Morgunblaðið - 01.10.1993, Page 7

Morgunblaðið - 01.10.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 7 Þróunarfélag íslands hf. hyggst sækja á nýja markaði Hreimi Jakobsson ráð- inn framkvæmdastj órí HREINN Jakobsson - viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þróunarfélags íslands hf. frá og með mán- aðamótunum. Hreinn hefur starfað sem aðstoðarframkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins síðustu miss'eri. Hreinn son. Jakobs- . Þróunarfélag íslands var stofn- að árið 1986 með það að markmiði að stuðla að vöru- þróun og leggja nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi lið með áhættu- fjármagni. Eink- um var þar horft til hátæknifyrir- tækja og nýrra greina. Ríkissjóður var stærsti hluthafi í félaginu en um síðustu áramót keyptu 12 lífeyrissjóðir hlut ríkisins í félaginu. Að sögn Hreins Jakobssonar hefur stefna félagsins verið mótuð upp á nýtt í kjölfarið og hlutverk þess verið víkkað út. Nú sé það stefna sem er í atvinnulífinu þar sem um arð- vænlega von sé að ræða. Sótt á nýja markaði Þróunarfélagið hefur á þessu ári meðal annars lagt hlutafé í félag sem stofnað var um tilrauna- veiðar í Barentshafi en Jóhann Gíslason ÁR er nú þar að veiðum í tilraunaskyni í rússneskri lög- sögu í samvinnu við rússnesk út- gerðarfélög. Hreinn sagði að þar færi fram ákveðin nýsköpun í sjáv- arútvegi því þótt veiðarnar væru í raun hefðbundnar væri verið að sækja á nýja markaði. Lífeyrissjóðirnir 12, sem keyptu hlut ríkisins, eiga samtals 100 milljónir króna af 345 milljóna króna hlutafé Þróunarfélagsins. Aðrir stórir hluthafar eru Iðnþró- unarsjóður, sem á 40 milljónir króna, og Iðnlánasjóður og Lífeyr- issjóður verslunarmanna, sem eiga 30 milljónir króna. Hreinn Jakobsson er fæddur 1960. Hann er stúdent frá Versl- unarskóla íslands og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1985. Eftir nám starfaði hann hjá Iðnlánasjóði, þar sem hann gegndi starfi forstöðumanns vöruþróun- ar- og markaðsdeildar til ársins 1989 þegar hann réðst til starfa hjá Þróunarfélaginu. Jafnhliða starfi sínu situr Hreinn í stjórnum ýmissa fyrirtækja sem fulltrúi Þró- unarfélagsins. Eiginkona Hreins er Aðalheiður Ásgrímsdóttir við- skiptafræðingur. Morgunblaðið/Þorkell Lögreglustöð í Garðabæ LÖGREGLU STÖÐ hefur verið opnuð í Garðabæ í fyrsta skipti. Stöðin er við Kirkjulund 13, rétt við mið- bæjarkjarnann í Garðabæ. Þar munu starfa þrír menn úr lögregluliði sýslumanns- ins í Hafnarfirði, Guð- mundar Sophussonar, sem er lengst til vinstri á mynd- inni, ásamt lögreglumönn- unum Þorvaldi Bragasyni, Valgarði Valgarðssyni varðstjóra og Kristjáni Guðnasyni. Bílslys á Oxarfjarð- arheiði Þórshöfn. MJÖG harður árekstur varð á Öxarfjarðarheiði vestanverðri sl. miðvikudagskvöld. Þar rákust saman Mazda og Volvo bifreiðir og brotnaði ökumað- ur Mazda-bifreiðarinnar á fæti og kona í farþegasæti skarst nokkuð í andliti. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Áreksturinn varð rétt fyrir sól- arlag og er talið að annar ökumað- urinn hafi blindast af sólinni, sem nú er mjög lágt á lofti. Þau sem meiddust fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Tvö börn voru í aftursæti og bæði vel varin í barnabílstólum og segir Jón Stef- ánsson, lögregluvarðstjóri, að án efa hafi það forðað þeim frá meiðslum. Þau sluppu ómeidd. Miðað við ástand bílanna eftir áreksturinn er það mesta mildi að ekki skyldi fara verr. En bæði ökumaður og farþegi Volvo-bif- reiðarinnar sluppu ómeiddir. Allir voru með bílbelti. - L.S. Gejmdu Merrild kaffið á goðum siað! Falfegu Merrild kaffidósirnar eru sérhannaðar fyrir Merrild kaffipakkana. Þú tryggir að styrkleiki og ilmur kaffisins haldast enn lengur með því að khppa ofan af kaffipakkanum og ✓ geyma hann í kaffidósinni. Avallt skal forðast að hella kaffinu úr umbúðunum í annað ílát. Fáðu þér fallega kaffidós og njóttu þess að drekka gott Merrild kaffi. Nu faést Merrild kaffídós á tilboði í ölluin verslunum. Mmiftt setur brag á sérhvern dag!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.