Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR L OKTÓBER 1993
Vemdum landíð - og listina
eftir Níels Hafstein
Þeir sem eiga leið um Suðurland
milli Víkur og Klausturs taka
margir eftir sérkennilegri grjót-
þyrpingu vestan Kúðafljóts, - þar
heitir Laufskálavarða, og fylgdi sú
sögn að ferðamenn ættu að hlaða
sér vörðu er þeir færu sandinn í
fyrsta • skipti. Stærstu hleðslurnar
hvíla á lágri melöldu er teygir sig
þvert á þjóðbrautina, en minni eftir-
gerðir þenja sig út á sandinn til
hliðar, einkum austanvert. Á ár-
anna rás hefur vörðunum fjölgað
verulega, og er það einkum ungvið-
ið sem finnur ánægju í því að hrúga
upp fáeinum steinum til minningar
um viðdvöl á staðnum. En þó er
eins og landið sjálft stjórni þessu,
breiði út faðminn, hvísli innan úr
auðninni: Leyfið börnunum að
koma til mín! -Hér má með góðum
vilja segja að hafi myndazt þokka-
fullt listaverk sem dafnar í góðu
samræmi við náttúruna í kring,
eyðist að hluta í illviðrum, byggist
upp á ný þegar vorar.
I ágústbyijun skrifaði ég stutta
grein sem birtist í Tímanuni og
Morgunblaðinu: Verndum landið -
og listina. Þar fylkti ég mér í lið
þeirra sem andæfa gegn náttúru-
spjöllum og var tilefnið það að
Finna B. Steinsson, myndhöggvari,
setti niður 1.000 hæla með veifum
í Vatndalshólana og fékk til þess
leyfi landeigenda og Náttúruvernd-
arráðs (!).
Tilvitnun í þessa konu:
„Ég ætla að reka 70 cm hæl
með appelsínugulri veifu í hvern
hól og athuga hvort ég þarf þessa
þúsund hæla eða hvort eitthvað
gengur af og mig vantar meira.
Eg ætla hins vegar ekki að bæta
við heldur álykta um fjöldann út
frá þeim hólum sem eftir eru. Svo
verð ég líka að ákveða á staðnum
hvað sé hóll og hvað ekki, t.d. ef
einn vex út úr öðrum o.s.frv. Þetta
er svona könnun og þá um leið
hugmynda- og umhverfislist." Síð-
ar í viðtalinu segir: „Ég ætla bara
að mynda verkið og svo tek ég það
niður.“ Er nokkur furða þótt menn
hrylltu sig í herðum yfir þessari
framkvæmd sem var vægast sagt
óþægileg sjónmengun, í öðru lagi
óvirðing við sveitina og ferðafólk
sem kemur langan veg til að skoða
þennan rómaða unaðsreit sem
Vatnsdalshólamir eru, í þriðja lagi
mátti vel líta á þetta tiltæki sem
móðgun við myndlist og jarðvísindi.
Það er hveijum upplýstum manni
ljóst, að til þess að telja Vatnsdals-
hólana þarf að leggja til grundvall-
ar ákveðnar jarðfræðilegar for-
sendur, jafnvel þó þær séu formað-
ar á staðnum si svona: Hvað er
lágmarkshæð á hól, er um að ræða
tví- og þríburahóla eða þyrpingar,
hafa einhveijir hólar myndazt eftir
að skriðufalli lauk austan- úr ijall-
inu, aðrir máðst út vegna verklegra
framkvæmda, t.d. meðfram Flóð-
inu þegar vegarstæðinu var breytt
á sínum tíma? Um aðrar hug-
myndafræðilegar forsendur heyrist
ekkert og er þess vegna alveg út
í hött að bendla þetta verk við
hugmynda- eða umhverfislist
(Conceptual eða Environmental
Árt).
Listakonan segist í viðtalinu
ætla að taka verkið niður þegar
hún sé búin að ljósmynda það.
