Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Þúsundir fórust og tugþúsundir slösuðust í öflugum jarðskjálfta á Indlandi Fyrst dimmur dynur en síðan eins og sprenging RnmRoir Rnulnt- Bombay. Reuter. AÐ minnsta kosti 10.000 manns biðu bana og tugþúsundir slösuðust í mjög öflugum jarðskjálfta, sem reið yfir Indland í fyrrakvöld. Urðu tveir bæir austur af Bombay verst úti og hrundu að miklu leyti til grunna. Um 5.000 björgunarmenn unnu að því í gær að leita í húsar- ústunum og hafði tekist að bjarga hundruðum manna, sumum mikið slösuðum. Rússar, Svisslendingar, Bretar og fleiri þjóðir höfðu boðið fram aðstoð. „Þetta hófst með dimmum dyn en síðan var eins og sprengja spryngi," sagði Nandu Sutar, íbúi í bænum Latur skammt frá upptökum skjálftans. Mesta manntjónið varð í bæjunum Umbarga og Khilari, sem eru 450 km austur af Bombay, en talið er, að í fyrrnefnda bænum hafi 3.000 manns farist og þúsundir eru slasaðar. í Khilari höfðu fundist 500 lík í gær en lögreglan taldi,_að um 1.000 manns hefðu farist. íbúar í bænum eru um 15.000 og eru þrír fjórðu allra bygginga þar í rústum. Sá sterkasti 6,4 Skjálftarnir voru fimm og fyrsti stærstur, að minnsta kosti 6,4 á Riehter-kvarða. Á þessu svæði, í Suður- og Vestur-Indlandi, mældist 6,5 stiga skjálfti 1967 en mannsk- æðasti jarðskjálfti á þessum slóðum varð í Quetta-héraði, sem nú er í Pakistan, í maí 1935. Hann kostaði 50.000 manns lífið. Skjálftinn í fyrrakvöld var svo sterkur, að hann fannst í Madras á austurströnd Ind- lands en ekki er vitað til, að tjón hafi orðið í Bombay á vestur- ströndinni, mestu verslunarborg í Indlandi. S.V. Baraoker, yfirmaður lögregl- unnar í Maharashtra-ríki þar sem mesta manntjónið varð, sagði í gær, að verið væri að kanna jarðskjálfta- svæðið úr lofti en þorp og bæir á þessum slóðum eru víða í litlu vega- og fjarskiptasambandi. Þykir því víst, að manntjónið sé miklu meira en nú er vitað um. ÞUSUNDIR FARAST I JARÐSKJÁLFTA Aö minnsta kosti 10.000 manns fórust og tugþúsundir siös- uöust þegar jaröskjálftahrina reiö yfir vestanvert Indland í fyrra- kvöld. Stærsti skjálftinn mældist 6,5 stig á Richter-kvaröa og er þetta versta skjálftahrina sem gengiö hefur yfir Indland f 50 ár f * MAHARASHTRA MADHYA S PRADESH \ LJA WBBRk ■ 150 km yr , » i > smanabad i, © Khilari olapur®/ Umbarga @Secunderabad e f Hyderabad 5 / i J KARNATAKA A ANDHRA r BENGAL- FLÓI REUTER Boð Norðurlandaráðs til Khas- búlatovs vekur upp harðar deilur Kaupmannahöfn. Frá Sigfrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RUSLAN Khasbúlatov, forseta rússneska þingsins, hefur aftur verið boðið á fund Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Mariehamn í Svíþjóð í byrjun nóvember, samkvæmt fréttum sænska blaðsins Dag- ens Nyheter og þykir boðið hið vandræðalegasta mál meðal norrænna ráðamanna. Henrik Hagemann, yfirmaður skrifstofu Norðurlandaráðs í Danmörku, segir í samtali við Morgunblaðið að fréttin sé á misskiln- ingi byggð að því leyti að boðið sé formlega stílað á Khasbúlatov en ekki sé verið að bjóða honum persónulega, heldur fulltrúa sambands- þings Sovétlýðveldanna fyrrverandi. Samkvæmt frétt Dagens Nyheter hefur Khasbúlatov verið boðið á næstkomandi þing Norðurlandaráðs, en það þykir heldur vandræðaleg uppákoma í utanríkisráðuneytum landanna eins og málin standa í Rússlandi núna. j Khasbúlatov var boðið á þing í Ósló í febrúar og mætti þar, sem enn er í minnum haft. Boðið þá kom frá Illkka Suom- inen, fulltrúa Finniands í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, sem var á ferð í Rússlandi í mars og lagði síð- an til að Khasbúlatov yrði boðið. Norðmenn borguðu brúsann Enginn af norrænu forsætisráð- herrunum, nema Gro Harlem Brundtland hafði tíma til að hafa tal af Khasbúlatov á fundinum í Ósló. Khasbúlatov kom til Óslóar með fimmtán samstarfsmenn og tólf ör- yggisverði. Hópurinn kom í einka- flugvél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot, en eftir að reikningurinn fyrir hótelgistingu og límósínur fyrir hópinn upp á um sex hundruð þús- und íslenskra króna hafði farið fram STORUTSOLIPHARKADU RIN N BÍLDSHÖFM 10 SA 6ANLI CÓÐI - ! ALLRA SÍÐUSTU DAGAR ! i________________________i Fatnaður - skór • skífur - skart - harnaföt - íþróttavörur • vefnaðarvara - skólavörur - blóm- og gjafavörur og margt margt fleira Opnunartími: Mánudag-fimmtudags kl. 13-18, föstudagakl. 