Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 33 vægt að fá að lifa þá stund að sjá ættmenni sín samankomin á svo fjöl- mennu móti. Aldrei heyrði ég Óttar kvarta yfir hlutskipti sínu, þó að hann væri auðsjáanlega oft sárþjáður. Hann sagði eitt sinn, þegar ljóst var hvert stefndi, að það væri ekkert sem segði að maður ætti að lifa endalaust. Eg trúi því sjálf að það sé tilgangur með uauöanum rétt eins og í lífinu. Ég trúi því að Óttar sé þegar búinn að leita uppi mörg svörin við öllum spurningum sem við spurðum í sum- ar án þess að finna þá svörin við þeim. Ég sé hann fyrir mér heilsa gengnum ættfeðrum og mæðrum með kveðjunni góðu og spyijast síð- an fyrir um hvernig þetta sé: „Erum við afkomendur franskra húgenotta, já eða komin af Frísum?“ Ég þakka Óttari frænda vegferð- ina og allt það sem hann miðlaði mér af þekkingu sinni og reynslu. Eiginkonu hans Guðnýju, sonum og tengdadóttur, Hrafnkeli, Önnu Mar- gréti og Kolbeini, föður hans Óttari og Elsu, auk þess systkinum hans Ólafi, Friðbjörgu og Hrafnhildi, sendi ég samúðarkveðjur mínar og ijölskyldu minnar. Missir ástvinar er ætíð sár en minningin um mætan mann græðir. Sæll veri frændi minn Óttar Proppé. Fríða Proppé. Góður drengur er fallinn í valinn. Frábær félagi er kvaddur burt í blóma lífsins. Einstakir mannkostir máttu sín einskis gegn miskunnar- lausum dómi örlaganna. Hetjulegri baráttu lauk fyrr en nokkurn varði. Við kveðjum í dag mikiíhæfan forystumann og dýrmætan vin. Hann vann hug og hjarta samstarfs- manna um allt land, var traustur og réttsýnn. Við fólum honum mik- inn trúnað og sóttum fast að setja hann til enn frekari ábyrgðar. Óttar Proppé var formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalags- ins á síðasta kjörtímabili. Hann gegndi æðstu trúnaðarstöðu flokks- ins utan þingflokksins á einhveiju erfiðasta tímaskeiði síðari ára, þegar heitir eldar brunnu í landsstjórninni og flokkurinn glímdi við erfiðari verk'efni en oftast áður. Úrslitin voru tvísýn og skýjabakkar ófaranna biðu þungir við brún sjóndeildarhringsins. Alþýðubandalaginu tókst að gera sérhveija glímu að uppsprettu end- urnýjunar. Ríkisstjórnin skilaði ein- stökum árangri, var fyrsta stjórn vinstri manna sem sat til enda kjör- tímabils og hélt meirihluta í kosning- um, náði tökum á áratugagömlum vanda verðbólgunnar og sneri óför- um atvinnulífsins í nýja sóknar- möguleika. Flokkurinn var í raun sigurvegari kosninganna, öðlaðist nýtt sjálfstraust og sýndi í verki hæfni til endurnýjunar á bæði stefnu og starfsháttum. Baksvið þessarar baráttu var hrun heimsmyndar sem orðið hafði hundr- uðum milljóna að átrúnaði og harður dómur sögunnar um ógnarstjórn í dularklæðum hugsjóna. Á slíkum tímum reynir á mann- kosti og hugdirfsku, vit og dóm- greind. Óttar Proppé bar þá eigin- leika í ríkum mæli. Hann hikaði ekki við að- hefja nýja hugsun í há- sæti og hvetja til dáða þegar aðrir vildu halda á gamlar slóðir eða láta hendur falla í skaut. Þess vegna var hlutur hans stór í árangri flokksins. Óttar Proppé stýrði störfum fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalags- ins með réttsýni, staðfestu, yfirsýn og góðlátlegri kímni sem oft kom sér vel. Hann bjó að dýrmætri reynslu og var i blóma lífsins. Hve órafjarri var þá sú hugsun að við myndum innan fárra missera bera hann til grafar. Óttar hafði verið forystumaður í norðlenskum byggðum og sá skóli reynslunnar sem fæst með nærveru við vandamál hverdagsins var hon- um dýrmætt veganesti. Hann var síðan beðinn að gerast fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins árið 1986 og um tveimur árum síðar ritstjóri Þjóðviljans. í öllum þessum störfum, fram- kvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Þjóðviljans og formaður fram- kvæmdastjórnar, sýndi Óttar slíka mannkosti og hæfileika að við vild- um ávallt að hann gegndi hveiju starfi lengur en hann sjálfur kaus. Hann þekkti flokkinn betur en