Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 35 BANDARÍKIN Sér um búslóðaflutninga fyrir Íslendinga Reynir Gíslason markaðsstjóri Ambrosio á skrifstofu sinni í Banda- ríkjunum. Reynir Gíslason er markaðsstjóri hjá alþjóðlega flutningsfyrir- tækinu Ambrosio, en það sér um flutning á vörum og búslóðum til og frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur ekki síst flutt búslóðir fyrir íslendinga og segist Reynir lenda í ýmsum uppákomum bæði vegna þeirra og annarra. „Einn daginn fékk ég til dæmis upphringingu frá ungri konu sem sagðist fljúga sam- dægurs til New York,“ sagði hann. „Konan sagðist vera með búslóð sem ég yrði að sjá um. Hún varð af einhverjum ástæðum að fára í flýti og var tímabundin. Seinna frétti ég að tveir starfsmenn útlend- ingaeftirlitsins hefðu komið eld- snemma um morguninn og hand- járnað manninn hennar á nærbux- unum. Það kom í ljós, að hún hafði sex mánaða dvalarleyfi en hann aðeins þriggja mánaða. Þau höfðu sótt um græna kortið, sem veitir atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og byrjuðu að vinna í þerri trú að það gengi hratt fyrir sig að fá atvinnu- leyfið.“ Reynir sagði þetta ekki vera eins- dæmi og oft áttuðu íslendingar sig ekki á hvernig kerfið gengi fyrir sig í Bandaríkjunum. Tölvuvætt fyrirtæki Reynir leggur mikla áherslu á að vera vel inni í öllu sem varðar flutninga og verð. Til að geta fylgst betur með verðsveiflum hefur hann nýlega tölvuvætt fyrirtækið og get- ur þannig á einfaldan hátt skoðað verð samkeppnisaðilanna gegnum tölvunet. „Það er merkilegt að þótt tæknin hafi orðið til hér í Bandaríkjunum er hún ekki alltaf notuð og dreifist lítið út í þjóðfélagið. Lítil og meðal- STJÖRNUR Myndband með Dudley Moore hneykslar eir aðdáendur breska leikarans Dudleys Moore sem dásömuðu hann fyrir myndir eins og „10“ og „Arthur" urðu fyrir miklum von- brigðum í fýrri viku. Þá ákvað hann í samráði við gamlan félaga sinn Peter Cook að sýna fullorðinsmynd- bandið „Get The Horn“ í klúbbnum „Cobden Working Men’s Club“, sem staðsettur er í vestanverðri London. Verður það til sýnis einu sinni í viku en dregið verður niður í talinu til að misbjóða ekki viðkvæmum gestum. Velta menn fyrir sér hvort þá sé ekki búið að skemma fyrir öðrum sem hafa gaman af rudda- skap. Myndbandið byggist á tvíleiknum „Derek og Clive" sem þeir Dudley og Peter fluttu upp úr 1970 og lað- aði að sér fjölda áhangenda. Leikrit- ið þótti merkilegt að mörgu leyti. Samræður milli leikaranna voru opinskáar, sundurlausar og mjög svo vafasamar — og þykja raunar enn. Að sögn talsmanns framleiðand- ans, Polygram, hefur fjöldi fólks reynt að fá bann sett á myndband- ið vegna þess hversu klúrt það er, ruddalegt og hvernig umræðan um ákveðinn hóp fólks fer fram, sem þykir ekki við hæfi nú á tímum. Myndbandið var gert árið 1978 en hefur ekki verið sýnt fyrr en nú. Segir talsmaður Polygram að þrátt fyrir að nokkrar sjónvarpsstöðvar hefðu orðið sér út um eintak væri útilokað að sýna það fyrir almenn- ing. stór fyrirtæki hér eru oft vanbúin tölvum og því illa í stakk búin að