Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 9

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 9 Flugukast Námskeið í fluguköstum. Nýtt námskeið hefst í íþróttahúsi Kennara- háskólans sunnudaginn 3. október kl. 10:30. Skráning fer fram á staðnum, allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Stangir á staðnum. r Armenn x Viðbrögð Kínverja við að Ólympíuleikarnir árið 2000 verða haldnir í Sidney. Ólympíuleikar og staðarval Alþjóða ólympíunefndin ákvað í síðustu viku að Ólympíuleikarnir árið 2000 verði haldnir í borginni Sydney í Ástralíu. Þessu hefur verið ákaft fagnað í Ástralíu en fulltrúar þeirra þorga sem urðu af hnoss- inu, Peking, Manchester, Istanbul og Berlín, voru að sama skapi svekktir með niðurstöðuna. Staðarvalið hefur orðið til- efni mikilla pólitískra umræðna um hvað skipti máli þegar ákvörðun er tekin um hver fái að halda Ólympíuleika. Æ meiri pólitík I leiðara í Financiul Times, sem birtíst áður en ákvörðunin var tekin, seg- ir: „Frá því að byijað var að halda Ólympiuleika að nýju fyrir einni öld hefur verið deilt um það hver fái heiðurinn að halda leik- ana, sem eru á fjögurra ára fresti. í upphafí voru það íþróttasambönd ein- stakra rikja sem stóðu í þessu og-var gríska ríkis- sljómin til dæmis greini- lega ekki höfð með í ráð- um árið 1896. Eftír því sem leikamir urðu um- svifameiri færðist hins vegar óþjákvæmilega meiri pólitík í spilið. Þjóð- arstolt hefur blandast inní þetta frá upphafi og efna- hagslegir og viðskiptaleg- ir hagsmunir em orðnir vemlegir, þó að kostnaður hafi einnig aukist að sama skapi. Það hafa fáir gleymt hallarekstrinum á Montreal-leikunum árið 1976. Frá þvi að það gerðist hafa efnahagslegar trygg- ingar frá ríkisstjómum og einkaaðilum (sérstaklega sjónvarpsstöðvum) skipt miklu þegar Alþjóða ólympíunefndin (IOC) tek- ur ákvörðun. Þannig réð stuðningur bandarískra sjónvarpsstöðva og stór- fyrirtækja ömgglega úr- slitum er ákveðið vai' að halda leikana árið 1996 í Atlanta þrátt fyrir að margir höfðu búist við að þeir yrðu haldnir í Gnkk- landi á aldarafmælinu." Engin kraftaverk Leiðarahöfundur Fin- ancial Times segir að þó að Ólympíuleikar hafi í för með sér mikla uppbygg- ingu í viðkomandi borgum geri þeir engin krafta- 'verk. Því hafi Brasilíu- menn gert sér grein fyrir er þeir drógu umsókn sína til baka i síðasta mánuði. Það stuðlar lítið að iiafa stuðning stjórnvalda ef þau em almennt talin van- hæf. Svipaðar vangaveltur gerðu líklega Istanbul crf- itt fyrir og Berlin varð að búa við minninguna um Ólympíuleikana árið 1936, sem vom settir af Adolf Hitler og nýttír í áróðurs- skyni fyrir nasista af Jósef Göbbels. Valið stóð því milli Sydney og Peking og vom flestir á þvi að fyrr- nefnda borgin hefði að- stöðulega séð upp á mest að bjóða á meðan Kína væri talið vera eitt áhuga- verðasta ríki vcraldar efnahagslega séð þessa stundina. Blaðið segir að það væri hins vegar óréttlátt að velta Berlín upp úr leikun- um 1936 en líta fram hjá ýnisu varðandi Kínveija. „Ástæðan fyrir þvi að Berlín vekur upp mimúng- ar um það sem gerðist árið 1936 er fyrst og fremst sú að lítill hluti íbúa borgarinnar hefur miklar áhyggjur af þessari fortíð og hefur frelsi til að vekja athygli á málstað sínum. Það kann hins vegar að vera að ólympíunefndinni luifi ekki verið bent eins rækilega á blóðbaðið á Torgi hins himneska frið- ar árið 1989 þó svo að það ætti að vera mun ferskara í mhmi. Óneitanlega hefur ástandið batnað i Kina á þeim tima sem liðinn er og mun vonandi skána enn frekar fram til aldamóta. En hvaða vassu höfum við fyrir þvi? IOC getur ekki tekið þá áhættu að endur- taka harmleikinn frá Mex- ikó 1968 er leikamir vom haldnir í borg þar sem blóð hundmð stúdenta hafði nýverið verið þvegið af götnnum, eða þá í Moskvu árið 1980 er þeir sem þátt tóku, þrátt fyrir tilmæli þjóða með Banda- ríkin í farabroddi um að sitja heima, vom allt í einu óbeint famir að styðja iim- rás Sovétmanna í Afghan- istan. Viðskiptaþvinganir em ekki rétta leiðin til að ná fram umbótum á sviði mannréttinda í Kína. En með þvi að skuldbinda þjóðir heims til að halda mikilvægustu íþróttaliátíð veraldar í Peking að sjö árum liðnum væri verið að sýna kínverskum ráða- mönnum trúnaðartraust, sem þeir eiga ekki skilið." Svekktir Berlínarbúar Bretar virtust ekkert alltof ósáttir við að Manch- ester yrði ekki fyrir valinu og em raunar frekar ánægðir með hve nálægt hún var markinu. í byijun var talið útilokað að Manchester kæmi einu shmi til álita. í Berlín hafa borgaryfirvöld Iiins vegar verið gagnrýnd fyrir að te\ja fólki trú um að borg- in væri nær ömgg, at- kvæðagreiðsla IOC væri fyrst og fremst formsatr- iði. „Hvemig stóð á þvi að Berlín fékk einungis aum níu atkvæði?,“ spurði þannig blaðið Berliner Morgenpost undrandi í leiðara. Frankfurter Allgc- meine Zeitung segir aftur á mótí í forystugrein að Sidney hafi verið bestí kosturinn íþróttalega séð. Þar væri enga risavaxna framtíðarmarkaði að fhrna né heldur eins mikla hagnaðarvon varðandi sjónvarpsútsendingar vegna tímamismunarins. Blaðið telur Berlín hafa liðið fyrir litínn stuðning meðal eigin þjóðar, óvissu með fjármögnun og blendnar tilfinmngar í garð þýsku þjóðarinnar. FAZ segir Kinvetja hafa ætlað að sýna fram á að þeir væm aftur húsum hæfir og hafi sú tilraun þeirra fengið ágætar und- irtektir á Vesturlöndum, ekki síst vegna þess að þau hefðu áliuga á frekari við- skiptatengslum við Kín- verja. „Algeng röksemd þeirra sem börðust fyrir Peking var að Ólympíu- leikamir myndu styrlqa pólitískar umbætur rétt eins og Ólympíuleikar eða aðrir íþróttaviðburðir hafi nokkum timaim haft póli- tísk áhrif til langframa eða haft áhrif á einræðis- herra. Það er samt ástæða til að Iiafa áhyggjur af þvi að þessi niðurlæging kin- verskra ráðamanna muni um sinn tefja fyrir frekari | pólitískum tilslökunum." €B€L the architects of time SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJÁR HAKKAVÉLAR I DAG Á KOSTNAÐARVERÐI BYGGTÖBÖltí I KRINGLUNNI BORGARKRINGLUNNI SI'MI 677230

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.