flest- ir aðrir og mat ávallt stöðuna á raunsæjan en um leið framsækinn hátt. Þegar Óttar gerðist framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagins vorum við málkunnugir en höfðum ekki starfað náið saman. Á skömmum tíma óx samstarf okkar í vináttu og traust. Ég lærði að meta dómgreind hans og skarpskyggni. I érfiðum máiurn var álit hans mér meira virði en flestra annarra. Ég vissi að hann mælti af heilum huga var laus við eiginhagsmuni og við mat á mönnum og málefnum horfði hann ávallt til framtíðar. í öllum stærri dagskrármálum síð- ari ára leitaði ég ávallt álits Óttars áður en ákvörðun var tekin. Og ætíð hvatti hann til niðurstöðu sem mótuð var af framsýni og kröfum nýrra tíma. Hann hafði ungur geng- ið til liðs við flokkinn og naut trúnað- ar og trausts forystumanna og fé- laga sem fyrr á öldinni höfðu gerst liðsmenn í hreyfingu róttækra jafn- aðarsinna. Að öðlast stuðning og vináttu slíks manns var mér dýr- mætt veganesti á starfsvettvangi formennskunnar í flokknum. Á kveðjustund skortir mig orð til að tjá þakkir fyrir þá samfylgd. Minn- ingin um góðan dreng og vitneskjan um ráð hans og tillögur munu lifa áfram og veita mér styrk og áræðni í verkefnum ókominna ára. Saga íslenskrar vinstri hreyfingar á þessari öld er stórbrotin og marg- slungin, samofin örlögum þjóðarinn- ar á svo fjölbreyttan hátt að erfitt mun reynast að greina þar vel ein- staka strengi. Þó mun öllum sem í frásögn færa atburðarás síðustu ára verða ljóst að hlutur Óttars Proppé í sögu Alþýðubandalagsins er til muna stærri en flestra annarra. Á sinn hógværa hátt réð hinn mikli drengskaparmaður úrslitum mála og gegndi lykilhlutverki á þróunarbraut flokksins. Hann skóp íslenskri jafn- aðarhreyfingu nýja sögu. Þúsundir Alþýðybandalagsmanna kveðja í dag góðan félaga og mikil- hæfan forystumann. Ég færi Guðnýju og fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur og vona að hlýjar hugs- anir frá okkur öllum megni að gera djúpa sorg að viðráðanlegri byrði. Ólafur Ragnar Grímsson. Nú þegar haustið gengur í garð og náttúran skartar sínum fegurstu litum og býr sig undir veturinn, þá kveður þennan heim langt um aldur fram vinur okkar og mágur minn óttar Proppé. Það var mér 17 ára unglingnum ekki lítil upphefð þegar þessi stóri elskulegi og skemmtilegi ungi maður fór að venja komur sínar á okkar heimili og talaði við strákpjakkinn sem jafningja sinn. En einmitt þannig var Óttar, hann átti einstaklega gott með að um- gangast fólk, bæði börn og full- orðna. Óttar var miklum hæfileikum gæddur og þeirra nutum við fjöl- skyldan og vinir hans. Það var alltaf gott að eiga hann að þegar leysa þurfti erfið mál, því hann hafði ein- staka hæfileika til þess að einfalda hlutina og sjá bestu lausn hvers vanda. Óttar var mjög víðlesinn maður og átti gott bókasafn sem hann notaði vel. Sögu lands og þjóð- ar kunni hann og kenndi til margra ára. Á þjóðmálum hafði hann mikinn áhuga og hafði á þeim skýrar skoð- anir sem hann hélt fram af festu en hógværð. Hann hafði gaman af ferðalögum, en fór aldrei af stað fyrr en hann hafði kyniit sér sögn staðarins fyrst af bókum. Því var það góður skóli að ferðast með Ótt- arL Óttar hafði gaman af skáldskap og var hagmæltur vel, þó að með- fætt lítillæti bannaði honum að halda því á loft. Þá var hann ákaflega músíkalskur og hafði góða söngrödd. Hann söng í mörgum kórum um ævina og var félagi í Karlakór Reykjavíkur til dauðadags. I góðra vina hópi var Óttar ætíð hrókur alls fagnaðar, hann var leiftr- andi skemmtilegur og þegar hann var séstur við píanóið eða með gítar- inn, þá þurfti ekki annars við. Ógleymanlegar eru þær stundir þegar við íjölskyldan fórum í heim- sóknir til Dalvíkur og Siglufjarðar að heimsækja Óttar, Guðnýju og strákana meðan þau bjuggu þar. Og þá ekki síður öll þau áramót sem þau komu hingað austur í Þjórsárdal að fagna nýju ári. Oft var nú tví- sýnt um veður og færð, þá settist kvíði að