Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni r SJOVAojjnALMENNAR MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK StMI 091100, SÍMBRBF 09118!, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Fangar struku úr Heguingarhúsinu •k'ÞRÍR fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, rúmlega tvítugir að aldri, struku úr fangelsinu um klukkan hálftólf í gærkvöldi og hóf allt tiltækt lið lögreglu þegar leit á merktum og ómerktum bifreiðum. Ekki hafði náðst í strokufangana þegar blaðið fór í prentun í gær. Fangaverðir urðu þess varir að mennimir ætluðu að strjúka en náðu ekki að stöðva þá í tæka tíð. Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður Hegningarhússins á Skóla- vörðustíg, taldi líklegt að mennirnir hefðu sammælst um strok. Strokið átti sér stað rétt áður en fangar voru lokaðir inni í klefum sínum fyr- ir nóttina, en það er gert klukkan 23.30. Fram að þeim tíma eru fang- ar ýmist í setustofum eða á gangi fangelsisins. ^ Yfir vegginn Fangarnir komust út um glugga á fangelsinu, þaðan út í garð og yfir fangelsisvegginn. Fangaverðir hringdu strax á lögreglu. Alit tiltækt lið leitaði mannanna í nótt þegar blaðið fór í prentun. Lögreglan fór m.a. á veitingastaði í nótt með myndir af mönnunu og leitaði þeirra á öðrum stöðum þar sem líklegt var talið að þeir gætu haldið til. Að sögn Guðmundar voru menn- imir að afplána, styttri dóma sem m.a. tengdust fíkniefnabrotum. Þeir eru fæddir 1970-1973. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Bændur verði frjáls- ir til að framleiða HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra sagði á hádegisfundi sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, stóð fyrir í Háskóla íslands í gær að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afnámi fram- leiðslukerfa landbúnaðarins á næstu árum. Halldór sagði að það væri mikið böl fyrir landbúnaðinn að vera bund- inn opinberri framleiðslu- og verð- stýringu og Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að beita sér gegn því. Hann harmaði það að frumvarp sem heimil- aði innflutning á landbúnaðarvörum undir sérstökum kringumstæðum hefði dagað uppi á Alþingi sl. vor. Halldór sagði að bændur vildu lækka verð á sínum vörum en kostn- aður milliliða væri alltof mikill, slát- urkostnaður væri t.d. 3-4 sinnum hærri en í nágrannalöndum og verð- lagning verslana óeðlileg. Ósveigjanlegt kerfi Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að með afnámi framleiðslu- kerfa landbúnaðarins þyrftu bændur ekki lengur að takmarka sig við til- tekið magn búvara til að eiga rétt á beingreiðslum. Framleiðslukerfið væri þannig uppbyggt að sveigjan- leiki innan kerfísins væri afar lítill og kæmi í veg fyrir nauðsynlega hagræðingu í búrekstrinum. „Eg stefni að því að bændur verði fijálsir að því að framleiða en samkvæmt GATT-samningnum er gert ráð fyrir því að opinber stuðningur dragist saman um 20% á samningstímanum. Opinberi stuðningurinn hér á landi er eingöngu bundinn við dilkakjöt og mjólkurframleiðslu," sagði Hall- dór. Sjá bls. 22: „Framleiðslukerfi landbúnaðar..." Morgunblaðið/Sverrir Haustleikir HAUSTMÁNUÐUR hófst 23. september sl. að fornu tímatali og var vani manna að færa fórnir og blóta haust í kringum þau tíma- mót. Ungviðið sem nú vex úr grasi nýtir þessa fallegu árstíð frekar til leikja og útiveru, eins og sjá má á myndinni hér að ofan af krökkum í Rimahverfi í Grafarvogi. Þar hefur körfuboltaspjaldi verið komið fyrir í botnlanga einnar götunnar. Leika lækna til að svíkja út lögleg lyf BRÖGÐ eru að því að fíkniefna- neytendur þykist vera læknar og reyni með því móti að svíkja út lyf. Ásgeir Böðvarsson læknir á Borgarspítalanum segir áberandi hve ósvífnar aðferðir fíkniefna- neytendur nota til að nálgast lyf á fölskum forsendum. Ásókn er mikil í lyfið Fortral sem hefur áþekka verkun og morfín, er kvala- stillandi og veldur vellíðan. Land- læknisembættið íhugar að leggja til við lyfjanefnd að lyfið verði tek- ið út af lyfjaskrá og að sögn Matt- híasar Halldórssonar aðstoðarland- læknis kom sú hugmynd í kjölfar ábendingar frá SÁÁ. Þeir sem helst virðast sækja í lyfið eru amfetamínneytendur sem vilja „ná sér niður“. