Morgunblaðið - 17.09.1993, Side 21

Morgunblaðið - 17.09.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 21 Risaeðluæðið brýst fram með margvíslegum hætti Slegistum saurleifar London. Reuter. VERÐ á steingerðum beinaleif- um af risaeðlum fer nú hækk- andi á uppboðum vegna áhugans sem myndin Jurassic Park hefur vakið á þessum forsögulegu dýr- um. A uppboði hjá Bonhams-fyr- irtækinu í London í gær fékkst tífalt hærra verð fyrir steingerð- ar saurleifar úr risaeðlu en ráð hafði verið fyrir gert. Síðastnefndu steingervingarnir eru 23, tugmilljón ára gamlir og fundust í Texas. Sá sem keypti lét duga að hringja inn tilboð sín og óskaði nafnleyndar en verðið var 3.000 pund eða rúmar 300.000 krónur. Tíu steingerð egg í hreiðri með eggjum risaeðlu er grafið var úr jörðu í Kína seldust á nær fimm milljónir króna, annað hreiður fór á um hálfa aðra milljón. Gripimir voru úr safni Hollendings á fertugs- aldri, Jan Stobbe, en hann hefur mikinn áhuga á jarðfræði. Stobbe hafði alls ekki gert ráð fyrir að svo mikið fengist fyrir steingervingana og þakkaði hann þetta Hollywood- kvikmynd Stevens Spielbergs. Rændu þotunni í mótmælaskyni Gardermoen, Noregi. Reuter. NORSKA lögreglan skýrði í gær frá því að mennirnir þrír, sem gáfust upp á Gardermoen-flugvellinum norður af Osló, eftir að hafa rænt vél á leið frá Azerbajdzhan, væru Iranar og hefði tilgangur þeirra með ráninu verið að mótmæla mannréttindabrotum í íran. Fór lögreglan í gær fram á átta vikna gæsluvarðhald yfir þremenn- ingunum, en þeir eru 20,28 og 35 ára gamlir. „Þeir sögðust vilja mótmæla kúg- un og mannréttindabrotum í íran og sóttust eftir pólitísku hæli í Noregi,“ sagði Knut Austad, lög- reglustjóri í Gardemoen, að loknum yfirheyrslum. í fórum flugræningjanna fundust þtjár handsprengjur en annað „sprengiefni" þeirra reyndist ekki raunverulegt. Míkhaí Asabin, flugstjóri vélar- innar, sagði að flugræningjamir hefðu verið mjög uppstökkir og taugaveiklaðir í fyrstu en róast mjög er þeir voru orðnir sannfærðir um að vélin myndi lenda í Noregi. Tyrkir hyggjast veita vatni um Miðausturlönd Nikósía, Ankara. Daily Telegraph. TYRKIR hafa ákveðið að hrinda í framkvæmd áætlun um „friðarleiðsluna" svokölluðu sem liggja á frá Tyrklandi til Persaflóa. Takist þeim að yfirvinna fyrirvara, sem nokkur arabaríki hafa haft, ætla þeir að veita vatni úr ánum Seyhan og Ceyhan til Sýrlands, Israels, Jórdaníu, Saudi Arabíu og nokkurra rílqa við Persaflóa. Nokkur arabaríki hafa hingað til lagst gegn lagningu risastórrar vatnsleiðslu suður á bóginn frá Tyrklandi, einkum vegna áforma Tyrkja um að veita vatni m.a. til ísraels. Mest hefur andstaða Sýr- lendinga verið en óhjákvæmilegt er að vatnsveita liggi um land þeirra. Með friðargjörð ísraela og Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hafa aðstæður hins vegar breyst og af þeim sökum hafa stjómvöld í Ankara ákveðið að blása nýju lífi í vatnsveituáformin. Árið 1985 sagði Boutros Boutros Ghali, þáverandi utanríkisráðherra Egyptalands og núverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að næsta stríð í Miðaustur- löndum yrði háð út af vatni. Tyrk- ir telja að nóg framboð af vatni geti orðið lykill að varanlegum friði í þessum