Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Utanríkisráðherrar íslands og Bandaríkjanna Otti um að hvala- málið spilli sam- skiptum ríkjanna WARREN Christopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna bryddaði að fyrra bragði upp á hvalveiðamálum í viðræðum sinum við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og kvaðst óttast að þau mál kynnu að spilla góðum samskiptum þjóðanna. Jón Baldvin telur að með viðskipta- þvingunum gegn hvalveiðiþjóðum bijóti Bandaríkjamenn gegn grund- vallarreglum GATT, almenna samkomulagsins um tolla- og viðskipta- mál. Reynir sagði að ekki hefði átt að fækka heildar kennslustundum heldur aðeins að færa tvo byrjenda- tíma í dönsku á viku frá 6. bekk yfír á 7. og 8. bekk þannig að sam- fella í náminu yrði meiri. Hann sagði að flestir foreldrar hefðu tek- ið breytingunni vel og skilið rökin fyrir henni. Óánægjuraddir hefðu þó líka heyrst. „Fólk kom með þau rök að krakkarnir hefðu verið farn- ir að hlakka til að læra erlent tungu- mál og því væri ómögulegt að taka það af þeim.- Annað sem sagt var og hægt er að taka undir, er að krakkar, sem flytja í annað hverfi eftir 6. bekk, hafí ekki lært dönsku og geti því lent í erfíðleikum," sagði Reynir og sagðist þó vera þeirrar skoðunar að nemendurnir yrðu fljótir að ná upp fæmi hinna. Viðurkennt vandamál Af þessum sökum hefur verið ákveðið að hefja dönskukennslu í tveimur 6. bekkjum Lækjarskóla í næstu viku. Reynir sagði þó um- hugsunarvert hvort ekíri ætti að breyta kennslufyrirkomulagi í dönsku í öllum grunnskólum lands- ins með þeim hætti sem átt hefði að gera í Lækjarskóla enda væri viðurkennt vandamál að erfitt væri að hefja kennslu í erlendu tungu- máli með aðeins tvær kennslustund- ir í viku. Stjórnendur Lækjarskóla höfðu einnig haft í hyggju að fresta bytj- endakennslu í ensku í 7. bekk með svipuðum hætti og gert hafði verið ráð fyrir með dönskuna en horfið hefur verið frá því. Jón Baldvin sagði að Christopher hefði ekki lýst afstöðu sinni til hval- veiðimála heldur þótti honum æski- legt að heyra sjónarmið íslendinga. „Hann taldi það vera líklegt til þess að spilla góðum samskiptum milli þjóðanna. Ég lýsti stefnu íslenskra stjórnvalda en viðbrögð Bandaríkj- anna við henni koma í ljós þegar Bandaríkjaforseti tekur sína ákvörð- un, sem hann verður að gera í síð- asta lagi fyrir 4. október, gagnvart spurningunni um viðskiptaþvinganir í garð Norðmanna," sagði Jón Bald- vin. Jón Baldvin sagði að það hefði ekki komið fram á fundinum hver viðbrögð Bandaríkjamanna yrðu, „en ég ályktaði af þeim orðum sem þar féllu að það yrði a.m.k. mjög erfítt fyrir Bandaríkjaforseta af pólitískum ástæðum að aðhafast ekkert. Á hinn bóginn er það augsýnilega afar vand- meðfarið mál af hálfu bandarískra stjómvalda að beita nánarsamstarfs- þjóðir, hvort sem það eru íslendingar eða Norðmenn, viðskiptaþvingunum, jafnvel með þeim hætti að Banda- ríkjamenn gerist sekir um að bijóta grundvallarreglur GATT, sem heim- ila ekki að beitt sé viðskiptaþvingun- um og viðskiptabönnum af pólitísk- um ástæðum." Fordæmisgildi Jón Baldvin sagði að aðgerðir Sveik út milljónir 46 ARA maður hefur verið ákærður fyrir að falsa nöfn tveggja bræðra sinna á víxla og skuldabréf fyrir um 5,4 milljónir króna. Brotin áttu sér stað frá ágúst 1989 þar til í janúar 1992. Maðurinn rak á þessum tíma tískuverslun í Reykjavík. Honum er gefíð að sök að hafa gefið út og selt til banka fjögur milljón króna skuldabréf, þar sem nöfn bræðra hans voru rituð á sem ábyrgðar- manna að þeim forspurðum, m.a. til skuldbreytingar. Þá lagði hann inn milljón króna tryggingarvíxil vegna tékkareiknings með falsaðri ábyrgðaráritun annars bróður síns en nafn hins er talið að maðurinn hafí falsað á 400 þúsund króna skuldabréf sem hann notaði í við- skiptum. í dag Framboösmál__________________ Fjúrir borgafulltrúar hafa ákveðið framboð 4 Að hundan Sara Ferguson telur sig hafa kom- ist í samband við Viktoríu drottn- ingu sem lést 1901 20 Björk________________________ Danir tóku vel á móti Björk Guð- mundsdóttir 35 Leiðari Alþýðusambandið á sjálft að borga 22 Fosteignir ► Verzlunar- ogþjónustmiðstöð í Mosfellsbæ - Varúð við fram- kvæmdir - Barónstígur 2-4 - Nýj- ar íbúðir við Flétturima Daglegt líf ► Hundar á sýningu - sungið