Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 41 Athugasemd við fréttatílkynmngu Frá Ágústi Georgssyni: HINN 15. september sl. birtist í Morgunblaðinu fréttatilkynning frá Sjóminjasafni íslands, Hafnarfirði. Ekki er nema gott eitt um það að segja að safnið komi þannig á fram- faari upplýsingum um starfsemi sína til almennings. Að vísu er fréttatil- kynning þessi óvenjuleg sökum þess að inn í hana er fléttað eins konar prófvottorðum frá sýningargestum. Hitt er þó öllu verra að þama er dylgjað um fyrri starfsemi safnsins, en slíkt er varla við hæfi í orðsend- ingu frá opinberri stofnun. Látið er að því liggja að Sjóminja- safnið hafi verið nánast ókynnt, hvorki merkt að utan né staðsetning þess gefin til kynna á annan hátt. Staðreyndin er hins vegar sú að stórt skilti hefur jafnan verið við götuna framan við safnið og ennfremur var skilti á sjálfu safnhúsinu. Þriðja skiltið var við stíginn niður að safn- inu til þess að vekja athygli á sérsýn- .ingum. Þá var kynningarbæklingi Sjóminjasafnsins dreift mjög víða °g auglýsingar voru í bæklingum, blöðum og á kortum fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. Einnig var veggauglýsingum frá safninu dreift á mörgum stöðum, m.a. á lands- byggðinni og loks má"nefna fréttatil- kynningar. Segja má að kynning á Sjóminjasafninu hafi þannig verið á svipuðum nótum og á söfnum af sambærilegri stærðargráðu. Á útmánuðum 1992 var aðsókn að Sjóminjasafninu tekin til endur- skoðunar. Meðal annars voru rituð bréf til íjölda ferðaskrifstofa en auk þess voru samskipti við nýskipaðan ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðar að heíjast. Æskilegt hefði verið að fylgja málinu fastar eftir en því miður reyndist það ekki unnt. Raun- ar mun kynning á safninu hafa ver- ið á dagskrá frá upphafi. Við Sjóminjasafnið starfar nú einn safnvörður, auk forstöðumanns, og hefur svo verið í tæpt eitt ár. Fyrir þann tíma, eða í rúm 6 ár, var ein- ungis einum safnverði til að dreifa og veitti hann jafnframt safninu for- stöðu við fremur erfiðar aðstæður. Þessi eini starfsmaður annaðist öll almenn safnstörf, daglegan rekstur °g ýmislegt snatt sem slíku fylgir. Að auki sá hann um fjárreiður, út- reikninga og greiðsiu launa fyrir hönd safnsins. Nú eru öll fjármál í höndum Þjóðminjasafns íslands. Vonandi geta tveir starfsmenn áork- að meiru en einn og er ánægjulegt að svo hafi orðið, a.m.k. hvað varðar aðsökn að safninu. Hlutverk minjasafna er ekki ein- vörðungu að draga að gesti, sem vissulega er mikilvægt, heldur er hér um einn þátt í ijölbreyttri starfsemi að ræða, oftast þann sem mikið ber á. Mestur hluti starfseminnar fer hins vegar fram á bak við tjöldin, ef svó má að orði komast, en þann- ig er einnig háttað á hliðstæðum stofnunum. Kynning og markaðs- setning kosta venjulega mikla fjár- muni og oftast kjósa menningar- stofnanir að veija þeim í annað. í fréttatilkynningunni er fyrri fastasýning Sjóminjasafnsins gerð að umtalsefni. Ekki er ýkja mikið gefið fyrir hana, en sýningin var sett upp árið 1986, og þótti þá fag- manrilega unnin. Auðvitað hefði ýmislegt mátt gera betur, þannig er það alltaf, en menn orðið að sníða sér stakk eftir vexti. Óvenjulegt er að skipta um fasta- sýningár á fárra ára fresti, ekki síst hér á landi þar sem söfn búa við Ijársvelti. Undirbúningur fastasýn- inga tekur venjulega langan tíma, þess vegna eru þær dýrar og þurfa að standa lengi. Mikilvægt er því að vandað sér til þeirra en ekki rub- bað upp í flýti. Forvinna að nýrri fastasýningu Þjóðminjasafnsins hef- ur nú staðið yfír í þó nokkur ár, en safnið hefur ekki haft efni á að end- urnýja núverandi fastasýningu, sem komin er yfir þrítugt, og aðstæður hafa heldur ekki leyft það. Berum orðum segir í fréttatil- kynningu Sjóminjasafnsins að skráningu safngripa hafi verið „mjög ábótavant“. Ekki verða séð sérstök rök fyrir því en það er ánægjulegt að