heimshluta. Munu þeir því hrinda af stað herferð til þess að „selja“ hugmyndina um vatns- veitu um til Miðausturlanda. Þar er vatn af skomum skammti og eiga erfíðleikar enn eftir að auk- ast, ekki síst vegna 3% árlegrar fjölgunar íbúa í þessum löndum. Tyrkland er eitt fárra ríkja í Miðausturlöndum sem ræður yfir nægum vatnsforða. Vatnsveituá- form þeirra byggjast á því að leggja tvær risaleiðslur. Önnur á að flytja vatn til Sýrlands, Jórdaníu, ísraels og vesturhluta Saudi-Arabíu en hin mun veita vatni til Kúveit, austur- hluta Saudi-Arabíu og ríkja við Persaflóa. Dregur úr hættu á átökum Bandarísk stjórnvöld hafa lýst stuðningi við vatnsveituáformin er, talið er að veitan kynni að koma í veg fyrir átök Miðausturlandaríkja um nýtingu vatnsfljóta sem liggja um tvö þeirra eða fleiri. „Við mun- um tryggja að allir fái nóg af vatni,“ sagði fulltrúi tyrknesku stjórnarinnar, „gegn gjaldi sem við verðum að koma okkur saman um.“ Gert er ráð fyrir að vatnsveitan muni kosta 21 milljarð dollara, jafnvirði 1.470 milljarða króna. Palestínskir leiðtogar sem lögð- ust gegn friðarsáttmála ísraela og PLO freista þess nú að afla fylgis við afstöðu sína í ríkjum araba. Farouk Kaddoumi, leiðtogi stjórnmálaarms PLO og nánasti ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga PLO, þar til fyrir skömmu, ræddi við íraska leiðtoga í Bagdad á mið- vikudag. Hann er helsti framámað- ur PLO sem leggst gegn friðarsátt- málanum. Sama dag ræddu George Habash og Naif Hawatmeh, leið- togar tveggja samtaka Palestínu- manna, við Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í Trípólí. Ándstæðingar samninga ísraela og PLO eiga víða hljómgrunn í arabaríkjum en hendur þeirrar eru nokkuð bundnar. Með því að blása til uppreisnar gegn sáttmálanum væru þeir beinlínis að hvetja til borgarastríðs meðal Palestínu- manna. Möguleikar þeirra á áhrifa- miklum friðsamlegum mótmælum þykja einnig litlir. Kaddoumi, Habash og Naif hyggjast beita sér fyrir nokkurs konar þjóðfundi Palestínumanna til þess að sameina andstæðinga frið- arsamninganna. Það kann að reyn- ast erfitt því vandfundið er það arabaríki sem væri tilbúið að skjóta skjólshúsi yfir samkundu af því tagi. Sýrland og Alsír eru tæpast lengur inn í myndinni sem fundar- staður þar sem yfírvöld í Alsír hafa leitað eftir auknum samskiptum við Vesturlönd og þó svo Hafez Assad Sýrlandsforseti hafí ekki verið sér- lega ánægður með að Palestínu- menn semdu sérstaklega við ísra- ela þykir ólíklegt að hann taki áhættu á að spilla möguleikum sín- um á að endurheimta Gólan-hæðir af ísraelum. Þar með eru írak og Líbýa eig- inlega einu löndin sem til greina koma sem fundarstaður. Það er versti kosturinn sem andstæðingar friðarsáttmálans standa frammi fyrir þar sem þau eru algjörlega einangruð og áhrif þeirra á stjórn- málasviðinu engin. Má því segja að möguleikar Kaddoumi og stuðn- ingsmanna hans á að draga úr Kim stuðningi sem friðargjörð raela og PLO nýtur á alþjóðavett- vangi séu engir. Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins398kr./kg. í ruestu vershm ‘Leiðbeinandi smásöluverð Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstu verslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.