Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 4
4
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
Tvö útköll hjá björgunarsveitinni á Skagaströnd sömu nóttina
Eikarbátur strandaði
en komst aftur á flot
Skagaströnd.
ANNASAMT var hjá björgunarsveit Slysavarnadeildarinn-
ar aðfaranótt 30. september. Sveitin var tvisvar kölluð út
til björgunarstarfa um nóttina og í bæði skiptin fór betur
en á horfðist hjá þeim sem þurftu á aðstoð að halda.
Fyrra útkallið kom um klukkan
23 þegar beðið var um að leitað
yrði að hraðbát frá Blönduósi með
tveimur mönnum um borð. Höfðu
mennirnir farið á skytterí og voru
ekki komnir í Iand þótt orðið væri
aldimmt fyrir þremur klukkutím-
um. Björgunarsveitarmenn fóru til
leitar á björgunarbátum Þórdísi
ásamt handfærabátnum Núpi, sem
var nýkominn í land af- miðunum.
Eftir nokkra leit fann Núpur bát-
inn sem leitað var að með bilaða
véi en að öðru ieyti var allt í lagi
um borð. Dró Núpur bilaða bátinn
til hafnar en mennirnir höfðu ekki
getað gert vart við sig í gegnum
talstöðina þar sem þeir höfðu eytt
öllu rafmagninu í að reyna að
koma vélinni í gang. Einnig voru
þeir með farsíma um borð en ein-
hverra hluta vegna virkaði hann
ekki heldur..
.Þegar björgunarsveitarmenn-
irnir vor að taka Þórdísina á land
eftir leitina um klukkan 2.40 var
hringt frá höfuðstöðvum SVFÍ og
sveitin beðin að veita aðstoð báti
sem taldi sig strandaðan á Skalla-
rifi. Hafði komið beiðni um aðstoð
frá mb. Sævalda, sem er 22 tonna
eikarbátur frá Dalvík, um að draga
hann af strandstað. Hafði báturinn
verið á heimleið af miðunum þegar
hann strandaði. Allt var í lagi um
borð og veður gott en virtist þó
vera að kæla. Þórdísin lagði þegar
af stað til aðstoðar en þegar kom-
ið var út fyrir Kálfshamarsvík kom
tilkynning um að báturinn hefði
náðst af skerinu fýrir eigin vélar-
afli og væri óskemmdur að öðru
leyti en því að botnstykki væri
laskað. Reyndist Sævaldi hafa
strandað nokkru utar en fyrst var
talið eða rétt vestan við svonefnd-
ar Hafnareyjar. Allt var í lagi um
borð og hélt báturinn áfram för
sinni tii Dalvíkur.
Björgunarsveitarmenn voru síð-
an komnir til síns heima klukkan
4.30.
ÓB
VEÐUR
...VV/ Heimild; Veðurstofa íslands
'Y (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær)
/ DAG kl. 12.00
VEÐURHORFUR I DAG. 1. OKTÓBER
YFIRLIT: Yfir Irlandi er aðgerðalítil lægð en um 350 km suðsuðvestur
af landinu er allvíðáttumikil lægð sem þokast austsuðaustur, og fer
heldur minnkandi. Heldur vaxandi hæð yfir Grænlandi. Heldur mun kólna
í veðri.
SPÁ: Austanátt, stinningskaldi eða allhvasst suðaustan- og austanlands
en hægari annars staðar. Suðaustan- og austanlands má búast við rign-
ingu en annars staðar þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Austankaldi og sæmilega hlýtt og víðast
þurrt, síst þó á Suðausturlandi og á-Austfjörðum.
HORFUR A SUNNUDAG: Austan- og suðaustanstrekkingur og dálítil
rigning við suðurströndina en annars hægari austlæg átt og víðast
þurrt. Hiti 6-10 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg norðaustlæg átt. Skýjað og smá-
skurir norðaustanlands en annars víða léttskýjað. Nýir veðurfregna-
tímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30. Svarsími
Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað
* f * * * *
* f * *
f * r * * jf:
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V Ý V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
FÆRÐÁ VEGUM: <KI. 17.30 ígær) '
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomuiagi og greiðfærir. Víða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna-
leið fær til austur frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tima
hiti veður
Akureyri 6 skýjaö
Reykjavlk 10 skúrásíð.klst.
Björgvin 13 léttskýjað
Helsinki 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Narssarssuaq 2 skýjað
Nuuk 0 snjókoma
Ósló 10 skýjaö
Stokkhólmur 11 skýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 12 þokumóða
Barcelona 17 skruggur
Berlín 10 skýjað
Chlcago 0 léttskýjað
Feneyjar 17 léttskýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 14 hálfskýjað
Hamborg 11 skýjað
London 15 skýjað
Los Angeles 18 heiðskirt
Lúxemborg 12 skýjað
Madríd 18 hálfskýjað
Malaga 24 léttskýjað
Mallorca 23 skýjað
Montreal 1 léttskýjað
New York 11 skýjað
Orlando 19 skýjað
Parfs 15 skýjað
Madelra 21 skýjað
Róm 23 léttskýjað
Vín 11 skýjað
Waehington 10 hálfskýjað
Winnlpeg vantar
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Á leið í Smuguna
MAGNÚS Helgason, útgerðarstjóri Stakfellsins, t.v. og Sigurður
Njálsson eftirlitsmaður.
Stakfell í Smuguna
með eftirlitsmann
Þórshöfn.
