Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Um tillögu landlæknis eftir Elísabetu Bertu Bjarnadóttur Þar sem ég veit að við erum allar hörundssárar manneskjurnar, finnst mér best að geta þess í upphafi máls míns, að ég tel Ólaf Ólafsson landlækni um margt fróman mann og að hann hafí oft stutt við fram- sækin málefni, heilsufari og þegnum þessa lands til framdráttar. Hins vegar þarf hann, vegna þess hve hann er í leiðandi embætti í land- inu og hefur því mikil völd sem geta orðið að póiitískum ákvörðunum, að hlusta vel eftir hveijar þarfir skjól- • stæðingahóps hans eru og hvernig þeim þörfum er best borgið. Von- andi er skjólstæðingahópur Ólafs enn neytendur heilbrigðiskerfisins númer eitt en ekki vinnuveitendur eða magnrannsóknir. Ekki síst vegna þess hve margt er varðar mannanna heill og hamingju er ómælanlegt með ströngum mælistik- um raunvísindanna ætti það að vera eitt af markmiðum landlæknisemb- ættisins að standa' vörð um hin svo- kölluðu mjúku gildi, nú á þessum úlfatímum er allt á að borga sig. Fyrirtækin urðu upphaflega til vegna fólksins en ekki öfugt. Þar sem ég hef starfað að heil- brigði íslensku fjölskyldunnar sem félagsráðgjafi í áratug og tel mig þekkja nokkuð örvæntingu hennar er að kreppir og vonir og þrár eftir mannsæmandi lífi, finn ég mig knúna til að vekja þessa umræðu þótt mér sé það óljúft að takast á við landlækninn. Frásögn sjúklings gild „Það lægju eflaust miklu fleiri í valnum langt um aldur fram, ef læknar hefðu alltaf beðið eftir magnrann- sóknum áður en þeir gerðu sitt bezta.“ fram, ef læknar hefðu alltaf beðið eftir magnrannsóknum áður en þeir reyndu að gera sitt besta. Skerðing á lýðréttindum Ólafur segir að vottorðin þjóni ekki tilgangi sínum. Ég vil þá spyija hann og hvern þann sem stuðla vill að útrýmingu þeirra, hvernig þeir hyggist tryggja launþegum þessa lands sama rétt og þeir hafa haft til að láta sér batna af minniháttar veikindum og fá óskert laun á með- an. Möguleikinn á vottorðum þarf að vera fyrir hendi. Það tryggir ekk- ert fyrir alla vinnustaði þótt einn siðferðilega sterkur aðstoðarbanka- stjóri lofi mannúð. Er þá skemmst að minnast þrefsins út af McDon- ald’s mannaráðningunum. Máli mínu til stuðnings bendi ég á að félags- fræðilegar rannsóknir í Noregi sýna að hástéttarmenntafólk og fólk í leiðandi störfum hjá fyrirtækjum þarf litla grein að gera fyrir veikind- um sínum, því er trúað, meðan ver launað menntafólk og ómenntaðir eru undir smásjá ef þeir lasnast. Fyrirbyggjum erfiðari sjúkdóma Við vitum bæði Ólafur, að lang- vinnir eða krónískir sjúkdómar taka oft að þróast með fólki ef ekki er rétt brugðist við því álagi sem minni- háttar heilsubrestur leiðar af sér (svefnleysi, umgangspestar, verkir). Einn hornsteinninn í siðfræði félags- ráðgjafar er fyrst og fremst að leit- ast við að hindra og fyrirbyggja að fólk lendi í endalausri hringiðu fé- lagslegrar vesældar og niðurlæging- ar. I þeim vítahring vega sjúkdómar oft þyngst. Það er því miklu ódýrara bæði þjóðfélagslega séð og fyrir sál- arheill einstaklingsins þegar mælt er í kynslóðum að tryggja að fólk geti farið heim og hvílt sig almenni- lega, þegar það er lasið, án þess að óttast atvinnumissi, heldur en að það Elísabet Berta Bjarnadóttir þurfi að þrauka, þróa illkynja álags- sjúkdóma og vera svo lempað út- byrðis í þjóðfélaginu. í fljótu bragði getur tillagan virst flott, að hætta þessu pappírsfargani sem vottorð skapa. En ef málið er betur skoðað og við þorum að horfast í