keppa á heimsmarkaði fyrir vikið,“ sagði Reynir. Hagstæðir samningar Hann hefur náð hagstæðum samningum í flutningum, að eigin sögn og segir að flutningsverð á tuttugu feta gámi á hans vegum sé um helmingi ódýrara en hjá öðr- um flutningsaðilum innan Banda- ríkjanna. Eitt af þeim málum sem Reynir fékk nýlega inn á borð til sín var mál námsmanns sem hafði flutt heim að námi loknu og greitt í kringum 1500 dollara fyrir. Reyn- ir sagði að hann hefði getað flutt sama magn fyrir tæpa 400 dollara. Hann kveðst hafa orðið var við að fleiri námsmenn séu á heimleið nú en áður. „Aukningin er mælan- leg og er það sennilega vegna óhag- kvæmra námslána. Það er orðið nánast ómögulegt að fara út í nám eins og þetta kerfi er orðið. Eg hef flutt fyrir fólk sem hefur orðið að hætta af því að það hefur ekki geta lifað af lánunum.“ Reynir vinnur í nánu samstarfi við íslensku skipafélögin. „Það er geysimikill misskilningur að ís- lensku skipafélögin eins og t.d. Eimskip sé með tóma okurstarfsemi og einokun, þó svo að ekkert fyrir- tæki sé í þessari starfsemi nema þau hagnist eitthvað. Það er mikið framboð af skipum yfir Atlantshaf- ið til meginlands Evrópu en samt sem áður eru þau ekkert ódýrari kostur en Eimskip og Samskip," sagði Reynir. Texti og myndir: Hildur K. Karlsdóttir Dudley Moore þykir hafa stigið skref aftur á bak með sýningu myndbandsins en hér sést hann með einni af sínum mörgu vinkonum. STUNDASKRA HAUST1993 MANUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR F0STUDAGUR S3^r\ 09:30 Step Reebok I Dísa 12:00 Step Reebok 12:00 StepReebok' Dísa Anna 15:00 Step Reebok Anna 16:15Vaxtarmótun II 1615 Unglinga Aerobic Gústi Birna 16:45 Step Reebok 16:45 Step Reebok Birna Gústi 17:15Vaxtarmótun I 17:15 Vaxtarmótunl Anna Dísa 17:45 Step/Þrek 17:45 Step Reebok Gústi Birna 18:15 Fitubrennsla 18:15 Púl Teygjur Birna Maggi 18:45 Step Reebok 18:45 Step Reebok Anna Gústi 19:15 Jazz Fönk 19:15 JazzFönk f. 10-12 ára f. 13-16 ára Selma Birna STEP REEBOK:Æfingar, hentar ölluen, l hæðpalls ræðurálagi. VAXTARMOTUN:Upphitun, teygjur, æfingar fyrir alia. STEP/ÞREK:Pallar, hopp og teygjur. ÞREKÞJÁLFUN: Yfir meðallagi UNGLINGA AEROBIC: Fyrir 13 til 16 ára. Disa i Step Reeb Dísa 15:00 step Reebok | Anna 1615Unglinga Aerobicl Anna 16:45 Step Reebok Birna iVaxtarmótu Anna 17:45Step/Þrek Maggi LAUGARDAGUR 10:45 Step Reebok I Anna 11:45 Step Reebok Agusta 12:15 Þrek Gusti SUNNUDAGUR 12:15 Step Reebok Birna HetoM Skvass rjjrfubotí 0ut ve0r. OPIÐ: 07:00-21:30 mán.-tim. Qímar 07:00-20:00 fös. öllllai «1«. 30000 og 35000 Frábærleið til bættrar heilsu og betra lífs! \ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Haustskór Kuldaskór úr olíuskinni með nubuck leðri og munstruðum gúmmísóla. Litur: Brúnt og svart Stærð: 36-41. 4.995 Kuldaskór úr mjúku leðri með skinnkanti Litur: Brúnt og svart Stærð: 36-41. 3.995 Litur: Brúnt og svart Stærð: 36-41 3.495 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR V. Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 J Meim en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.