Hvaða verk, er ætlunin að fjar-
lægja hólana eins og stikurnar
þúsund sem áttu að telja þá, en
tókst ekki? Hvaða skrípaleikur er
hér eiginlega á ferðinni og hvert
er hlutverk Náttúraverndarráðs
sem listakonan segir að hafí veitt
sér leyfi fyrir sviðsetningunni, er
það tilbrigði við undanþágu þess
fyrir hópreið alþingismanna um
friðlýstar grandir í þjóðgarðinum í
Skaftafelli, gott ef ekki í sömu vik-
unni.
Þegar ég hafði bent á brambolt-
ið í Vatnsdalshólunum fékk ég ekki
heldur betur gusu frá listakonunni
í Morgunblaðinu 28. ágúst þar sem
hún eignar mér ýmsar ógeðfelldar
hvatir og hefur augsýnilega þaul-
lesið orðabókina sína og gert lúsa-
leit að verstu skammaryrðum tung-
unnar. Skynsamlegra hefði nú ver-
ið að leggja fram rökstudda grein-
argerð með verkefninu til þess að
reyna að sanna gildi þess innan
myndlistarinnar, en stórmannleg-
ast hefði samt verið að játa á sig
mistökin strax, pakka saman og
yfirgefa staðinn með reisn.
Það kemur ekki heim við mig
hvernig listamenn og aðrir þjóðfé-
lagsþegnar haga sér prívat og per-
sónulega, en þegar þeir ráðast á
„varnarlaust landið“ undir ein-
hveiju óskilgreindu yfirskyni, þá
áskil ég mér rétt til þess eins og
hver annar réttsýnn borgari að
mótmæla því ef mér sýnist svo og
kippi mér þá ekkert upp við lítt
duldar hótanir um takmörkun á
tjáningarfrelsinu þegar öskrað er í
blöðin: Níðskrif og atvinnurógur!
Er þetta viðbragð kannski hluti af
innrætingu nemenda við þýska
listaskóla þegar markaðssetning-
eftir Sveinbjörn
Jónsson
Nú er liðinn rúmur áratugur frá
því íslendingar ákváðu að auka
afrakstursgetu fiskveiðilögsögu
sinnar með því að deila út heimild-
um til veiða í henni. Ekki þarf að
kynna fyrir þjóðinni þann heildar-
árangur sem náðst hefur, úthlutað-
ur kvóti er nú svo mikiil að ís-
lenska togaraflotanum dugir ekki
lengur árið til að veiða kvótann
sinn og hafa þeir þó alldijúgar
heimildir til að flytja milli ára,
m.ö.o. fiskveiðiflotinn sem var allt
of stór 1984 er nú orðinn of lítill
til að ráða við úthlutaðar veiðiheim-
ildir. Ekki verður deilt um þennan
árangur þó sumir úrtölumenn vilji
benda á að æskilegra hefði verið
að ná fram markmiðinu með auk-
inni fiskigengd en með minnkuðum
afla á togtíma.
Eins og að ofan segir hefur þetta
fyrirkomulag tryggt íslenska tog-
araflotanum næg verkefni aUan
ársins hring svo þeir hafa varla
haft tíma til að sinna þeim sérverk-
efnum sem fallið hafa til á tímabil-
inu, svo sem að bæta við sig grá-
lúðu, úthafskarfa, steinbít og rækju
svo ekki sé minnst á nýtingu gjöf-
ulla fiskimiða við strendur annarra
landa.
En þeir era til sem ekki hafa
ástæðu til að fagna á þessum tíma-
mótum. í lok ágúst fengu útgerðar-
menn sendan kvótann vegna fisk-
„En íslenzkur almenn-
ingur ætti líka að hrista
af sér slenið og vakna
til vitundar um gildi
þess að þrífa nánasta
umhverfi sitt og vera
vel vakandi gagnvart
yfirvofandi spjöllum,
hvort heldur þau eru
unnin undir merkjum
listarinnar eða af alls-
nakinni skemmdar-
fýsn.“
unni er misboðið og ógnað, því trúi
ég illa - og þó!