TOGARINN Stakfell ÞH 360 lagði af stað frá Þórshöfn sí. þriðju-
dagskvöld á leið í Smuguna. Með honuin fór eftirlitsmaðurinn
Sigurður Njálsson frá Fiskistofu og mun hann verða við mæling-
ar á fiskinum sem þarna veiðist.
Aðspurður sagði Sigurður að
honum litist vel á þessa ferð og
sama sinnis voru skipveijar á
Stakfellinu. Einn skipveijanna
sem fréttaritari ræddi við kvaðst
vera afar ósáttur við mælingar
Norðmanna, sem kæmu um borð
í Smugunni. Þær hefðu ekki verið
sanngjarnar og staðreyndin væri
sú að hærra smáfiskahlutfail væri
í aflanum sem fengist hér úti á
Vestfjarðamiðum en í Smugunni.
Eftir síðustu veiðiferð Stak-
fellsins í Smuguna voru 4% af
aflanum undirmálsfiskur. Á næstu
dögum reynir á það hvort Stakfell-
ið fær að taka prufutog á lokaða
svæðinu syðst í Smugunni en alls
óvíst er hvemig framhaldið verð-
ur. - L.S.
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur í Hveragerði
Stillt upp til framboðs
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólf-
ur í Hveragerði hefur ákveðið að
efna ekki til prófkjörs fyrir næstu
bæjarsljórnarkosningar, heldur
stilla upp framboðslista. Helgi
Þorsteinsson, formaður uppstill-
ingarnefndar, segir þetta einróma
ákvörðun félagsfundar en Sjálf-
stæðisfélagið tapaði meirihluta í
síðustu bæjarsljórnarkosningum
og segir Helgi að framboðslistinn
sé tilraun af þess hálfu til að stilla
upp sterkum lista.
„Sjálfur er ég mjög hlynntur próf-
kjörum," segir Helgi, „en sú staða
getur komið upp að þessi aðferð sé
ákjósanlegust. Kostir fyrirkomulags-
ins eru að við fáum hæfara fólk því
oft er það svo að hæfustu mennirnir
gefa ekki kost á sér í prófkjör vegna
þess siags sem tíðkast í kringum
þau.“ Helgi segir breytinguna ekki
vera til frambúðar en um árabil hafi
þessi háttur verið hafður á framboðs-
málum og í ljósi síðustu úrslita hafi
þótt raunhæfur kostur að færa þau
til fyrra horfs um tíma.
Val uppstillingamefndar er háð
samþykki félagsfundar og segir
Helgi að til greina komi að hanr.
hafni uppstillingu nefndarinnar og
breyti henni að vild. Prófkjör feli
hins vegar oft í sér að röð efstu
sætanna sé bindandi og því ekki
hægt að hnika henni þó félagsmenji
telji það ákjósanlegt.
Efsti maður á lista Sjálfstæðisfé-
lagsins Ingólfs í Hveragerði er Hans
Gústafsson.
------------------
Verksmiðjur
án hráefnis
LÍTIÐ hefur veiðst af loðnu und-
anfarið og eru nær allar loðnu-
verksmiðjur hráefnislausar.
Margar áhafnir loðnubáta hafa
tekið sér frí og eru fáir bátar á
miðunum. Um 370 þúsund tonn
hafa borist á land á vertíðinni.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóiii
SR-mjöls, sagði að loðnan væri dreifð
og fengju bátarnir lítið í hveiju kasti.
Stór Ioðnuganga
Allar verksmiðjur SR-mjöls vorú
hráefnislausar í gær og sagði Þórður
að það hefði ekki gerst áður á vertíðj-
inni. Sjómenn teldu að loðnugangan
væri mjög stór og vonast væri til að
hún þéttist þegar hún nálgaðist land-
ið. Þórður sagði að ómögulegt væri
að spá um framhaldið með nokkurri
vissu, t.d. hefðu veiðar gengið illa á
þessum tíma og fram yfir áramót í
fyrra.
Kosið til borgarstjórnar
Fjórir borgarfulltrúar
hafa ákveðið framboð
FJÓRIR borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa þegat
gert upp hug sinn og hyggjast gefa kost á sér við borgarstjórnarkosn-
ingarnar I vor. Auk þeirra er Ijóst að Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri mun verða í framboði og sagði hann að sú ákvörðun hafi verið
tekin um leið og hann tók við embætti af Davíð Oddssyni.
son, Júlíus Hafstein og Árni Sigfús-
son gert upp hug sinn og ákveðið
að gefa kost á sér. Páll Gíslasori
segist reikna með að gefa kost á séf
í prófkjöri. Guðrún Zoéga segist enn
ekki hafa gert upp hug sinn og það
sama á við um Katrínu Fjeldsted eða
Magnús L. Sveinsson. Anna K. Jóns-
dóttir segist ekki taka ákvörðun um
framboð fyrr en.ljóst sé með hvaða
hætti og hvernig prófkjöri verður
háttað.
12. október næstkomandi mun
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík taka ákvörðun um hvort
og hvenær efnt verður til prófkjörs
í Reykjavík, vegna borgarstjómar-
kosninganna. Að sögn Baldurs Guð-
laugssonar, formanns fulltrúaráðs-
ins, mun stjómin gera tillögu til fund-
arins.
Af tíu borgarfulltrúum Sjálfstæð-
isfiokksins hafa þeir Vilhjálmur Þ.
Vilhjáimsson, Sveinn Andri Sveins-