Morgunblaðið - 01.10.1993, Page 32

Morgunblaðið - 01.10.1993, Page 32
MÓRGUNBLAÐID FOSfUDAGUR 1. OKTÖBER 1993 Gréta Krisijáns- dóttir — Minning Fædd 22. janúar 1901 Dáin 21. spptember 1993 í dag verður kvödd hinstu kveðju frá Bústaðakirkju Gréta Kristjáns- dóttir móðursystir mín, en hún lést eftir stutt veikindi í Landspítalanum 21. september sl. Gréta fæddist í Álfsnesi á Kjalar- nesi 22. janúar 1901 og var fjórða í röðinni af fimmtán börnum Krist- jáns Þorkelssonar (1861-1934), bónda og hreppstjóra þar, og konu hans Sigríðar Guðnýjar Þorláks- dóttur (1871-1945) frá Varmadai. Sigríður var dóttir Þorláks Jónsson- ar bónda í Varmadal og konu hans Geirlaugar Gunnarsdóttur frá Efri- Brú í Grímsnesi, en Kristján var sonur Þorkels, sem síðast bjó í Helgadal í Mosfellssveit, Kristjáns- sonar í Skógar'koti í Þingvallasveit, og konu hans Birgittu Þorsteins- dóttur Einarssonar bónda í Stífils- dal. Við fráfall Grétu eru nú einung- is Benedikt og ísafold móðir mín eftir á lífi af hinum stóra systkina- hópi frá Álfsnesi. Gréta ólst upp á fjölmennu og umsvifamiklu sveitaheimili hjá for- eldrum sínum í Álfsnesi og við ' vinnusemi þeirra tíma. Hún naut hefðbundinnar barnafræðslu í heimahúsum og seinna var hún einn vetur við nám í húsmæðraskóla sem Hólmfríður Gísladóttir starfrækti í Reykjavík og kallaðist Hússtjórn. Ekki urðu nú fleiri tækifærin til að afla sér formlegrar menntunar, og hefur það vafalaust orðið til þess að hún lærði ennþá betur að meta gildi uppeldis og menntunar, eins og títt var um fólk af hennar kyn- slóð. Ásamt eldri systkinunum vann hún á heimili foreldra sinna og hjálpaði til við uppeldi yngri systk- ina sinna. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf þar til hún giftist Jónasi Jó- steinssyni kennara árið 1934. Þeirra leiðir lágu síðan saman næstu 55 árin, og var í fjölskyld- unni sjaldan nefnt nafn annars þeirra án þess að nafn hins fylgdi. Og merkilegt er að þeim var skammtaður næstum því nákvæm- lega jafnlangur tími hér á jörð; Jónas var níutíu og tveggja og hálfs árs er hann lést í mars 1989, en Gréta lifði tveim mánuðum betur. Það sem mér kemur helst í hug þegar ég minnist þeirra Grétu og Jónasar er hve farsælu lífí þau lifðu alla tíð. Þegar þau giftust höfðu þau náð þeim þroska sem er nauð- synlegur til að kunna að meta hin sönnu verðmæti lífsins, og þau fóru vissulega vel með, bæði í veraldleg- um og andlegum skilningi þeirra orða. Alltaf sat hófsemin og nægju- semin í fyrirrúmi, og þau settu öðr- um gott fordæmi með breytni sinni og hátterni. Jónas var kennari við Austurbæjarskólann frá 1931 þar til hann fór á eftirlaun 1965, og bjuggu þau fyrstu búskaparárin á Egilsgötu í nágrenni skólans, eða þar til þau fluttust í Mávahlíð 8 árið 1946, þar sem þau bjuggu síð- an til dauðadags. Heimilið var starfsvettvangur Grétu, og var hún myndarleg og dugleg húsmóðir sem hugsaði vel um sína. Hún ræktaði garðinn sinn vel - bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hún var í eðli sínu mikil ræktunarkona, sinnti vel tijárækt og blómplöntum saman og naut vel útiverunnar og samvistanna við annað frændfólk og vini sem sú ræktun hafði í för með sér. Mikill samgangur og samheldni var ávallt milli Álfsnessystkinanna og fjölskyldna þeirra, einkum þó systranna. Er mér í barnsminni dýrlegar jóla- og áramótaveislur í Mávahlíðinni, og voru þær okkur börnunum í stjórfjölskyldunni stöð- ugt tilhlökkunarefni ár eftir ár. Þá varð ég þess aðnjótandi að fá að dveljast tímabundið hjá Grétu í nokkrar vikur þegar foreldrar mínir brugðu sér í ferðalag, og var þar ekki í kot vísað. í endurminning- unni er hver dagurinn öðrum ánægjulegri og gjöfulli í návist þessa góða fólks. Þá man ég einnig eftir skemmtilegum sumarferðum upp í sveit, á meðan faðir minn átti eina bílinn í fjölskyldunni. Oftar en ekki voru þau Gréta og Jónas