Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 pH 4,5 húðsápan er framleidd úr völdum ofnæmisprófuðum eínum og hentar jafnt viðkvæmri húð ungabama sem þinni húð. Hið lága sýrustig (pH gildi) sápunnar styrkir náttúrulega vöm húðarinnar gegn sveppum og sýklum og vamar því að hún þomi. Hugsaðu vel um húðina og notaðu pH 4,5 sápuna alltaf þegar þú þværð þér. pH 4,5 húðsápan vinnur gegn of háu sýrustigi húðarinnar. KNATTSPYRNA Uwe Bein hættur með þýska landsliðinu „Leik- menn hugsa aðeins um sjálf- an sig“ — segir Uwe Bein. „Andrúmsloftið í landsliðshópnum er óþolandi og þareru menn með mikil- mennskubrjálæði" UWE BEIN, einn besti miðvallarspilari Þýskalands, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki kost á sér framar í landslið Þýskalands og notar tækifærðið til að lýsa hættuástandinu sem nú er komið upp innan þýska landsliðshópsins. „Það eru ellefu einstaklingar inni á vellinum, sem aðeins hugsa um sjálfan sig, en ekki liðs- heildina. Það eru of margir sjálfselskir leikmenn á ferðinni, sem eiga við mikilmennskubrjálæði að stríða,“ sagði Bein, sem leikur lykilhlutverkið hjá Frankfurt, sem er í efsta sætinu í 1. deildar- keppninni í Þýskalandi. Bein, sem var í landsliðshópi V-Þýskalands, sem fagnaði heimsmeistaratitlinum á Italíu 1990, sagðist ekki lengur hafa áhuga að vera í landsliðshópnum, þar sem andrúmsloftið þar væri óþolandi. „Ég er á þeirri skoðun að best væri að koma fjórum til fimm leikmönnum út úr hópnum — leikmönnum sem hafa neikvæð áhrif á hann, og best fyrir alla að væru heima“. Bein opnað hug sinn aðeins viku eftir að landslið Þýskalands gerði jafntefli við Túnis, 1:1, í vináttu- leik. „Allt miðvallarspii liðsins er í molum og langt frá því eins og það ALEX Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, er nú orðinn launahæsti fram- kvæmdastjórinn í Englandi — með mun hærri laun en starfs- félagar hans Graeme Souness, Liverpool, Kenny Dalglish, Blackburn og George Graham, Arsenal. Ferguson, sem er 51 árs, og sá framkvæmdastjóri sem hefur verið lengst á Old Trafford síðan Sir Matt Busby var þar við völd, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í vikunni. Samingurinn færir honum 1,2 millj. punda í vas- ann, eða 300 þús. pund í árstekjur, en það eru um 31,2 millj. fsl. kr. á ári. Það voru margir óþolinmóðir var í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu. Margir af leikmönnum liðsins líta stórt á sig. Það hafa orðið mikl- ar breytirrgar síðan við urðum heimsmeistarar. Landsliðshópurinn var þá skipaður tuttugu og tveimur leikmönnum, sem lögðust allir á eitt. Allir fögnuðu, þó að þeir hafi ekki leikið — það var enginn að pukra í sínu homi. Andinn í lands- liðinu er nú mjög slæmur," sagði Bein, sem hefur leikið sautján landsleiki. Menn vonuðust eftir að hann myndi stjórna miðjinni í þýska landsliðinu i heimsmeistarakeppn- inni í Bandaríkjunum 1994 — en nú er sú von úti. stuðningsmenn United sem vildu láta Ferguson fara fyrir nokkrum árum, en stjórn félagsins stóð við bakið á Ferguson þegar á móti blés. Ferguson þakkaði fyrir sig og und- ir hans stjórn vann Man. Utd. ensku bikarkeppnina 1990, Evröpukeppni bikarhafa 1991, ensku deildarbikar- keppnina 1992 og Englandsmeist- aratitilinn 1993. Ferguson kom til United frá Aberdeen þar sem hann vann titla á hveiju ári. Hann er nú orðinn kóngurinn á Old Trafford — sigursæll foringi. Á sama tíma og Ferguson var að skrifa undir nýjan samning, var Souness að játa sig sigraðan — það var kominn uppgjafatónn í hann, eftir svartasta septembermánuð hjá, Liverpool í 90 ár; fimm töp í sex leikjum. Uwe Bein, einn besti miðvallarspil- ari Þýskalands og lykilmaður í ven- gengni Frankfurt. ■ DAVID Hirst, framheiji Sheffield Wednesday, verður frá keppni næstu þijá mánuði. Hann þarf að gangast undir uppskurð vegna meiðsla í hásin. Hann hefur reyndar aðeins leikið fímm af tíu leikjum Iiðsins það sem af er leik- tímabilsins vegna meiðsla. Hirst verður því ekki með Wednesday gegn Manchester United á morg- un. ■ CELTIC frá Skotlandi komst í 2. umferð UEFA-keppninnar með því að vinna Young Boys frá Sviss 1:0 eftir framlengdan leik. Eftir leikinn óskaði þulurinn á vell- inum eftir því að áhorfendur risu úr sætum og hefðu einnar mínútu þögn til að minnast þátttöku Ran- gers í Evrópukeppninni, en liðið féll óvænt úr keppninni á miðviku- dagskvöld gegn Levski frá Búlgar- íu. Þess má geta að forráðamenn Celtic ráku þulinn fyrir uppátækið — þótti þetta ekki fyndið. ■ STUARTSlnter var í gær seld- ur frá Celtic til Ipswich fyrir eina milljón punda. Hann fór til Celtic frá West Ham fyrir 14 mánuðum og var kaupverðið þá 1,7 milljónir punda. Slater er 23 ára miðvallar- leikmaður og lék með U-21 árs liði Englands fyrir nokkrum árum. ■ PETER Reid, sem var rekinn fyrir fjórum vikum frá Manchester City, en þar var hann spilandi þjálf- ari, er kominn til Southampton sem leikmaður. Hann er 37 ára. ■ ANTHONY Yeboah, leikmað- urinn knái hjá Eintracht Frank- furt í Þýskalandi, þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla sem þýðir að hann leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar. Yeboali var á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar í fyrra — gerði þá 20 mörk og er markahæstur það sem af er með 9 mörk eftir jafn marga leiki. ■ DINO Zoff, þjálfari Lazió, er nú undir mikilli pressu — félagið hefur aðeins fengið fimm stig úr sex leikjum á Ítalíu. Lazió leikur gegn AC Milan um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.