tíma á Syðra- Skörðugili. Á Skörðugili opnaðist mér hrein undraveröld, sem ég hafði aldrei kynnst fyrr. Sveitalíf var auðvitað nýnæmi fyrir mér. Heimilið ein- kenndist af glaðværð og söng. Kvæðabrot og lausavísur hrutu af vörum manna í hversdagslegri um- gengni, enda kom ég jafnan heim haust hvert nestaður af hestavísum og ölerindum sem ég hafði numið um sumarið. Á þessum árum svolgr- aði ég líka í mig bæði lesninguna úr Tímanum og Degi og var afar vel verseraður í þeim fróðleik, sem þar stóð; þó satt best að segja séu þeir kappar myndasagnanna Skuggi og Dreki mun minnisstæðari frá þeim árum en stjómmálaforingjarn- ir sem þá voru aðsópsmestir á síðum blaðsins. Búskaparhættir voru á þessum tíma ólíkir því sem nú ger- ist. Tæki og vélar fábrotnar og ein- ungis til á Skörðugilsbúinu dráttar- vél í félagi við annan bónda. En árin á milli 1960 og 1970 voru upp- byggingartími og framfaraskeið í íslenskum landbúnaði. Því var það svo að þegar ég mætti til leiks á vorin, höfðu oftast bæst við nýjar vélar og ný tæki. Það fór ekki hjá því að dvölin á Syðra-Skörðugili setti á mig mark. Haraldur bróðir minn stríddi mér oft á því að ég hefði svo mjög viljað draga dám af öllu sem viðgekkst á Skörðugili, að ég hefði meira að segja farið að ganga með brúna derhúfu til þess að líkjast sem mest þeim Dúdda og Pálma! — Það var nokkuð til í því. Sannleikurinn er bara sá að með viðmóti sínu og persónutöfrum lað- aði Dúddi fólk að sér svo einstakt var. Þetta fann ég til dæmis á böm- unum mínum. Allt frá því að þau fóru að vaxa úr grasi þótti þeim það ómissandi að fara að minnsta kosti árlega í Skagafjörð og hitta Sigrúnu og Dúdda. Þessi hugur barnanna segir meira en mörg orð. Og þetta átti við um alla. Gilti þá einu hver í hlut átti, ungur eða gamall, kona eða karl; eða jafnvel munkur austan af Betlehemsvöllum. Hafí einhver maður í því sannað hin fleygu orð Tómasar Guðmundsson- ar, um að „hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu", þá var það Dúddi á Skörðugili. Þar einn leit naktar auðnir sér annar blómaskrúð. Það verður sem þú væntir það vex sem að er hlúð. Þú ræktar rósir vona í reit þíns hjarta skalt og búast við því besta þó blási kalt. Þannig segir í fögru kvæði Krist- jáns frá Djúpalæk, sem mér fínnst lýsa viðhorfí Dúdda vel og þeim hæfileika hans að koma alltaf auga á hið jákvæða og góða. Lítið atvik frá því í fyrrasumar riíjast upp. Á góðviðrisdegi þar sem ég var í heimsókn á Skörðugili ákváðum við að ríða út í Glaumbæ og tókum stefnuna á gamla bæinn. Þar var margt fólk, slangur af út- lendingum en einnig Eyfírðingar sem Dúddi þekkti. Þegar við komum í hlaðið svipti hann sér af baki, hóf glaðbeittur umræður og hafði áður en varði drifið upp hressilegan söng. Þegar mesta undrunin var farin af svip útlendinganna sá ég að þeir kunnu vel að meta þetta óvænta innskot, þarna á hlaðinu við byggða- safnið í Glaumbæ. í sumar þegar við komum að Skörðugili vissi ég að veikindi voru farin að steðja að frænda mínum. Hugur hans var þó hress sem fyrr. Hann var greinilega ekki á því að láta deigan síga. Hann hafði verið boðaður til rannsóknar suður til Reykjavíkur, en hafði við orð að vonandi gæti hann komist heim í tæka tíð fyrir Fjórðungsmót hesta- manna á Vindheimamelum. Mér er þó ekki örgrannt um að hann hafí vel rennt í grun að hveiju