hrókar alls fagnaðar í sunnudags- bíltúrunum. Gréta var hressileg í framkomu, og það ríkti aldrei nein deyfð eða lognmolla í kring um hana. Hún fylgdist vel með þjóðmálunum til hinsta dags og hafði gaman af allri stjórnmálaumræðu. Hún hafði ánægju af því að umgangast fólk alia tíð og átti Iétt með að laða það að sér, ekki síst böm og unglinga. Hún var svo lánsöm að vera heilsu- góð fram til hins síðasta og halda alveg andlegu atgervi sínu. En eins og títt er um fólk sem verður há- aldrað var henni orðið ýmislegt minnisstætt sem átti sér stað í bernsku og æsku, og var oft gaman að því seinni árin að heyra þær systur tala um gamla daga og segja frá því fólki sem þær ólust upp með fyrir 80-90 árum. Þau Jónas eignuðust tvö böm,. Kristínu forstöðukonu Félagsmið- stöðvar aldraðra við Hvassaleiti, sem er gift Valdimar Örnólfssyni fímleikastjóra Háskóla íslands, þeirra synir eru þrír: Jónas, Ömólf- ur og Kristján; og Kára fréttastjóra ríkisútvarpsins, sem kvæntur er Ragnhildi Valdimarsdóttur bókara, og eru þeirra börn Þórunn og Daði. Þeim votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Grétu Krist- jánsdóttur. María Jóhannsdóttir. ÖIl vitum við, að „eitt sinn skal hverr deyja“. Dauðinn er því í huga okkar eðlilegt og náttúrulegt fyrir- bæri, en er samt sem áður alltaf jafn óraunverulegur og erfítt að sætta sig við hann, þegar við stönd- um andspænis honum. Mér varð þetta ljósara en nokkru sinni fyrr, þegar ég stóð við dánar- beð elskulegrar tengdamóður minnar, Grétu Kristjánsdóttur, 21. þessa mánaðar. Kvöldið áður hafði hún hringt til okkar Kristínar, dótt- ur sinnar, og beðið okkur að koma í Mávahlíðina til sín, sér liði ekki vel. Og skyndilega daginn eftir var hún látin. Okkur er það huggun sem söknum hennar sárt nú, að hún fékk að kveðja í návist barna sinna umvafin ástúð þeirra og kærleika. „Amma Gréta“ eins og við í fjöl- skyldunni kölluðum hana oftast var að vísu orðin 92 ára, en var svo hress og lífsglöð fram á síðasta dag að andlát hennar kom öllum sem umgengust hana í opna skjöldu. Hún hafði verið ekkja í fjögur ár og búið ein áfram í Mávahlíð 8 eft- ir að hún missti manninn sinn, Jón- as Jósteinsson yfírkennara við Austurbæjarbarnaskóla lengst af. Var Jónas mikill afbragðsmaður og vel metinn af samferðamönnum sín- um. Höfðu þau Gréta verið gift í 56 ár, þegar Jónas lést. Börn þeirra eru Kristín, sem er gift undirrituð- um, og Kári fréttastjóri Ríkisút- varpsins, sem er kvæntur Ragnhildi Valdimarsdóttur. Við Kristín eigum þijá syni, Jónas, Ömólf og Kristján. Böm Kára og Ragnhildar em Þór- unn og Daði. Jónas, sonur, er kvæntur Elsebet Aller og eiga þau rúmlega eins árs gamla dóttur, sem er eina langömmubarnið í fjölskyld- unni. Gréta lifði sannarlega með reisn fram á síðasta dag. Hún vildi ekki heyra minnst á það að fá sér íbúð í vernduðu umhverfí fyrir aldraða eða fara á elliheimili. Hún vildi fá að njóta þess í lengstu lög að vera húsbóndi á sínu gamla heimili og geta tekið á móti fólkinu sínu áfram eins og hún var vön, hvenær dags sem var í mat og kaffi og alls kyns veisluföng sem hún hafði á boðstól- um. Létti það undir með henni, að hún fékk heimilishjálp einu sinni í viku og auk þess naut hún ómetan- legrar aðhlynningar starfsfólks heilsugæslustöðvar Hlíðasvæðis. Þetta gerði henni í raun og veru kleift að búa áfram ein á sínu nota- lega heimili. Verður það seint full- þakkað og er gott dæmi um það, hversu mikilvæg samhjálpin er öldr- uðum. Kári og Kristín og allir henn- ar nánustu gerðu líka allt til þess að henni liði vel í Mávahlíðinni. Unga fólkið í fjölskyldunni tók snemma ástfóstri við afa sinn og ömmu og notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að líta inn til þeirra og þiggja kræsingar hjá ömmu. Eftir að hún var orðin ein urðu þessar heimsóknir að fastri venju. Fann ég glöggt, hversu vænt