Nóg um þetta. Lítum nú aðeins
á nokkur verk sem innlendir og
erlendir listamenn hafa gert og eru
unnin út frá íslenzku landslagi og
menningu, verkmennt, þjóðtrú og
fjölbreytni tungunnar. Hreinn Frið-
finnsson hefur búið til verk um
álagabletti er stóðu í vegi fyrir
ýmsum framkvæmdum. ívar Val-
garðsson hefur m.a. tekið langa
ljósmyndaröð er sýnir hvernig
landslagið smábreytist milli fjalls
og fjöru. Ólafur Lárusson strengdi
stóran dúk á jörðina í Flatey á
Breiðafirði, annan í. Flóanum, lét
þá eiga sig sumarlangt en hengdi
þá síðan upp ásamt Ijósmyndunum
í Gallery SUM 1974. Munurinn á
dúkunum var sláandi, sá úr Flatey
var grár og gugginn af fugladriti,
hinn hafði dregið í sig mýrarrauð-
„Eftir að hafa kynnt
mér alþjóðleg viðhorf
sem fram koma m.a. í
umhverfissáttmála
Sameinuðu þjóðanna er
ég ekki í nokkrum vafa
um að gróf mannrétt-
indabrot eiga sér stað
við stjórnun sjávarút-
vegsmála á Islandi.“
veiðiársins 1993-1994. Þá voru
bundnar landfestar á Ingimar
Magnússyni ÍS 650, vissara að
spara fram í tvöföldun þó oft geti
verið harðsótt á Vestfjarðamið um
hávetur. Þegar lagðar eru saman
veiðiheimildir Ingimars í þorsk-
ígildum og dreginn frá kvóti sem
færður var af bát sem keyptur var
1990 er úthlutunin 65.430 kg en
var 1984 291.000 kg. Engar veiði-
heimildir hafa verið seldar en þess
ber að geta að ruglandaháttur með
úthlutun á kolakvóta og niðurfell-
ing steinbítskvóta vega hér nokkuð
þungt. Úthlutaðar veiðiheimildir
eru sem sé 22,5% af því sem þær
voru 1984 og þyrftu að aukast um
444% til að ná sömu tölu.
Ef einhveijum skyldi detta í hug
að viðkomandi útgerð geti bjargað
sér á steinbítsveiðum skal honum
bent á að vegna stóraukinnar
Níels Hafstein
ann. Jón Gunnar Árnason virkjaði
sólarljósið og speglun þess, Magnús
Pálsson raðaði saman verki úr
aflóga drasli úti í náttúranni, Rúrí
bjó til regnboga úr salti og Jóhann
Eyfells steypti hraunmyndir sínar
í jarðhýsum eða holum. Margir
aðrir listamenn hafa búið til um-
hverfisverk eða höggmyndir sem
tengjast landinu á einn eða annan
hátt: Bjarni H. Þórarinsson, Grétar
Reynisson, Hannes Lárusson og
Guðjón B. Ketilsson.
Hollendingurinn Douwe Jan
Bakker ferðaðist um landið ár eftir
ár og viðaði að sér þekkingu og
efni til myndagerðar, niðurstöður
Sveinbjörn Jónsson
ásóknar togaraflotans og annarra
skipa er steinbítsvertíð hefðbund-
inna dagróðrabáta nánast svipur
hjá sjón nú orðið.
Hverslags réttarfar ríkir í landi
þar sem stjórnvöld teja sig geta
svípt einstaklinga og fjölskyldur
framfærslurétti á þennan hátt? Það
er nógu helvíti hæpið að setja þetta
fólk á sama bekk og „sökudólgana"
þegar úthlutað er þó ekki sé farið
verr með það.
Eftir að hafa kynnt mér alþjóð-
leg viðhorf sem fram koma m.a. í
úr þessum rannsóknarferðum birti
hann í mörgum verkum, meðal
þeirra er glæsileg myndaröð: A
Vocabulary Sculpture in the Ice-
landic Landscape, 72 svart/hvítar
ljósmyndir af landslagi með viðeig-
andi heitum: askja, bunga, dalur,
fell, gjá, hjalli, kíif, læna, móar - >
myndrænt ferðalag frá undirlendi
upp á hæsta tind. Þetta listaverk
var gert í tveim eintökum, er annað ,
á Kröller-Múller safninu í Hollandi, '
hitt í Nýlistasafninu.