stefndi. Hann kvaðst i engu kvíða því sem í hönd færi. Hann var sannfærður um líf að loknu þessu og kveið því ekki að kveðja; nema helst að leitt væri að geta ekki gert eftirlifandi vinum sínum viðvart. Við Sigrún kona mín heimsóttum hann skömmu síðar á Borgarspítal- ann. Þar var hann glaður og reifur eins og alltaf. Þegar hann steig upp úr rúminu til þess að fara fram úr herberginu, spurðum við hvort við ættum ekki að aðstoða hann eitt- hvað. „Nei, elskumar mínar, ég er svo bráðhress að ég gæti dregið allt Skörðugilsstóðið í rétt,“ sagði hann aðeins og bló við. Að öðm leyti var hugurinn bundinn við Skagafjörðinn og nýafstaðið hesta- mannamótið. Hann var samur við sig. Þegar við hittumst mánuði seinna var mjög dregið af Dúdda mínum. Hann lá á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, lét vel af sér, en var sýnilega orðinn býsna máttvana. Þar kvödd- umst við hinsta sinni. Móðir mín hitti hann á afmælisdaginn, aðeins 10 dögum fyrir andlátið. Hann var glaður í bragði að vanda, enda hafði hann fengið miklar heimsóknir og sjúkrastofan hans var full af blóm- um frá vinum og skylduliði. Þann dag hafði verið mikið sungið og kveðið á sjúkrastofunni og fór vel á því. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Dúdda á Skörðugili nýtur ekki leng- ur við. Einhven veginn fmnst mér að öðmvísi verði að koma í Skaga- flörð þegar þessi mikli vinur minn og velgjörðarmaður er allur. Um hann má hafa fleyg orð sem sögð vom um annan aðdáunarverðan og mikinn kappa: Hann var engum lík- ur. Endurminningin um þennan ein- staka heiðursmann lifír og vekur bara með manni jákvæðar tilfínn- ingar. Eftirlifandi eiginkonu hans Sigrúnu Júlíusdóttur og öllu þeirra fólki sendi ég og fjölskylda mín sam- úðarkveðjur. Einar K. Guðfinnsson. Þegar kom á Vatnsskarð og ferðafélagar vom ekki kunnugir í Skagafírði benti maður á Mælifells- hnjúk á hægri hönd, Glóðafeyki beint framundan og sagði svo í lok- in, að hér norðurundan væri Dúddi á Skörðugili. Samferðamenn sögð- ust hvergi sjá það kennileiti. Svarið var að það væri vegna þess að þeir þekktu hann ekki. Nú er Siguijón Jónsson látinn, rúmlega sjötíu og átta ára að aldri, en hann fæddist að Garði í Hegranesi 27. ágúst 1915. Þar skammt undan er Kefla- vík, þaðan sem Jónas faðir hans var, lengst af kenndur við Hátún á Langholti. Faðir Jónasar, Gunnar, átti átta dætur og einn son, en Jón- as og kona hans, Steinunn Sigur- jónsdóttir, áttu sæg af strákum en aðeins eina dóttur. Siguijón, eða Dúddi, eins og hann var löngum kallaður, var mikill kostamaður. Þó að syrti í álinn var alltaf bjart yfír Dúdda, a.m.k. sáu ekki utanaðkomandi menn, að hon- um hnykkti við harma. Hann var að þvf leyti eins og bestu hetjur úr fornsögunum, að fáir sáu honum bregða. Undir lokin vissi hann að hveiju fór. Banameinið hafði sótt að honum í sumar og kannski leng- ur. Reynt var að ráða bót á því með uppskurði, en þeim skurði var bara lokað aftur. Ég átti leið um og gerði mér ferð í sjúkrahúsið á Sauðár- króki til að heimsækja hann. Og enn var hann hrókur fagnaðar. Ekki sá á honum kvíða. Það var aðeins dauð- inn einn sem gat sigrað hann. Hann hafði engu að kvíða. Ég var granni Siguijóns, barn að aldri, en fann þó aldrei til aldurs- munar. Hann var fímmtán ára, þeg- ar ég sá hann fyrst og átján ára, þegar leiðir skildu að nokkru. En