sonum mínum þótti um ömmu sína. Var gaman að fylgjast með því, hversu vináttusamband þeirra ,við hana varð stöðugt innilegra eftir því sem þeir uxu meir úr grasi og fullorðn- uðust. Þeir nutu þess að tala við hana um heima og geima, menn og mál- efni, því hún fylgdist vel með í landsmálunum og flestum sviðum mannlífsins. Hún var ákveðin í skoðunum, stálminnug og vel greind og það kom enginn að tóm- um kofunum hjá henni. Hún var höfðingi heim að sækja og var örlát og gestrisin. Hún hafði yndi af tón- list, sérstaklega söng og hafði sjálf ljómandi sópranrödd. Átti hún ekki langt að sækja það, því Karl Ó. Runólfsson tónskáld, sem kvæntur var Helgu, systur" hennar, sagði mér, að móðir þeirra hafí verið ein- staklega músíkölsk og söngvin. Foreldrar Grétu voru Kristján Þorkelsson bóndi og hreppstjóri í Álfsnesi og Sigríður Þorláksdóttir frá Varmadal. Voru það mektar hjón og vel látin af sveitungum sín- um. Þau eignuðust fimmtán börn og náðu fjórtán þeirra fullorðinsár- um. Kynntist ég flestum þeirra í Mávahlíðinni og fannst mikið til þeirra koma fyrir gjörvuleika og ljúfmennsku þeirra. Systumar voru hver annarri glæsilegri og gæddar kvenlegum þokka og bræðurnir ERFIDKYKKJUR IÍTEL ESJA sími 689509 V J kröftuglegir og karlmannlegir fríð- leiksmenn. Það var alltaf mikil gleði og söngur þar sem þau vom saman komin og fann ég glöggt, hversu samheldnin var mikil og vináttu- og ættarböndin sterk þeirra á milli. Ekki minnkaði álit mitt á þessu elskulega fólki við nánari kynni. Öll voru þau einstaklega vel gerð og ljúf í umgengni. Mun ég ætíð minnast þeirra með hlýju og virð- ingu, en nú eru aðeins tvö eftirlif- andi af þessum stóra systkinahópi, Isafold og Benedikt. Kristján, faðir þeirra, hafði gam- an af því að setja saman vísur og orti þá gjaman um börn sín og til þeirra. Eftirfarandi tvær vísur orti hann til Grétu, þegar hún var 18 ára: Vorsins átján árin fríð eru nú að þijóta. Ó, að sumars indæl tíð auðnist þér að njóta. Nöprum haustsins næðing ver náðin drottins vami og haldi fast í hendi sér hamingjunnar bami. Þetta var gott veganesti fyrir 18 ára yngismey og mér virðist sem Kristján hafí verið bænheyrður, því Gréta mín kær var gæfusöm kona í gegnum lífíð. Hún naut ástríkis foreldra og systkina. Hún eignaðist traustan og umhyggjusaman lífs- fömnaut og börn og barnaböm sem vom henni ákaflega góð og hún var mjög stolt af. Að leiðarlokum kveð ég mína elskulegu tengdamóður með sökn- uði, en þökk í hjarta fyrir allt sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Valdimar Örnólfsson. í dag kveðjum við Grétu Krist- jánsdóttur, sem andaðist 21. þ.m. á 93. aldursári. Brottförin var í samræmi við skapgerð hennar - hrein og bein og vafningalaus. Hpn veiktist að kveldi, var flutt á sjúkrahús og síð- degis næsta dag var hún öll. Má því segja að henni hafi orðið að þeirri ósk sinni að fá að dveljast á heimili sínu uns kallið kæmi. Þar hafði hún búið ein eftir lát eigin- manns síns, Jónasar Jósteinssonar fyrrum yfirkennara, en hann lést fyrir fjórum árum. Hefðu ekki margir á hennar aldri leikið slíkt eftir. En hún naut einstakrar um- hyggju og ástríkis barna sinna, Kristínar og Kára, tengdabarna og barnabarna sem hún bar öll mjög fyrir bijósti. Gréta var fædd og uppalin í Álfs- nesi á Kjalarnesi, fjórða í röðinni af 15 börnum hjónanna Kristjáns Þorkelssonar, bónda og hrepps- stjóra og Sigríðar Þorláksdóttur. Komust 14 barna þeirra til fullorð- insára. Á skömmum tíma hefur hvert skarðið af öðru verið höggvið í hinn stóra og kjarnmikla hóp Álfs- ness-systkinanna og eru nú aðeins tvö þeirra eftir. Ég minnist með söknuði og þakk- MINNINGARKORT SJÁLFSBJARGAR REYKJAVÍK OG NÁGRENNISJfrL. 