augu við að vinnumarkaðurinn er eins og hann er, þá er mér nær að halda að skammtímavottorðaskrif lækna séu ef til vill þeirra stærsti skerfur til fyrirbyggingar á langvinnum sjúkdómum. Sj úklingaskatturinn Sjúklingar og aðstandendur þeirra er hópur sem á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, því þeir eiga einfaldlega um of sárt að binda til að geta varið sig eða afhjúpað sársauka sinn. Við sem á einhvern hátt tengjumst heilbrigðisþjón- ustunni verðum því að ganga fram fyrir skjöldu. Það hefur fallið skriða á velferðarkerfið síðustu misseri og mál að linni. Mín ósk til landlæknis- ins nú er sú, þar sem hann virðist vilja minnast veglega 75 ára afmæl- is stéttar sinnar, að hann stuðli að fyrirbyggingu vanda af þessu tilefni og láti kanna í hvelli út á hvað sjúkl- ingaskattatillaga ríkisstjórnarinnar gengur. Ef hún boðar auknar álögur á þá sem þegar geta lítið veitt sér, þá fylki hann sveit sinni gegn henni. Fleiri munu þá ekki sitja hjá. Með virðingu. Höfundur starfar sem félagsráðgjafi við Unglingaheimili ríkisins og hefur áður starfað bæði við heilbrigðis- og menntakerfið. Er samdráttur í heilbrigð- iskerfinu spamaður? Þar hnýt ég fyrst um í tillögu Óiafs er hann segir eitthvað á þá leið að kvartanir þær sem skamm- tímavottorðin séu veitt vegna, séu t.d. bakverkir, svimi, þyngsli í höfði, verkir í liðum, svefnleysi o.s.frv. Hér hafi læknar oft ekki við annað að styðjast en frásögn sjúklings sjálfs sem erfítt væri að henda reiður á og huglægt mat. Hornsteinninn í siðgæðisreglum allra þeirra er vinna við manneskjur er að sýna virðingu framburði þess er leitar. Ég er því gáttuð á þessari skyndi- legu tortryggni landlæknis í garð sjúklinga og finnst hún mjög var- hugaverð einmitt núna þegar at- vinnuleysið steðjar að, stéttaskipt- ingin verður æ hraðari og útskilnað- ur þeirra er minna mega sín eða eru ekki alltaf sammála vinnuveitendum fer vaxandi. Hvernig hafa þá læknar yfirleitt getað starfað fram til þessa ef málflutningur neytendahópsins er ekki marktækur? Það lægju eflaust miklu fleiri í valnum Iangt um aldur eftir Ragnar Jónsson Sífelldur niðurskurður á helztu sjúkrahúsum í Reykjavík er nú far- inn að bitna verulega á þjónustu við sjúklinga. Biðlistar lengjast og er biðtími eftir helztu aðgerðum bækl- unarlækna nú orðinn það langur að árangur ýmissa aðgerða er í hættu. Slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans hefur sl. 2 ár haft til umráða 32 legurúm til ráðstöfun- ar fyrir slasaða sjúklinga með áverka á beinum og liðum og sjúkl- inga með sjúkdóma í stoðkerfí, sem þurfa aðgerðar við. Þessum legur- úmum hefur nú verið fækkað í 20, sem er rétt nægjanlegt til að sjá fyrir þörfum slasaðra sjúklinga. Á biðlista slysa- og bæklunar- lækningadeildar Borgarspítalans eru nú rúmlega 500 sjúklingar og hefur íjölgað um 120 á hálfu ári. Um hálft hundrað bíður eftir aðgerð á nýju krossbandi á hné, 30 bíða eftir sérstökum spengingaraðgerð- um á baki, hundrað eftir gerviliðsað- gerð og svo má lengi telja. Forvamir gegn slysum og sjúk- dómum em yfirleitt góðar. En stjómvöld verða einnig að sjá til þess að nægjanlegt fjármagn fáist, svo unnt sé að veita þá þjónustu sem slasaðir og aðrir sjúklingar eiga rétt á lögum samkvæmt. Borgarspítalinn sér um meðferð á nær öllum alverlegum slysum á íslandi. Sjúklingar með áverka á höfði, hrygg, höndum og með alvar- lega áverka á bijóst- og kviðarholi era alltaf fluttir á Borgarspítalann. Þar er eini þyrlupallurinn við sjúkra- hús hér