nú loksins hafi safnað fengið tölvuskráningu. Af fréttatilkynningunni er helst að skilja að lítið sem ekkert hafi verið vitað um gamla báta sem ekki voru í eigu minjasafna. Til að leið- rétta þennán misskilning skal þess getið að kunnugt var um allmarga báta og fyrirspurnum var þar að auki haldið uppi. Þeim upplýsingum sem þannig fengust var vitanlega haldið til haga. Markmiðið var að gera skrá yfir alla báta í landinu, ekki síst gamla, með það fyrir aug- um, að engum yrði fargað án sam- ráðs við safnmenn. ÁGÚST GEORGSSON, þjóðháttafræðingur, og var forstöðumaður Sjóminja- safns íslands 1990-1992. Ómerktír lögreglubílar Frá Agli Sigurðssyni: MORGUNBLAÐIÐ greindi frá því nýlega (17. sept.), að nefnd á vegum dómsmálaráðherra gerði tillögur um framtíðarskipulag lögreglumála í landinu. Af því tilefni sendi ég þetta lesendabréf. Ekki er ýkjalangt síðan lögreglu- stjórinn kunngerði, að teknar væru í notkun ómerktar lögreglubifreiðir til öryggis í umferðinni. Var svo að skilja sem þessi tæki ættu að tryggja, að ökumenn færu ekki á rauðu yfir gatnamót. Ég er einn þeirra, sem telja, að löggæsla eigi ekki að vera neitt laumuspil. Sumir lögreglumenn eru sama sinnis. Þeim líkar ekki, að félagar þeirra liggi einhvers staðar í leyni og komi þeim, sem bijóta umferðarreglu, í opna skjöldu. Leigubílstjóri hefir sagt mér, að slysahætta geti stafað af því, ef lögreglubifreið þýtur skyndi- lega úr hvarfi inn á aðalbraut. Lög- regla á þar að vera, sem hennar er þörf — og ekki í felum. Það hefir varla farið fram hjá ökumönnum almennt, að þessar ómerktu lögreglubifreiðir eru marg- ¥ VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur frakki SVARTUR hálfsíður dömu- frakki var tekinn í misgripum úr fatahengi á Hótel íslandi sl. laugardagskvöld eftir hóf 1. deildar karla og kvenna í fót- bolta. Sá sem er með frakkann er vinsamlega beðinn að hringja i síma 677730. Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski tapaðist á dýrasýningu fyrir utan Dýrarík- ið á Grensásvegi sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 42476. Tveggja fjallahjóla saknað TVÖ Mongoose Alta-fj allahjól hurfu frá Mávahlíð 31 sl. laugar- dagskvöld. Annað hjólið er blátt en hitt hvítt. Þeir sem hafa orð- ið varir við hjólin eru beðnir að hringja í síma 14026. Myndavél týndist CONICA-myndavél, ekki í tösku, tapaðist sunnudagskvöld- ið 19. september, líklega í leigu- bíl frá Kaffi-Kim. Finnandi vin- samlega hringi í síma 37608. Frakki týndist LJÓS, léttur kvenfrakki var tek- inn í misgripum eftir giftingar- athöfn í Háteigskirkju laugar- daginn 18. ágúst sl. Sá sem er með frakkann er vinsamlega beðinn að hringja í síma 657978. GÆLUDÝR Skotta er týnd LÆÐAN sem myndin er af hvarf frá heimili sínu, Rofabæ 43, sl. laug- ardag. Hún er eyrna- merkt. Þeir sem hafa orðið ferða hennar varir eru beðnir að hringja í síma 671958. Tík fæst gefins BLÖNDUÐ tík, íslensk/collie, 16 mánaða, fæst gefins til dýra- vina. Upplýsingar í síma 624360. ar og víða á vegi þeirra, sem aka milli borgarhverfa, nánast á hvaða tíma dags sem er. Þykir mér senni- legt, að þeirra vegna sé berisín- eyðsla embættisins orðin óhæfileg, en ekki vegna svokallaðra „Maríu- bifreiða", eins og lögregiustjóri vill vera láta í Tímanum 23. þ.m. Nýrri af nálinni var sú ráðstöfun lögreglustjórans að setja upp sjón- varpsskerma á víð og dreif um borg- ina. Einnig þeir áttu að tryggja, að ökumenn færu ekki á rauðu ljósi yfir gatnamót. Tækjunum fjölgar, og brátt kunna flestir Reykvíkingar að vera komnir á skjá hjá lögregl- unni. Síðasta fréttin frá lögreglunni var á þá lund, að félag lögreglumanna sé komið í fjárþröng vegna jarða- kaupa og framkvæmda austan fjalls. Félagið vonar, að borgin bjargi með því að kaupa hitaveituréttindi á staðnum. Það ætti borgin vissulega að gera og taka um leið lögreglumál höfuðstaðarins í sínar hendur — úr höndum ríkisins. EGILL SIGURÐSSON, Mávahlíð 29, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Leiðrétting Piat lækkaði Með frétt í blaðinu á miðvikudag um verðbreytingar á áfengi og tób- aki birtist tafla þar sem greint var frá verði á ýmsum tegundum áfeng- ís og tóbaks fyrir og eftir verðbreyt- ingar. Efst á listanum var Le Piat de Beaujolais rauðvín sagt kosta 960 krónur eftir hækkun. Hið rétta er að vínið lækkaði. Það kostaði 960 krónur fyrir breytingu og 920 krónur eftir sem samsvarar 4,16% verðlækkun. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Benedikt Jóhannesson, trygg- ingaráðsmaður, ritaði grein sem birtist í Bréfí til blaðsins sl. laugar- dag undir fyrirsögninni „Fyrirspurn til siðanefndar lögmannafélagsins“. í upphafí og lok greinarinnar var hann sagður Jónsson og eru það mistök Morgunblaðsins. Er beðist velvirðingar á því. Ekki Heilsugæslan Ingimar Sigurðsson forstjóri Heilsu- gæslu Reykjavíkur hafði samband við blaðið vegna Víkveija í gær og vildi koma því á framfæri að bólusetning- ar ferðamanna væru ekki á vegum Heilsugæslunnar heldur héraðslækn- isins í Reykjavík, áður borgarlæknir. Héraðslæknirinn leigir húsnæði hjá Heilsugæslu Reykjavíkur í Heilsu- verndarstöðinni. LfTTi Vinningstölur , miðvikudaginn: 29. sept. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6afe 0 33.250.000 Bl| 5 af 6 Lffl+bónus 1 í.716.035 0[ Safö 3 108.918 0 4af6 256 2.030 13 3 at 6 fR+bónus 899 248 Aöaltölur: Heildarupphæð þessa viku: 36.035.421 á ísi.: 2.785.421 UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Classic Burger, franskar og Coke: 100 gr. fyrsta flokks nautakjöt (UNl) Einstök uppskrift -aldrei áður á íslandi! Á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, s. 16480 Ráðstefna Sáiarrannsóknafélags íslands í Gerðubergi 1., 2. og 3. október 1993: DULRÆNIR DAGAR Dagskrá: Föstudagur 1. október: Kl. 18.00 Málverkasýning: Helgo Siguróardóttir fró Egilsstöðum. — 20.00 Hljómlistamenn: Davið Knowles Jótvarðsson og Wilma Young. Einsöngur: Hlíf Kórodóttir. Undirleikari: Jóhonnes Andreassen. Kl. 20.15 Setning: Konróó Adolphsson, forseti Sólorronnsóknafélogs islonds. Einsöngur: Ingunn Osk Sturludóttir, mezzósópran. Undirleikari: Guðni Þ. Guðmundsson. Erindi: Hvernig starfa miðlar - Spurningar og svör - Skyggnilýsing. Þórunn Maggý Guðmundsdðttir, miðill. Laugardagur 2. október: Kl. 10.00 Opið hús: Máttur hugans: Njóll Torfoson. Orkuhjúpur líkamans: Rognheiður Ólefsdóttir. Kl. ll.OO Erindi: Saga sálarrannsókna. Guðmundur Einoisson, verkfr. Kl. U.30 Erindi: Indriði miðill. Dr. loftur Reimor Gissurarson, sólfræðingur. Kl. 13.15 Erindi: Heimsókn til Móður Meera. Anna Morío Hilmarsdóttir. Kl. 13.45 Erindi: Máttur hugsunarinnar. Bryndís Ásgeirsdóttir, voroforseti Sólarronnsóknofélags íslands. Kl. 14.15 Erindi: Líflestrar. Guðtún Ttyggvodóttit, lækningomiðill. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Erindi: Kristallar. Pólino Ásgeirsdóttir. Kl. 16.00 Erindi: Spurt og spjallað um starfsemi miðla - Skyggnilýsing. Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill. Kl. 17.00 Málverkasýning opin til kl. 20.00. Sunnudagur 3. október: Kl. 13.15 Huglækningar - Etio Stefónsdóttir, sjóandi. Kl. 14.15 Huglækningar og æfingar - Séra Sigurður Haukur Guðjónsson - Þótunn Moggý — Hofsteinn Guðbjömsson - Grétor Pólsson - Eriing Kristinsson og fleiri huglæknar. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.45 Spurt og spjallað um starfsemi miðla - Skyggnilýsing. Kristin Þorsteinsdóttir, miðiil. Kl. 16.45 Setið fyrir svörum - Stjómondi Konróð Adolpsson. Kl. 18.00 Málverkasýning opin til kl. 20.00. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir alla dagana en 2.000 fyrir félagsmenn. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu félagsins, Garða- stræti 8, kl. 9.00-17.00 og við innganginn. t;

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.