Richard Long, einn kunnasti k
myndhöggvari Englands, kemur "
hingað til lands annað veifið, ferð-
ast inn á hálendið og nýtur einver-
unnar, raðar upp gijóti í fögur form
sem hann ljósmyndar og framka.Ha
síðar í bókum sínum éða á sýning-
um út um víða veröld.
Bandaríska listakonan Roni
Horn er hér árlegur gestur og hef-
ur ferðast um landið í efnisleit,
afrakstur þeirrar vinnu má m.a. sjá
í bókverkinu ísland sem gefið var
út af Mary Boone Gallery í New
York 1991, og fjallar um fjárréttir,
hvernig þær falla látlaust og eðli-
lega inn í landslagið.
Það ætti að vera íslenzkum al-
menningi umhugsunarefni hvérnig
þetta aðkomufólk nálgast þau list-
gildi sem hann hefur haft aðgang
að um aldir, það birtist hljóðlega, I
ferðast asalaust, af ást á náttúr-
unni, sköpunarafli landsins og virð- .
ingu fyrir verðmætum þjóðarinnar. 9
En íslenzkur almenningur ætti
líka að hrista af sér slenið og vakna
til vitundar um gildi þess að þrífa
nánasta umhverfi sitt og vera vel
vakandi gagnvart yfirvofandi
spjöllum, hvort heldur þau eru unn-
in undir merkjum listarinnar eða
af allsnakinni skemmdarfýsn.
Höfundur er myndlistarmaður.
umhverfissáttmála Sameinuðu
þjóðanna er ég ekki í nokkrum
vafa um að gróf mannréttindabrot
eiga sér stað við stjórnun sjávarút-
vegsmála á Islandi.
Um hagsmunavörslu:
Þau 15 ár sem Ingimar Magnús-
son hefur verið gerður út hafa lög- |
boðin gjöld ávallt verið í skilum.
Það var skoðun útgerðarmannanna
að þeir væru félagar í LÍÚ enda |
virðist félagsgjaldið ekki hafa stað-
ið í neinum á þeim bæ en þegar
leitað var til lögfræðings LÍÚ í von
um þjónustu kom í ljós að innan
vébanda þess félags er ekki litið á
viðkomandi sem félaga og alls eng-
inn áhugi á að veija hagsmuni
þeirra. Það er nú komið í ljós að
þau 10 ár sem kvótakerfið hefur
afskræmt íslenska sjávarútveginn
hefur ákveðinn fjöldi útgerðaraðila
verið án hagsmunavörslu þó að
þeir hafí í sakleysi sínu haldið ann-
að enda töldu þeir sig skilvísa fé-
laga í LÍÚ. Ég held að ég verði
að gera þá lágmarkskröfu til Krist-
jáns Ragnarssonar og félaga í LÍÚ
að þeir endurgreiði þá fjármuni sem
þeim hefur áskotnast vegna ofan-
greinds misskilnings og til allra |
þeirra sem eins er ástatt um. Ef
þeir geta það ekki af eigin frum-
kvæði verður að gera þá kröfu að |
stjórnvöld sem vissulega eiga sök
á þessum misskilningi beiti sér fyr-
ir því að LIÚ skili aftur með vöxt-
um og verðbótum þeim fjármunum
sem þeim hefur áskotnast óverð-
skuldað á þennan hátt í gegn um
árin. Það er nógu hart að fara í
gegn um fyrstu 10 ár kvótakerfis-
ins án hagsmunavörslu þótt mönn-
um sé ekki gert að greiða herkostn-
aðinn á móti sjálfum sér vegna
misskilnings.
Höfundur er sjómaður á Súganda-
firði.
GÆÐAFLÍSAR Á GÓÐU VERÐI
“ fr^ ilU
lis
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
Upplýsingalína Flugleiða
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í
millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar.
Sjálfvirk símsvörun allan
FLUGLEIÐIR
solarhnnginn aila daga. Trausturíslemkurferðafélagi
Áratiigrir ofsókna