fólkinu á Ásólfsstöðum. Krökkunum þótti kvöldið ónýtt, brennan bara hálfgerð og stærstu flugeldar gátu ekki bætt kvöldið upp. Til margra ára fannst þeim engin áramót fyrr en Óttar, Guðný, Hrafnkell og Kolli voru komin. En aldrei brást það að Óttar og fjöl- skylda kæmu ef þau voru búin að ákveða það. Þá fann maður hvers virði góð fjölskyldutengsl eru. Óttar var alla tíð nátengdur æsku- stöðvum Guðnýjar á Ásólfsstöðum, hjálpsamur og áhugasamur um alla hluti og þar voru þau Guðný að byggja sér sumarbústað þegar ógæf- an dundi yfir. Fárveikur vann hann við smíðar í frístundum sínum, nú síðast í ágúst. Aldrei hvarflaði að honum að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og fjölskyldu sína og vini fyllti hann bjartsýni, þó að engum væri betur ljóst en honum hvers eðlis þessi sjúkdómur var. En hann ákvað að standa meðan stætt var og j)að gerði hann með reisn. Óttar var ákaflega hlýr og trygg- ur maður og tengdaforeldrum sínum var hann sem besti sonur. Það sýndi hann þegar hann aðeins fáum dögum fyrir andlát sitt fór að heimsækja tengdaföður sinn á Landspítalann, en milli þeirra ríkti alitaf gagnkvæm virðing og vinátta. Sú ferð var hon- um þó engan veginn létt, en hann gerði skyldu sína til hins síðasta. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin og þökkum honum fyrir ógleymanleg ár. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Sigurður Páll Ásólfsson. Fleiri minningargreinar um Óttar Proppé bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN FR. GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Njáll Þorsteinsson, Lovisa M. Marinósdóttir. t POULO. BERNBURG hljómlistarmaður, Stigahlíð 12, sem lést þann 11. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingunn Bernburg, Gunnar Bernburg, íris H. Bragadóttir, Kristján Bernburg, Thérése De Cauwer, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafl’ JÖRUNDUR PÁLSSON arkitekt, verður jarðsunginn í dag, föstudaginn 17. setpember, frá riaii- grímskirkju ki. 13.30. Guðrún Stefánsdóttir og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ KR. JÓNSDÓTTIR, Yrsufelli 13, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 20. september kl. 15.00. Jón B. Pálsson, Jónina Elva Guðmundsdóttir, Ólöf Á. Sigurðardóttir, Björgvin Þór Aðalsteinsson, Sandra Dögg Jónsdóttir, Atli Már Ástvaldsson, Benedikt Páll Jónsson, Arnar Ástvaidsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, JÓNAS BERGSTEINN BJÖRNSSON, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju, laugardaginn 18. september kl. 14.00. Hrefna Hermannsdóttir, Björn Jónasson, Ásdís Kjartansdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Halldóra Ingunn Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Hermann Jónasson, ingibjörg Halldórsdóttir, Rakel, Jóna Hrefna, Edda Rósa, Bettý, Helga og Halldór. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, PÁLMA GUÐMUNDSSONAR. Guðmundur Pálmason, Garðar Pálmason, Guðrún Árnadóttir. + Hjartanlega þökkum við fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, SIGMUNDAR ÍVARS JÓNSSONAR, Túngötu 15, ísafirði. • Jón Jónsson, Sigurður Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar og frænda, JÓNS GUÐJÓNSSON AR, frá Skúmstöðum, Eyrarbakka. Karen Guðjónsdóttir, Vilborg Guðjónsdóttir, Elínbjörg Guðjónsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir og aðrir aöstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför mannsins míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, HÖSKULDAR OTTÓS GUÐMUNDSSONAR fró Randversstöðum, Breiðdal, Bjargarstig 17, Reykjavfk. ' Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landakotsspítala, göngudeildar sykursjúkra og allra þeirra er aðstoðuðu okkur við aðhlynningu hans. Ingibjörg Valdimarsdóttir og aðrir aðstandendur. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR FR. GUÐMUNDSDÓTTUR. Iðunn hf., Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.