á landi og þar er miðstöð neyðarbílsins. Slysa- og bæklunai’lækningadeild Borgarspítalans sér um daglegan rekstur slysadeildarinnar í samráði við aðrar deildir innan spítalans. Við spitalann hefur þróast al- menn bæklunarlækningadeild, sem sinnir almennum beina- og liðaað- gerðum, sem og áverkum á beinum og liðum. Þetta fyrirkomulag, þar Hermannajakkar og buxur m fi með lausu vattfóðri. Jakki aðeins kr. S.4S0,- buxur aðeins kr. 1.950,- 5% staðgreiðsluafsláttur, | einnig af póstkröfum * greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ. SÍMI812922 sem bæklunarlæknar sinna slösuð- um sjúklingum svo og almennum bæklunarlækningum, er nauðsyn- Iegt, þar sem þessi svið eru mjög nátengd og er ekki unnt að stunda slysabæklunarlækningar án þess að hinum almenna þætti sé jafnframt sinnt. Slysa- og bæklunardeildin hefur fylgst vel með nýjungum og hafa nýjar aðferðir og tækni jafnan verið tekin í notkun. Miklar framfarir hafa m.a. orðið í handarskurðlækn- ingum, liðaskurðlækningum, hrj'ggjarskurðlækningum og hafa bæst við sérfræðingar á þessum sviðum. Við deildina starfar einnig eini íslenski læknirinn með sérfræði- viðurkenningu í bráðalæknisfræði. 1992 hófust aðgerðir við hrygg- skekkju á börnum svo og ýmsar aðrac. sérhæfðar hryggjaraðgerðir, sem áður vora framkvæmdar er- lendis og kostuðu mikla íjármuni. Þessar aðgerðir hafa nú reynst mun ódýrari hér á landi. Vaxandi hópur fólks stundar nú íþróttir, sér til ánægju og heilsubót- ar. Aukinni íþróttaiðkun fylgir þó ætíð nokkur slysahætta og gætir þessa greinilega á biðlistum slysa- og bæklunarlækningadeildar Borg- arspítalans. Þjóðartekjur hafa farið heldur minnkandi undanfarin ár og hefur þessa gætt í heilbrigðiskerfinu, einkum í rekstri sjúkrahúsa. Þrátt fyrir hagræðingu og aðhaldssemi í rekstri gengur erfiðlega að ná end- um saman. Mjög margar bæklunarlækninga- aðgerðir fela í sér beinan fjárhags- legan ávinning, breyta óvinnufær- um einstaklingi í vinnufæran, rúm- föstum í rólfæran. Slys og sjúkdóm- ar í stoðkerfi eru algengasta orsök óvinnufæmi hér á Iandi og því aug- ljóst að hér eru miklir fjármunir í húfi. Með því að nýta sér nýjustu tækni sem völ er á og stytta legutíma eins og unnt er hefur verið reynt að auka fjölda aðgerða. Sjúklingar era nú útskrifaðir svo fljótt eftir aðgerð- ir, að ekki er hægt að ganga lengra. Biðlistar hafa nú þrátt fyrir þetta lengst veralega og er fyrirsjáanlegt að með sama legurúmafjölda og skurðstofuaðstöðu stefnir í algert óefni. Talsverð hætta er á að ýmsar nýjungar s.s. í hryggjarskurðlækn- ingum muni hér lognast útaf í nafni Ragnar Jónsson „Það er ósk mín að þeir sem beita nú niður- skurðarhnífnum svo skarplega sjái þó til þess, að unnt sé að halda uppi lágmarks þjónustu og beita skurðhnífnum þar sem við á.“ sparnaðar. Kostnaðarsöm bið slas- aðra og veikra eftir aðgerðum mun óhjákvæmilega lengjast veralega, einnig í nafni sparnaðar. Er þetta hagkvæmt? Þessir sjúklingar hafa ekki mynd- að nein hagsmunasamtök og munu varla gera það. Fáir gerast því málsvarar þeirra. Það er ósk mín að þeir sem beita nú niðurskurðarhnífnum svo skarp- lega sjái þó til þess, að unnt sé að halda uppi lágmarks þjónustu og beita skurðhnífnum þar sem við á. Skert þjónusta í slysa- og bækl- unarlækningum er að mínu mati þjóðhagslega óhagkvæm. Höfundur er sérfræðingur á slysa- og bæklunardeild Borgarspítalans. Fótlaga inniskór Verð nú 1.995,- Stærðir: 40-46 Litir: svart m/bláu POSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.