fyrir bömin í móðurkviði - betra útsýni yfír innyflin - hótel í Ham- borg - Jerikó, elsta byggða ból i heimi - hausttilboð til Eyja Síldarsölusamningnr Sprota hf. við fimm rússnesk fyrirtæki í biðstöðú Rússar borgi síldina með 30.000 tonniim af þorski Bandaríkjamanna gagnvart Norð- mönnum myndu hafa fordæmisgildi gagnvart íslendingum þegar þar að kæmi. Ráðherramir ræddu einnig um viðskipti milli landanna og möguleika íslendinga á fríverslunarsamningi við Bandaríkin í einu eða öðru formi. Þá ræddu þeir um stöðu mála í fram- haldi af friðarsamningum í Miðaust- urlöndum og skuldbindingar Norður- landaþjóða um fjárhagsstuðning við uppbyggingu þar. Auk þess var rætt um Atlantshafsbandalagið og stækk- un þess í náinni framtíð. Morgunblaðið/Ágúst Biöndal Fyrsta síldin til Neskaupstaðar FYRSTA síldin á þessari síldarvertíð kom í gær- morgun til Neskaupsaðar en Þórshamar GK veiddi hana í Berufjarðarál á miðvikudag. Að sögn Jóns Eyfjörð skipstjóra var talsvert af frekj- ar dreifðri síld á svæðinu. Síldin sem kom á land fór í söltun, flökun og frystingu hjá Síldarvinnsl- unni á Neskaupstað. RAMMASAMNINGUR, sem Sproti hf. gerði við fimm rússnesk fyrir- tæki um sölu á 250.000 tonnum af saltsíld í janúar sl., er í biðstöðu af ýmsum ástæðum og reiknar Orri Vigfússon, eigandi Sprota, ekki með að málið skýrist fyrr en í lok október. Hugmyndin er að Rúss- ar borgi fyrir síldina að hluta með allt að 30.000 tonnum af þorski en eitt af fyrirtækjunum fimm er stærsta útgerðarfyrirtæki Rúss- lands, staðsett í Murmansk. Formaður Hjúkrunarfélags íslands Uppsögn á dagyist- un ógildir ráðningu Á FUNDI sem foreldrar barna sem sagt var upp dagvistun á ríkisspít- ölum efndu til í gærkvöldi, kom fram það sjónarmið stéttarfélaga og foreldra að uppsögn á dagvistun jafngildi uppsögn á ráðningarsamn- ingi starfsmanna, því ekki sé heimilt að segja upp hluta ráðningar- kjara. „Það er aðeins hægt að segja öllum samningnum upp,“ segir Vilborg Ingólfsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags fslands, „og því lítum við alfarið svo á að þessu starfsfólki hafi verið sagt upp störfum." Vilborg segir sama sjónarmið hafa komið fram á fundi stéttarfé- laga sem BHMR hélt fyrr í gær og sé samdóma álit allra stéttarfélaga á ríkisspítölum að uppsögn dagvist- unar jafngildi uppsögn viðkomandi starfsmanna og þeir neyðist því til að láta af störfum l. janúar nk. Á fundi foreldra kom einnig fram að þeir hafa ekki fengið í hendur bréf um uppsagnir dagvistar eða verið greint frá því á annan hátt en í fjölmiðlum. Sjá bls. 23: „Ráðherra..." Orri Vigfússon segir að enn eigi eftir að ganga frá ýmsum atriðum í samningnum. Meðal annars hafi komið til tals að landa síldinni beint um borð í rússnesk skip en sam- kvæmt núgildandi lögum er slíkt óheimilt innan landhelginnar. „Við höfum staðið í viðræðum við Rúss- ana og átt með þeim nokkra fundi en ýmis atriði eru ófrágengin,“ seg- ir Orri. Deilt um verð á þorskinum í rammasamningnum sem gerð- ur var í janúar er nefndur sá mögu- leiki að borga síldina með þorski, þá væntanlega úr Barentshafi. Hins vegar eru aðilar ekki sam- mála um hvaða verð eigi að vera á þorskinum. í rammasamningnum er rætt um markaðsverð og Rússar vilja að það markaðsverð sem var í janúar gildi en síðan þá hefur það verð fallið um a.m.k. 20%. Vilja íslendingar að núgildandi markaðs- verð verði lagt til grundvallar. í samningnum er kveðið á uni að síldin skuli afhent á næstu 15 mánuðum. Kaupendurnir eru auk fyrrgreinds útgerðarfyrirtækis, tvær verslunarkeðjur, stórt frystir hús og annað útgerðarfyrirtæki. Að sögn Orra er ýmis undirbún- ingsvinna í fullum gangi og til dæmis er verið að vinna við gerð auglýsingaskilta hér heima sem nota á við kynningu á síldinni í Rússlandi. Foreldrar náðu sínu fram í Lækjarskóla Hætt við að fresta kennslu í dönsku STJÓRNENDUR Lækjarskóla í Hafnarfirði hafa ákveðið að draga til baka fyrri ákvörðun um að fresta tveimur byrjendakennslustund- um á viku í dönsku í 6. bekk og fjölga í stað þess tímunum í 7. og 8. bekk. Reynir Guðnason, aðstoðarskólastjóri, segir að ákveðið hafi verið að láte undan þrýstingi hóps foreldra. Fíklar eru forhertari nú en áður í aðferðum til áó vWVja úi eftírritwnar«kyld l>4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.