1 78 68& Innheimt með giróseðli fmmM + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR ÞORSTEINSSON, Hólmagrund 15, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Helga Hannesdóttir, Sigurður Hauksson, Björk Helgadóttir, Þorsteinn Hauksson, Sigríður Hauksdóttir, Þráinn Jensson, Hrafnhildur Hauksdóttir, Vala Hauksdóttir, Aksel Jansen og barnabörn. læti allra gleðistundanna, sem ég átti með þeim. Það var alltaf glatt á hjalla þegar komið var saman, spaugað, hlegið og mikið sungið - og röddin hennar Grétu hljómaði svo björt og tær. Hún hefði eflaust náð langt á sviði söngsins ef hún hefði haft tækifæri til að leggja rækt við þann hæfileika. Gréta var óvenju kraftmikil kona, hreinskiptin og æðrulaus. Hún bar ekki tilfínningar sínar á torg, en undir sló heitt hjarta. Það var erfítt að trúa því að hún væri orðin 92 ára, hún var ennþá svo ung, hélt reisn sinni hress í bragði, minnið var óskert og kjark- urinn óbilandi. Ég kveð Grétu mágkonu mína með þökk fyrir vináttu hennar og allt sem hún var mér og mínum. Hún var ein af þeim sem maður metur æ meir því lengri sem kynn- in eru. Blessuð sé minning Grétu Krist- jánsdóttur. Ástvinum hennar bið ég öllum blessunar. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Jæja, þá er hún amma mín dáin. Mér fannst amma vera skemmtileg kona. Hún var mjög hreinskilin og átti það til að láta ýmislegt flakka um hitt og þetta. Oft var ég annarr- ar skoðunar og stundum einungis til þess að stríða henni. Eftir smá stund áttaði hún sig þó á því og sagði: „Nú ertu að stríða mér, Kiddi“, og skellihló í kjölfarið. Yfírleitt er ég kom í heimsókn til ömmu settumst við niður við eld- húsborðið og hún sagði þá við mig: „Kiddi, segðu mér eitthvað skemmtilegt.“ Ég tíndi þá til það markverðasta sem gerst hafði í mínu lífí og fjölskyldu minnar und- anfama daga. Hafði amma að jafn- aði eitthvað til málanna að leggja. Þegar ég var orðinn þurrausinn fór amma að tala um eitthvað sem hún hafði séð í sjónvarpinu eða lesið um. í kjölfarið fylgdu alltaf spurningar frá henni um það hvers vegna fólk hagaði sér á ákveðinn máta og út af hveiju sumt væri svona en ekki öðruvísi. Ég reyndi að svara þessum spumingum eins viturlega og ég gat eða bara með því að humma. Stundum bar amma saman nútím- ann og gamla tímann. Ef hana rak í vörðurnar fór hún að tala um hvað hún væri nú farin að kalka. Ég brosti þá með mér og hló við vegna þess að fáir voru minnugri en amma bæði hvað varðar nútíð og þátíð. Amma var ætíð hrifin af blómum. Þegar við fórum út að versla litum við oft inn í einhverja blómabúðina. Þá lyktaði amma af blómunum, þreifaði á þeim og spurði afgreiðslu- stúlkurnar fjölmargra spurninga. Ef hún keypti sér blóm voru það yfírleitt pottablóm. Mörg blómin setti hún út við svalagluggann. Þegar veðrið var gott fór amma síðan út á svalir í sólbað og til þess að litast um í kringum sig. Ég brosi með mér þegar ég hugsa til þess að stundum henti hún mataraf- göngum niður af svölunum og niður í garð. Það gátu verið fisk- eða kjötafgangar, einhver brauðmylsna eða hvað sem var. Hún talaði um að smáfuglunum þætti þetta svo gott og alltaf kláruðust afgangarn- ir. Ég sótti ömmu oft og fór með hana heim í Bláskóga 2 í mat. Það var alveg sama hvort farartækið var stór og mikill jeppi eða lítill fólksbíll, alltaf klöngraðist amma sjálf inn í bílinn. Á leiðinni sönglaði hún stundum með mér einhver lög og þegar í Bláskóga var komið blandaði pabbi kokkteil sem amma dreypti á. Eftir matinn settumst við stundum fyrir framan sjónvarpið og faðmaði ég þá ömmu að mér og kyssti hana í bak og fyrir. Gullu þá við hlátrasköllin og sagði amma. „Haldið þið að það sé munur að fá koss frá svona ungum herra.“ Er nokkuð var liðið á kvöldið sagði amma síðan: „Jæja, Kiddi minn, ætlarðu að keyra mig heim?“ Varð ég við þeirri beiðni. Nú þegar að leiðarlokum er kom- ið vil ég þakka ömmu fyrir allar samverustundirnar, munu þær fylgja mér hvert sem ég fer. Kristján Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.