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru dæmi um að fíkniefnaneytendur þykist vera læknar í þeim tilgangi að svíkja út lyf eins og Fortral. Falsaðir lyfseðlar Mikið er um falsaða lyfseðla þar sem reynt er að svíkja út Fortral eða önnur lyf og að sögn Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins kemst nú upp um nokkra falsaða lyfseðla í hverri viku. Hún segir ljóst að falsarar þekki vel til starfa lækna og lyfjaaf- greiðslu, en eftirlit hafi verið hert til muna svo nánast ógerningur sé nú að svíkja út lyf með þessu móti. Samstarf sé milli lyfjaeftir- lits, landlæknisembættis, starfs- fólks í lyfjaverslunum og lækna í þeim tilgangi að beijast gegn þess- ari þróun. í gærmorgun var maður handtekinn í lyfjaverslun í Reykja- vík eftir að hafa framvísað fölsuð- um lyfseðli, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa þegar nokkrir verið handteknir af þessum sökum. Sjá bls. Cl: „Fíklar eru ...“ Morgunblaðið/Golli Sópað út ÁSGEIR Þorgrímsson var að sópa háaloftið í húsi við Aðal- stræti á dögunum, en verið er að endurbyggja það spýtu fyrir spýtu. I húsinu var eitt sitt rekinn barnaskóli á Akur- eyri, einn sá elsti í bænum. Ásgeir kippti sér ekki mikið upp við það þótt ljósmyndara bæri að garði, hann vann í sumar á seglskútu í Óslóar- höfn og sigldi um með ferða- menn, sem voru duglegir við að smella myndum af Ásgeiri um borð. Togarinn Már hugsanlega til veiða á RockaJlriSvæðinu LIU kannar hvort íslensk skip hafi rétt til veiða á svæðinu TOGARINN Már frá Ólafsvík er nú á leið úr Smugunni með um 100 tonna afla af góðum fiski sem verður seldur á mörkuðum í Hull á þriðjudag, að sögn Svavars Þorsteinssonar útgerðarstjóra. Lands- samband íslenskra útvegsmanna er nú að kanna hvort íslensk skip hafi rétt til veiða á Rockall-svæðinu en forráðamenn togarans hafa lýst áhuga á að það verði skoðað og er hugsanlegt að hann verði sendur þangað til veiða í næstu viku. Að sögn Svavars er þetta mál þó enn á frumstigi og alveg óvíst hvort af þessu verður. Már selur aflann næstkomandi þriðjudag og að sögn Jónasar Har- aldssonar, skrifstofustjóra LÍÚ, er áhugi á að togarinn noti ferðina frá Englandi og fari í síðari hluta næstu viku til veiða á Rockall- svæðinu en þar eru nú tveir eða þrír franskir togarar og einn fær- eyskur togari að veiðum. Islend- ingar, Danir og Bretar gera tilkall til réttinda á þessu svæði og hefur LÍÚ óskað eftir upplýsingum í ut- anríkisráðuneytinu um hvort ís- lendingar eigi rétt til veiða á svæð- inu en Jónas segir sig gruna að Bretar telji sig hafa þar yfirráð og að þeir myndu veija svæðið með kjafti og klóm. „Við ætlum að kanna þetta til þrautar,“ sagði Jónas og kvaðst vænta svars úr ráðuneytinu mjög fljótlega. Svavar Þorsteinsson, útgerðar- stjóri Más, segir að þeir hafi beðið LIÚ að kanna hvort þarna væri ekki örugglega um alþjóðlegt haf- svæði að ræða og hvort þeim væri ekki leyfílegt að veiða á svæðinu. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir byijum við að skoða hvort raun- hæft sé að veiða þarna og hvort þama sé einhver afli,“ sagði Svavar. Skoða aðra möguleika á utankvótaveiðum „Sjávarútvegsráðherra hefur útilokað veiðar í Smugunni með því að loka suðursvæðinu og við ætlum að skoða hvort við eigum möguleika einhvers staðar annars staðar á utankvótaveiðum," sagði hann ennfremur. Svavar kvaðst síður gera ráð fyrir að Már yrði sendur aftur í Smuguna á meðan suðursvæðið væri lokað en sagðist hann telja að ekkert réttlætti ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra um að banna þar veiðar. Skipstjórár skipanna sem hafa verið við veiðar í Smugunni hafa leitað álits umboðsmanns Al- þingis á því hvort reglugerð ráð- herra sé lögmæt. Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins kveðst ekki hafa upplýs- ingar um hvaða svæði þarna er nákvæmlega um að ræða og því eiga óhægt um vik að fullyrða nokkuð um réttarstöðu íslenskra skipa á þessum slóðum. Hann sagði að til stæði að kanna þetta mál nánar á næstunni. Hann segir að almennt sé ekki talið að þarna sé mikill fiskur eða þá helst nýstárleg- ar tegundir djúpsjávarfiska sem íslendingar hafa yfirleitt lítið veitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.