alla ævina hefur Dúddi verið þarna - á Langholtinu, eins og sagði í upphafi. Síðast þegar við fundumst minntist hann á séra Hallgrím Thorlacius í Glaumbæ, þennan stóra mann sem lifir enn í hugum okkar, sem vorum honum samvista í lengri eða skemmri tíma. Dúddi var eins- konar hestasveinn hjá honum. Það fannst stráknum frá Hátúni minnis- vert. Haltu í hestana, sagði séra Hallgrímur ef þeir voru saman í Qárragi eins og grönnum er títt og Hallgrímur hitti einhvem sem hann þurfti að tala við, hallur á vangann því hann tinaði. Hestar séra Hall- gríms voru góðir, enda kom hann sér upp kyni. Dúddi kunni að meta það enda varð hann snemma glögg- ur á hesta. Ræktunarstarf hans á Syðra-Skörðugili hefur borið nafn hans og bæjarins vfða. Siguijón í Hátúni var afar greiða- samur piltur. Væri hann beðinn ein- hvers var hann þotinn af stað til að leysa málið. Heimilið í Hátúni var stórt og rausnarlega staðið að öllu hjá þeim Jónasi og Steinunni. Á veturna var þar farskóli, viku eða hálfan mánuð í einu, en hinn tímann í Húsey hjá Felix Jósafatssyni. Á þessa staði gekk maður frá Grófarg- ili, en líka henti að manni væri kom- ið fyrir í Glaumbæ. Þá vissi maður ekki að við sváfum í safni. Dúddi var ekki sýnilegur þessa vetrartíma; kannski hefur hann verið kominn í Hólaskóla. Hann var orðinn fullorð- inn maður. En næst þegar við hitt- umst var eins og við hefðum aldrei skilið. Þá var hann giftur Sigrúnu Júlíusdóttur og byijaður að búa á Syðra-Skörðugili. Þá var ég byijað- ur að skrifa sögur. Dúdda þótti mikið púður í þeirri fyrirtekt. Eins og margir fleiri Skagfirðing- ar var Siguijón eiginlega alinn upp á hestum. Á honum lentu snúningar fyrir Hátúnsheimilið og hann spar- aði sig hvergi. Nú, þegar ég hitti hann síðast, minntist hann þessara daga og fannst að öðrum hefði þótt hann aldrei nógu fljótur í förum. Alltaf kvað við í eyrum hans: Og flýttu þér nú. Þetta hefur auðvitað verið einvher kækur, en Dúddi tók orðin bókstaflega og honum voru þau minnisstæð. Eitt sinn sá ég Dúdda ganga svo rösklega til verks, að það varð að slysi. Á rigningar- degi vorum við að basla við að ná styggum hesti, Amaldur bróðir minn, ég, Dúddi og fleiri. Hestinum þurfti að koma í aðhald og gekk illa. Það hellirigndi og kom raunar þrumuveður. Dúddi var á hesti eins og venjulega; bleiku hrossi sem hann átti, dýrléttu og ötulu, en blautt kargaþýfí fyrir fótum. Skipti engum togum í þessum sviptingum að bleika hrossið fór flatt undir Dúdda og hálsbrotnaði Þetta var hans eina hross. Og á meðan við hinir stóðum yfír skrokknum með tárin í augunum, svipti Dúddi hnakknum af, leit á okkur svona hnuggna og sagði hressilega: Gerir ekkert. Það sést á ýmsu, að fleira fólk en ég hefur kunnað að meta Sigur- jón á Syðra-Skörðugili og er það vel og réttmætt. Fólk hefur gert sér far um að segja af honum hrossa- kaupasögur, einkum af honum og Sveini heitnum á Varmalæk, sem var einn af þessum dýrindismönn- um, sem aldrei vantaði orð yfír hlut- ina. Milligjafirnar voru skrautlegar hjá þeim, m.a. gömul, blind hæna. En þeir versluðu ekki með halta og blinda hesta og voru þó hestakaup- menn miklir. Sögur af hrossabraski tóku á sig ýmsar myndir. Mikið var um skjótt hross í Hátúni og á Syðri- Húsabakka, en hrossin gengu sam- an á eylendinu. Óhjákvæmilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.