13-19, laugardaga kl. 10-16 Frítt kaffi og video fyrir börnin Það má enginn missa af þessum meiriháttar markaði og til baka milli aðila í Norðurlanda- ráði, kom það í hlut Norðmanna að borga. í samtali við Morgunblaðið sagði Henrik Hagemann, ritari Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn, að fréttin væri að hluta á misskilningi byggð. Ekki væri um að ræða, að Khasbúlatov væri boðið persónulega sem fulltrúa rússneska þingsins. Norðurlandaráð hefði ekki sam- skipti við þjóðþing, heldur milliþjóða- þing, sem ekki hefðu löggjafarvald. Þannig hefði þingið samband við Evrópuþingið og baltneska ráðið og einnig vildi ráðið gjarnan hafa sam- band við þing Sovétlýðveldanna fyrr- verandi, sem ekki væri löggjafar- þing. Svo vildi til að Khasbúlatov væri ekki aðeins forseti rússneska þingsins, heldur einnig þings Sovét- lýðveldanna fyrrverandi. Diplóma- tísk venja væri að boð væru stíluð til þingforseta, en fremur væri búist við að einhveijir embættismenn kæmu á fundinn. Alla vega væri ljóst að þessum fulltrúa væri aðeins boðið sem áheymarfulltrúa, sem ekki ætti að ávarpa fund ráðsins. Ekki hefur borist svar frá samveldisþinginu um hvort það þekkist boðið og hver muni þá sækja fundinn. Sarah Fergnson Beint samband SARAH Ferguson segir hina löngn látnu Viktoríu drottn- ingu leiðbeina sér við bókar- skrif um drottninguna. I sambandi við Viktoríu London. Reuter. SARAH Ferguson, hertoga- ynja af York, telur sig hafa náð sambandi við hina löngu látnu Viktoríu drottningu er hún vann að bók um ferðir drottningarinnar um Evrópu. Hertogaynjan, kölluð Fergie, sagði frá því í sjónvarpsvið- tali að hún hefði hvað eftir annað heimsótt staði í Evrópu, sem Viktoría drottning hefði komið við á. Telur hún að drottningin hafi viljað leið- beina sér á þessum ferðum, en Viktoría lést árið’ 1901. Fergie bæði skrifar og mynd- skreytir bókina um Viktoríu drottningu og hefur hún farið vítt og breitt um Evrópu til að safna efni. í eitt skiptið hafði Fergie brugðið út af áætlaðri leið og síðar komist að því að Viktoría hefði gert slíkt hið sama fyrir um 100 árum. „Það var ekki fyrr en ég las dagbækur hennar að ég áttaði mig á því að hún vildi sýna mér þá staði sem hún hafði komið til... Ég var óskaplega spennt þegar ég áttaði mig á því mér væri í raun og veru ætlað að skrifa þessa bók,“ sagði hertogaynjan í sjón- varpsviðtali sem sýnt verður á næstu dögum. Telur Fergie að vinnan við bókina hafi reynst sér á við hina bestu meðferð en hertogaynjan skildi við mann sinn, Andrés prins á síðasta ári. Viktoría Útsendarar a-þýsku leyniþjónustunnar Stórnjósnari á skrif- stofu Helmuts Kohls Bonn. Reuter. RITARI á skrifstofu Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa njósnað fyrir leyniþjónustuna í Austur-Þýskalandi kommúnismans. Síðan þýsku ríkin sameinuðust hef- ur verið flett ofan af hveiju njósnamálinu á fætur öðru en þetta er fyrsta handtakan í sjálfu hjarta þýska stjórnkerfisins að þessu sinni. Njósnamál hefur áður komið upp á þýsku eða vestur-þýsku kanslara- skrifstofunum, 1974 þegar í ljós kom, að Gúnther Guillaume, aðstoð- armaður Willy Brandts kansiara, var austur-þýskur njósnari. Hans-Júrgen Förster, talsmaður saksóknara, sagði í gær, að ritarinn, sem er kona, og eiginmaður hennar hefðu verið hand- tekin á miðvikudag og helsti aðstoð- armaður Kohls, Friedrich Bohl, stað- festi, að ritarinn hefði haft aðgang að leyniskjölum, þar á meðai að bréfaskriftum Kohls og annarra þjóð- arleiðtoga. Síðar drógu þó aðrir emb- ættismenn í land með það og sögðu, að konan hefði ekki haft aðgang að leyniskjölum. Talsmaður saksóknara vildi heldur ekkert segja um fréttir í fjölmiðlum um, að njósnamálið væri eitt hið al- varlegasta, sem upp hefði korhist í Þýskaiandi síðan 1990.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.